Íslendingur - 05.08.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 5. ágúst 1948
lSLENDlNGUR
5
\ Steingrímur Matthlasson t
héraðslæknir
Hann andaðist í Landspítalan-
um í Reykjavík 27. í. m. Hér í
bænum sáust flögg í hálfa stöng
fáum stundum síðar rniklu víðar
en venjulegt er, þegar dánar-
fregn best manna milli. Nú hafði
líka skilið við sá maður, er heil-
an mannsaldur hafði staðið í
fremstu röð borgara þessa bæjar
og flestum verið ástsadli.
Steingrímunr Matthíasson var
samgróinn Akureyri og Eyjafii'ði.
Hann fluttist hingað 11 vetra
gamall sveinn með sínum þjóð-
frægu foreldrum sunnan frá
Odda. Um hálfrar aldar skeið var
hann heimilisfastur á Akureyri
sem barn, skólapiltur, stúdent,
aðstoðarlæknir, héraðslæknir og
spítalalæknir. Það voru ekki ein-
ungis foreldrar og systkini, sem
fögnuðu honum, þegar hann kom
heim á vorin með farfuglunum á
skólaárunum, heldur einnig
margir 1 aðrir vinir, konur jafnt
sem karlar. Alltaf kom hann
heim með sæmd og sigri úr náms-
ferðum sínum. Alltaf var bjart og
glalt í kringum hann, einnig í
önnum og erfiði ævidagsins. Hér-
aðslæknir í Akureyrarhéraði var
hann um 30 ár og yfirlæknir spí-
talans jafnframt. Skurðlæknir
þótti hann mikill. Skyldurækni
hans var viðbrugðið, námfýsi og
áhuga. Hann var óvenjulegur
starfsmaður, og vinnugleðin var
einstök, áhugamál hans voru
mörg. Hann iðaði af fjöri og lífs-
þrótti. — „Loganum var líkast
þitt lífs — og sálarfjör'1. Aldrei sá
eg votta fyrir svefni eða þreytu á
Steingrími, og sá eg hann þó oft
og við margskonar tækifæri. Mér
finnst hann hafa verio inn mikli
Velvakandi meðal þeirra manna,
sem eg hefi þekkt og kært mig
um að kynnast um ævina.
Snemma tók Steingrímur að
ferðast. Utþráin var honum í
blóð borin. Faðir hans fór víða.
Honum var ómissandi að ferðast
öðru hvoru. Eins var um son
hans, Steingrím. Hann hlakkaði
til hverrar ferðar eins og barn.
Utan vildi hann, og honum tókst
að fullnægja ferðaþrá sinni flest-
um íslendingum betur. Hann var
einn okkar víðförlasti landi. Það
munaði ekki miklu, að hann
kæmist alveg kringum hnöttinn.
Námfýsi hans var óseðjandi. Hún
rak fast á eftir til ferðalaga.
Skyldurækni hans og sá heil-
brigði metnaður, að vera jafnan í
fremsta flokki um þekkingu og
hverskonar færni í fræðigrein
sinni, jafnframt eindregnum
áhuga á starfi sínu, ýtti honum
einnig úr vör. En svo hafði hann
líka yndi af ferðalagi íerðarinnar
vegna. Hann var einn þeirra
manna, sem lét sér ekkert mann-
legt óviðkomandi.
,,Að komast sem fyrst og að
komast sem lengst
er kapp þess, sem langt þarí að
fara“.
Það á við um Steingrim Matthí-
asson. — „Skjótur varstu, vinur,
og vaskur í för“. Það kemur sér
vel fyrir sjúklingana, sem þungt
haldnir bíða læknisins. Stein-
grímur gerði það ekki utan við
sig „að vitja manns í neyð“. Hann
var ágætur ferðamaður. Tíminn
leið fljótt á ferðalagi með hon-
um. Hann kunni frá mörgu að
segja og var fundvís á umtals-
efni við allra hæfi. Honum var
eiginlegt að umgangast alla sem
bróðir og vinur. Hann kom með
sólskin inn í bæinn til sjúkling-
anna, glaður og gamansamur,
með fjör og fyndni. Mátti því um
hann segja það, sem laðir hans
orti um einn af starísbræðrum
hans:
„Hylli fólks hafðir þú, hvar
sem þú varst,
manngæðin tárhrein því með þér
þú barst“.
Góðgjarnari mann held eg að eg
hafi ekki fyrir hitt en Steingrím.
Hann var einlægur, glaður og
góður í umgengni, iítið gefinn
fyrir að tala um sjálfan sig, en fús
til að unna öðrum sannmælis og
viðurkenna það, sem aðrir gei'ðu
vel. — Einkar fjölhæfur var
hann, vel að sér í mörgum grein-
um, t. d. í sagnfræði, fornfræði og
skáldskap, fornum og nýjum,
innlendum sem útlendum. Hafði
hann ljóð og lög jafnan á hrað-
bergi, þau sem vel áttu við
margskonar tækifæri. Vitnaði
hann þá jöfnum höndum í sígild
útlend skáld sem íslenzk, því að
hann kunni reiðinnar ósköp af
inu bezta, sem heimsbókmennt-
irnar hafa á boðstólum. Sjálfur
var hann víðlesinn, og svo var
dagleg umgengni við skáldjöfur-
inn, föður hans, nærri mannsald-
ur, heldur vel fallin til að vekja
áhuga, skerpa skilning og glæða
smekk hans á fögrum bókmennt-
um. Það sagði mér danskur
læknir, sem eg var einu sinni
samskipa héðan til Danmerkur,
að vel þekkti hann Steingrím
lækni, og að á læknafundum er-
lendis, sem hann hefði setið með
honum, hefði hann ævinlega ver-
ið allra manna skemmtilegastur,
haft svo gott lag á að segja það,
sem bezt átti við hveit tækifæri,
og talað hefði hann getað jöfnum
höndum á heimsmálunum þrem-
ur, ensku, frönsku og þýzku.
Allar hans ræður einkenndi bæði
urbanitas og humor.
Steingrímur var hamhleypa til
starfa. Jafnframt því, sem hann
rækti umfangsmikið embætti af
áhuga og skyldurækni, fékk
hann tíma til að rita bækur og
fjölda greina um in fjarskyldustu
efni í tímarit og blöð, innlend og
útlend. Hann var líkur föður sín-
um um það, að hann var síles-
andi og skrifandi. Þeir feðgar
voru ekki í rónni fyr en þeir
höfðu gert aðra hluttakandi í því,
sem þeir höfðu séð, heyrt og les-
ið. Stíll Steingríms var fjörugur
og skemmtilegur eins og hann var
sjálfur. Vel var hann íþróttum
búinn, kunni bæði á pkautum og
skíðum, dansmaður góður, söng-
maður, manna bezt talaður,
kunni frá mörgu að segja og sagði
vel frá, ferðamaður ágætur, bæði
á sjó og landi, hafði ndi af fjör-
ugum fákum, göngugarpur og
íþróttamaður, glaður og reifur,
jvo að í samkvæmum og öitum
félagsskap var hann hrókur alls
fagnaðar. Þegar sá, er þessar lín-
ur skrifar, sá Steingrím fyrst,
flutti hann ræðu í samkvæmi
einu fjölmennu, og hleypti svo
miklu fjöri í samkomugesti, að
þeir veltust um af hlatri. En allt
hans gaman var græskuiaust. ’—
Hann var svo hændur að íslenzkri
náttúru, að það gat dottið í hann
að takast ferð á hendur upp á
reginfjöll um hávetur. Oræfa-
ferðir voru eftirlæti hans. hvort
sem var að vetri eða sumri. Hann
var karlmenni, og dáðist líka að
hreysti og harðfengi. Undi hann
einnig vel með þeim, sem bezt
minntu á fornkappana, eins og
þeim er lýst í sögum vorum, og
hefir hann skrifað um suma
þeirra.
Steingrímur flutti fjólda erinda
hér í bænum, bæði opinbera fyr-
irlestra fyrir almenmng, í Stú-
dentafélaginu, á samkomum
Rauða Krossins, þjóðininningum,
samsætum og á heimilum víða í
bænum. Alls staðar þótti hann
góður gestur, þar sem hann kom.
— Ræktarsemi hans við foreldra
sína var kunn hér í bæ, og víkur
faðir hans að henni í minningum
sínum. Hann elskaði foreldra sína
og systkini ogdáðistaðskáldíþrótt
föður síns og mannkostum. Hann
bjó bréf föður síns undir prentun,
samdi um hann minningarrit og
gaf út og sýndi með öllu móti
minningu föður síns og móður
fagra ræktarsemi.
Mér hefir með fáum vandalaus-
um þótt jafn gott að vera sem
með Steingrími Matthíassyni. Það
andaði frá honum hlýju og ástúð.
Hann var mannvinur. Hann
elskaði Ijósið og lífið. Eg heyrði
hann oft dást að sólaruppkom-
unni. Hann fór líka snemma á
fætur til að njóta hennar. Hann
var morgunmaður í þess orðs
beztu og fyllstu merkingu. Og að
morgni var hann kvaddur af
þessum heimi.
Inn látni læknir lifir í verkum
sínum og í hugljúfum minningum
samferðamannanna jg síðan en
ekki sízt í niðjum sínum. Honum
varð 6 barna auðið, sem upp
komust, með inni gáfuðu og mik-
ilhæfu konu sinni, Kristínu Þórð-
ardóttur Thoroddsen. Þau eru
þessi: Baldur, rafmagnsverk-
fræðingur í Rvík, Bragi, dýra-
læknir á Egilsstöðum, Anna,
kona Árna Kristjánssonar, kenn-
ara Tónlistarskólans i Rvík, Jón,
stýrimaður, í þjónustu Eimskips,
Dísella, kona Sigurðar Ólasonar,
héraðslæknis í Hólmavík, og
Þorvaldur, hljóðfæraleikari í
Rvík. Oll eru þessi systkin merk
og mannvænleg.
Ungi og tápmikli sveinninn,
prestssonurinn, sem lék sér í
Fjörunni fyrir 60 árum, er nú all-
ur, hann sem var hugljúfi allra,
er honum kynntust, ást og eftir-
læti foreldra og systkina.
Glaði og glæsilegi stúdentinn,
sem fyrir 50 árum hreif blóma-
rósir bæjarins og var fremstur í
flokki í hverjum fríðum fagnaði,
er nú spenntur heljartökum.
Eiginmaðui'inn og heimilisfað-
irinn, sem fyrir 40 árum var
„læknir bezti á Noiðurlandi“,
með svása brúði sér við hlið og
unga arfa í vöggu, fullur af lífs-
þrótti, er nú horfinn af leiksviði
lífsins.
Héraðslæknirinn, sem fyrir 30
árum sat í skauti sinnar fríðu
fjölskyldu og frægu, á miðjum
manndómsaldri, einn af mest
dáðu borgurum Akureyrar, og
engir héraðsbúar hans vildu helzt
af sjá, er nú „lagstur lágt í
mold“.
„Hverfandi ský á hveli fleygu
stunda!“
Haustið 1946 var eg samferða
Steingrími Matthíassyni í flugvél
frá Reykjavík til Akureyrar.
Eftir t-í-u ár kom hann aftur —
en aðeins snöggvast — hingað á
sína gömlu Eyri, og þá kunnu
Akureyringar að meta hann enn
betur en um það leyti. sem hann
fluttist héðan búferlum af landi
burt nú að segja fyrir 12 árum.
Þeir fögnuðu honum, og sá fögn-
uður var engin uppgerð. — Og í
fyrra kom það enn í ljós, að hann
átti marga vini enn, bæði í sveit-
um síns gamla héraðs og á Akur-
eyri. Þessir mörgu vinir hans
vildu styðja að því, að hann gæti
komið heim og dvalist hér til
æviloka. En ævikvöldið varð
styttra en menn varði. Þó komst
hann heim lifandi, en ekki til Ak-
ureyrar. Sonur hans, Bragi, sótti
föður sinn yfir meir en 300 mílna
haf. Dauðvona komst hann heim
til íslands. Nú vildi inn mikli
ferðamaður út til íslands til þess
að deyja þar.
í Reykjavík fæddist hann og
dó.
Eg heyrði inn látna vin vorn
oftar en einu sinni segja, að elli
vildi hann ekki bíða, ef mikil
hrörnun líkamans væri henni
samfara. Þá ósk fékk hann upp-
fyllta. — Þegar eg sá hann síðast,
var hann sem ungur maður í
hreyfingum. Enn var hann glað-
ur, en undir yfirborðinu ríkti
djúp alvara og stundum tregi, en
hann hélt ekki sýningu á torg-
um úti á því öllu, sem inrti fyrir
bjó.
Mér finnst Steingrímuv hafa
dáið ungur. Eg held, að allir þeir,
sem þekktu hann vel, tregi hann
og finnist hann hafa dáið ungur.
Það sem vantaði nú á æsku hans
mun honum verða bætt upp á
hans nýja tilverustigi. — Guð
mun vissulega gæða hann eilífri
æsku.
Blessuð veri hugljtif minning
Steingríms Matthíassonar meðal
vor!
Brynleifur Tobiasson.
Með Steingrími Matthíassyni,
fyrrverandi héraðslækni. er horfinn
einn hinn merkasti maður úr ís-
lenzkri læknastétt. Hann var maður
svo óvenjulega fjölhæfur, að líklega
hefði hann verið næstum því jafn-
vígur til lærdóms á hverja grein vís-
indanna sem var. Skólanám sitt
stundaði hann frá fyrstu með kost-
gæfni, svo sem skólapróf hans bera
vitni um, enda var hann alla ævi
manna reglusamastur og hófsam-
astur í hvívetna. Þótt læknisfræðin
væri námsgrein hans, leitaði hugur-
inn allt frá æskuárum miklu lengra.
Hann langaði til að kynnast heimin-
um í sjón og raun, kanna þá stigu,
sem fæstir landa hans áttu kosl á
að ferðast um, og miðla þeim. sem
heima sátu, af þekkingu sinni og
reynslu. Nýskroppinn frá háskóla-
borðinu tók hann sér ferð á hendur
austur í heim og allt fram á síðustu
embættisár sín fói' hann i ferðir út
um lönd til þess að auka þekkingu
sína og miðla öðrum af henni. Á
námsárum sínum tiotaði Steingrím-
ur hvert tækifæri til að læra að
skilja og tala þrjár höfuðtungur
álfunnar, og svo vel talaði hann og
ritaði þýzku, ensku og frönsku, að
ósjaldan hafa borizt hingað til lands
aðdáunarorð útlendinga um leikni
hans í tungumálum þessum.
Hver sá, sem kynntist Steingrími
að nokkru, hlaut líka að taka eftir
því, hve víðlesinn hann var í forn-
um og nýjum bókmenntum, og furða
sig um leið á því, að honum skyldu
gefast nokkrar tómstundir til að líta
í þær, vegna stöðugra anna við em-
bættisstörf. En hann notaði hverja
stund, og þó lét hann læknisfræðina
jafnan ganga fyrir öðru.
Það var alls ekki vandalaust ung-
um lækni að taka við embætti af
öðrum eins manni og Guðmundi
heitnum Hannessyni, sem á sínu
sviði var átrúnaðargoð allra óg tal-
inn mestur læknir að minnsta kosli
á Norðurlandi. En það er svo vcl
kunnugt, hversu vel Steingrímur
Matthiasson héll uppi heiðri sjúkra-
hússins á Akureyri í nærfellt 30 ár,
að um það er óþarfi að íjölyrða.
Læknastéttin mun vafalaust minn-
ast Steingríms Matthíassonar í riti
á sínum stað og miklu betur og ýtar-
legar en hægt er í stuttri blaðagrein.
Við, sem áttum mest saman við hann
að sælda, vorum í samstarfi við
hann, nutum ráða hans og leiðbein-
inga, munum ætíð minnast þess með
virðingu og þakklæti, hve glaður,
reifur og bjartsýnn hann var, jafn-
vel þegar mest bjátaði á, og hve
mikið karlmenni hann var bæði íil
líkama og sálar, en unt leið svo al-
úðlegur og yfirlætislaus, sem bezt
varð á kosið.
Það er gott að hvílast eftir lang-
an og erfiðan starfsdag, þegar eftir-
mælið er þrungið minningunni uin
vel #unnið dagsverk, prúðmennsku
og drenglund.
Jónas Rajnar lœknir.
Bálför Sfeingríms Matthías-
sonar fór fram á þriðjudag-
inn.
Bálför Steingríms Matthíassonar,
læknis, fór fram frá liinni nýju kap-
ellu í Fossvogskirkjugarði i Reykja-
vík s.l. þriðjudag. Fánar voru dregn-
ir í hálfa stöng víðs vegar hér í bæn-
unt í tilefni athafnarinnar.