Íslendingur


Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 1
Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Aknreyri og Eyjafjarðarsýsiu. Slldveiðarnar. SíldarsöltsB á Slglsfirii. Síldveiðarnar hafa gengið mjög treglega þessa viku eins og að undanförnu. Þótt einstöku skip hafi nú náð nokkru meiri veiði en undanfarið, er ástandið enn mjög bágborið. Er b’aðið átti tal við Siglu- ijörð síðdegis í gær, höfðu eng- ar nýjar síldarfréttir borizt þangað, og er flotinn dreifður á miðunum, en einkum munu skip in halda sig á Húnaflóa eða austur við Langanes. Nokkur skip munu hafa fengið sæmileg köst á Húnaflóa, en þó hefir lítil síld borizt að landi. Á mánudag hafði alls verið sa'tað í 20.095 tunnur á öllu landinu, en á sama tíma í fyrra hafði alls verið saltað í 28.908 tunnur. Bræðslusíldaraflinn var orð- inn 184.172 hektólítrar á mið- nætti aðfaranótt s. 1. sunnudags. Héraðsmót manna í SíSastliðinn laugardag var haldið héraðsmót Sj álf stæðisflokksins að Höfn í Hornafirði. Mótið sóttu á fjórða hundrað manns. Var það haldið í samkomuhúsi staðarins, og var húsið þéttskipað. Var þetta með fjölmennustu samkomum, sem þar hafa verið haldnar. Formaður flokksins, Ólafur Thors kom til mótsins flugleiðis, ásamt nokkrum fleirum. Þorsteinn Guðmundsson hrepp- stjóri að Reynivöllum setti mótið og bauð gestina velkomna. Þvínæst tók Ólafur Thors til máls. Flutti hann ýtarlega ræðu um stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins, og störf flokksins á undanförnum árum. Að lókinni ræðu hans, skemmtu þeir með söng og hljóðfæraslætti Alfred Andrésson og Einar Markús- son. Þvínæst flutti Gunnar Bjarnason, búnaðarráðunautur stutta og snjalla ræðu. Að því búnu þakkaði fundarstjóri gestunum komuna og þá einkum formanni flokksins. — Ávarpaði Ól- afur Thors þá fundarmenn, þakkaði en á sama tíma í fyrra var hann 1.166.314 hektólítrar. Aflahæsta skipið í síldveiði- f’otanurn er að þessu sinni And- vari frá Reykjavík, en hann hafði aflað 3056 mál í lok síð- ustu viku. Má af því marka, hve lítinn afla skipin hafa fengið, enda munu sum þeirra nær ekk- ert hafa aflað. Sjálfstæóis- Hornafirói. þeim fyrir góðar undirtektir og sagði m. a. að hin mikla aðsókn að þessu móti sýndi, að það væri skylda Sjálfstæðisflokksins, að halda þar slík mót, oftar en hingað til hefir verið gert. Síðan var dansað fram eftir kvöldi. Fulltrúar Sj álfstæðisflokksins í héraðsnefnd og nokkrir fleiri, héldu nú fund með sér, til þess að ræða um framboð flokksins í Austur- Skaftafellssýslu við næstu kosning- ar. Var þar samþykkt, með öllum atkvæðum, að skora á Gunnar Bjarnason að gefa kost á sér, sem frambjóðanda fyrir flokkinn, og féllst Gunnar á það. Er þetta þriðja framboðið, sem er ákveðið fyrir Sj álfstæðisflokkinn við næstu kosningar, en áður hefir verið ákveðið, að Pétur Gunnarsson, til- raunastjóri verði í framboði fyrir flokkinn í Mýrasýslu og, að Sigurð- ur Ágústsson, útgerðarmaður og kaupmaður í Stykkishólmi, verði í framboði fyrir flokkinn í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu. Maður bíður bana af s/ystörum. Fyrir skömmu vildi það slys til austur í Þykkvabæ, að mað- ur að nafni Magnús Kristjáns- son lét lífið af slysförum. Magnús var að vinda lág- spennuvír ofan af kefli og not- aði til þess dráttarvél. 1 tún- jaðrinum í Miðkoti þurfti hann að fara yfir moldarbarð, sem var vart hærra en fet, en er dráttarvélin fór upp á barðið að íraman, steyptist hún aftur yfir sig og varð Magnús undir henni, með þeim afleiðingum að hann beið bana. Magnús var frá Eyrarbakka. Hann lætur eftir sig konu og tvö ung börn. LANDHELGISBROT Síðastliðinn laugardag tók Ægir «1 brezkan togara í landhelgi við Langa nes. Fór hann með togarann til Siglufjarðar og var dæmt í máli hans þar. Var togarinn dæmdur í 40.000 króna sekt og afli og veiðar- færi gert upptækt. Er þetta fyrsti dómurinn, sem Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti á Siglufirði kveður upp í sínu nýja embætti. * TIL KAUPENDANNA . . Þeir kaupendur, sem enn hafa eigi greitt blaðið, eru vinsaanlega beðnir að greiða sism fyrst póstkröfur þær, Sl3m fyr*r nokkru hafa verið sendar út til iniiheimtu á- skriftargjalda. Sjálfstæðismenn á Akureyri og í Eyjafirði efndu til héraðsmóts í Naustaborgum síðastliðinn sunnudag. Mótið sóttu um 800 manns. Veður var ágætt og fór mótið í alia staði vel fram. Helgi Pálsson, formaður Naustaborgaráðs setti mótið og stjórnaði því. Fyrstur ræðumanna var Bjarni Benediktsson, utanríkis- i'áðherra. Hóf hann mái sitt á því að ræða þær alvarlegu horf- ur, sem nú væru framundan vegna aflabrests á sildai’vertið- inni. Kvað hann þjóðina vanta þá staðfestu í atvinnurekstur- inn, sem ýmsar aðrar þjóðir hefðu og stafaði það einkum af því að við yrðum að byggja af- komu okkar á landbúnaði og fiskveiðum. Væri það helzt auk- inn iðnaður, sem gæti hjálpað okkur til þess að ná þeirri stað- festu í atvinnurekstrinum, að við þyi’ftum engu að kvíða, þótt ein vertíð brygðist. Hér væri enn ekki neinn verulegur iðnað- ui', sem framleiddi útflutnings- verðmæti, en við ættum mikinn aflgjafa enn ónotaðan, þar sem vatnsaflið væri og gætum við, með því að beizla það, not- að það til stóriðju. Hann sagði að framkvæmd- irnar í landinu hvíldu á því, að fólk fengist tii að stunda nægi- !ega mikið hinn lífræna atvinnu- rekstur, framleiðslustörfin, en nú bæri mjög á því, að fólkið flýði framleiðsluna, og leitaði þeirra atvinnugreina, sem gefa fastar og öruggar tekjur. Kvað hann þetta verða að breytast. Það væri grundvöllur fjárhags- legrar velmegunar, að sem flest- ir fengjust ti! þess að stunda arðbæra framleiðslu, og að fólk- ið mætti ekki flýja þann atvinnu rekstur og gera svo hærri kröf- ur en svo, að hann fengi undir risið. Þá kvað hann ekki nóg að framleiða mikla og góða vöru, heldur yrði einnig að vera hægt að selja hana og þá því verði, að framleiðslan borgaði sig. Bæri þá að stefna að því að haga ut- c-.nríkisviðskiptum þjóðarinnar þannig, án allrar pó.htískrar þröngsýni, að við leituðumst við að selja okkar vörur þeim, sem gætu borgað hæst verð fyrir þær. Væri því heppilegast, að leita einkum viðskipta við þær þjóðir, sem auðugastar væru og þær, sem þekktu framleiðslu okkar og sæktust því eftir henni. Næstur talaði Stefán Stefáns- son, alþingism. frá Fagraskógi. Hann sagði, að það væru eink- um landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður, sem væri undirstað- an undir fjárhag þjóðarinnar. Nú væri þó svo málum háttað, að fólkið flýði þessar atvinnu- greinar til þess að stunda létt- ari, en óarð.bæra vinnu. Þá kvað hann nú haldið uppi miklum rógi milli þessara atvinnugreina, en það væri mjög hættulegt, þar sem hag þeirra væri bezt borgið með því skilningur ríkti á milii þeirra, þannig að þær veittu hver annarri allt það !ið, er þær mættu. Benti hann m. a. á það að í Kaupmannahöfn væri ár- iega haldin landbúnaðarsýning, og væri tilgangurinn með því einkum að glæða og efla skiln- ing milli sveitanna og bæjanna. Að lokum hvatti hann aha Sjálfstæðismenn til þess að berj- ast sem fræknlegast og duga sem drengilegast málefnum fiokksins. Ef þeir ræktu þá skyldu mundi hag flokksins, og þar með þjóðarinnar, vel borg- ið. Næsti ræðumaður var Jóhann Hafstein, alþm. Hann hóf mál sitt á því, að þakka Akureyring- um fyrir hinar ágætu viðtökur á Landsfundinum í vor og kvað hann þennan Landsfund hafa orðið ti1 þess að efla flokksstarf- semina svo mjög, að aldrei fyrr hefði flokkurinn haldið jafn mörg héraðsmót og í sumar, og starfsemi ungra Sjálfstæðis- Framh. é 8. bíSu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.