Íslendingur


Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 5

Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 ISLENDINSUR 5 Brestir í leppríkjabandalagi # Rússa. Mótspyrna Títós gegn Kominform sýnir veruiega veilu í varn- arvegg Rússa. Sú hugmynd, að fuUkomin eining ríki aiistan jámtjaldsins, hefir beðið verulegan hniekki. — Ágreiningurinn við Júgóslavíu er á allra vitorði. Ágreiningur við önnur banda- lagsrílii er tennþá ekki opinber, len gæti orðið það hvenær sem ler. — Lepprílii Rússa eru í sárri þörf fyrir dollara og vörur, sem Rússar geta eklii séð þeim fyrir, og vera kann, að einingin standist ekki þá þolraxm. Brestur hefr nú þegar komið í Ijós í hinu nýja heimsveldi Rússa. Þessi brestur, sem varð- ar Júgóslavíu, sem er í suðvest- urhorni þessa heimsveldis, staf- ar af misklíð, sem nú er komin upp milli valdhafanna í Moskva og Belgrad. Tító marskálkur er sá fyrsti af þjóðhöfðingjum kommúnista utan Rússlands, sem hefir leyft sér að svara herranum i Kreml fullum há^si. Honum hefir hald- izt það uppi, vegna þess að hann stjórnar eina landinu í þessu átta þjóða heimsveldi kommún- ista, að Albaníu undantekinni, sem hvorki hefir sameinleg landamæxá með Rússsum, né verður að þola rússneska her- setu. Tító barðist sjálfur til valda í síðustu heimsstyrjöld, og hefir mjög sterk tök á júgóslavneska hernum, leynilögreglunni og allri skipulagsvél júgóslavneska kommúnistaflokksins. Allar aðr ar kommúnistastjórnir í Austur- Evrópu eru undir forystu manna, sem hafa verið valdir í Moskva. Flestum þeirra hefir verið hjá'pað til valda af rauða hernum. Þeir eru ennþá á Moskvalínunni, eins og komm- únistar í Frakklandi og á Ítalíu, en sumir þeirra eru að verða tregir í taumi. Það sem er að gerast í Júgó- slavíu er þýðingarmikið, ekki aðeins fyrir hið nýja heimsveldi kommúnista, heldm’ og fyrir alla aðra. Sú skoðun, að Rússar i'éðu yfir órjúfandi bandalagi Austur-Evrópuþjóða, hefir reynzt röng og nú fara vaxandi vonir manna um það, að fleiri veilur muni koma í Ijós og veikja bandalagið enn meira, ef þær njóta öflugs stuðnings Vest- urveldanna. Fjárhagsleg vandamál eru að skjóta upp kollinum víðsvegar í Austur-Evrópu, og þau freista bandalagsríkja Rússa til þess að reyna að ná samningum við Vesturveldin. Möguleikar á efl- ingu iðnaðarins eru mjög tak- markaðir. Rússar kappkosta nú að byggja upp hjá sér, og geta því ekki birgt þessi ríki að vél- um. Þær eru fáaiTegar hjá Vesturveldunum, en Austux’- Evrópuþjóðirnar geta ekki flutt nægilega mikið út til þess að boi’ga fyrir þær. Öll þessi ríki, sem hafa ekki verið með í Mai’shallhjálpinni, eru í sárri þörf fyrir dollara. Til þess að leysa út 50 milljónir dallara af júgóslavnesku gulli, sem Bandai’íkjamenn höfðu fryst, neyddist Tító til þess að ganga að skilmálum Bandaríkja manna varðandi lcröfur þær, sem þeir áttu á hendur Júgóslöv um. Bi’ýn þörf fyi’ir aukin við- skipti og lán getur senn neytt aðrar Austur-Evrópuþjóðir til þess að veita ívilnanir. Inn’end mótspyrnuhreyfing í Austur-Evrópuþjóðunum veikir þessi bandalagsríki Rússa. Eitt sönnunargagn þess er þrjóska Títós gegn því að neyða júgó- slavnesku bændui’nar þegar í stað inn í samyrkjubú, þrátt fyrir það, að Rússar hafi lagt mjög fast að honum með það. Tító óttast, að mótspyi’na gegn því muni rýra hættulega mat- vælabirgðir landsins. I öðrum Austur-Evrópuríkjum hefir þjóð nýtingu smáiðnaðar, smásölu- vei’zlana og landbúnaðar verið íi’estað af svipuðum ástæðum. Kommúnistastjórnii’nar þurfa ekki að óttast, að þeim verði velt úr sessi, þar sem þær ráða yfir lögreglunni og hernum. En ahs staðar eru kommúnistar 3 miklum minni hluta, og í ófriði við Vesturveldin þá rnyndu her- ir leppríkja Rússa hafa litla þýð ingu. Undii’lægjuháttur stjórna Austur-Evrópuríkjanna við Rússa er óvinsæll af almenningi og þar á meðal af mörgum kommúnistum. Andstaða Títós gegn Moskvavaldinu hefir aukií vinsæ’dir hans heima fyrir. — Jafnvel enn sterkari stuðning við mótspyrnu gegn Rússum mun að finna undir yfirborðinu í Póllandi, Ungverjalandi og. Rúmeníu, þar sem ríkir alda- gömul andúð gegn Rússum. Rígur milli þjóða, sem sums staðar er aldagamall milli þess- ara leppríkja Rússa, veikir hinn trausta varnarvegg, sem Rússax vildu mjög svo gjarna geta sýn1 Vesturveldunum. Deilur um landamæri valda óvild milli Pól- verja og Tékka, mifli Júgóslava og Búlgara og milli Júgóslava og ítalskra og austurrískra komm- únista. Pólverjar, Tékkar og Júgóslavarviljaveikt Þýzkaland en kröfur þýzkra kommúnista. um sterkt Þýzkaland njóta stuðnings frá Moskva. Yfirstjórn Rússa á þessu nýja öryggissvæði þeii’ra í Austur- Evrópu, sem er helzti ágóðahlut ur þeirra úr síðustu heimsstyr- jöld, verður nú að horfast í augu við vaxandi örðugleika, þar sem þessi f járhagslegu, póli- tísku og þjóðernislegu vanda- mál hlaðast upp. Það, sem gerzt hefir í Júgóslavíu, getur orðið til þess að víðar sjóði upp úr. Með aðgerðum sínum hefir Tító eyðilagt trúna á hina órjúf: anlegu einingu þessa ríkjasam- bands kommúnista. Jafnvel þótt deilan við Júgóslavíu verði leyst á friðsamlegan hátt, þá er hætt við að þetta bandalag kommún- | ista rnuni ekki verða eins órjúf- andi heild og það virtist vera síðastliðið ár. Sagan af þvi sem hefir raun- vei’ulega gerzt í Júgóslavíu sýn- ir, hvers vegna Rússar eiga í erfið’eikum með þessi bandalags ríki sín. Júgóslavneska vanda- rnálið byrjaði fyrir meira en sjö mánuðum síðan. Fjárhagslegir örðugleikar fóru að ki’eppa að stjórn Títós síðastliðinn vetur. Fimm ára á- ætlunin gekk illa. Bændurnir framleiddu ekki næg matvæli. Vei’zlun á svörtum markaði dró vörur frá þeim neytendum, sem urðu að sæta því einu, sem þeir gátu fengið út á skömmtunar- seðla. Framleiðslan var á eftir áætlun. Rússar gátu ekki séð landinu fyrir vélum til þess að efla iðnaðinn nægilega. Klofningur kom upp í júgó- slavneska kommúnistaflokkn- um út af því, hvei’nig ætti að ! ráða bót á þessum vandamálum. Hópur óánægðra manna reis upp undir forystu tveggja manna úr hinni sjö manna „Politburo" Títós. Báðir höfðu þeir barist við hhð hans í mót- spyrnuhreyfingunni í síðustu heimsstyrjöld. Annar þeirra var Andi’ija Hebrang, forseti ráðs þess, sem gerir áætlanir um ríkisbúskap- inn í heild, en hinn var Sreton, Zujevich, fjái’málaráðheri’a. — Hann gekk næst Tító að vin- sældum af júgóslavnesku for- ingjunum og var auk þess vitað, að hann væi’i góður vinur Molo- tovs, utanríkisráðheri’a Rússa. Þessir rnenn lögðu fast að Tító, að hann þvingaði fram í skyndi þjóðnýtingu smáiðnaðar- ins og smásöluverzlunarinnar og kærni þegar á a’gerum sam- yrkjubúskap. Fylgismenn Títós beittu sér gegn þessum tillög- um. Þeir héldu því fram, að það yrði að koma samyrkjubúskap á smám saman. Einnig fullyrtu þeir, að ekkert lægi á að þjóð- nýta smáiðnað og smásöluverzl- un, vegna þess að stói’iðnaður- inn hefði þegar verið þjóðnýtt- ur. Brátt fór vaxandi óbein íhlut- un Rússa í þessa deilu. Júgó- . slavneska leynilögreglan, fékk brátt sannanir fyrir því, að sendimenn Rússa voru að skrá- setja kommúnista til njósnar- starfsemi og hvetja aðra til þess að styðja Zujevich- Hebrang tillögurnar. Þetta varð til þess að OZNA, júgóslavneska öryggislögreglan, tók að gefa rúsneskum sendimönnum ná- kvæmar gætur. Sumir af fylgismönnum Títós hófu gagni’ýni á því, að fjár- hagsleg aðstoð frá Rússum hefði brugðizt. Einnig heyrðust radd- ir, sem gagnrýndu önnur atriði 1 stjórnarstefnu Rússa. Líkur benda til þess, að fram hafi kom ið ti'Iögur um að leita aðstoðar úr vestri, með því að fá þar lán og aukin viðskipti. Fjárhagslega hliðin hvarf þó fijótt í skuggann fyrir ágrein- ingnum um það, hvoi’t það væri Moskva eða Belgrad, sem ætti að ráða. Tító reyndi mjög að fá fyrir- liða andstæðinganna til að hætta gagnrýni sinni, þótt þeir nytu stuönings frá Moskva. 1 janúar s. 1. þá var Hebrang sviptur æðstu völdum yfir fjárhagsmál- efnum ríkisins og lækkaður nið- ur í það að vera ráðherra yfir léttum iðnaði. Hinsvegar var Zujevich veitt ný nafnbót, ef til vill í von um að vinna þannig stuðning hans. Rússar hugðust nú knýja Titó til hiýðni. Hinn 20. marz sendi miðstjói’n kommúnistaflokks Sovétríkjanna bréf til miðstjórn ar kommúnistaflokksins í Júgó- slavíu, þar sem stefna Títós var gagnrýnd harðlega og tillögur þeirra Zujevich og Hebi’ang studdar. Deilt var á Tító fyrir það að láta halda uppi gagnrýni innan kommúnistaflokks síns. Svipuð bréf voru, að undirlagi Rússa, send til Júgóslavíu frá kommúnistum í Póllandi, Ung- vei’jalandi, Tékkóslóvakíú, Rúm- eníu og Búlgai’íu. Tító svaraði í íxijög ákveðnu bréfi, sem hann sendi til Moskva i apríl, Hann neitaði þar ákær- um Rússa og varði stefnu sína, sem hann kvað henta bezt júgó- slavneskum aðstæðum, enda væri hún ekki ósami’ýmanleg kenningum Marx og Lenins. Til þess að kippa fótunum undan andstæðingum sínum, fyr irskipaði Tító samtímis að þjóð nýta þegar í stað smáiðnaðinn og smásöluvei’zlunina. Þá var nýr kornskammtur lagður á sjálfstæða bændur til þess að neyða þá, sem börðust í bökk- um, til þess að ganga inn í sam- vinnufélagabúin, sem i Júgó- slavíu koma í stað samyrkjubú- anna. Andstæðingar Títós bi’eyttu nú afstöðu sinni og snerust gegn þessum ráðstöfunum. Þeir héldu því fram, að þessar aðgerðir hefðu ekki verið undirbúnar á réttan hátt og að vörudreifingin um landið myndi öll lenda í liandaskolum. Moskvavaldið studdi þessa andstöðuhreyfingu enn. í kjölfar þessa fylgdi hreins- un. Zujevich og Hebrang voru báðir reknir úr ráðuneytinu þann 6. maí og settir í fangelsi. Sneixnna í júní var Zujevich sviptin’ hinni nýju nafnbót. — Ostaðfestar fi’egnir herma, að Hebrang hafi verið dæmdur leynilega og tekinn af lífi í júní- lok. Meðan á þessu gekk komu ný og harðorðari bréf til Belgrad frá Moskva fyrst 4. og síðan 20. maí. Þegar Tító andmælti þeim feinnig, þá var boðað til ráð- stefnu hjá Kominform síðast í júní til þess að rannsaka ákær- ur Rússa á hendur Tító. Árangúi’inn af þessu varð sá, að Júgóslavíu var vikið úr Kom- inform. Tító neitaði að senda fullti’úa á ráðstefnuna í Búkar- est. Kominfoi’m komst að niður- stöðu, sem var í fullu samræmi við ákærur Rússa. Tító var víttur fyrir það að hafa ekki tekið gagnrýni Rússa til greina. Skoi’að var á „sanna“ kommún- ista í Júgóslavíu að þvinga fram stefnubreytingu hjá Tító, en ef það tækist ekki, þá að víkja hon um og helztu fylgismönnum hans frá völdum og setja aðra í þeii’ra stað. Þai’na sauð alveg upp úr. Tító neitaði að láta skipa sér fyrir. Hann véfengdi rétt Kominform til þess að beina fyrirskipunum til hans. Hann vai’ði aðstöðu sína sem kommúnisti og fullyrti, að hann vildi halda nánu sam- bandi við Rússa. Síðar leitaði hann til Stalins sjálfs og bað hann að beita sér gegn ákvörð- unum Kominfox’m. En eins og áð ur þá mótmælti hann allri gagn- í’ýni Rússa á stjórn sinni. — Helztu foi’ingjar júgóslavnesku íákisstjórnarinnar, þar á meðal Edward Kardelj, varaforsætis- ráðherra, veittu Tító stuðning sinn gegn Moskvavaldinu. Afleiðing alls þessa er sú, að Vestui’veldin vita nú, að það eru brestir í varnarblökk Sovétríkj- anna. Leppríki Rússa vita það nú, að það er mögulegt fyrir þau að þi’jóskast gegn Moskva- valdinu og komast upp með það. Ráðamennirnir í Kreml vita það nú, að þeir hafa ekki haldið í’étt á málunum, og að þeir hafa stofnað í hættu helzta vinningi sínum frá síðustu heimsstyi’jöld, það er að segja sameinaðri Austur-Evrópu í eitt Framháld á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.