Íslendingur


Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 8

Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 8
KAUPUM Rabarbara fyrst um sinn. ÖL OG GOSDRYKKIR h. f. Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 Hörmulegt slys á Fjúrir menn árnkkna er vélbátur rekst á tvo nötabáta. Hóladagur á sunnudaginn. Næstkom andi sunnudag verður hinn árlegi Hóla dagur á Hólum í Hjaltadal, og í sam- bandi viS hann verður hin árlega presta stefna Hólastiftis haldin þar á laugardag inn. Verður af þeim sökum ekkert mess að hér um næstu helgi. Minningarathöjn um Steingrím Matt- híasson verður haldin hér í kirkjunni n. k. fimmtudag kl. 2 e. h Hefir aska hans verið send hingað norður og verður þá jarösett hér. Hjónaband. Þann 8. ágúst s. 1. voru gef in saman í hjónaband Guðni Guðjónssor frá Hraunfelli í Vopnafirði og Ólöf Ólafs' dóttir frá Viðvík í Norður-Múlasýslu. Hjónaejni. Hinn 3. ágúst s. 1. opinber uðu trúlofun sína Ari Brynjólfsson, stú dent, Krossanesi, og ungfrú Guðrún Frið geirsdóttir frá Húsavík. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Lóa Aðalbjörg Bjarnadóttir (Iialldórssonar skrifstofustjóra Rafveitr Akureyrar) og Erlendur Geir Jóelsson. verzlunarmaður í Hafnarfirði. HjálprœSisherinn. Sunnud. 15. ágúst kl 11 helgunarsamkoma; kl. 4 útisamkoma; kl. 8.30 hjálpræðissamkoma. Kaptein o{, frú Eskil Roos frá Reykjavík stjórna, tala og syngja. Mikill söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. Handknattleihsmót Norðurlands verðui á laugárdag og sunnudag n. k. Auk Akur- eyringanna keppir lið frá Sauðárkróki j kvennaflokki. Berklavörn á Akureyri heldur funci fimmtudaginn 12 ágúst kl. 8.30 e.h. í Rotarysal Hótel KEA. Fundarefni: Kosn- ing fulltrúa á 10. þing S. í. B. S. Áheit á Strandarkirkju. Blaðið hefii veitt móttöku áheiti á Strandarkirkju að upphæð kr. 100.00 frá N. D. Sent áleiðis, Gjöf til elliheimilisins í Skjaldarvík. Blaðið hefir veitt móttöku kr. 200.00 frá Sigríði Þ. og J. J. til elliheimilisins i Skjaldarvík. Með þökkum móttekið. Áheit á elliheimilið í Skjaldarvík. Frá Axel Sigurbjörnssyni kr. 100. Nokkur á- heit frá konu kr. 400. Áheit á elliheimilið kr. 70. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. HETJUDÝRKUN Tíminn hefir komizt að þeirri nið' urstöðu, að íslendingur hafi gert séi sérstakt kappatal, og sé þar efstur é blaði Ólafur Thors, en nœstur hon- um og litlu síðri sé fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson. Það skal þegar tekið fram Tímanum til huggunar, að íslend- ingur hefir enga tilhneigingu til þess að fara að keppa við Hermann Jón- asson í hetjudýrkun og hefir því ekkert kappatal gert. Þá verður það vart talin nein sérstök lofgjörð um Jónas Jónsson, þótt sagt sé, að eng- inn þeirra, er Tímann rita, sé ann- arrar handar maður Jónasar í rit- deilu. Það þarf sannarlega engan ritskörung til þess að bera af þeiro Tímamönnum. Heraðsmótið. Framh. af. 1. síðu. manna væri einnig með ágætum. Nú kvað hann væniega horfa fyrir flokknum og myndi nú án efa erfitt að stjórna landinu nema með tilstyrk Sjálfstæðis- fiokksins. Síðan rakti hann nokkuð af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndana hér síðustu árin allt frá 1939 og leiddi rök að því, að flokkurinn hefði með þeirri afstöðu sinni sýnt sig reiðubúinn til samstarfs um hagsmunamál þjóðarinnar, við hvaða flokka sem væri. 1 þessu sameinaði flokkurinn, víðsýni, frjálslyndi og framsýni. Gegndi þar aTt öðru máli en um hina ílokkana, og nefndi hann sem dæmi hvernig Framsóknar- flokksmenn hefðu fjandskapast gegn nýsköpuninni er þeir voru í stjórnarandstöðu, svo og mál- flutning Sósíalista nú í stjórnar- andstöðunni, er þeir tala um skipulagt atvinnuleysi, skipu- lagt hungur o. s. frv. Þá talaði Magnús Jónsson, lögfræðingur. Hann ræddi fyrst hin almennu mannréttindi, sem eru grund- völlur lýðræðisins. Væru menn almennt sammála um að vilja hafa þau, en hitt greindi menn meir á um, hvernig ætti að tryggja þau og drap í því sam- banai á deilurnar um „aust- iænt“ og „vestrænt" lýðræði. Þá ræddi hann þær ánægju- raddir, sem nú heyrast mjög oft meðal fólks, og taldi hann þær að nokkru eiga rót sína að rekja til þess, að hjá fólki skorti nokk- uð á hina siðferðilegu hlið þeirra Tfsskoðana, sem lýðræð- ið byggist á. Kvað hann ekki hægt að láta einstaklingana njóta þess frelsis, sem lýðræðið veitir, nema þeir sýni af sér þann þegnskap og þjóðfélags- þroska, að einblína ekki stöðugt r. eigin hag, heldur hugsa einnig um hag náungans og heildarinn- ar. Þá kvað hann þjóðina óá- nægða vegna þess, að í landinu þrifist margvísleg spilling, og þá væri hættara við að menn hneigðust að öfgastefnum. — Sagði hann að forystumenn þjóðarinnar þyrftu ekki einung- is að hugsa um að safna fé, heM ur yrðu þeir einnig að líta í eig- in barm og aðgæta, hvort þeir hefðu hagað sér í samræmi við þær lífsskoðanir, sem þjóðfélag- ið byggist á. Ef forystumenn þjóðarinnar gæfu henni fordæmi um einingu og samstarfsvilja, þá er líklegt, að þjóðin muni skilja það og haga sér í sam- ræmi við það. Kvað hann æsk- una nú fylkja sér um Sjálfstæð- Hörmulegt slys vildi til á Húnaflóa síðastliðið laugardags- kvöld, er f jórir menn drukknuðu af véibátnum Arinbirni frá Reykjavík, þar sem þeir voru að síldveiðum. Slysið vildi til um kl. 8 um kvöldið. Voru menn af Arinbirni í nótabátum að veið- um er annar vélbátur, Stígandi frá Ólafsfirði, rakst á bátana. Brotnaði annar nótabáturinn en hinum hvolfdi. Fóru þarna þrettán menn í sjóinn, og náðust ellefu þeirra aftur. Voru þá tveir þeirra meðvitundarlausir en lík tveggja fundust ekki. Var þegar farið inn til Djúpuvíkur, og gerði læknir þar lífgunarti1- raunir á þessum tveimur, en það reyndist árangurslaust. Mennirnir sem drukkuðu voru: Haraldur Kjartansson, 42 ára, kvæntur og átti eitt barn. Bjarni Þorsteinsson, stýri- maður, um fertugt, kvæntur og. átti þrjú börn. Birgir Guðmundsson, 23 ára, ókvæntur. Þessir voru allir úr Reykjavík Guðjón Sigurjónsson, tæplega 17 ára, frá Nýjabæ á Vatns- leysuströnd. isflokkinn, því þar fyndi hún helzt þennan nauðsynlega ein- ingarvhja. Að lokum óskaði hann þess, að Sjálfstæðisflokknum tækist að skapa hér grundvöll að þvi, að raunverulegt lýðræði mætti ríkja hér, og að hver og einn fyndi hjá sér ríka ábyrgð gagn- vart þjóðarheildinni. Þá myndi þjóðin eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Að lokum kvaddi Lárus Thor- arensen sér hljóðs, og kvaðst vilja nota þetta tækifæri til þess að kveðja Akureyringa, bæinn og sveitina. en Lárus er nú á förum héðan til Reykjavíkur. Sjá nánar í grein hér á öðrum stað í blaðinu. Valur Norðdahl skemmti á mótinu og á miTi ræðanna voru sungin ættjarðarlög. Um kvöldið var dansað þarna í skálanum og lék danshljóm- sveit Oskars Ósbergs fyrir dans- inum. Þá skemmti einnig Valur Norðdahl aftur. Mótið fór að öllu hið bezta fram, og voru menn hinir ánægðustu. Nánari tildrög slyssins voru þau, að m. b. Arinbjörn var kominn i námunda vio síldar- torfu, og voru nótabátar hans á leið til torfunnar með nótina á milli sin. Þá bar þar að m. s. Stíganda. Siglai hann nær alveg að torfunni og sleppti þar bát- um sínum, og skömmu síðar rakst hann á hliðina á stjórn- borðsbát Arinbjarnar og braut hann í tvennt, en hvolfdi hinum, með þeim aíleiðingum, sem fyrr segir.. Skipverjar á Stíganda voru byrjaðir að kasta er slysið vai'ð, og urðu þeir að kasta allri nót- inni úr öðrum bátnurn til þess að geta komið mönnunum til hjálpar og mun það hafa tekiö 3—4 mínútur, en björgunin mun alls hafa tekið um 20 mínútur. Sjópróf yfir mönnunum af Arinbirni hófust hér í gær og stóðu þau langt fram á kvöld. Blaðið átti í morgun viðtal við Sigurð M. Helgason, fulltrúa bæjarfógeta, en hann hélt sjó- prófin. Kvað hann að svo komnu ekk ert hægt að fuTyrða um það, hver ætti sök á slysinu, þar sem L-----—---—— ------ OLYMPÍUMLEIKARNIR Framh. 400 m. Iilaup: 1. Wint, Jamarica 46.2 sek. 2. McKenley, Jam. 46.4 — 3. M. Whitfield, USA 46.9 — Heimsmeistarinn Mc Kenley leiddi hlaupið en tapaði fyrir skörpum endaspretti Wints. All- ir vei'ð1 aunamennirnir 3 eru negrar, eða hálfnegrar. Norður- landabúar stóðu sig mjög bág- lega í stuttu hlaupunum. 1500 m. hlaup: 1. Ericksson, Svíþj. 3.49.8 2. Strand, Svíþj. 3.50.2 3 Slykhnis, Holland 3.50.0 Strand, sem almennt var bú- ist við að sigraði varð að láta sér nægja annað sæti. Heimsmet Húnaflóa. sjópróf yfir mönnunum af Stíg- anda hefðu verið haldin á Skagaströnd, og væru málsskjöl- in ekki ennþá komin hingað norður. Sigurður Eyleifsson skipstjón á Arinbirni bar það hér fyrir réttinum, að Arinbjörn hafi stað næmst um 200 metra frá slys- staðnum, og að hann hafi ekki getað séð, að nokkuð væri gert til þess að afstýra slysinu á síð- ustu augnablikunum, af hvor- ugra hálfu. Þá hélt skipstjórinn því einnig fram, að Stígandi hefði aukiö ferðina eftir að hann sleppti bátum sínum, og te’ur hann, að tilgangurinn með því hafi verið sá, að komast í veg fyrir báta Arinbjarnar. Skipstjórinn kvað allt hafa verið gert, sem unnt var til þess að lífga hina meðvitundarlausu. Flann hafði það eftir lækninum á Djúpuvík, að áverkar, sem voru á líkunum, hefðu ekki ver- ið bein dauðaorsök, en þeir hefðu getað orsakað meðvitund- arleysi, sem hefði flýtt fyrir drukknuninni. Þá hefir það komið fram, að skipstjóri og stýrimaður á Stíg- anda voru báðir í nótabátunum er slysið varð, en 2. vélstjóri var við stjórn á skipinu og auk hans var matsveinn um borð. Rannsókn má’sins er enn ekki lokið. Hággs og Strand er 3.43.0. — Árangur er lélegri hér en í Beiýín 1936, þegar 4 fyrstu menn hlupu á 3.50.0 mín. eða skemur. Tugþraut: 1. Mathias, USA 7139 stig. 2. Heinrich, Frakkl. 6974 — 3. Simmons, USA 6950 — Mjög lélegur árangur að að- eins einn keppandi skyldi ná 7000 stigum eða meir. Á síðustu Olympíúleikjum voru hvorki meira né minna en 7 keppendur yfir 7000 stig. Átrúnaðargoð USA, Mondchein varð aðeins nr. 8. örn Clausen keppti í þessari grein og stóð sig ágætlega og hreppti 12 sæti. Sigurvegarinn er kornungur byrjandi. H. S. ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Ritstjórar: Halldór Helgason og Árni Árnason.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.