Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 11. ágúst 1948
ÍSLENDINGUR
7
Þáttur af Hlaupa-Manga.
1. Frá Magnúsi.
AGNÚS hét maður og var Magnússon. Ætt hans
verður eigi rakin hér, en kynjaður mun hann
hafa verið úr Núpasveit eða Melrakkasléttu
nyrðra. Um 1830 var hann búandi á Núpskötlu
á Sléttu. Hann var allra manna fráastur á fæti
og sást sjaldan á ferðalögum öðruvísi en á harðaspretti, enda
var hann jafnan kallaður Hlaupa-Mangi. Einnig var hann svo
brattgengur, að enginn kornst þar til jafns við hann, og haft er
eftir honum, að hann treystist til að komast það í björgum, sem
kollótt kind kæmist. Magnús þurfti líka oft á fimleik sínum að
halda, því að þrásinnis tefldi hann á fremsta hlunn, er hann sótti
egg og fugl í Rauðanúpsbjarg handa skylduliði sínu. Þegar
þurrð varð í búri Núpskötlubóndans, greip hann fuglastöng sína
og skundaði vestur að Núpum. Hann notaði aldrei festi eða
handvað, heldur las hann sig eftir örmjóum hillum í hjarginu
og ánetjaði fuglinn, og nm bjargið fór hann á fæti, þar sem eng-
inn hefur hætt sér fyrr nó síðar nema í festi. Þar sem hillurnar
voru mjóstar og bjargið slútti fram yfir þær, settist hann niður,
hengdi fæturna fram af og ók sér svo á rassinum þangað sem
greiðari varð leiðin. Þegar hann var veiðisæll, leit hann á feng
sinn og kvað við raust þessa alkunnu vísu:
Mörgum manni bjargar björg,
björgin hressir alla;
en a‘5 sækja björg í björg
björgulegt er varla. 15
Þegar Magnús var vinnumaður þar á Sléttunni, voru honum
jafnan ætluð heimastörf, ef því varð við komið, svo að hægra
væri að grípa til hans, ef eitthvað lá á, t. d. ef sækja þurfti meðul
eða yfirsetukonu, fara með áríðandi bréf, bera út hvalfrétt eða
sækja naut. Til allra slíkra viðvika var Magnús sjálfsagður, hæði
fyrir heimilið og aðra út í frá. Fór hann þá yfir sem fugl flygi,
og ganga enn margar sögur um skjótleik hans, þótt langt sé nú
um liðið.
2. Magnús sækir naut.
Þegar Magnús var vinnumaður á Grjótnesi á Sléttu, bar svo
við að vetrarlagi, að kýr beiddi, en naut var hvergi að fá nær en
á Valþjófsstöðum í Núpasveit. Er það alllangur vegur, nærfellt
35 kílómetrar. Bað hóndi Magnús að sækja nautið og hraða ferð
sinni, en hann tók því sem sjálfsögðu og kvaðst hafa frétt, að
boli væri snakillur. „Já,“ svaraði hóndi, „og þú verður að fá
mann á Valþjófsstöðum til að hjálpa þér með hann.“ Magnús
kastaði því næst kveðju á heimafólkið og hljóp af stað.
Veður var hjart og kyrrt, gangfæri allgott, ökladjúp lognfönn
ofan á, en hjarn undir. Segir ekki af ferðum Magnúsar fyrr en
hann kom að Valþjófsstöðum og tjáði bónda erindi sitt. Bóndi
kvað nautið vera að vísu heima, en piltar sínar væru ekki við-
látnir, svo að hann hefði engan til að senda með honum. „Þá fer
eg með það einn,“ svaraði Magnús. „Það tel eg þér ofætlun,“
mælti bóndi, „því að nautið er mannýgt, svo að þrír karskir
karlmenn hafa mátt hafa sig alla við að hemja það, þó að fót-
bönd væru á það sett.“ „Bindið þið blessaðar skepnurnar hér
í Núpasveit, þó að leikur sé í þeim, þegar þær koma undir bert
loft?“ mælti Magnús. „Eg þarf þá engan til að reka á eftir hon-
um, úr því að svo mikið fjör er í honum, og ekki skal mig saka,
ef þú ábyrgist bola.“ Þráttuðu þeir lengi um þetta fram og aftur,
þar til er bónda fór loksins að leiðast og sagði, að Magnús yrði
sjálfur að bera ábyrgð tiltekta sinna, en hann kvaðst þess al-
búinn. Gekk bóndi þá til fjóss og inn í básinn, sem næstur var
bola, brá á hann múl og sleppti honum út, en Magnús beið við-
búinn við dyrnar að grípa í múlbandið. Þegar bóndi kom út,
varð engum kveðjum við komið, því að þeir ferðafélagar, Magn-
ús og boli, voru að hverfa norður úr túnjaðrinum, en þangað
var ekki annað að sjá en hvítan mjallmökk. Leiðin út á Sléttu
liggur neðan við bæinn á Presthólum. Þar voru heimamenn úti
staddir, þegar Magnús og boli geystust norður úr, og sáu mjall-
HJARTANS ÞAKKIR fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður minnar
Pálínu Einarsdóttur,
Hvoli, Gleráj-þorpi.
Fyrir hönd aðstandenda.
Njáll Jakobsson.
Auglýsing
nr. 26 1948 frá skömmtunarstjöra
Að gefnu tilefni skal athygli almennings hér
með vakin á því, að 1. ágúst gengu úr gildi
skömmtunarreitir þeir, er nú skal greina:
Vinnufataeiningar, svo og vinnuskóseðlar af
vinnufatastofni nr. 2; prentaðir með rauðum lit á
hvítan pappír, sem voru löglegar innkaupaheim-
ildir frá 1. febrúar til 1. júní og framlengdir voru
til 1. ágúst 1948.
Þeim verziunum, sem hafa undir höndum ofan-
nefnda skömmtunarreiti er gengu úr gildi 1. ágúst,
skal hér með bent á að senda þá til Skömmtunar-
skrifstofu ríkisins, Reykjavík, í ábyrgðarpósti eða
með öðrum hætti í síðasta lagi laugardaginn 14.
ágúst 1948.
Skömmtunarreitum þessum verður þá sldpt fyrir
innkaupaleyfi.
iikó. .
Reykjavík, 4. ágúst 1948.
SKÖMMTUNARSTJÓRI.
Vátrygging&iél&giÖ
TROLLE &ROTHE
Eg undirritaður he£i yfirtekið umboð það sem
hr. Sigfús Baldvinsson hafði fyrir vátryggingar-
félagið. Þeir, sem hafa vátryggt hjá félaginu, eru
vinsamlega beðnir að snúa sér til mín og greiða
áfallin iðgjöld.
Annast nýjar tryggingar á lausafé. Hvergi betra
að vátryggja og hvergi ódýrara.
KRISTTÁN SIGTRYGGSSON,
símar 94 og 619.
Halldór
Friðjúnsson
uy úfsvörio.
1 28. tbl. Alþýðumannsins rit-
ar Halldór Friðjónsson all-langa
grein gegn stuttri athugasemd,
er við Steinn Steinsen bæjar-
stjóri fengum birta í Isl. 28. júlí
s. 1. vegna skrifa Alþýðublaðs-
ins og Alþýðumannsins um á-
lagningu útsvara á yfirstand-
andi ári.
1 grein sinni heldur H. Fr.
því fram, að með því að fella til-
lögur hans hafi meirihluti nið-
urjöfnunarnefndar verið að
„verðlauna skattsvikara og und-
andráttarfóik bæjarins undan-
farin ár með stóriækkuðmn út-
svörum“ (lbr. H. Fr.), — aö
meiri hluti nefndarinnar hafi
„auðsjáanlega gengið með ráðn-
um huga Clbr. mín) að því að
láta ,þá stóru' fara feitasta af
hólmi,“ og framkvæmt „lækkun
útsvaranna á þann ranglátasta
hátt, sem hægt var. Lækkaö
mest á þeim, sem breiðust hafa
bökin en minnst á þeim, sem
bezt og samvizkusamlegast hafa
talið fram og greitt skatta sína
til bæjarsjóðs undanfarin ár.“
Þessar þungu ásakanir H. Fr.
eru fleipur eitt og staðlausir
stafir og næsta furðulegt, að svo
gegn og greindur maður skuli
bera þær fram. Mest voru út-
svörin lækkuð á þeim, er báru
1000 króna útsvar og minna,
eða 20%, og getur hann tæplega
komið mönnum til að trúa því,
að þeir gjaldendur hafi „breið-
ustu bökin“.
Ætla mætti eftir ummælum
H. Fr., að tillögur hans hefðu
haft inni að halda úrræði til
refsiaðgerða á ,,Skattsvikurum“
og ,,undandráttarfólki“, en þar
sem hann birtir tillögurnar í
grein sinni, getur hver, sem les
þær, gengið úr skugga um, að
ti’lögurnar fela ekki í sér neitt
slíkt. Þar er aðeins farið fram
á, að útsvörin séu ekki lækkuð
frá fyrstu yfirferð nefndarinn-
ar, og hefði það komið hlutfalls-
lega jafnt niður á samvizkusöm-
um borgurum og hinum, er
hann nefnir „undandráttarfólk".
En harðast hefði samþykkt til-
lögunnar komið niður á efna-
minnstu og tekjulægstu gjald-
endunum.
Tilraun H. Fr. til að slá sig
til riddara á tillögum sínum hef-
ir því hrapallega mistekizt.
Jakob Ó. Pétursson.
Húsnæðl
Eg hefi verið beðinn að
útvega 2—3 herbergja
íbúð.
Jón G. Sólnes,
sími 255.
Skrifstofumublur
1 Skinnsófi
2 Skinnstólar
1 Amerískt (Jalosiu)
skrifborð til sölu.
Mublur þessar eru mjög vel
með farnar. Gæti komið til mála
að selja skrifborðið sér. — Þetta
er til sýnis í dag og á morgun
frá kl. 5 til 8 e. m.
Eiríkur Kristjánsson
Sími 373.
Prjðnavél
130 ná’a á hlið, ltiíð notuð
til sölu. — Til sýnis hjá
prjónastofunni „Drýfu“
eða Ottó Pálssyni.
DÍVAN
til sölu. Upplýsingar í síma 168.
Auglýsið í íslendingi!