Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1948, Blaðsíða 9

Íslendingur - 23.12.1948, Blaðsíða 9
/ Eðalmaður einn var sá áður á tíð, sem, greini ég frá, sínum garði sat hann á sætt í góðu gildi. Meðlæti var honum hjá, liafði hann sem vildi, hafði liann allt livað vildi. (Séra Jón Magnússon f. 1601 var sonur Magnúsar Eiríkssonar prests á Auð- kúlu og fyrri konu hans, Steinvarar Pétursdóttur Filippussonar á Svínavatni. Hann var bróðir sr. Jóns þumlungs, er Píslarsögu reit, og sr. Sigurðar á AuS- kúlu er dó með voveiflegum hætti nálægt Svínavatni 1657 (sbr. Þjóðs. J. Á. I, 344—345). Séra Jón ólst upp með Magnúsi Ólafssyni presti í Laufási og var vígður til prests að Möðruvallaklaustri 1632, en fékk Laufás 1637 og var þar prestur til daúðadags 1675. Hann orti ógrynni öll af sálmum og kvæðura og er margt af því kjarnyrt og vel ort, en fátt af því mun vera prentað, nema Hús- tajla, sem fyrst var prentuð í Kaupmannahöfn 1734, en tvisvar síðan liér á landi. Kvæði þetta, sem liér birtist, er í raun og veru gamankvæði, þótt það eigi jafnframt að vera uppbyggilegs eðlis. Er það prentað eftir handriti Jónatans Þorlákssonar, fræðimanns á Þórðarstöðum, í eigu Þórðar Jónatanssonar, bónda á Ongulsstöðum. Margar uppskriftir munu vera til af Messudikti í Landsbókasafninu, en ékki hefir verið kostur á að bera þær saman, svo að húast má við, að kvæðið kunni að vera eitthvað úr lagi fært). B. K. Velgengnin hún villti hann sem verða þeim hinum ríka kann, forsugur var hinn fjáði mann, fáum góðu tærði. Listisemin hann leiddi í bann. af lukku stærði, af lukkunni sig stærði. Fór honum sem flestum þeim, er festa hug við þennan heim, aldrei varð af sælu seim saddur liér á láði Hrifsaði með höndum tveim hverju náði, hverju, sem liann náði. En þess meir sem aflað fékk ágirnd vóx í stoltum rekk, með mammon prýddan maðkasekk, mjög ódœll við þegna. Til sinnar kirkju sjaldan gekk sálargagnsins vegna. sálargagnsins vegna . En þá sjaldan að það til bar þessi reið til messunnar, liverjum seinna hann kom þar og hverjum skemur tafði. Beið hann aldrei blessunar, við borð sitt hafði, við borð sitt hugann hafði. Um miðnættis eina stund, er hann var í föstum blund, engill guðs kom á' hans f und með ásjón furðu skæra. Ótta sló á auðarkund, ei sig hræra,m ei sig þorði hræra. Leizt honum svo engil á sem eldur gengi hans munni frá, hvar við mannsins hjarta brá. hann tók sárt að kvíða sem döpur sál í djöflakrá við dauða stríða, við dauðann ætti að stríða. Skalf hann þá sem skógarblað, skelfingin hún gerði það, kvalanna þóttist kominn í stað, kviksettur í pínu. Hjartað stundi. og höndum að hélt að sínu, hélt að brjósti sínu. Hugann þó upp herða vann. horfði beint á legátann: „Seg mér, herra, sannleik þann, syndir hverjar valda, að hneppast á ég í heljar rann, livers að gjalda, hvers á ég að gjalda?“ Engill svarar: „Afbrot þín ollu fyrir búin pín, gjáldrekan þig gerði svín með göldum ofmetnaði. Þurftugur kvelst af sorgum sín, það er þér skaði, það er þér sálarskaði. JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1948 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.