Íslendingur - 23.12.1948, Síða 21
TVÖ ÞÚSUND KRÖNUR.
I kjölfar hitaveitunnar kom sundlaugin. Fyrir
byggingu hennar gekkst Iþróttafélagið. Þegar hafizt
Sundlaugin.
var handa um þessa byggingu átti félagið aðsins tii
2000,00 kr. tii framkvæmdanna, en sundlaugin kost-
aði 300,000.00 kr.
En svo almennur vilji var fyrir byggingu þessa
fyrirtækis, og svo almenn fórnfýsi því til handa að
á þeim tveim árum, sem byggingin stóð yfir söfnuðust
nær 200,000,00 kr. Svo að byggingin stöðvaðist aldrei
vegna fjárskorts. Þessum peningum var ýmist safnað
með söfnunarlistum eða skemmtunum.
Að lokinni byggingu sundlaugarinnar afhenti svo
íþróttafélagið bænum sundlaugina að gjöf, var sú gjöf
vel þegin, og hefir þegar mikið gott af sér leitt.
SKÓLINN.
Fyrir tveim árum var hafin bygging á nýju skóla-
húsi, er það allstórt hús og rúmar væntanlega um 200
nemendur. Er ætlast til að þetta skólahús verði nægi-
legt fyrir langa framtíð, fyrir barnaskóla og unglinga-
skóla.
Heldur hefir bygging þess gengið seint og er þar
bæði fjárskorti og efnisskorti um að kenna, standa
nú vonir til, að lokið verði smíði þess á næsta ári.
NIÐURSUÐU VERKSMIÐ J A.
Síðasta átak Ölafsfirðinga, er bygging niðursuðu-
verksmiðju. Er bygging þessi nú að mestu fullgerð.
Enn hefir þó verksmiðja þessi lítið starfað, er orsök
þess bæði sú að lengi vantaði í vélaútbúnað svo og
hin, að peningayfirvöldin gátu ekki lagt fram það fé,
sem treyst var á frá þeim.
Það er trú margra að þessi verksmiðja geti skapað
grundvöll að varanlegri atvinnu fjölda fólks og stutt
að aukningu gjaldeyrisöflunar þjóðinni til handa, og
siðast en ekki síst skapað bátaútvegi Ölafsfjarðar
betri skilyrði, en hann nú hefur.
EINSTAKLINGAR
Þegar ákveðið var að hafin yrði hafnargerð jókst
einstaklingum áræði til ýmsra framkvæmda. Þeii-
Ólafsvegur. Nýjasta gatan. VerkamannabústaSirnir til hœgri.
5 hús tvílyft. Óll hús með þessari götu eru ný.
keyptu nýja og stærri báta, en þeir höfðu áður átt.
Byggðu stórt netaverkstæði. Byggðu íbúðarhús og
stofnuðu félag með sér til að koma upp verkamanna-
bústöðum.
VÖKUMENN.
Þvi verður ekki neitað; að Ólafsfirðingar hafa gert
djarfa tilraun til þess að klífa upp bjargið, og færa
sig þannig nær hjallanum, þar, sem þeir geta öruggir
byggt á sín framtíðarhús. Hvatamenn þessarar sókn-
ar á brattann, munu síðar verða skráðir i sögu Ólafs-
fjarðar sem vökumenn þess byggðalags.
Svo margar hendur, svo margir hugir hafa stutt að
framgangi hinna ýmsu framkvæmda Ólafsfjarðar, að
ég treysti mér ekki til þess að nefna nein nöfn í því
sambandi, af ótta við að gleyma þá öðrum nöfnum,
er jafn skylt væri að nefna. Þar er ekki að minnast
eingöngu manna búsettra í Ólafsfirði, heldur og burt-
fluttra Ólafsfirðinga, sem geymt hafa minningu sinn-
ar sveitar og minnst hennar áþreifanlega með ráðum
og dug, varðandi fyrrnefndar framkvæmdir.
Ólafsfirði, 21. nóv. 1948
Ásgrímur Hartmannsson.
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1948
19