Íslendingur - 23.12.1948, Blaðsíða 23
ERLENDAR SKÁKFRÉTTIR:
Aðal-frétt úr skákheiminum 1948 er vitanlega
keppnin um heimsmeistaratitilinn. Keppni þessi hófsl
í Haag 3. marz og lauk í Moskvu 16. mai.
Keppendur voru 5.
Rússneski skáksnillingurinn Mikhail Botvinnik bar
glæsilegan sigur úr bítum, en hann fékk 14 af 20
mögulegum vinningum og var hann 3 vinningum
fyrir ofan næsta keppandann, sem einnig er Rússi,
Smyiov að nafni, hann hlaut 11 vinninga.
Ameríkumaðurinn Reshevsky og Eistlendingurinn
Keres hlutu 10^2 vinninga og Hollendingurinn Euwe
4 vinninga. Keppni þessi vakti feikna efthlekt um all-
an heim.
Dagana 18.—29. ágúst var haidið Skákþing Norð-
urianda í örebro í Svíþjóð. Frá tslandi var aðeins
einn keppandi; Baldur Möller,, en hann' tefldi í lands-
liðsflokknum. Keppni þessari lauk þannig að Baldur
Möller bar sigur úr bítum og er þvi Skákmeistari
Norðurlanda 1948. Frammistaða Baldurs var glæsi-
leg og megum við landar hans vera hreyknir af.
INNLENDAR SKÁKFRÉTTIR:
t landliðskeppninni 1948 tóku þátt 11 af okkar
beztu skákmönnum. Sigurvegari var Baldur Möller,
er hlaut 8>4 vinning alls. Hann einn tapaði engri
skák. Baldur er því Skákmeistari tslands 1948. Næst-
ir honum komu Guðmundur Pálmason með 7 vinn-
inga og Ásmundur Ásgeirsson með 6 vinninga.
Á Skákþingi Reykjavíkur 1948 voru alls 14 kepp-
endur í meistaraflokki. Baldur Möller sigraði enn
glæs’lega og hlaut 11 af 13 mögulegum vinningum og
titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1948. Næstur hon-
um lcom hinn gamli baráttumaður Eggert Gilfer, sem
enn er hættulegur andstæðingur okkar beztu skák-
manna.
Skáklíf á Akureyri var með hi-essasta móti árið
1948. Margir og vel sóttir fundir voru haldnir og á-
hugi vaknandi.
Félagsmeistari var Júlíus Bogason, sem einnig sigr-
aði i meistaraflokki á Skákþingi Norðlendinga, en
varð annar á Skákþingi Akureyrar. Þar bar sigur úr
bítum Unnsteinn Stefánsson.
Verðlaunaskák
Líkt og í fyrra birtist nú verðlaunaskák. Fyrir rétt
svar verða veittar 50 krónur. Ef fleiri rétt svör ber-
ast,, verður dregið á milli þeirra. Þrautin er í því fólg-
in að setja rétta leiki inn þar sem spurningarmerk':
eru fyrir (þá leiki; sem í þessari skák voru leikniri.
Ráðningar þurfa að berast fyrir janúarlok
EVANSBRAGÐ:
Hvítt: Svart
1. e4 e5
2. R-f3 Ei-c6
3. B-c4 B-c5
4. b4 Bxb4
5. c3 B-c5
6. 0-0 d6
7. d4 exd4
8. cxd4 B-b6
9. d5 R-a5
10. ? R-e7
11. B-d3 j 0-0
12. R-c3 R-g6
13. R-e2 c5
14. Et-d2 f6
15. K-hl c4
16. B-c2 Bhc7
17. Rf-d4 R-e5
18. f4 R-g4
19. h3 R-h6
20. f5 a6
21. R-f4 ?
22. Rf-e6 Bxe6
23. Rxe6 Hf-e8
24. H-f3 R-f7
25. H-g3 R-g5
26. H-fl Rxe6
27. fxc6 R-h8
28. ? ?
29. ? ?
30. ? ?
31. ? ?
32. B-f6 mát.
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1948
21