Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1949, Blaðsíða 3

Íslendingur - 31.08.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. ágúst 1949 ÍSLENDINGUR 3 Vandræði Sócialismans Eftlr Alfrid Edrards t'Höfundur greinar þessarar es brezkur verkamannaflokksþingmað- ur, er var rekinn úr flokknum, þeg- ar hann mótmælti frekari þjóðnýt- ingu). Allt til ársins 1945 dreymdi mig, líkt og alla starfsbræður mína í verkamannaflokknum, um réttlátari og farsælli heim, er socialisminn myndi veita okkur. Við höfum nú setið að völdum í nær því 4 ár. Við höfum þjóðnýtt mikinn hluta iðnað- ar okkar og skipulagt rækilega það sem eftir er. Eg hefi eytt mörgum árum í umræður um galla séreigna- skipulagsins, og ég fell ekki frá þeirri gagnrýni, en nú höfum við séð bæði kerfin virka samtímis, og sá maður, sem ennþá heldur því fram, að Socialisminn geti bætt úr göllum Gapitalismans, er vissulega starblindur. Socialisminn stenzt alls ekki í framkvæmd. Við verðum að leita uppi einhverja aðra leið til úr- bóta á göllum einkaframtaksins — því að við megum ekki afnema það. Við, socialistar, höfðum gert okkur skrá yfir alla galla séreignaskipulags- ins. Við héldum, að iðnaðurinn væri þá glötuninni vís sökum skorts á skipulagningu, að eigendurnir væru heimskir, að höfuðgallinn væri gróðavon einstaklingsins. Við trúð- um því, að þegar við skipulegðum iðnaðinn með það meginsjónarmið fyrir augum að framleiða frekar fyrir nothæfnina, en gróðavonina, þá myndi verkamaðurinn verða frjáls maður, er lifði í allsnægtum. Sökum þessa þjóðnýttum við Eng- Iandsbanka, járnbrautirnar, kola- námurnar, orkuverin og heilbrigðis- málin. Og nú höfum við loks í hyggju að þjóðnýta stáliðnaðinn. Áður en við köstum teningnum, er afræður það, þá skulum við athuga fyrst kolanámurnar undir socialisma og stáliðnaðinn undir kapítalistisku fyrirkomulagi. Við vitum vissulega, að kolaiðnaðurinn, þegar hann var i einstakra manna eigu, var engin fyrirmynd. Ástandið var ákaflega ískyggilegt, og landið þarfnaðist sem allra mestar framleiðslu. Þess vegna tók Verkamannaflokkurinn námurnar og lagði þær undir ríkið, veitti 20 milj. punda til endurbóta á þeim, svo að afköstin hjá hverjum einum námumanni yrðu sem allra mest. Samt sem áður varð afrakstur námanna á tímabilinu jan.—okt. 1948, þrátt fyrir auknar tæknilegar endurbætur, 158,000 tonnum minni á viku en 1938, og nú rann ágóðinn ekki í vasa gírugra kapítalista, held- ur voru þetta „þjóðarkol“. Er námumaðurinn ekki ennþá þræll launa sinna? Hann vinnur enn þá fyrir kaupi. Hann er ennþá und- irgefinn húsbónda sínum. í stað þess að vinna fyrir hóp af hluthöf- um, vinnur hann nú hjá hinum geysistóra, óskapnaðarlega fjölda, er kallasl „þjóðin“. í stað þess, að áður fyrr var það framkvæmdastjóri námunnar, sem hafði úrskurðarvald í öllum málum, er henni viðkomu, þá hefir nú skrifstofustjóri tekið sæti hans, og sá þorir hvorki að segja já eða nei, án þess að ráðfæra sig og leggja málið í úrskurð há yfirvaldsins, Kolaráðs ríkisins. Flest iðnfyrirtæki í eigu einstakra manna hafa aukið afköst sín, en með kolin er það þveröfugt. Þegar Emanuel Shinwell var fluttur úr eldsneytis- málaráðuneytinu og fengið hermála- ráðuneytið í staðinn, henti Winston Churchill gaman að því og sagði, að það væri góður fyrirboði, því að þegar hann var yfirmaður námanna, fengum við engin kol, og nú er von til þess, að við fáum ekkert stríð. Við skulum ekki furða okkur á að allt, sem ríkið kemur nálægt, staðn- ar jafnskjótt. Ástæðan til þessa er augljós. í fyrsta lagi eru kolanám- urnar nú undir aumri stjórn em- bættismanna, sem hefir verið inn- . prentað að taka ekki neinar ákvarð- anir, er myndu ekki falla í smekk yfirmanna þeirra. Slíkt er ófært í iðnaðinum, þótt það geti gengið á stj órnarskrifstof um. í öðru lagi framleiðir námumað- urinn ekki meira, aðeins sökum þess, að hann vinnur fyrir socialistiska stjórn en ekki kapitalistiskan verk- smiðjueiganda. Menn leggja líf sitt í hættu fyrir háleitar hugsjónir, en það er augljóst, að þeir leggja harð- ar að sér við vinnu, aðeins ef von er um meiri ágóða. Og Verkamanna- stjórnin hefir lýst því yfir, að hún taki ekkert tillit til gróðahvatarinn- ar. Þegar flokkurinn lýsti því yfir, að hann hygðist þjóðnýta stáliðnaðinn eftir þá reynslu, er við höfum haft af þjóðnýtingu námanna, þá mót- mælti ég — og var rekinn úr flokkn- um. Eg hélt því frain, að það mundi vera stórkostlegur efnahagslegur glæpur að fá þenna mjög svo þróaða og blómstrandi iðnað í hendur þeim mönnum, er hafa farið svo með kolanámurnar. England mundi vel geta þolað, að þeir menn færu frá völdum, sem heimta algjöra þjóð- nýtingu stáls sem annars, en það mun ekki geta afborið þjóðnýtingu stáliðnaðarins. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi virðist standa í þeirri einkennilegu trú, að ríkisstjórnin búi yfir ein- hverj um töframætti skipulagningar- innar. Samfara þessu er svo sú kór- villa að halda, að iðnaðarrekstur einstakra manna sé algjörlega skipu- Iagslaus. Hugmynd þessara herra um skipu- lagningu virðist vera sú að setja ein- hvern ungan mann eða konu, er kem ur beint úr Hagfræðiskóla Lundúna, án nokkurrar hagnýtrar reynslu, yfir marga okkar beztu iðnfræðinga. Við skulum bera socialistiska skipulagn- ingu saman við t. d.Ford bílaverk- smiðjurnar, sem eru stærri en allur bílaiðnaður Bretlands. Meðan á stríðinu stóð, skoðaði ég Ford flug- vélaverksmiðj u í Willow Run U.S.A. Þar var mér sagt, að ein af þessum risastóru fjögurra hreyfla flugvélum væri fullgerð á hverri klukkustund. Það virðist harla ótrúlegt, 35,000 hlutir, er setja þurfti saman með feikilegum hraða og nákvæmni. Rétt áður hafði ég séð skilti, er á var letr- að: Flugvél þessi mun verða tilbúin kl. 3.15, svo að mér datt í hug að vita hvort áætlunin stæðist. Þegar stundin nálgaðist bað ég leiðsögu- mann minn að fara með mig inn í vélasalinn. Skyndilega opnuðust stórar dyr, og inn rann hin fullgerða B-29. Eg leit á klukkuna. „3,16“, sagði ég, og ætlaði að fara að bæta við: Sú er stundvís, en leiðsögumað- urinn varð á imdan og sagði: Úrið yðar er einni mínútu of fljótt, herra. — Það voru engir viðvaningar, er sáu um skipulagninguna þarna. Við erum smám saman að komast að raun um, að menn þeir, er stjórnuðu iðnaðinum áður en ríkið lagði hann undir sig voru ekki algjör fífl. Þeir höfðu dálitlar gáfur, einmitt þær gáfur, sem nauðsynlegar eru í iðn- aðarrekstri. Lítum nú á kolin til samanburðar. Ríkið á nú námurn- ar. Verkamannaflokkurinn myndar nú stjórn ríkisins. Verklýðsfélögin eru kjarni flokksins svo og námu- mannasambandið, sem Arthur Horn- er stjórnar, en hann er kommúnisti og hefir lýst því yfir, að ef England lendi í stríði við Rússland, þá muni engin kolavinnsla eiga sér stað. Verkamannastjórnin skipar yfir- menn liinna ýmsu iðngreina, og þar af leiðandi finnur maður t. d. sem yfirmann stórs kolavers leigubíl- stjóra, er orðið hafði formaður fag- félags síns og komizt þannig í áhrifa stöðu hjá stjórninni. Hann hefir án efa haft hæfileika til formannsem- bættis í fagfélagi sínu, en alls enga til þess að stjórna kolaiðnaðinum. Hvernig gat okkur nokkurn tíma dotlið í hug, að við það að skipt var um eigendur fyrirtækjanna, þau tekin af þeim, er byggt höfðu þau upp frá byrjun og fengin í hendur mönnum, sem aldrei höfðu afrekað neitt slíkt, myndi auka velferð verka mannsins? Mér varð það smám saman ljóst, að stefna brezka Verkamannaflokks- ins í þessum málum var jafn barna- leg og ekkert hefði skeð síðustu 50 árin, og verksmiðjueigendurnir væru ennþá sömu harðstjórarnir. Vinna fyrir alla er ekki síður nauðsynleg atvinnurekandanum en verkamann- inum. Mér skildist, að mestur hluti kaupendanna að unninni vöru er verka- eða launafólk, og ef lítil vinna er fyrir hendi, þá hlýtur salan að hraðminnka. Það sem markar velgengni Bandaríkjanna eru há laun og mikill ágóði. Annað hvort verður það að vera ágóði fyrir alla eða engan. Verka- mannaflokkurinn hefir þjóðnýtt sam göngutækin, — járnbrautirnar og önnur flutningatæki. Eg spurði Alfred Barnes, skrifstofustjóra í saingöngumálaráðuneytinu, hvers vegna þeir hefðu þjóðnýtt alla flutn- Er Hermann G. fallinn í ónáð? Kommúnistar hafa ákveðið fram- boð Magnúsar Kjartanssonar, rit- stjóra og ábyrgðarmanns Þjóðvilj- ans, í Hafnarfirði, þar sem Hermann Guðmundsson fyrrv. forseti Alþýðu- sambandsins var boðinn fram af þeirra hálfu við síðustu kosningar. Láta kommablöð í ljós, að hann hafi verið ófáanlegur til framboðs. Ýms- ir velta því fyrir sér, hvort rétt sé frá skýrt hjá þeim, og að Hermann sé farinn að veikjast í trúnni, eða að hann sé „fallinn í ónáð“, síðan hann neitaði að beita ofbeldi og lögleysum á síðasta Alþýðusambandsþingi. Höll sumarlandsins á uppboði. Nýlega hefir húseign H. K. Lax- ness, Glj úfrasteinn í Mosfellshreppi, ásamt tveim bifreiðum hans, verið auglýst til sölu á nauðungaruppboði vegna vangoldinna skatta til ríkis- sjóðs árið 1947, að upphæð kr. 224811.00. Tildrögin eru þau, að Mosfellshreppur gerði rithöfundin- mn að greiða yfir 1100 krónur í skatta, en hann vildi ekki við una og kærði til yfirskattanefndar. Hækk aði hún álagða skatta í ca. 40000,00 kr., og kærði þá Laxness til ríkis- skattanefndar, sem áætlaði skatta hans svo sem áður segir. Ástæðan virðist vera sú, að skattanefndirnar hafi litlar upplýsingar getað fengið um tekjur Laxness af útgáfu „Sjálf- stæðs fólks‘ í Bandaríkjunum. En inga og samgöngur með bílum einn- ig. Hann svaraði: „Mér var ráðið til þess, því að annars myndum við aldrei verða færir uin að keppa við bílaflutningana með þjóðnýttum j árnbrautum.“ Við getum með þannig tiltektum varnað allri annarri samkeppni að komasl að, en slíkt er áreiðanlega ekki Ieiðin til hagsældar. Socialistisk fyrirtæki munu ávallt misheppnast, því að það er ekki hægt að benda á þennan eða hinn manninn og segja: „Þú ált að stjórna kvikmyndaiðnað- inum.“ Þegar stjórnmálamennirnir velja forystumenn hins þjóðnýtta iðnað- ar, þá velja þeir stjórnmálamenn. Stjórnmálasigur þýðir þá vel launað og áhrifamikið starf. Þannig gengur það til í Englandi núna, og engin breyting virðist vera í aðsigi. Afleiðingin af þessu öllu hlýtur að virðast ógnarleg þeim, sem von- aðist eftir, að socialisminn gæti skapað betra og réttlátara þjóð- skipulag. Við getum aðeins öðlast þá hagsæld, er við vonuðumst eftir með mikilli vinnu, en sú vinna staf- ar aðeins af tveim ástæðum, gróða- voninni — er socialisminn afneitar, og svipuhöggunum, er dynja á baki vinnuþrælanna — eins og í Rúss- landi. þarna er jafnframt um stórfellt gj aldeyrismál að ræða, þar sem þýð- inrgarréttur hefir verið greiddur í | dollurum. Mál þetta hefir vakið , mikla eftirtekt, enda mun eins dæmi, | að maður, sem kærir 1100 króna ! skatt fái hann hækkaðan upp í 225000 krónur. Mun málið koma fyr ir Hæstarétt, og þar ætti að verða brugðið yfir það „ljósi heimsins.“ Karl í Koti fagnar ,,stjórunum". í Tímanum 25. þ. m. birtist grein eftir einhvern Karl í Koti, þar sem hann ræðir fyrirhugaðar kosningar til Alþingis í haust. Telur hann sér vera það sérstakt gleðiefni, að eitt- hvað af nýjum kröftum verði nú í kjöri fyrir Framsókn, enda væru margir hæstánægðir með, að all- margir þeirra eldri „hefðu fengið að hvíla sig í þetta sinn“. Fagnar Karl einkum 5 nýjum mönnum, 1 bónda, 1 kennara, 1 skólastjóra, 1 ritstjóra og 1 framkvæmdastjóra. Fjórir þess- ara nýju manna eru embættismenn og „stjórar“, en aðeins einn bóndi. Skyldi þessi Karl ekki hafa sjálfur með höndum eitthvert „stjóra- starf“, og sé að fagna kollegum sín- um í greininni. Tala fótt um Tító. Það vekur furðu sumra, hversu lítið kommúnistablöðin hér á landi leggja til málanna í Títódeilimni svonefndu, eða yfirlýsinga þeirra, sem Stalin og Tító eru öðru hverju að gefa varðandi sambúð þjóða sinna. En þetta ætti að vera auð- skilið. Vegna trúrrar þjónustu við Kominform og Stalin geta forsprakk ar kommúnista ekki látið í ljós samúð með Tító, og vegna hrekklít- illa kjósenda þeirra víðsvegar um land, sem lagt hafa trúnað á fagur- gala þeirra um ættjarðarást og lýð- ræðishneigð, mega þeir heldur ekki opinbera sig sem andstæðinga Títós, sem telur sig meta meira heill Júgó- slavíu en Rússlands, því að slík upp Ijóstun mundi reynast þeim þung í fangi við kjósendaveiðar fyrir haustið. Þess vegna er þögnin þeim hentust. Verzlun hjó einum heitir brask hjó öðrum. Maður, sem nefnir sig Þorkel kröflu ritar nýlega í Tímann um verzlunarmál og kvartar þar yfir því, að kaupfélag eitt, er hann nafngrein- ir, hafi ekki fengið nægilegt bygg- ingarefni til að fullnægja þörfum viðskiptamanna sinna. Verði þeir því að „knékrjúpa“ heildsölunum til að fá það sem vantar, og sé þannig „brask“ heildsalanna verndað á kostnað alþýðu manna. M. ö. o.: Það sem höf. kallar verzlun, þegar kaup- félag á í hlut, heitir brask, þegar kaupmaður selur honum vöru, og getur hann þess þó ekki, hvort var- an sé dýrari hjá heildsalanum. Ann- ars er það ekkert einsdæmi, að verzl- anir geti ekki fullnægt eftirspurn eft- Framh. á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.