Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1949, Blaðsíða 7

Íslendingur - 31.08.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. ágúst 1949 ISLENDINGUR 7 Sagnir trá Færeyjum 14. Urtan í Mikladal. Selir eiga kyn sitt að rekja til manna, sem hafa stytt sér aldur með því að drekkja sér í sjó. Einu sinni á ári hverju, á þrettánda- nótt, steypa þeir af sér hamnum og verða þá eins og aðrir menn; þá stíga þeir dans og leika sér á klöppum í fjörunum og í látrun- um og skemmta sér eftir föngum. — Ungur maður, sem átti heima í syðra bænum í Mikladal á Karlsey hafði heyrt, að sel- irnir kæmu saman á þrettándanótt í látri nokkru skammt þaðan. Honum lék forvitni á að vita, hvort þetta væri satt, svo að hann fór þangað um kvöldið og faldi sig á bak við stein rétt hjá látr- inu. Jafnskjótt sem náttaði, sá hann seli koma syndandi þangað úr öllum áttum, og steyptu þeir af sér hömunum og lögðu þá á klappirnar við flæðarmálið, en sjálfir voru þeir eins og hvert \ annað fólk. Maðurinn hafði mjög gaman af að horfa á þetta úr felustað sínum, og féll hann alveg í stafi af aðdáun, er hann sá undurfríða stúlku varpa af sér hamnum og leggja hann frá sér skammt frá honum. Þegar hún var gengin frá, seildist hann gæti- lega eftir hamnum og dró hann til sín á bak við steininn. Fólk þetta dansaði og skemmti sér svo alla nóttina, en er lýsa tók af degi, steypti það yfir sig hömunum og stakk sér í sjóinn. Stúlkan fagra saknaði hams síns og leitaði hans áhyggjufull, því að kom- ið var að sólarupprás; fann hún hann að lokum á bak við stein- inn í vörzlum mannsins og bað hann með fögrum orðum að skila sér aftur hamnum, en maðurinn tók þvert fyrir það og lagði af stað með hann heim á leið. Varð stúlkan nauðug viljug að elta hann alla leið heim í Mikladal og setjast þar að, því að maður- inn lokaði haminn niður í kistu og skildi lykilinn aldrei við sig. Liðu svo nokkur ár, að þau bjuggu saman eins og hjón og eignuð- ust börn. Þá var það einn dag, að maðurinn reri á sjó ásamt fleir- um, og er hann sat úti á miðinu og dró fisk, varð honum gripið með hendinni til beltisins, sem lykillinn var vanur að hanga við; varð honum þá afar bilt við, því að þá tók hann eftir því, að hann hafði gleymt lyklinum heima, og hrópaði upp í hugarangri sínu: „I kvöld verð eg konulaus!“ Drógu þá allir upp færin, sett- ust við árar og reru sem skjótast að landi; en þegar komið var heim í Mikladal, var konan horfin og börnin ein eftir heima. Hafði hún slökkt eldinn á hlóðunum og læst niður hnífa og önnur eggjárn, svo að ekkert slíkt gæti orðið börnunum að meini, á meðan þau væru einsömul. Þegar hún hafði fundið lykilinn, hafði hún ekki getað við sig ráðið, heldur lokið upp kistunni, tekið haminn, hlaupið með hann til sjávar, steypt honum yfir sig og stungið sér í sjóinn. — Þaðan stafar orðatiltækið: Hann ræður sér ekki fremur en selur, þegar hann sér ham sinn. — Jafnskjótt sem hún var komin í sín fornu heimkynni, kom syndandi til henn- ar brimill sá, sem áður fyrr hafði lagt ást á hana, og syntu þau svo saman til hafs. Hafði hann beðið þarna urtu sinnar allan þann tíma, sem hún hafði á landi verið. Þegar börn þau, sem Mikladalsbóndinn hafði getið við urt- unni, komu ofan í fjöruna, sást oft selur koma upp úr sjónum og hyggja að þeim; hugðu menn, að þar mundi vera móðir þeirra. — Liðu svo mörg ár, að ekki bar til tíðinda í Mikladal. Þá var það eitt sinn að heimamenn þar bjuggust til að fara í látur og rota seli. Nóttina áður en farið var, kom urtan í draumi til Mikla- dalsbóndans og sagði við hann, að ef hann færi með hinum, vildi hún vara hann og aðra við að drepa brimilinn, sem lægi fremst í látrinu, og kópana tvo, sem innst lægju í því; kvað hún brimil- inn vera maka sinn, en kápana syni þeirra, og sagði hún um leið, hvernig þeir væru litir. En bóndinn tók ekkert mark á draum þessum, fór með Mikladalsmönnum til látursins, og þar drápu þeir alla selina, er í því voru. Þegar skipt var veiðinni, hlaut bóndi brimilinn allan og hreifa af kópunum, og var brimilshaus- inn og hreifarnir soðnir til náttverðar; en þegar fært var upp úr troginu, heyrðist brestur mikill og brak, og brauzt urtan inn í reykstofuna í hinum versta tröllsham, þefaði af trogunum og hrópaði af miklum móði: „Hér er nefið af karli mínum, hönd af Háreki og fótur af Friðriki. Hefnt er og hefnt skal þessa á Mikla- dalsmönnum; skulu sumir drukkna í sjó, en aðrir hrapa fyrir björg og þverhnípta hamra, og aldrei lát á því verða fyrr en svo margir hafa látizt, að þeir geti feðmt alla Karlsey með því að takast í hendur.“ Þá er hún hafði þetta mælt, hvarf hún aftur út með dunum og miklum dynkjum og sást aldrei framar. — Því miður er enn eigi sjaldgæft í Mikladal, að menn farist á sjó eða hrapi í björgum, og sagt er, að venjulega sé einhver geðveikur í suðurbænum þar. Virðist því álögunum enn eigi vera létt. Bréfsefni I kössum og möppum Bókaverzl. EDDA h.f. NYJA-BÍÓ Miðvikudag kl. 9 HÆTTULEGUR LEIKUR (The other lbve) Aðalhlutverk: Barbara Stanwyck David Niven Bönnuð innan 12 ára. Skjaldborgarbíó Næsta mynd: EIN KONA UM BORÐ Stórbrotin frönsk kvik- mynd. Leikstjóri: Maurice Gleize Bönnuð yngri en 16 ára. íbúð 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 583. Auglýsið í Islendingi! GREIPAR GLEYMSKUNNAR — eins einu sinni með ástúðt en eg var sem ókunnur maður við rúmstokk hennar. Hver var það, sem hún kallaði í sífellu á? Hver var maðurinn, sem hún hafði séð myrtan? Eg fékk brátt að heyra það, og ef sögumaður minn sagði satt, þá hafði hann veitt mér áfall, sem eg mundi aldrei ná mér eftir. . Það var Macará sem gerði það. Hann kom þegar daginn eftir að við Pauline fórum inn í húsið. Þá veitti eg honum ekki viðtöku. Eg hafði ekki tekið mínar á- kvarðanir. Þá gat eg heldur ekki hugsað um neitt annað en þá hættu, sem konan mín var í. En þegar hann kom aftur tveim dögum seinna, þá lét eg fylgja honum inn. Það fór hrollur um mig, er eg tók i hönd hans, en eg þorði ekki að svo komnu að hrinda honum frá mér þótt eg væri þess fullviss, að það væri hendi morð- ingja, sem eg tók í. Ef til vill var það einmitt sama hendin, sem eitt sinn hélt um kverkar mér. Þrátt fyr- ir allt, sem eg vissi, þá efaðist eg þó enn um, hvort eg gæti ákært hann og fengið hann dæmdan. Ef Pauline batnaði ekki, þá myndi vitnisburður minn vera alveg þýðingarlaus. Eg vissi ekki einu sinni hvað hinn myrti hafði heitið. Áður en ákæra yrði bor- in fram, varð því að finna jarðneskar leifar hans og komast að því, hver hann væri. Það var því vonlaust að hugsa til þess að fá morðingjanum refsað, þegar nú voru liðin þrjú ár frá því að morðið var framið . Þá var það einnig spurningin, hvort hann væri bróðir Pauline? Eg ákvað því að fletta ofan af glæp hans, hvort sem hann væri bróðir hennar eða ekki. Eg ætlaði nú að láta hann vita, að glæpurinn væri ekki lengur leyndarmál, að eg vissi um hann í öllum atriðum. Eg ætlaði að segja honum það í von um, að í framtíðinni fengi hann aldrei ró af ótta við að hann yrði að taka út réttláta hegningu fyrir glæp sinn. Eg vissi nú, hvaða gata það var sem morðið hafði verið framið í, það var Horace stræti. Hinn drukkni leiðsögumaður minn hlaut að hafa ruglað saman nöfnunum forðum. Macari hafði fengið vitneskju um veikindi Pauline og óráð. Hann spurði innilega og nákvæmlega eftir líðan hennar, eins og bróður sæmdi. Eg svaraði aftur á móti kuldalega. og í styttingi, því að hvort sem hann var bróðir hennar eða ekki, þá bar hann alla ábyrgðina. Allt í einu skipti hann um umræðuefni, og sagði: Mér er illa við að ónáða yður þegar svona stendur á, en eg vildi gjarnan fá að vita, hvort þér eruð reiðu- búinn til þess að bera ásamt mér fram við Victor Emanútí beiðni þá, sem eg hefi áður talað um við yð- ur? ,,Eg er ekki reiðubúinn til þess. Það er eitt og ann- að, sem eg þarf að fá útskýrt fyrst.“ Hann hneigði sig kurteislega, en eg sá varir hans kiprast saman rétt sem snöggvast. „Eg er fús til að greiða úr spumingum yðar,“ sagði hann. „Ágætt, fyrst og fremst þarf eg að fá sannanir fyr- ir því, að þér séuð bróðir konu minnar.“ Hann leit upp og reyndi að brosa. „Það er auðvelt. Ef vesalings Ceneri hefði verið hjá okkur, þá hefði hann staðfest það.“ „En hann sagði mér þó allt annað.“ „Já, hann hafði sínar ástæður til þess. Annars skiptir það engu, eg get fengið nóga aðra til þess að staðfesta það.“ „I öðru Iagi,“ sagði eg, og horfði beint framan í hann og talaði mjög hægt, ,,þá verð eg að fá að vita hvers vegna þér myrtuð mann fyrir þremur árum sið- an í húsi einu við Horace stræti?“ Hvort heldur spm hann fann til ótta eða reiði þá lýsti svipur hans aðeins undrun. Eg vissi að sá undr- unarsvipur stafaði ekki af því, að maðurinn væri sak- laus, heldur af hinu, að hann undraðist að glæpur hans skyldi vera kunnur. En hann áttaði sig brátt. , Eruð þér genginn af vit- inu, herra Vaughan?“ æpti hann. „Hinn 20. ágúst árið 186. . rákuð þér rýting í hjartað á ungum manni sem sat við borð í herbergi í húsinu nr.....við Horace stræti. Ceneri var þá einn- ig staddur í herberginu og einnig annar maður með ör á andlitinu.“ Hnn reyndi ekki frekari undanfærslur. Hann spratt á fætur og svipur hans sýndi ofsalega reiði. Hann þreif í handlegg mér^ og eg hélt fyrst að hann ætlaði að ráðast á mig, en hann rýndi aðeins í andlit mér. Eg færðist ekkert undan rannsókn hans, en bjóst varla við því, að hann myndi þekkja mig aftur, þar sem blinda breytir svip manna mjög. En hann þekkti mig. Hann sleppti handlegg mínum og stappaði niður fætinum í ofsalegri bræði. „Fífl! Fábjánar!“ hvæsti hann. „Hvers vegna leyfðu þeir mér ekki að fullkomna verkið?" Hann æddi nokkur augnablik fram og aftur um herbergið, en síðan staðnæmdist hann frammi fyrir mér og hafði þá náð nokkru valdi yfir sér.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.