Íslendingur


Íslendingur - 29.03.1950, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.03.1950, Qupperneq 1
15. tbl. XX XVI. árg. Miðvikudagur 29. raarz 1950 ííiri.a«ííí'ilMilitlfiiiai1liWMI(MI ,MWll*l'B«iiriflll Verðhækkanir bannaðar án leyfis verðlagsyfirvalda. Æskuiýðsfundurinn Ríkisstjórnin befir getií út svohliúíanúi tiikynningu um bann við veröhækkunum: Ritstjóri rangfær- ir ummæli á bæj- arstjórnarfundi. Vikublaðið „Verkamaðurinn", er út kom föstudaginn 24. marz sl„ seg- ir frá bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn var 21. marz. Er þar sérstaklega rætt um bíóleyfi það, sem bæjar- stjórn veilti Goodtemplarareglunni á Akureyri. í blaði þessu segir á einum stað „Drykkj uskapur — Bíó — Séra Pét- ur“, og svo kemur greinarstúfur sam- settur af illa hugsuðum rangherm- um, t. d., að ég hefði taliö Æsku- lýðsfélag séra Péturs vera samsafn af vandræðaunglingum. Slík ummæli blaðsins eru að sjálfsögðu ranghermi og ósönn. En hins vegar sagði ég sem dæmi um ágæti þessa félagsskapar, að jafnvel nokkrir vandræðaungling- ar hefðu orðið fyrir góðum áhrifum frá honum, og hefðu-oft gefið sér tíma til að sitja þar fundi, enda hefði félagsskapur þessi farið ört vaxandi og sprengt utan af sér hvert húsið eítir annað og þarfnaðist því stærri húsakynna, en vonir stæðu til, að svo gæti orðið, ef ekki yrði sett- ur fótur fyrir þá menn, sem af alhug vinna nú að þeim málum: að koma fyrst upp bíósal, sem bæði yrði not- aður til kvikmyndasýninga og funda- halda fyrir Goodtemplararegluna, en myndu síðan halda áfram bygging- um eftir getu til hagsbóta fyrir æsku- lýðsfélagsskapinn. Eg er þess fullviss, að flestir aðrir en ritstjóri Verkamannsins myndu skilja, hverja þýðingu það hefir fyr- ir Goodtemplararegluna á Akureyri að fá óbundið leyfi fyrir bíórekstri í framtíðinni, sem að öllu eðlilegu myndi gefa þeim nokkurt fé milli handa til að greiða niður bygginga- skuldir sínar, og jafnframt skapa bætt skilyrði fyrir æskulýðsstarfsem- ina. Læt ég þá úírætt um þetta að sinni, en vona hins vegar, að ritstj. Verkamannsins temji sér réttari málafærslu í næsta sinn, þegar hann flytur fréttir frá bæjarstjórnarfundi. Eg get ekki látið hjá líða að nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim mönnum á Akureyri, sem að undan- förnu hafa unnið af velvild og dugn- aði að aukinni reglusemi og komið á stofn þroskandi félagsskap fyrir unglinga í þessu bæjarfélagi. Og ég óska þess, að starf þeirra megi verða áhrifaríkt í framtíðinni, þegar þeir hafa komið upp hinum nýju húsa- kynnum sínum. Guðrnundur Jörundsson. Áttundi kristilegi æskulýðsfundurinn var haldinn sl. sunnudagskvöld að Hótel Noiðurlandi og hófst kl. 8.30. í upphafi lék Lúðrasveit Akureyrar göngulög undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar. Jón R. Steindórsson form. 1. deildar cetti fundinn og bauð félaga og gesti vel- komna. Söngur fundarins var „íslands æskulýður, upp með radda hljóm“. Lagið er eftir Sigfús Halldórsson tónskáld, en ljóðið eftir skáldkonuna Hugrúnu. Var Ijóðið og lagið ort í tilefni æskulýðsfund- anna. Fyrst var Ijóðið kynnt þannig að fundargestir og fyrirlesari lásu það upp, síðan söng Jóhann Konráðsson það, þá Æskulýðskórinn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og einnig var það leikið í hljómsveit, er Lýður Sigtryggsson hafði æft. Á hljóðfærin léku: Gígja Jóhanns- dóttir, Ingimar Eydal, Guðrún S. Jóhanns- dóttir, Svala Gunnarsdóttir, Dúa Kristjáns- dóttir, Jóna Axfjörð, Unnur Axelsdóttir og Lýður Sigtryggsson. Karlakór Akureyrar hélt söng- skemmtun í Nýja Bíó s.l. sunnudag í tilefni af því, að kórinn á 20 ára af- mæli á þessum vetri. Var húsið þétt- skipað. Söngstjóri var Áskell Jóns- son. Á söngskrá voru 12 lög eftir er- lenda og íslenzka höfunda, svo sem Reissiger, Lindblad, Bellmann, We- ber o. fl. íslenzku höfundarnir voru Björgvin Guðmundsson, Áskell Snorrason og Ingi T. Lárusson. Með- al verkefna var kafli úr Strengleikum Björgvins Guðmundssonar: Syngið strengir, og sungu þar einsöng og tvísöng Jóhann og Jósteinn Konráðs- synir og Sverrir Magnússon. Enn- fremur söng Jóhann Konráðsson einsöng í rússnesku þjóðlagi (Öku- ljóð), er vakti mikla hrifningu og varð að endurtaka. Hefir Jóhann sungið einsöng áður í þessu lagi, og njóta beztu kostir raddar hans, mýkt- in, sín einstaklega vel þar. Er Jóhann í greinilegri framför, enda enn ung- ur að árum. Kórinn varð að endur- taka nokkur lög, þ. á. in. lag eftir Inga T. Lárusson, sem ekki hefir ver- ið tekið til meðferðar hér áður, en er mjög fallegt. Loks söng kórinn Ritningarlestur annaðist Margrét Ás- grímsdóttir, en bæn flutti Bolli Gústafs- son. Jóhann Konráðsson söng einsöng með undirleik Áskels Jónssonar. Ræður fluttu Jón Þorsteinsson kennari, Ásdís Karls- dóttir og Ólafur Hallgrímsson. Einleik á fiðlu lék Gígja Jóhannsdóttir. Lýður Sig- tryggsson harmonikuleikari, sem staddur er hér á Akureyri um stundarsakir lék ein- leik á liarmoniku. Þá fór fram spurningakeppni úr kristin- fræði og Islandssögu. Flesta vinninga fékk Gunnlaugur Kristinsson og lilaut í verð- laun íslenzkan borðfána á stöng. Er fundargestir höfðu sungið tvö erindi af söngnum „Vökum og biðjum", fluttu formenn deildanna bæn, en að henni lok- inni sameinuðust allir í bæninni „Faðir vor“. Edvard Sigurgeirsson sýndi litkvik- myndir m.a. af því, er Sunnudagaskóli Ak- ureyrarkirkju fór í heimsókn til Sjúkra- hússins. aukalag „í rökkurró hún sefur“ eftir Björgvin Guðmundsson, og fór það sérlega vel úr hendi. Virðist kórinn hafa tekið framförum síðustu árin, einkum tenórarnir, og vaxið að þrótti. Einar Sturluson, óperusöngvari, söng einsöng, Aríu úr sálumessu eft- ir Cesar Franch og lag úr óperu eftir Pucchini. Var söng hans tekið með miklum fögnuði, og varð hann að syngja aukalag. Barst honum blóm- vöndur í viðurkenningarskyni. Und- irleik annaðist Áskell Jónsson, en frú Þyri Eydal lék undir tvö lög kórsins. Karlakórinn hefir fengið Einar Sturluson sem þjálfara nú um skeið, og mun árangurs af starfi hans þeg- ar hafa gætt á nefndum hljómleikum, en á væntanlega eftir að koma betur í ljós. Er það kórnum mikið happ að hafa fengið svo góðan söngvara til leiðbeiningar. Aðsóknin að hljómleikunum var óvenj ulega góð, og er óhætt að full- yrða, að þeir urðu engum áheyranda vonbrigði. X. Ríkisstjórnin hefir gefið út svo- hljóðandi tilkynningu um bann við verðhækkunum: Sextugur: Jónas Snæbjörnsson Jónas Snæbjörnsson teiknikennari varð sextugur 21. þ. m. Hann hefir lengst allra verið kenn- ari við Möðruvalla- og Akureyrar- skóla samfleytt, eða 36 ár á sumri komanda. Honum hefir farist teikni- kennsla prýðilega. Sýningarnar á hverju vori bera vitni um það. Hann hefir verið vinsæll af nemendum sín- um og starfsbræðrum hollur og hlýr. Annar aðalþáttur lífsstarfs Jónasar hefir verið brúarsmíði, er honum hefir farið einkar vel úr hendi. Oft hefir hann veitt nemendum sínum at- vinnu að sumrinu, sem þeim hefir jafnan komið vel. Jónas er höfðingi heim að sækja, enda á hann til slíkra að telja. Faðir hans var Snæbjörn hreppstjóri, sæ- garpur og héraðshöfðingi Kristjáns- son í Hergilsey, og móðurfaðir Jón- asar var Hafliði dbrm. Eyjólfsson í Svefneyjum, og eru þeir frændur allir kynbornir menn. Jónas er kvæntur Herdísi Símon- ardóttur, systur Bjarna sál. prófasts að Brjánslæk, gáfaðri konu og glað- lyndri. Börn þeirra eru þrjú: Brjánn, stúdent og skrifstofumaður á Akur- eyri og Snæbjörn verkfræðingur í Reykjavík, báðir kvæntir, og Val- borg, gift á Hjalteyri. íslendingur árnar Jónasi allra heilla á þessum tímamótum í ævi hans. JÓN PÁLMASON kosinn forset-i Someinaðs þings. Síðastliðinn miðvikudag var geng- ið til kosninga á aðalforseía í Sam- einuðu Alþingi í stað Steingríms í sambandi við þá breytingu á skráningu krónunnar, sem nú hefir gengið í gildi, vill ríkisstjórnin taka fram, að bannaðar eru allar verð- hækkanir á aðfluttum vörum, sem nú eru í verzlunum eða hjá innflytj- endum og verðlagðar hafa verið með samþykki verðlagsyfirvaldanna áður en gengisbreytingin gekk í gildi. — Sama gildir um vörur íslenzkra iðn- fyrirtækja og má engin hækkun á erlendum vörum eða innlendum iðn- aðarvörum eiga sér stað nema heim- ild sé gefin til þess af verðlagsyfir- völdunum. Ríkisstjórnin mun gera sérstakar ráðstafanir til að sjá um að þessum fyrirmælum sé fylgt og að fullri ábyrgð sé komið fram gegn öllum er tilraun gera til að ná óeðlilegum og ólöglegum hagnaði í sambandi við verzlunarálagningu vegna gengis- breytingarinnar. Vegna þeirra takmörkuðu vöru- birgða, sem nú eru í landinu, skorar ríkisstjórnin á verzlanir og iðnfyrir- tæki um allt land að dreifa þessum vörum sem jafnast til neytenda og sjá um, að vöruafhendingu til ein- staklinga sé stillt svo í hóf, að hver og einn fái sinn skerf, eftir því sem frekast er unnt, meðan verðlagið er að ná jafnvægi. Ríkisstj órnin beinir ennfremur þeim eindregnu tilmælum til almenn- ings, að hann sýni hófsemi og still- ingu í þessum efnum og öðrum er varða ákvæði hinna nýju laga um gengisskráningu o. fl., meðan efna- hagsástandið í landinu er að leita jafnvægis í samræmi við þau lög. Þjóðin á nú öll sem einn maður lífsafkomu sína undir því að geng- isskráningarlögin nái tilgangi sínum. Hver sá er torveldar eðlilega fram- kvæmd laganna, bregst því skyldum sínum gangvart samborgurum sínum og sjálfum sér. Steinþórssonar forsætisráðherra. — Fór kosning þannig, að Jón Pálma- son hlaut 24 atkvæði, Þorsteinn Þor- steinsson 1 en 18 seðlar voru auðir.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.