Íslendingur


Íslendingur - 12.04.1950, Qupperneq 2

Íslendingur - 12.04.1950, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 12. apríl 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaðurt Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstrfa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prentsmiðja Björns Jánssonar h.j. Réttarfars- hugmyndir kommúnista Þegar undirréttardómarnir yfir mönnum þeim, er ákærðir voru vegna uppþotsins við Alþingishúsið í fyrra, voru birtir á dögunum, ruku málgögn kommúnista upp til handa og fóta og mótmæltu dómunum, nefndu þá „réttarofsóknir“, „póli- Líska dóma“ o. s. frv. Síðan var haldinn fundur að tilhlutan komtn- únista, þar sem fjálgar ræður voru fluttar um málið og loks kosin nefnd nokkurra kommúnista til að „skipu- leggja réttarvernd íslendinga“ eins og þeir kalla það. Það er að vísu engin nýlunda, að kommúnistar telji, að hegningarlög- in eigi ekki að ná til þeirra eins og annarra þegna þjóðfélagsins. Arásir og líkamsmeiðingar af hálfu komm- únista á ekki að vera refsivert athæfi, ef á hak við liggur heilög vandlæting yfir „spillingu" þeirra, er fyrir árás- inni verða. Pólitísk æsing á að vera afsökun fyrir hvaða verknaði sem vera skal, eftir því sein helzt verður skilið. Á sama hátt ætti þá ölvuðum manni að haldast uppi óhegnt að fremja hvaða ódæði sem vera skyldi, þar sem æsing ölvunarinnar væri undirrót ódæðisins. Það þarf ekki að fara í grafgötur með, hvaða dóm þeir menn í dýrðar- ríki kommúnista austan járntjalds hefðu hlotið, sem ráðist hefðu með grjótkasti og svívirðingum að fundi í æðsta ráði Sovétríkjanna. Þar mundi ekki hafa verið spurt um, hvort þessi ætti að fá þriggja mán- aða dóm eða sex mánaða. Þar mundi lögmál Kristjáns skrifara hafa ver- ið í sínu gildi, að öxin og jörðin geymdu þá bezt. Þar mundi ekki hafa þurft vitnaleiðslur til að kom- ast að sekt hins ákærða eða meta hana. Bara að láta hann játa! Kommúnistar eru ekkert nema sakleysið sjálft, eftir því, sem þeim segist sjálfum frá, Þeir segjast hafa verið boðnir niður á Austurvöll 30. marz í fyrra og reknir þaðan burt með gasi, bara fyrir að þiggja „boð- ið“. Þeir stóðu þar í mesta sakleysi og vissu ekki fyrr til en ráðizt var á þá með bareflum! (sbr. ræðu Slef- áns Ogmundssonar á Iðnófundinum 30. marz s.l.) Er nokkuð athugavert við það, þegar maður fer í „gesta- boð“, þó að maður grýti gestgjaf- ann hæfilega? Nei, að dómi komm- Auglýsing um biíreiðagjöld, skoðon bifreiða og bifhjóia í Eyjafjarðarsýslu og Aknreyrarkaupstað Bifreiðagjöld fyrir tímabilið 1. apríl til 31. des- ember 1949 féllu í gjalddaga 1. janúar s. 1. Ber að greiða þau í skrifsfofu minni óður en bif- reiðar eru faerðar fil skoðunar og sýna kyiffun við skoðun. Skoðun fer fram sem hér segir: Hinn 24.; apríl 1950 mæti A- 1-A- 50 - 25. - - - A- 51-A- 100 - 26. - - - A-101-A- 150 - 27. - - - A-151-A- 200 - 28. - - - A-201-A- 250 2. maí - - A-251-A- 300 - 3. - - - A-301-A- 350 - 4. - - - A-351-A- 400 - 5. - - - A-401-A- 450 - 8. - - - A-451-A- 500 - 9. - - - A-501-A- 550 - 10. - - - A-551-A- 600 - 11. - - - A-601-A- 650 - 12. - - - A-651-A- 700 - 15. - - - A-701-A- 750 - 16. - - - A-751-A- 800 - 17. - - - A-801-A- 850 - 19. - - - A-851-A- 900 - 22. - - - A-901-A-1000 Hinn 23. maí mæti þær bifreiðar, sem staddar eru í Eyjafjarðarumdæmi, en eru skráðar í öðrum umdæmum. Ber öllum bifreiðaeigendum að mæta með bif- reiðar sínar þessa tilteknu daga við Bifreiðaeftir- litið, Gránufélagsgötu 4, Akureyri, frá kl. 9.30- 12 árdegis og kl. 1—5 síðdegis. Ennfremur ber að sýna skilríki fyrir því, að lög- boðin trygging fyrir sérhverja bifreið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á tilsettum tíma og tilkynni eigi forföll, verður hann tafarlaust látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögunum. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 11. apríl 1950. Friðjtin Skarphéðlnsson Oþolandi hringl Skömmtunarráðs.— Páskaútvarpið. — Halló, hœ, sœl. — Merkileg uppgötvun. SAMKVÆMT aúglýsingu frá skömmt- unarstjóra í janúar s.l. áttu vefnaðarvöru- reitir og sokkareitir á skömmtunarseðlum frá fyrra ári að gilda áfram til marzloka. Einnig ytrifataseðillinn, sem mun vera á aldur við skömmtunarstjóra eða öllu held- ur skömmtunardelluna. Þegar komið var að mánaðamótum og engin framlenging á nefndum reitum hafði verið boðuð, hugðu menn að sjálfsögðu, að reitirnir misstu gildi iitt frá og með 1. apríl. Margir, sem ekki gátu notað miðana vegna þess, að þeir fengu ekkert út á þá, sem þeim hent- únista er það ekki neitt til að gera veður út af. Kommúnistar hafa jafnan verið margsaga um atburðina við Al- þingishúsið. Stundum eru það „gamlárskvöldsdrengir", sem kasta mold í átiina að þinghúsinu. Stund- um er ^grjótkastið tekið upp sem nauðvörn gegn „árás“ lögreglunnar. Og stundum er það þjóðin, sem læt- ur í ljós andúð sína á Atlantshafs- bandalaginu með grjótkastinu. — Kannske þar sé átt við „þjóðina“ á Þórsgötu 1. Kommúnistar hafa reynt að draga helgihjúp píslarvottsins yfir þá menn, er dóma hlutu vegna uppþots- ins. Dómana eiga þeir að hafa hlot- ið fyrir „að halda fram málstað þjóðar sinnar“ og „sekt þeirra hvorki meiri né minni en annarra, sem ráðist var á og báru hönd fyrir höfuð sér“ (St. Ö.). En það er hætt við, að seinlegt reynist að sannfæra almenning um það, að hinir ákærðu hafi verið fundnir sekir fyrir að bera hönd fyrir höfuð sér, er á þá var ráðist. Sú vernd, sem kommúnistar eru nú að undirbúa með kjöri „réttar- verndarnefndarinnar“ er auðsæ. Það á að vernda kommúnisía fyrir því að verða að hlýða íslenzkum lögum eins og aðrir borgarar. Það á að reyna að koma í veg fyrir, að komm- únistar afpláni refsingar fyrir óhæfu- verk, sem þeir hafa unnið og koma til með að vinna. Það á að koma í veg fyrir, að lögum og reglu sé hald- ið uppi í landinu. Þessar fyrirætlanir kommúnista eru ekki líklegar til að afla flokki þeirra fylgis. Réttarvitund almenn- ings er þroskaðri en svo, að hún vilji undanskilja áhangendur eins stjórnmálaflokks refsingu fyrir refsi- verða verknaði samkv. íslenzkum lögum, og hún krefst þess, að lögum og reglu verði haldið uppi á hverj- um tíma. aði, gáfu þá náunganum, ef hann gæti hagnýtt þá, og tók náunginn þá gjarna „eitthvað” út á þá, heldur en að gera þá ónýta. En að kvöldi 31. marz tilkynnir hið vísa skömmtunarráð (stjórnir eru nú yfir- leitt nefndar ,,ráð“), að fyrrnefndir reitir haldi gildi áfram, og er tilkynning þessi lesin í útvarp 2 stundum eftir lokun sölu- búða. Slík framkoma skömmtunaryfirvalda er óþolandi, og ég held satt að segja, að skömmtunarkerfið og þeir, sem fara með framkvæmd þess, hefðu hlotið nógar óvin- cældir, þótt ekki væri verið að gera sér leik að því að auka þar við. Tilkynning þessi átti að koma viku fyrr. Sjálfsagt var að framlengja reitina, þar sem vörur höfðu ekki fengizt út á þá, en það bar að tilkynna áður en þeir misstu gildi sitt samkv. fyrri tilkynningu, svo að fólk hvorki gæfi þá eða fleygði þeim. MIG minnir, að ég hafi stundum á ár- um áður rekið hornin í Ríkisútvarpið að afliðnum páskuni fyrir hundleiðinlega dag- skrá um hátiðina. Því að það er flestra manna mál, að cinmitt á páskunum, þeg- ar fjöldi hlustenda situr heima og hefir ekkert sérstakt að taka sér fyrir hendur (því að ekki hlaupa þeir alLr á fjöll), ætti að vanda til dagskrár í útvarpinu. Um þessa páska hefir það heppnast betur en áður. Jóhannesarpassían á föstudaginn langa og Bláa kápan á laugardagskvöldið var prýðilegt efni, að ég nú ekki tali um Blaðamannakvöldvökuna á annan í pásk- um, er Blaðamannafélag íslands minntist 100 ára afmælis eins elzta og merkilegasta blaðamanns, er ísland hefir alið, Jóns skélds Olafssonar. Hafi útvarpið þökk fyrir. TIL skamms tíma var unglingum kennt að heilsa, þar sem þeir komu, eða þar sem þeir mætlu einhverjum á förnum vegi, er þeir þekktu. Venjulega var þá ávarpið „góðan daginn", „gott kvöld“ eða „komdu sæll“ (eða ,,sæl“). En á hemáms- árunum varð á þessu nokkur breyting. Er- lendum setuliðsmönnum gekk illa að læra hin almennu kveðjuávörp íslendinga og kölluðu þá gjarna „halló“ á eftir stelpun- urn, ef þá fýsti að eiga tal við þær. Þetta bjánalega ávarp virðist nú orðið allfast í málinu meðal telpna á gelgjuskeiði og jafnvel á barnaskólaaldri. Venjulegast segja þær „halló“ eða „hæ“, þegar þær hittast, en „bæ“, þegar þær kveðjast og forðast á allan hátt „ástkæra, ylhýra mál- ið“. Ungu piltarnir nota þessi ávörp miklu minna. En algengast mun orðið, að þeir noti engin ávörp, og komi og fari þegj- andi, þegar þeir eiga erindi inn í skrif- stofur, verzlanir eða aðra slíka staði. Fyrir mitt leyti kynni ég þögninni betur en neyðarávarpi útlendinga, sem þeir notuðu hér, meðan þeir kunnu \ekkert í máli voru. Og ég tel það m. a. hlulverk skólanna að kenna þeim unglingum að heilsa og kveðja, sem ekki kunna það, þegar þeir innritast þangað. NYLEGA sá ég í einhverju stjórnar- andstöðublaði, mig minnir Þjóðviljanum, að komið væri í Ijós, að ekki aðeins all- ar stéttir þjóðfélagsins, heldur og atvinnu- vegirnir, töpuðu á gengislækkuninni. Þar var fullyrt, að útgerðin tapaði, bændur töpuðu, iðnaðarstéttirnar töpuðu, spari- fjáreigendur og allir, sem laun taka fyrir störf sín. En blaðið gat einnig sýnt fram á, hverjir græddu á henni. Það voru Bandaríkin. Þau hefðu sem sé nokkra ís- lenzka menn í vinnu á Keflavíkurflugvelli og þyrftu nú færri dollara til að greiða þeim kaupið! Og vitanlega átti þetta að vera runnið undan rifjum Bandaríkja- stjórnar, því að hún hafði „sent“ Benja- mín Eiríksson hagfræðing til að koma þessu í kring! Já, það getur oft verið gaman að líta í málgögn kommúnista til að fá svör við ráðgálum tilverunnar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.