Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.05.1950, Blaðsíða 3
Miovikudagur 3. maí 1950 ÍSLENDINOUR Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Guðrúnar Ólínu Sigurðardóttur, sem andaðist 21. apríl síðastl. Fyrir mína hönd, sonar og uppeldisdóttur. Hallgrímur Jónsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, Krisrjón Magnússon, andaðist að Sjúkrahúsi Akureyrar 1. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 9. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna Ránargötu 17. kl. 2 e. h. Eugenia Jónsdóttir og börn. Jarðarför móður okkar, Sesselju Sigurðardóttur, sem andaðist að heimili sínu 25. apríl s. I. fer fram að Hólum mánudaginn 8.,maí kl. 1 e. h. — Blóm og kranzar afbeðið. Þeir, sem vildu minnast hinnar lá:nu, eru vinsamlegast beðnir að láta Raforkusjóð Saurbæjarhrepps njóta þess. Arnarstöðum 2. maí 1950. Synir hinnar látnu. TILKYNNING Vegna hækkunar á reksturskostnaði bifreiða, hækkar ökutaxti fyrir vörubifreiðir, í samræmi við 7. gr. samnings Vinnuveitendafélags Akureyrar og Bílstjórafélags Akur- eyrar, frá og með 1. maí n. k., sem hér segir: Dagvinna .............. kr. 35.00 pr. klst. Eftirvinna.............. — 40.50 — — Nætur- og helgidagavinna . . — 46.00 — — Viðbótargjaldið samkv. 3. gr. hækkar í kr. 1,75, að öðru leyti helzt samningurinn óbreyttur. Vinnuveitendafélag Akureyrar. • Kaupfélag Eyfirðinga. Bílstjórafélag Akureyrar. Bifreiðastöðin Bifröst. Vörubílastöðin. -.-"^m":'-:..- -"^9^:¦:.¦. NÝJA SIÓ Miðvikudag kl. 9: FJÁRBÆNDURNIR í FAGRADAL Fögur amerísk kvikmynd frá 20th Century-Fox, tekin í eðli- legum litum. Aðalhlutverk: Lon McCallister, Peggy Ann Garner, Edmund Gwenn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 7—9 e. h. Skjaldborgar-bíó hetjudAð (Pride of the Marines) Viðburðarík amerísk kvikmynd frá styrjaldarárunum. ASalhlutverk: JOHN GARFIELD, ELEANOR PARKER. Bönnuð börnum yngri en 12 ára ÞVOTTAPOTTUR til sölu Kolakyntur þvottapottur er til sölu með tækifærisverði. Jón G. Sólnes. Stúlka sem hefir áhuga á að fara til Svíþjóðar og aðstoða þar við heimilisstörf í sumar, óskast. — Upplýsingar í Þingvallastræti 20 — Sími 491. Valash Hollur Hressandi Svalandi Enginn annar drykkur er honum fremri. EfnagerB Akureyrar h.f. HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR efnir til KAPPREIDA á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará sunnudaginn 21. maí n. k. kl. 2 e. h. — Sprettfæri verður 250 m., 300 m., 350 m. á stökki og 250 á skeiði. — Þátttaka tilkynnist Þorleifi Þorleifssyni eða Kurt Sonnenfeld, tannlækni. — Æfingar verða á skeiðvellinum laugard. 13. maí kl. 8 e. h., sunnud. 14. maí kl. 2 e. h. og lokaæfing miðvikud. 17. maí kl. 8 e. h., og eru þá allra síðustu forvöð fyrir menn að láta skrásetja hesta sína. Skeiðvallanefndin. DANSLEIK heldur Sjálfstæðiskyennafélagið Vörn í Samkomu húsi bæjarins n. k. föstudag 5. maí kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðar við innganginn frá kl. 8. Nefndin. GREIPAR GLEYMSKUNNAR „Bíddu með það og þá getur verið. að það rifjist allt upp fyrir mér af sjálfu sér." Hafði hún einhvern grun um hið rétta? Voru þessir draumar minni hennar að koma aftur? Gaf hinn gló- andi hringur, sem enn var á fingri hennar, henni ein- hverja hugmynd um, hvað gerzt hefði? Eg ætlaði að bíða og vona. Við gengum heim saman og Priscilla fylgdi á eftir í hæfilegri fjarlægð. Pauline virtist taka samfylgd mína sem sjálfsagðan hlut. Þegar stígurinn varð bratt- ur eða grýttur, þá rétti hún mér hendina, eins og hún ætti rétt á stuðningi mínum. En hún sagði ekkert lengi fyrst. „Hvaðan kemurðu?" spurði hún loks. „Eg kem úr langferð eftir að hafa ferðast mörg þús- und mílur." „Já, þegar ég sá*þig í draumum mínum, þá varstu alltaf að ferðast. Famistu það, sem þú leitaðir að?" spurði hún áköf. „Já. Eg fann sannleikann. Nú veit ég allt." „Segðu mér, hvar hann er." „Hver?" „Einkabróðir minn, Anthony, drengurinn sem þeir myrtu. Hvar er gröf hans?" „Hann er grafinn við hlið móður sinnar." „Guði sé lof. Þá get ég beðist fyrir við gröf hans." Þótt hún talaði af nokkrum æsingi, þá var hún alveg með réttu ráði. Ég velti því fyrir mér, hvort hún ósk- aði þess, að morðingjarnir hlytu makleg málagjöld. „Óskarðu hefndar yfir þeim, sem myrtu hann?" „Hefndar! Hvaða gagn er að hefnd? Ekki lífgar hún bróður minn við aftur. Þetta er löngu liðið, fyrir hve löngu veit ég ekki, en mér finnst, að það séu mörg ár síðan. Guð getur nú þegar hafa hefnt bróður míns. „Það hefir hann sannarlega gert. Einn morðingj- anna dó brjálaður í fangelsi, annar er nú hlekkjaður í þrælkunarvinnu, en hinn þriðji hefir enn ekki hlotið makleg málagjöld." „Hann fær þau þó fyrr eða síðar. Hver þeirra cr það?" „Macari." Það fór hrollur um hana er hún heyrði nafnið, og hún þagði um hríð. Það var ekki fyrr en við vorum nærri komin heim að húsinu, að hún sagði blítt og biðjandi: „Viltu fara með mig til ítalíu — að gröf hans?" Eg hét því þegar, og gladdist yfir því, að hún skyldi þannig álíta eðlilegt að snúa sér til mín með þessa ósk. Hún hlaut að muna meira en hún vildi láta uppi. „Eg ætla að fara þangað," sagði hún, „sjá gröf hans og síðan skulum við ekki framar minnast á for- tíðina." Við vorum nú komin að garðshliðinu. Ég tók í hönd hennar. „Pauline"; sagði ég, „reyndu að muna eftir mér." Það var eins og gamla vandræðasvipnum brygði se msnöggvast fyrir í augum hennar, hún strauk hend- inni um ennið, en sneri síðan þegjandi frá mér og gekk inn í húsið. XV. KAFLI Afstaða mín var harla einkennileg, en hún var mér þó ánægjuleg. Ég varð nú á ný að reyna að ná ástum Pauline, og það var engu síður unaðslegt og töfrandi, þótt hún væri nú þegar að nafninu til konan mín. Það var eins og ef landeigandi gengi um jarðeignir sínar og fyndi þar hvarvetna áður óþekkta fegurð og nýjar auðlindir. Á hverjum degi kynntist ég meiri og meiri yndisþokka hjá konunni, sem ég unni. Bros hennar vakti hjá mér meiri gleði, en ég hefi áður lýst, hlátur hennar var sem töfrandi opinberun. Að horfa á hin björtu, leiftrandi augu hennar og reyna að skilja leyndardóma þeirra nægði til þess að launa mér að fullu alla erfiðleika mína og þjáningar. Ég get ekki lýst hrifningu minni yfir því, að komast að því, nú er konan mín var orðin andlega heilbrigð, að hún var ágætum hæfileikum gædd, og ég átti því að eignast konu, sem ekki var aðeins dásamlega fögur, heldur yrði einnig ánægjulegur félagi og nærgætinn vinur. Hrifning mín var þó blandin efasemdum og ótta. H Það má vel vera, að mig hafi skort nokkuð sjálfstraust. IjEftir því sem ég kynntist því betur og betur, hve dá- ' j"j£ samleg Pauline var, þá spurði ég mig æ oftar að því, *V hvernig ég ætti að dirfast að vona, að hún sem var SJSÉsvona fullkomin, myndi sætta sig við þá ást og þau rJSævikjör, sem ég hafði að bjóða henni. Hvernig dirfð- flist ég að vona að ná ástum hennar? Ég var að vísu yé. auðugur, en ég var þess fullviss, að auður myndi ekki kaupa ást hennar, og auk þess vissi hún ekki annað, en að hún væri sjálf auðug, þar sem ég hafði ekkert sagt henni um það. Hún var ung og fögur, og að því jK er hún bezt vissi, þá var hún frjáls, óháð og fjárhags- \\f&lega sjálfstæð. Eg hafði ekkert að bjóða henni, sem var *"* henni samboðið að þiggja. Kvíðafullur forðaðist ég að hugsa til þeirrar stund-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.