Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.05.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. maí 1950 ÍSLENDINGUR 3 Soffía Thorarensen, Akureyri, aem andaðist á Elliheimilinu í Skjaldarvík 6. þ. m., verður jarðsungin írá Akureyrarkirkju laugardaginn 13. þ. m. — Athöfnin hefst kl. 1,30 e. h. V andamenn. ÖLLUM ÞEIM, sem með heimsóknum, gjöjum, blómum, heilla- óskum eða á annan hátt heiðruðu mig og sýndu mér vinsemd á áttrœðisajmœli mínu þann 6. þ. rn. þakka ég innilega og óska þeim allrar blessunar. ERLENDUR ERLENDSSON. STÓRT HERBERGI til leigu, nú þegar, eða 1. júní i Hafnarstræti 101. BALDUIN RYEL. GOTT HERBERGi óskast sem fyrst, helzt í mið- bænum. — Uppl. á skrifstofu LOFTLEIÐA h.f. Aimenn skráning Samkvœmt lögum um vinnumiölun frá 23. september 1934 fer fram almenn skráning atvinnulausra manna í Akureyrar kaupstað, á Vinnumiðlunarskriístofunni, Lundargötu 5, dag- ana 11. — 12. og 13. þ.m. kl. !4 — 17 alla greinda daga. Akureyri 8. maí 1950. BÆJARSTJÓRINN. L í T I L í B Ú Ð óskast, strax eða í haust. Þarf \ að vera í góðu húsi. — A. v. á. . i TILKYNNSNG Jarðræktaríélag Akureyrar heldur AÐALFUND í Samkomuhúsi bæjarins — Bæjarstjórnar- salnum — n. k. þriðjudagskvöld. Fundurinn hefst kl. 9. Venju- leg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Höffjaðrir fást hjá Veril. lyjjafjörður hA. Hitageymar Vi ltr. — hjá tii bifreiðaeigenda á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu Þeir, sem ekki hafa komið með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma eru áminntir um að gera það nú þegar. Vanræksla varðar sektum. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 8. maí 1950. Verzl. iyjafjörður h.f. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prenfsmiðja Björns Jónssonar h * EGG Þar sem of mikið hefir borizt til okkar af eggjum, biðjum við viðskiptavini okkar að koma ekki með meira fyrst um sinn. Munum gera aðvart þegar aftur verður hægt að taka á móti vöru þessari. Verzl. Eyjafjörður h.f. GREIPAR GLEYMSKUNNAR auðugur, en ég var þess fullviss, að auður myndi ekki kaupa ást hennar, og auk þess vissi hún ekki annað, en að hún væri sjálf auðug, þar sem ég hafði ekkert sagt henni um það. Hún var ung og fögur, og að því er hún bezt vissi, þá var hún frjáls, óháð og fjárhags- lega sjálfstæð. Ég hafði ekkert að bjóða henni, sem var henni samboðið að þiggja. Kvíðafullur forðaðist ég að hugsa til þeirrar stund- ar, sem fyrr eða síðar hlyti að koma að, að ég yrði á ný að biðja liana að verða konan mín, eins og ekkert hefði á undan gengið. Öll lífshamingja mín myndi undir svari hennar þá komin. Það var því ekki að undra, þótt ég ákvæði áð fresta bónorðinu, þar til ég þættist fullviss um að svarið yrði mér í vil. Er ég var þannig stöðugt í félagsskap Pauline, virti hana fyrir mér og dáðist að henni, þá er ekki að undra, þótt ég yrði sjálfur auðmjúkur og óframfærinn, og ég fann sárt til þess, hve lítils virði það var, sem ég gat í té látið. Það er ekki að undra, þótt ég óskaði þess stund- um, að ég væri gæddur þeirri sjálfsánægju og öryggi, sem mörgum mönnum hæfir svo vel, og sem virðist greiða þeim svo mjög brautina inn að hjarta konunnar, þegar tími og tækifæri býðst. Sannarlega vanlaði mig hvorki tíma né tækifæri. Ég liafði sezt að í nágrenni við hana og við vorum saman frá morgni til kvölds. Við gengum saman um hina þröngu skógarstíga, klifum kletta, veiddum með misjöfnum árangri í ánni og.fórum saman í ökuferðir. Við lásum og teiknuðum — en til þessa höfðum við ekki minnst einu orði á ást, þótt giftingarhringurinn væri alltaf á fingri hennar. Ég varð að beita öllu mínu valdi yfir Priscillu til þess að hindra hana í að segja Pauline sannleikann. Við það hélt ég fast. Ef fortíðin rifjaðist ekki upp fyrir henni af sjálfu sér, þá vildi ég heyra hana segja, að hún elskaði mig, áður en hún heyrði ástarjátningu af mínum vörum. Að ég hélt fast við þessa ákvörðun, stafaði einkum af því. að mér fannst stundum að Pau- line myndi rneira, en hún vildi kannast við. Mér fannst einkennilegt, að hún skyldi þegar um- gangast mig eins og gamlan og góðan kunningja. Hún kom svo eðlilega og frjálsmannlega fram við mig, að það var eins og við hefðum þekkzt frá barnæsku. Hún hafði ekkert á móti því, er ég bað hana að nefna mig skírnarnafni, og hún fann ekkert að því að ég nefndi hana jafnan skírnarnafni. Hefði hún gert það, þá veit ég ekki, hvernig ég hefði átt að ávarpa hana. Þótt ég hefði skipað Priscillu að nefna hana jafnan ungfrú March, þá neitaði gamla konan því ákveðið og nefndi hana jafnan ungfrú Pauline. Dagarnir liðu einn á fætur öðrum, mestu hamingju- dagar, sem ég enn hafði lifað. Við vorum jafnan sam- an frá morgni til kvölds, og ég er hræddur um, að næ grannanirnir hafi verið mjög forvitnir að fá að vita, hvernig sambandi okkar væri í raun og veru varið. Ég kornst brátt að því, að Pauline var að eðlisfari kát og glaðlynd. Það lá því nærri að vona, að innan skamms mundi sá sorgarsvipur, sem hinar raunveru- legu endurminningar hennar breiddu stundum á and- lit hennar, myndi brátt hverfa þaðan með öllu. Hún var nú oft broshýr og lét gamansöm ummæli falla. Þótt henni fyndist svo í fyrstu, eftir að hún varð and- lega heilbrigð, sem bróðir hennar hefði þá nýlega verið myrtur, en er nokkuð leið frá, gerði hún sér það Ijóst, að morðið hafði verið framið fyrir nokkrum ár- um síðan. Það sem gerzt hafði á þessu árabili var allt sem í þoku fyrir henni, og lienni fannst það sem óljós draumur. Hún var nú að reyna að rifja þetta upp frá byrjun, og ég þarf ekki að lýsa því, af hve mikilli kost- gæfni ég reyndi að hjálpa henni. Við forðuðumst bæði að ræða framtíðina, en um fortíð liennar, þá fortíð sem ég var ekkert við riðinn, ræddum við ítarlega. Hún mundi nú ágætlega eftir viðhurðum æsku sinnar allt fram til þess að bróðir hennar var myrtur, þar tók óminnið við og úr því vaknaði hún í ókunnu húsi og var stunduð af ókunnri konu. Nokkrir dagar liðu þar til Pauline spurði mig þess, að hverju ég væri við riðinn þann liluta ævi hennar, sem var henni gleymdur. Kvöld nokkurt stóðum við saman á hæð vaxinni þéttum skógi, og milli trjánna sáum við aðeins glitra á hafið, sem var stafað rauð- gullum bjarma kvöldsólarinnar. Við höfðum staðið þögul stundarkorn, en hver veit nema hugir okkar hafi þá verið betur sameinaðir en orð hefðu getað samein- að okkur meðan óvissa ríkti um samband okkar. Ég horfði á vesturhimininn þar til hinn gullni roði fór að fölna, þá sneri ég mér að Pauline og sá að hin tinnu- dökku augu hennar störðu á mig með næstum kvelj- andi alvörusvip. „Segðu mér,“ sagði hún, hvers ég verð vísari, þegar hið gleyntda tímabil rifjast upp fyrir mér.“ Meðan hún talaði handlék hún giftingarhringinn, sem hún bar enn, en hún hafði ekki enn spurt mig, hvers vegna liann væri á hendi hennur. „Heldurðu að það rifjist upp, Pauline?“ spurði ég.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.