Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.05.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR •Miðvikudagur 10. maí 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóllir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Prenlsmiffja Björns Jónssonar h.f. Engin arðsúthlutun Tvö stærstu samvinnufélög lands- ins, Kaupfélag Eyfirðinga og KRON hafa nýlega gefið út skýrslur um af- komu félaganna s. 1. ár, og hafa þær vakið nokkra athygli. Hvorugt félag- anna greiðir nú arð til félagsmanna, og eru skýringar forstjóranna beggja hinar sömu: AÐ ÁLAGNINGIN SÉ NÚ ORÐIN SVO LÁG, AÐ ÓHUGS- ANDI SÉ AÐ GREIÐA FÉLAGS- MÖNNUM ARÐ. Um þetta segir framkvæmdarstj óri KEA svo í skýrslu sinni: „Þótt heildarvörusala félagsins hafi enn haldist nokkuð í horfinu, hvað peningaupphæð snertir, er þó nú svo komið, að álagning verzlun- arinnar gerir ekki betur en að skila lögboðnum greiðslum í varasjóði og tryggingarsjóði. Enginn eyrir er eftir til arðsúthlutunar. Má þó jafn- vel fullyrða, að raunverulega gefi verzlunin ekki einu sinni í þessar greiðslur, heldur sé það nú iðnaður félagsins og ýmis önnur starfsemi, sem að mestu leyti leggur fram vara- sjóðsgjöldin." Og enn segir hann: „Nú er álagning enn stórlækkuð prósentvís á öllum vörum, sem greiddar eru með nýja genginu. Má því gera iáð fyrir, að yfirstandandi ár verði enn óhagstæðara en árið 1949." Vinstri blöðin hamra sí og æ á því, og er Tíminn þar ekki eftirbátur kommúnistablaða, að meginorsök dýrtíðarinnar sé ofsagróði verzlunar stéttarinnar, sem byggist á óhæfilegri álagningu. Þó vita þessi blöð fullvel, að árum saman hefir álagningin verið lögfest og smám saman lækk- uð, en jafnframt skorinn niður inn- flutningur til verzlana og á þær lagð- ur söluskattur. Afkoma stóru kaup- félaganna með skattfríðindi sín og aðra sérstaka aðstöðu fram yfir aðrar verzlanir sýna e. t. v. Ijósar en nokkuð annað, hverskonar fleipur • þarna er um að ræða. Enda lætur það að líkum, að fjöldi einstaklings- verzlana, og þá fyrst og fremst smá- vöruverzlanir, eru svo hart leiknar af löggjafanum, að þær hljóta hver af annarri að komast í þrot. Kaupfélag Eyfirðinga selur vörur, innlendar og erlendar, fyrir margar tugmiljónir króna á ári hverju. Auk skattfríðindanna, sem það og önnur samvinnufélög njóta, selur það fram- leiðsluvörur bænda: mjólk, kjöt, gærur og ull o. fl. Endanlegt verð Vor í lofti, en . . ¦ . — Enn er beðið um bíla. ¦— Ovenjuleg skattheimta. VORIÐ er nú loksins koraið í náttúr- unni, og hafa sunnanvindar og hlýindi ráð- ið hér ríkjum um nokkurra daga skeið. Lóan er komin, og fleiri vormerki sýnileg. En~ það var ekki vorhljóð í bankastjóra Landsbankans, Jóni Árnasyni, þegar hann kom í útvarpið á dögunum. Kvað hann skorta fullar 200 millj. króna á gjaldeyris- eign þjóðarinnar eins og hún þyrfti nú að vera, og útflutningur næstu mánuði mundi verða mjög lítill, jafnvel allt fram á haust. Kvað hann liggja í bönkunum yfirfærslu- beiðnir fyrir 60—70 millj. króna, sem eng- inn gjaldeyrir væri til fyrir. Þá er það og vitað, að fjöldi iðnfyrirtækja í landinu er í þann veginn að loka vegna hráefnaskorts, og er því fullt útlit fyrir, að atvinnuleysi skapist meðal iðnverkafólks með vordög- unum. FRUMVARP kom nýlega fram á Al- þingi um innflutning á 20 fólksbifreiðum. Ekki veit ég um afdrif þess, en ég hef nú oft hugsað um það, hvort við getum ekki farið að flytja út bíla og afla okkur gjald- eyris á þann hátt. Ég sé enga ástæðu til, að við höldum áfram að flytja inn bíla, þangað til hver fullvaxinn íslendingur, jafnt karl og kona, getur eklð í eigin bfl. Og ég tel alveg ástæðulaust að einn og sami maður eigi tvo eða fleiri bíla, ef hann ekki rekur bifreiðastöð til flutninga á fólki eða vörum. Slíkan munað bæri fremur að skattleggja en þólt maður leyfi sér að búa í sæmilega rúmri íbúð. FÁTT hefir vakið meira umtal og gremju hér um slóðir, en hin fyrirvara- lausa og mikla hækkun póst- og síma- gjalda, er gekk í gildi þegjandi og skýr- ingalaust 1. þ. m. Ekki hef ég séð f sunn- anblöðum neina tilkynningu eða grein- argerð um hækkunina, hvað sem veldur. Þessi hækkun virðist einungis vera dul- búin skattheimta til að bæta fjárhag^vand- ræði ríkissjóðs eða stofnana hans, og kem- ur hún lang-harðast niður á Akureyring- um vegna hins hækkaða innsetningar- eða stofngjalds. Meðan verið er að tengja nýju tækin við innlagnir hinna nýju síma- notenda (innlagnir frá sumrinu 1949), er hækkuninni skellt á, og á þannig að skatt- leggja hina nýju símanotendur á Akur- eyri um samtals 120 þúsund krónur. Mikið hefir verið talað um það við okk- ur óbreytta borgara, í ræðu og riti, að bregðast þegnlega við óhjákvæmilegum hækkunum, er leiða myndu af gengislækk- uninni, og munu flestir hafa hug á því, ef ráðamenn þjóðarinnar sýndu fulla við- leitni í að draga svo úr áhrifum hennar, sem framast er unnt. Og þessu hefir fólkið tekið rólega, svo sem skylt var. En ætli hinir sömu menn að bæta nýjum klyfj- um á herðar fjölda manns að ástæðu- lausu samtímis því að verðhækkanir er- lendra vara rýra kaupmátt launa þeirra eða; peninga, þá er gálauslega s:glt. Lang- þol íslenzkrar lundar á sín takmörk, og það ber ráðamönnum vorum að hafa jafn- an hugfast. fyrir vörur þessar fá bændur ekki fyrr en seint og síðarmeir, t. d. mjólkuruppbót fullu ári síðar en fyrstu mjólkurlítrar hvers árs eru lagðir inn og seldir. Hefir félagið þannig í umferð um lengri tíma all- verulegt fjármagn frá bændum, vaxtalítið eða vaxtalaust, og er það mikill aðstöðumunur miðað við venjulegar einkaverzlanir. Engin ytri kreppumerki er að sjá á KEA. Byggingar þess halda áfram að rísa, eftir því sem fjárfeslingar- leyfi fást, og ný fyrirtæki eru keypt. Og þótt með ári hverju fækki þeim vörutegundum, er teljast ágóða- skyldar, er nú svo komið, að enginn eyrir fyrirfinnst til greiðslu á arði til félagsmanna. Verzluriarstéttin hefir nú orðið harðast úti allra stétta við dýrtíðar- ráðstafanir hinna vísu landsfeðra á undanförnum árum. Kunnugir full- yrða, að hvergi í heiminum sé á- lagning jafn lág og hér, en þó krefj- ast sumir flokkar þess, að enn lengra sé gengið í því efni. Greinargerðir hinna tveggja framkvæmdastjóra stærstu samvinnufélaga landsins benda ekki til, að einstaklingar þeir, sem enn fást við verzlunarrekstur, búi við „ofsagróða" af völdum „ó- hóflegrar" álagningar. Á aðalfundi Bóksalafélags íslands, er nýlega var haldinn í Reykjavík, var samþykkt áskorun til Alþingis um uppsögn á þátttöku íslands í Bernarsambandinu, en fyrir skömmu síðan gengu íslendingar í samtökin. * 18 umsóknir hafa borizt um nýju togarana, sem nú eru í smíðum í Bretlandi. Þar af sækir Reykjavlkur- bær um 6—7 og Hafnarfjörður um 3. * Það slys varð á Bíldudal s. 1. sunnudag, að sex ára gamall dreng- ur drukknaði þar við bryggju. Aðfaranótt 1. maí s. 1. kom upp eldur í vélbátnum Svan, eign Har- aldar Böðvarssonar á Akranesi, þar sem báturinn lá við Ægisgarð í Reykjavík. Er eldsins varð vart, fór slökkvilið Reykjavíkur á staðinn, og var þá talsverður eldur í bátnum. Báturinn átti að vera mannlaus, en er brotizt hafði verið inn í stýris- húsið, sem eldurinn var m. a. kom- inn í, fannst þar örendur maður. Hafði hann komið með bátnum frá Akranesi, og mun hafa farið um borð í hann til að sofa, nóttina sem eldurinn kom upp. Braud og leikir. AÍlir vita, að fólkinu líður bezt eí það hefir bæði brauð og leiki, þ. e. nóg að bíta og brenna, pg bæfilegt skemmtanalíf. fslenzka þjóðin hefir notið þessarar góðu aðstöðu um margra ára skeið, en nú -virðist sem sköpum sé að skipta. Gjaldeyrisörðugleikai þjóðarinnar eru svo miklir, að skammta verður hið daglega brauð úr hnefa, en því meiri áherzla er lögð á leikina. R.kis- sióður er þrautpmdur, þótt hann hafi þraulpínt skattþegnana und- anfarið mieð óhæfilegustu álög- um í heimi, álögum, sem koma þeim í þann ógeðfellda skilning, að sparifjársöfnun og hverskon- ar viðleitni til hófsams lífernis sé refsivert athæfi, sem varði upptöku leigna og tekna. Á þessu erfiða ári höfum við opnað Þjóðleikhúsið, sem við er- um stoltir af, og er ekki nema Wðlilegt, að því sé almennt fagn- að. Hvað rekstur þess kemur til rceð að kostaokkur, vil ég engu um spá, en að sjálfsögðu verður það okkur dýrt. Á sama árinu er stofnuð stór symfóníuhljóm- sveit, sem nú seilisí til ríkissjóðs um stórframlög, og ætla má, að kröfum sé þó í hóf stillt, meðan verið er að fá Alþingi til að við- urkenna nauðsyn framlags til sveitarinnar. Er fjöldi erlendra (innfluttra) manna starfandi í sveitinni, eftir því sem mér er tjáð. Okkur á því ekki að skorta leiki, þótt brauðið sé knappt skammtað. Þetta er mál, sem gjarnan mætti hugsa og ræða rmaira en gert er. Við höfum orðið fyrir hverju miljónatjóninu á fætur oðru, vegna eldsvoða í fiskiðju- "vierum, hraðfrystihúsum, veiðar- færageymslum og iðnstofnunum öðrum, og skip hlaðin matvælum og öðrum nauðsynjum sökkva í sæ. Samtímist haugast upp í bæj unum allskonar starfsemi til að pressa fé út úr iðjulausum ung- lingum á kvöldum, svo sem knatt borðsstofur, sælgætis- og tóbaks- sölur og knæpur, ýmist mleð leyfi yfirvaldanna eða í trássi við þau. Og sumurin eru mjög notuð til utanlandsferða, svo að á einu einasta ári komu rralii 3 og 4 þúsund íslendinga til eins af Norðurlöndum, skv, upplýsing- um Ferðaskrifstofu þar í landi, og var flest þessa fólks í skemmti flerð að sögn. Er ekki rétt að staldra við og athuga, hvar við erum á vegi staddir,, spara gjald tyri til skemmtiferða erlendis, fjáraustur úr ríkissjóði til skemmtanalífs o. s. frv., ætla ckkur heldur meira »brauð« en minni »{eiki«. Borgari. Vísnabálkur Gamalt ljóðabréf frá Árna Árnasyni til Jóns Jónssonar. (Þýtt úr golfrönsku.) Úr Tyrkja Kóran er efnið allt, en óðinn samdi Djúnki prestur, í guðfræði og skáldskap hann var hestur, eins og þú hérna heyra skalt. Afbragð hann kallast Adams sona og yrkið hans þaS hljóSar svona: Gott er aS hafa kork í kvarnir, og kýrmeisum róa á hnísutjarnir, frost er aldrei á fjallatindi, fiSur er bezt aS þurrka í vindi; I brekkuna renna allar ár, ágætt er blý í netjaflár, með' sólskini er bezt aS sveigja tréS, salti er gott aS líma meS. Oft rekur þara efst í hlíðum, urðir er bezt að ganga á skíðum. Gott er í vatni aS geyma bækur, gott er aS hafa skráp í brækur. Itar sem þykjast efnafróSir úr ísjökum þeir byggja hlóðir. Fes'.a má auga á flugi hagla, með fluguvæng helzt má reka nagla, oft sjá menn gyllta eldhúrbita, oft er frostryk í sumarhita. Mið er vissast að marka á skýi, .. meitlar stæltastir eru úr blýi. Kolið má þvo unz hvítt það verður, úr keilulýsi er ostur gerður. I akkeri er bezt að brúka smér, barnagull ágætt hnífur er. Oft synda hval!r fremst á fjöllum, fífa sprettur í klettum öllum. Á eikum í júlí ei sézt bar. út springa blóm í janúar, auð fézt á vorin aldrei tótt, og um jólin er lang-stytzt nótt. Reipi er gott að rista úr gleri, roði sézt ei á hrútaberi, næpur til ljósa nota má, nei þýðir alveg sama og já. I rigningu er bezt að raka hey, rjúpur mest verpa í Kolbeinsey. Að meiða og ljúga er mannsins heiður, marglittan er bezt í fleiður. Aldrei er fúin fjöl í gólfi, það finnst ekki bragð að mýrarkólfi. Hár vaxa mönnum helzt í lófum, heilnæmt er loft í kolagrófum. Við MiSjarSarlínu er mestur ís, í mannshöfSi aldrei skríSa lýs. Húsgangs má trúa hjali bezt, í heiSríkju aldrei stjarna sézt. Allvel má fela eld í púðri, og allir hljóta gott af slúSri. §varf þykir bezt í sjónir rekka, saltsýru er mjög hollt að drekka. Léttastar árar eru úr grjóti, ágætt er bragð að tjöru og sóti. Hreindýr margoft á hafi sézt, hrafnarnir syngja fugla bezt, eldfimastur af öllu er sjór, endingarbeztir pappírsskór. I austri er sólin oft á kvöldin, einn þýðir sama pg mesti fjöldinn. Á brunakletti helzt blómgast eikur, brióstveikum manni er hollur reykur. Á Alpafjöllum er ýsa mest, á alfaravegi 'næði bezt, heitari eldi er hafícinn, sem hrafntinna á lit er svanurinn, um hádegi mest er mánaskin, frá maurildum oft má heyra hvin. Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.