Íslendingur - 10.05.1950, Blaðsíða 4
Áskrifendur að ritsafni
Jóns Trausta:
Getum nú afgreitt ritsafnið (I.-VIII.
bindi) til allra sem paníað hafa það.
Bókaverzlun Björns Árnasonar.
Gránufélagsgötu 4 — Akureyri.
(etidutaitr
Miðvikudagur 10. maí 1950
BÚVÉLAR OG RÆKTUN.
SNÆFRÍÐUR ÍSLANDSSÓL.
Bókaverzl. EDDA h.f.
I. O. O. F. = 1315128V2 =
Teikningar Menntaskólanema verða til
sýnis n. k. Eunnudag frá kl. 1—6 e. h.
Áttrœður varð s.l. laugardag Erlendur
Erlendsson, skósmiður, Spítalaveg 19 hér
í bæ.
Ferðafélag Akureyrar er nú að koraa
upp útsýnisskífu á Hamarkotsklöppum.
Firmakeppni Bridgefél. Akureyrar vann
Prentverk Odds Björnssonar með 57 stig-
um. Spilamaður firmans var Þórir Leifs-
son.
Skoðitn bifreiða á Akureyri og Eyja-
fjarðarsýslu stendur yfir. Nokkuð hefir
borið á því, að bílaeigendur trössuðu að
koma með bíla sína í skoðun á tilsettum
degi. í dag eiga að mæta nr. 551—600 og
á morgun 601—650.
Hjónaefni: Ungfrú Angela Baldvins-
dóttir Egilsstöðum og Stefán Valur Páls-
son, loftskeytamaður, Akureyri.
Barnaheimilið Pálmholt? Kvenfélagið
Hlíf hefir óskað meðmæla bæjarstjórnar
með því að barnaheimili félagsins megi
bera nafnið „Pálmholt". Hefir bæjarráð
mælt með beiðni félagsins.
10 bœjarbúar fullnægja skilyrðum um
lán úr byggingarsjóði. Bæjarráð hefir at-
hugað umsóknir einstaklinga um lán úr
byggingarsjóði bæjarins, og hafa 10 um-
sækjendur reynzt fullnægja skilyrðum til
að fá lán úr sjóðnum.
Ný hafnarreglugerð. Fyrir bæjarstjórn-
arfundi í gær lá nýtt uppkast að hafnar-
reglugerð fyrir Akureyrarkaupstað.
Strandarkirkja. Frá R. H. kr. 25. Frá
N. N. kr. 20. Móttekið á afgreiðslu ísl. og
sent áleiðis.
Messað í Akureyrarkirkju á sunnudag-
inn kl. 2. F. R.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
Þórunn Friðjónsdóttir, verzlunarmær,
Strandgötu 9, og Björn Þorvaldsson, Graf-
arholti.
„Jörundur" seldi 6. þ. m. afla sinn í
Bretlandi, 2411 kit af óhausuðum fiski
fyrir 4433 pund. Skipið er væntanlegt
hingað í dag.
Uppstigning verður sýnd í kvöld á
venjulegum tíma. Næstu sýningar á laug-
ardags- og sunnudagskvöld.
Höfnin. Skipakomur: 28. apríl, Skjald-
breið, Hekla og Þyrill. 30. apríl Jö'rundur,
af veiðum. 3. maí, Kaldbakur, af veiðum,
Hvassafell, Vardal (kolaskíp til KEA) og
Ingvar Guðjónsson (af Suðurlandsvertíð).
4. maí, Esja. 5. maí, Hekla, Reykjanes
(með sykurfarm til KEA), Von frá Greni-
vík (af Suðurlandsvertíð). 7. maí, Lysaker
V (með kol til Ragnars Ólafssonar h.f.).
8. maí, Kaldbakur, af veiðum og Selfoss.
9. maí, Svalbakur, af veiðum.
Aðalfundur Kantötukórs Akureyrar verð-
ur haldinn í kapellu Akureyrarkirkju, kl.
8.30 e. m. miðvikudaginn 10. maí.
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
(,.—^-^.—~
Maí boðhlaupið 1950
fór fram eftir íslenzkri stundvísi s.l.
sunnudag. Hófst það hjá Vörubíla-
stöðinni Stefni við Slrandgötu og'
var hlaupið upp á Ráðhústorg, suð-
ur Skipagötu, upp Kaupvangsstræti,
norður Hafnarstræti og Brekkugötu,
niður Gránufélagsgötu, suður Tún-
götu, síðan aftur Skipagötu — Kaup-
vangsstræti — Hafnarslræti og end-
að við P. V. A.
Fjórar. sveitir kepptu: Tvær frá
M. A., ein frá Þór og ein frá K. A.
Almennt var talið, að Þór og M.A.
mundu berjast um sigurinn, en K.A.
e. t. v. hirða síðasta sætið vegna æf-
ingaleysis og hiiðuleysis í skiptí-
æfingum, en bæði M.A. og Þór
höfðu æft nokkuð undir hlaupið.
A-sveit M. A. leiddi hlaupið fyrsta
spretiinn með B-sveit M.A. og Þór
fast á eftir sér og hélt ennþá forustu
eftir þriðja sprett, en Hermann hafði
fært K.A. í annað sæti. Slæm skipt-
ing hjá M. A. át svo upp „forskot-
ið", og Óðinn tók forustuna fyrir
VÍSNABÁLKUR
Framh. af 2. síðu
Á reginjöklum má rista torf,
úr rjóma er bezt að steypa orf.
Brúkanlegt þykir brauð í ljái,
bezt af öllu er járn í skjái.
Aldrei leitar lax í straum,
úr lýsi skal þvætta prjónasaum.
Sykur er rammur en sætast gall,
sandkorn er stærra en nokkurt fjall.
Hvalfiskar lifa mest á músum,
mjólk er bezt úr færilúsum.
Einatt flýgst maurinn á við val,
aldrei er raki í kúasal.
Feiti bezta má fá úr krít,
að flestra dómi er tjaran hvít.
Sérhverjum manni er sæmd að ránum,
sálin hvað vera helzt í tánum.
Golfrönsku ljóðið þarna þrýtur,
sem þarfastur leiðarsteinn mér var,
þulins hriplekur þóftumar
á þagnarskeri nú stranda hlýtur.
Eftir því fara allvel má,
alheimurinn ef menntast á.
BLAUTSÁPA
STANGASÁPA
fæst hjá
Verzl.
Eyjafjörður h.f,
Myndarammar
(margar stærðir)
Kökuformar
margar teg., nýkomnar
Fiskspaðar
Ausur
Júgursmyrsl
Stunguspaðar
Malarskóflur
K.A. Hélc sveitin örugglega í mark,
en síðasta sprettinn hljóp Kjartan
Jóhannsson, með sínum kunna, glæsi-
lega hlaupastíl og skilaði sigrinum
örugglega fyrir K.A. Tímamir urðu: :
K.A. 3 m-'n. 30.0 sek., A-sveit M. A. j
3:30,2, B-sveit M.A. 3:36,4 og Þór
á sama tíma.
Birgir Sigurðsson Þór varð fyrir
því óhappi að detta, er hann hljóp
annan sprett. Keppnin hefði vafa-
laust orðið skemmtilegri, ef þeKa
óhapp hefði ekki hent Þór.
Sigurvegararnir eru: Guðm. Orn
Árnason, Hermann Sigtryggsson,
Höskuldur Karlsson, Oðinn Árna-
son, Einar Einarsson, Hreiðar Jóns-
son, Haraldur Jóhannesson, Áki
Eiríksson, Ragnar Sigtryggsson og
Kjartan Jóhannsson.
M.A., sem sá um mótið, hafði
láðst að sjá um verðlaun, en þau
eru oftast afhent eftir keppnina.
Sabú.
—X—
Molasykur
(með gamla verðinu)
Flórsykur
Kandíssykur
Kex, m. teg.
Sreikarpönnur
Eggjapönnur
Eplopönnur
Pönnukökupönnur
Vöflujárn.
VÖRUHÚSIÐh.f
S í M I 42 0
TIL SÖLU
Kiljan, compl. óbundinn. Tilboð-
um sé skilað í Iokuðum umslögum
á afgr. blaðsins fyrir 15. þ. m.
merkt „Kiljan".
- MýJA BIÓ -
Næsta mynd:
u
&&&MiVíbuu
M
COVfiR
\00<\
K!í
$$£\<is&
ÞAÐ SKEÐUR MARGT
SKRÍTIÐ
(Fun and fancy free)
eftir
WALT DISNEY
Aðalhlutverkin:
Edgai- Bergen
Dinah Shore
Charlie McCarthy
Moriimer Snerd
Mickey Mouse
Donald Duck.
Skjaldborgar-bió
Stórmyndin
SAGAN AF
AL JOLSON
Amerísk verðlaunamynd byggð
á ævi hins heimsfræga ameriska
söngvara Al Jolson. Þetta er ejn-
stæð söngva- og músíkmynd, tek-
in í eðlilegum litum. Fjöldi al-
þekktra og vinsælla Iaga eru sung-
in í myndinni.
Aðalhlutverk:
LARRY PARKS
EVELYN KEYES.
FELAGSLIF
íþróttasvœðið. Vinna við nýja íþrótta>
völlinn er nú að hefjast, og er þörf fyrir
sjálfboðaliðsvinnu. Þeir, sem lofað hafa
vinnu, eða aðrir, sem vildu leggja fram
vinnu, eru vinsamlegast beðnir að hafa tal
af Steingrími Hanssyni, Brekkugötu 12,
sími 216, eða Armanni Dalmannssyni, Að-
alstræti 62, sími 464.
Bozjarfréttir. Aðalfundur Jarðræktarfé-
lags Akureyrar verður haldinn í Bæjar-
stjórnarsalnum n. k. þriðjudagskvöld, 16.
þ.m. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verð-
ur rætt um vcrkfæraeign félagsins o. fl.
Hestamannafclagið Léttir heldur fund
um Þingvallaför á landsmót hestamanna.
7.'—9. júlí n. k. fimmtudaginn 11. þ. m.
í Rotarysal KEA kl. 8,30 e.h.
Barnastúkufélagar úr „Sakleysinu" og
„Samúð" eru beðnir að mæta við Skjald-
borg sunnudaginn 14. þ. m. kl. 1.30 e. h.
— Gæzlumenn.
Filadelfía. Samkomur eru í Verzlunar-
mannahúsinu, Gránufélagsgötu 9, á sunnu-
dögum kl. 8.30 e.h. og fimmtudögum kl.
8.30 e.h. Söngur með guitarundirleik. AU-
ir velkomnir.
Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1. —
Almenn samkoma kl. 5 á sunnudaginn.
AHir velkomnir.
Fegrunarfélag Akureyrar heldur dans-
leik að Hótel Norðurlandi n. k. föstudag
kl. 9 síðdegis.
Æskulýðcsamkoma n.k. laugardagskvöld
kl. 8.30 á Sjónarhæð. Allt ungt fólk vel-
komið.
Frá kvenfélaginu Hlíf. Gjafir í dagheim-
ilissjóðinn: Kristín Gísladóttir, Rvík, kr.
100; S. J. kr. 100; M. S. kr. 100; S. A.
kr. 100; frá gamalli konu kr. 50; S. A. kr.
10; S. B. kr. 200, allt frá Akureyri. Kær-
ar þakkir. — Stjórnin.
SÓTT UM AÐ SETJA UPP
NÝJA FISKBÚÐ
Vilhjálmur Aðalsteinsson og Agn-
ar Jörgensson hafa sótt um leyfi
heilbrigðisnefndar og bæjarstjórnar
til að setja upp nýja fiskbúð í Hafn-
arstræti 81 A. Hefir heilbrigðisnefnd
mælt með beiðninni að fullnægðum
hreinlætisskilyrðum, og bæjarstjórn
samþykkt að verða við henni.
Frá Amtsbókasafninu: Útlán eru hætt.
AlLr þeir, sem hafa haft bækur að láni
lengur en hálfan mánuð, eru vinsamlegast
beðnir um að skila þeim nú þegar, bókun-
um er veitt móttaka alla virka daga frá kl.
4—7, til 20. þ. m. Sé bókum ekki skilað
fyrir þann tíma, verða þær sóttar á kostn-
að lántaka. Lessalurinn verður opinn eins
og undanfarið til 20. þ. m.
Sundbuxur
drengja og karlm.
Sundbolir
á telpur.
Sundhúfur
Sportbolir
nýkomnir.
BRAUNS-verzlun
Páll Sigurgeirsson.
60 ÍSLENZK LEIKRIT
til sölu. Tilboð í safnið leggist í
lokuðu umslagi inn á afgr. blaðs-
ins fyrir 20. þ.m. merkt „Leikrit".