Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.11.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagiir 15. nóv. 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.j. _ Friðarsókn heima sg eriandis Friðarsókn kommúnista um heim allan, sem hófst með undirskrifta- smölxm undir Stokkhólmsávarpið og innrás kommúnistaherja inn í lýð- veldið S.-Kóreu, hefir nú beinst í enn aðrar áttir. „Friðarhreyfing“ kommúnista hefir nú ákveðið að láta til skarar skríða í horgarastyrj- öldinni í Indó-Kína, og þá hafa þeir einnig með „friðardúfuna“ í broddi fylkingar hafið innrás í hið einangr- aða háfjallaland Tíbet og kveðast nú munu „frelsa“ það undan oki „heimsveldastefnunnar og kapítal- ismans“. Þá hafa kínverskir komm- únistar nú einnig tekið virkan þátt í styrjöld kommúnista gegn Samein- uðu þjóðunum í Kóreu. Það er furðuleg ósvífni að hefja hverja árásarstyrjöldina á fætur annarri á sama tíma og þeir veifa framan í heiminn „friðarávarpinu“ og reyna með hinum furðulegasta áróðri að fá' menn til þess að undirrita það Plagg- * En það er ekki einasta, að komm- únistar út um heim berjist hat- rammri baráttu gegn frjálsum lýð- ræðisþjóðum og geri þetta undir merki „friðar og sameiningar“. Hér heima hefir hið fjarstýrða kommún- istaflokksbrot háð sams konar bar- áttu gegn sinni eigin þjóð. Þeir börðust með hnúum og hnefum gegn því, að togaraflota landsmanna yrði komið á veiðar. Þeir heimtuðu áframhald togaraverkfallsins í blöð- um sínum á sömu s'ðu og þeir birtu tölurnar um gjaldeyristapið, sem þjóðin yrði fyrir vegna verkfallsins. í þessari baráttu þeirra, sem hafði ljóslega öll einkenni þeirrar stefnu, sem kommúnistar telja sér sigur- stranglegasta, að grafa undan og eyðileggja fullkomlega efnahags- kerfi þjóðanna og grafa undan vel- megun almennings, unnu þeir til þess að heyja með einstaka „sigra“, þeim tókst að koma í veg fyrir að verkfallinu yrði lokið fyrr en ella hefði auðnast. Þessum sigrum sínum fögnuðu málgögn kommúnista ákaf- lega. Þeim þótti sem þau eygðu nú hið langþráða mark, að atvinnu- og fjárhagslíf þjóðarinnar kæmist full- komlega í gtrand. { En kommúnistarnir biðu loka- ósigurinn. Þjóðin sigraði að lokum; hún gat umflúið þau örlög að verða niðurrifsstefnu alheimskommúnism- ans að bráð. Hver verða örlög Gróðrarstöðvarinnar? Gróðrarstöðin á Akureyri er nú senn hálfrar aldar gömul. Var land- ið í heimastöðinni tekið til ræktun- ar 1903 og fyrstu trj áplönturnar munu hafa verið gróðursettar þar 1904. Er því stöðin að verða mjög merk heimild um vöxt og viðgang margra trjá- og runnategunda hér á Norðurlandi. Hygg ég, að í stöðinni muni vaxa um 4 tegundir erlendra trjáa og runna, auk allmargra teg- unda fjölærra erlendra garðplantna. Var stöðin um mörg ár svo að segja eini staðurinn á Norðurlandi, sem ræktaði garðplöntur til sölu fyrir al- menning. Munu því flestir eldri skrúðgarðar á Norðurlandi eiga þangað rót sína að rekja í orðsins fyllstu merkingu. Það er því engin furða þótt mörgum garðunnendum sé hlýtt til Gróðrarstöðvarinnar, og láti sig nokkru skipta örlög hennar nú, er svo virðist sem hún sé hálft í hvoru orðin forsvarslaus, er Rækt- unarfélagið sjálft liggur í dauða- teigjimum, og aðeins eftir að koma eignunum í lóg, en þær munu hafa numið í árslok 1949, samkvæmt bók- færðu verði, hvorki meira né minna en tæpum fjórðungi úr milljón, en eru sennilega að minnsta kosti hálfr- ar milljónar virði. — Auðurinn vex, en grasið grær í götunni heim að bænum —. Eins og kunnugt er hefir Ræktun- arfélag Norðurlands „leigt alla starfsemi sína“ einu af Reykjavíkur ráðunum, svokölluðu Tilraunaráði, hvort eitthvert ráð er yfir því veit ég ekki, en Gróðrarstöðin mun nú verða undir „kommandó“ þessa ráðs næstu árin. Verður ekki séð af með- ferð þess á Gróðrarstöðinni síðan það tók við, að um neina stefnu- breytingu á meðferð og rekstri stöðvarinnar sé að ræða, en það er vitanlegt að hún hefir um allmörg undanfarin ár verið í sífelldri niður- níðslu. Hirðingu hefir hrakað, og gróður allur verið látinn vaxa í skipulagslausum hrærigraut. Hefir til dæmis allmikið af verðmætum barrtrjám eyðilagst eða stórskemmst vegna þess að hraðvaxnari lauftrjám hefir verið leyft að vaxa þeim yfir höfuð, og í fáum orðum sagt, stöð- in yfirfyllt á stórum svæðum gagns- litlum ruslaragróðri, flækjum og bendum ýmissra tegunda, sem ekki eiga saman og ekki þrífast saman. En eftir afstöðu kommúnista til þessa verkfalls hljóta augu þeirra, sem ef til vill hafa hingað til litið góðlátlega til starfsemi þess flokks, að hafa opnast fyrir því, hver hinn raunverulega stefna þeirra er, og að öllum þeim, sem unna frelsi og lýð- ræði, sé nauðsyn að vinna ötullega saman gegn áhrifum þeirra, hvar sem þeirra kann að gæta að nokkru. En innan um þetta, þar sem skilyrði eru skárri, eru svo allmargir mjög markverðir einstaklingar af ýmsum tegundum, svo sem t. d. hlynur, se- drusviður o. fl. o. fl., sem sumar hverjar a. m. k. eru tæpast til ann- ars staðar á landinu. Auðvitað er þetta allt ónafngreint. Eina nafn- spjaldið, sem til mun vera í stöð- inni er á Gróðrarstöðinni sjálfri. Það er eina sjáanlega endurbótin hjá Tilraunaráði á Gróðrarstöðinni. Það fyrsta, sem þyrfti að gera stöðinni til bjargar og endurbóta, væri að hreinsa burtu rusl a. m. k. helming- inn af öllum gróðri á stórum svæð- um í stöðinni. Auðvitað má ekki gera þetta holt og bolt og er mikið vandaverk. En væri þetta gert t. d. á svæðinu frá íbúðarhúsinu og út að verkfærahúsinu skapaðist dýrmætt land til uppeldisreita eða annarra nota, með hæfilegum skugga og skjóli, og betri skilyrði til hirðing- ar og þroska þess gróðurs, sem þarna væri látinn vaxa. En fyrst af öllu þurfa ábyrgir að- ilar að gera sér ljóst, hvaða hlut- verki Gróðrarstöðin á að gegna í framtíðinni, og haga svo umbótum á stöðinni í samræmi við það. Skal nú vikið nokkrum orðum að þeim verkefnum, sem stöðin virðist sérstaklega vel tilfallin að rækja í framtíðinni, en sennilega yrði af- farasælast að slíta hana úr tengslum við hinar umfangsmiklu landbúnað- arframkvæmdir og tilraunir, sem nú og á undanförnum árum hafa verið reknar í sambandi við Gróðrarstöð- ina eða jafnhliða henni. í fyrsta lagi mætti hugsa sér að stöðin yrði rekin sem uppeldisstöð — gróðrarstöð — líkt og var fram- an af árum. Framleiði trjáplöntur, skraut- og berjarunna og margs kon- ar eftirsóttar garðjurtir. Ef til vill væri líka hægt að reka frærækt í sambandi við þennan gróður. Mun full þörf fyrir þessa starfsemi enn fyrir hendi og verður svo framvegis. Markaður mikill á Akureyri einni, en skilyrði til plöntu uppeldis í stöð- inni frábærlega góð, og legan hin ákjósanlegasta. Gæti stöðin tví- mælalaust borið sig fjórhagslega með þessum rekstri, enda væri ekki um neina teljandi tilraunastarfsemi að ræða og umbætur á stöðinni gerðar með þetta fyrir augum. I öðru lagi gæti stöðin verið rekin sem hrein tilraunastöð í trjárækt og almennri garðyrkju, matjurta- og blómarækt. Mætti þá og ætti saman, að hafa garðyrkjunám í sambandi við stöðina, enda væri hún ekki rekin sem verzlunarfyrirtæki, en að sjálfsögðu mætti þó hafa nokkrar tekjur af ræktuninni, en fjárþörfin færi hins vegar eftir því, hve um- fangsmiklar tilraunirnar væru. Verð- ur samt ætíð að-gæta þess að vernda það af núverandi gróðri, sem ein- hvers virði er, hvaða verkefni sem stöðin tekur fyrir. Hefir áður verið vikið að því efni. í þriðja lagi gæti verið um það að ræða að hætt yrði allri frekari starfsemi í stöðinni, en hún ein- göngu varðveitt sem sýnis reitur. Mundi það þó kosta allmikið fé að standsetja stöðina sem slíka og halda henni við á sómasamlegan hátt, en verst væri þó að geta ekki notað hin ógætu ræktunarskilyrði, sem stöðin hefir upp á að bjóða. Hitt væri miklu nær að breyta stöð- inni í grasagarð — bótaniskan garð — þar sem fyrst og fremst væri safnað saman öllum íslenzkum plöntutegundum, og með tímanum sem flestum tegundum heimskauta- landanna, svo og öðrum tegundum hlýrri landa eftir ástæðum, en sér- grein garðsins ætti að vera sem sagt „artiskar“ tegundir. Yrði þá Akur- eyri fjölsóttur bær um sumarmánuð- ina, ef ekki þyrfti annað en skreppa þangað til þess að sjá t. d. sýnishorn jurtaríkis Grænlands, Norður- Alaska og Síberíu. En grasagarður getur verið meira en gamanið eitt. Hann getur verið undursamlegur lifandi skóli, vísindaleg stofnun, sem unnið getur að bættum þjóðar- hag á margan hátt, t. d. því að leyta uppi og innleiða hér á landi verð- mætar plöntur fyrir íslenzkan land- búnað, garðyrkju eða skógrækt. Ef til vill gæti Ræktunarfélag Norður- lands ekkert þarfara gert með sínar miklu eignir áður en það leggst til hinztu hvíldar, ef það eiga að vera örlög þessa merka félagsskapar, en koma upp eða stofna til grasagarðs í Gróðrarstöðinni á Akureyri. En vitanlega þarf Ræktunarfélagið ekki að líða undir lok og á ekki að gera það, þótt félagið vegna breyttra við- horfa, snúi sér að nýjum viðfangs- efnum, svo sem grasagarði (bótan- iskum garði). Hitt mundi nær sanni að nýtt líf færðist í félagið og nýir kraftar verða leystir úr læðingi. Það væri ekki svo hættulegt þótt fjár- munir yrðu frekar af skornum skammti. Aðeins sníða sér stakk eft- ir vexti og trúa á framtíðina og verkefnið. Slíkur garður og hér hef- ir verið gerður að umtalsefni væri ekki aðeins ómetanlegur fengur fyr- ir skólana á Akureyri, heldur á öllu landinu að háskólanum í Reykjavík meðtöldum, og styttur þeirra Sig- urðar og Páls mundu sóma sér vel í því umhverfi um aldir fram. Ævifélagi. Ýmsar þær framkvæmdir, sem unnið hefir verið að hér í bænum, skulu samkvæmt lögum vera styrkt- ar að vissum hluta af ríkissjóði. Það hefir hins vegar orðið svo að verulega hefir á það skort að ríkis- sjóður stæði fyllilega í skilum slcv. þeim skuldbindingum, og hefir þetta gert bæjarfélaginu erfitt fyrir fjár- hagslega með ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir. Hér fer á eftir yfirlit við nokkrar framkvæmdir hér, sem styrktar eru af ríkinu: 1. Hafnarmannvirki. Áætlaður heildarkostnaður 7 millj. kr. Þar af hefir verið greiddur kostn- ur 1. okt. 1950 kr. 3.680.000.00. Ríkissjóði ber að greiða % hluta, en hefir nú greilt kr. 959.250.00. Vangoldið ríkisframlag til þess, sem framkvæmt hefir verið er því 512.750.00, en til þess að ríkið hafi lagt að fullu franr á móti bænum skortir 850.000.00 kr. 2. Fjórðungssjúkrahús. Þar er áætlaður heildarkostnaður 9 millj. kr. Greiddur kostnaður 1. okt. 1950 var 4 millj. kr. Hluti ríkis- sjóðs er %, en alls hefir hann greitt 1.885.000.00 kr. og er því vangoldið kr. 515.000.00, en til þess að ríkið hafi lagt að fullu fram á móti bæn- urn skortir 1.277.000.00. kr. 3- Barnaskólinn. Áætlaður heildarkostn. 870.000.00 kr., em 1. okt. þ. á. hafði verið greitt kr. 840.000.00. Ríkissjóði ber að annast greiðsluna að hálfu, en hefir einungis greitt 95 þús. kr. Van- goldið er því ríkissjóðsframlag að upphæð 325 þús. kr. 4- Sundlaugarbyggingin. Áætlaður heildarkostnaður 1 millj. kr. Greiddur kostnaður 1. okt. 1950 496 þús. kr. Hluti ríkissjóðs er %. Greitt úr ríkissjóði kr. 90 þús., en vangoldið ríkisframlag til þess, sem framkvæmt hefir verið er kr. 100.500.00, en til þess að ríkið hafi að fullu lagt móti bænurn skortir 181 þús. kr. Vangoldið ríkisframlag til þess sem framkvæmt hefir verið við þess- ar framkvæmdir er því samtals kr. 1.461.250.00, og til þess að ríkið hafi að fullu lagt fram á móti bæn- um skortir samtals kr. 2.543.000.00. Innilegar þakkir fyrir alla vinsemd mér sýnda á 65 óra afmæli mínu. Haraldur Þorvaldsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.