Íslendingur


Íslendingur - 12.09.1951, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.09.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. sept. 1951 ÍSLKlf DINGUR 5 Friðrik Sigurbjörnsson: Sjójoriste undfln íslandsstrindim Útvarpse indí flutt 1. júní s.l. Bismarck sekkur Niðurlag. Tuttugu mínútum síðar voru ótal margar tundurskeytaflugvél- ar sendar frá Ark Royal, og í þetta sinn höfðu þær heppnina með sér. Eitt tundurskeytið hæfði Bismarck miðskips, og annað hitti skipið á stjórnborða aftar- lega, en áhrií þess urðu þau, að Bismarck sigldi skyndilega í tvo sem hringi á sjónum, og hraði hans hafði minnkað að mun að nýju. Stýrisumbúnaður skipsins mun hafa iaskazt allverulega við þess- ar árásir, og síðar hefur það fregnast, að kapteinninn á skip- inu bauð hverjum þeim skips- manni, sem komið gæti stýrisum- búnaðinum í lag aftur, að hann yrði sæmdur járnkrossinum æðstu gráðu, fyrir vikið, en allt kom fyrir ekki, — skipið lét mjög illa að stjórn eftir þetta. Þetta mánudagskvöld var einn ig ráðisl að Bismarck af flota deild tundurspilla undir stjórn Vians flotaforingja, sem þá var kapteinn að tign, en er nú að- míráll og stjórnar brezka heima- flotanum, og gerðu tundurspill- val arnir tundurskeytaárás á Bis- marck. Hittu tvö þeirra í mark, og virtist eftir það koma upp eld ur frammi á skipinu. Árásum þessum var haldið áfram fram yfir miðnætti og alveg til klukkan hálf þrjú á þriðjudags morgun. Klukkutíma síðar var það tilkynnt af skipum, sem eftir Bismarck fylgdu, að svo virtist, sem hann hefði stanzað, og var skipið þá statt 400 mílur í vestur frá Brest, og hafði eltingaleikur- inn þá náð yfir 1750 mílur. Stuttu seinna var þó tilkynnt, að Bis- marck mjakaðist enn áfram með um ö inílna hraða, og enn var sjáanlegt, að skotmenn skipsins gátu sent frá sér hættuleg og mjög rétt miðuð skeyti. Þegar dagur rann, var enn send flugvéladeild á vettvang frá Ark Royal, en af árásinni gat ekki orðið vegna slæms skyggnis. En nú leið óðfluga að enda- lokunum. Tundurspillar áttu enn : höggi við Bismarck, og beiti-' skipið Norfolk skiptist á nokkr- um skotum við það. Og nú iiefst síðasli þáttur þess- arár sjóorustu, og er þá bezt að ' áta einn sjónarvottinn að henni segja fi á. Sá sem ritað hefir frásögn þá, | hér fer á eflir um þenna lokaþátt, var liðsforingi i brezka flotanum, sem mestallan tímann staddur í aðmírálsbrúnni í orustuskipinu King George V, en þar var aðmíráll eins og fyrr get- Tovey, sem var yfirmaður brezka heimaflotans þá. Kemur hér svo frásögn liðs- foringjans: „Alla nóttina hiðum við á að- mírálsbrúnni í orustuskipinu King George V Við stóðum þar eða hölluðum okkur fram að rúðunum. Kol- dimm nóttin umlukti okkur. allur af stað, blaðabunki rýkur út i ina á þýzka skipinu og nálguð- i loftið, og allt eru þetta áhrif frá i umst það óðfluga. Aðmírállinn sagði stöðugt: „Siglið þið nær, ennþá nær, ég Ég beini sjónauka minum að! sé ekki nógu mörg skotin okkar Bismarck. Það er skotið úr öllum hæía í mark.“ Og svo færðumst hinum gífurlega loftþrýstingi, sem fallbyssuskotin valda. fjórum frambyssum hans. Þjóð- við nær óvininum. verjarnir hafa orð fyrir að hitta! En þótt við gætum ekki séð, vel í mark með fyrstu skotunum. : þegar kúlurnar hæfðu, þá hæfðu "^0* iS,)i0nntir- j Spenningurinn er gífurlegur um! þær skip.ð engu að siður. Ein- hvar skot þessi lendi, og þótt! hvern tíma eftir áttundu skothríð- maður dragi varla andann á með- ina sásl eldur frammi á skipinu, an, er eins og heil eilífð líði. þar sem virtist stíga upp í turninn, Stormur var talsverður og rign- .. . , „ , . , ... | . .. .. - ^ ^ ° j til þau falla fyrir framan stjorn- ’og einn sjonarvottur sagði mer, turn Rodneys, en hinum megin | að hann hefði séð stóra stálplötu höfuðborgarráðstefnunni lokinni en þá var gert ráð fyrir, að vika væri eftir af þinginu. En vegna þess, að þinginu var slitið fyrr en til hafði verið ætlast, var komið undir þingslit, er Jóhann kom þangað, en hann kom á þingið þaiyj dag, sem um hafði verið talað. Ferðakostnað fékk hann engan greiddan, áður en hann fór, og er hann greiddur hlutfalls- lega við ferðakostnað fulltrúa hinna flokkanna við uppgjör. — Þessi feitletraða klausa Tímans er því nærtækt dæmi um hinn svo- nefnda Tíma-sannleik eða hag- ræðingu þess virðulega blaðs á sannleikanum, sem Dagur, í barns legu trúnaðartrausti, gerir síðan að uppislöðu í forystugrein. íng. Enginn okkar man lengur,1 hvort kalt var i veðri. Klukkan tvö um morguninn komið með kókó til okkar. Við drukkum það með þakklátum hug, en eins hefði mátt bjóða okkur tjöru. Við hefðum tæpast orðið varir við neinn mismun, — svo mikil var eftirvænting okkar. Loksins þagaði. Kaldur regn- skúr, dauf sól, napur norðanvind- ur og talsverð alda. Við sigldum hljóðir cnn um stund, en settum svo upp hjáhnana. Beitiskipið Norfolk birtist nú á bakborða. Það sendir okkur skeyti og segist sjá óvininn um 12 mílum sunnar. Við breytum stefnunni örlítið. Rodney birtist nú einnig á bak- borða og tilkynnir líka, að þeir sjái óvininn. Eg get ekki kornið auga á hann, en liðsforingjarnir, sem slýra skotum skipsins hátt uppi í stjórnturnunum, sjá hann. Og allt í einu birtist hann augum okkar, hulinn regnmóðu, eins og eitthvert draugaskip. Skipið sýn- ist mjög breitt og kemur siglandi svo beint í flasið á okkur. Það breytir um vindátt allt í einu, og regnið fer íram hjá okk- ur. Yfirforinginn, Tovey, sér óvin- inn fyrstur, og gefur skipun um að breyta stefnunni. Hann setur upp hjálminn, og um leið skvett- ist sjór yfir hann í gegnum op- inn gluggann. En hann brosir aðeins og sýnir engin skapbrigði, hvorki vegna þessa né neins ann- ars í þessum 5 daga eltingaleik. sem frábær dómgreind hans og foringjahæfileikar leiddu til hins mikla lokasigurs. Það heyrist ógurlegur hávaði á bakborða. Rodney hefur hafið skothríð með 16 þumlunga fall- byssum sínum, og augnabliki síðar sendir King George V frá sér skothríð úr sínum 14 þuml- unga fallbyssum. Áttavitinn fer ið skipið. þeytast aflur úr turninum. Skip- Mér þykir leitt að segja það,! ið stakkst á endum af völdum en við hugsuðum allir það sama: j skothríðarinnar, sem ég hugsa, ■ „Guð sé oss næstur! Ætlar hann virkilega að skjóta á Rod- ney?“ En næsta hugsun mín er sú, að ég myndi sjálfur hreint ekki kæra mig um að standa andspæn- is níu 16 þumlunga fallbyssum og tíu 14 þumlunga, eins og Bis- marck. Sjónauki minn er sem að hafi verið einhver sú mesta, sem nokkurt skip hefir orðið fyr- ir af þvílíkum ógnarskotum sem þeim, sem þarna var skotið á Bis- marck. Það var ekki um nokkra und- ankomu að ræða fyrir skipið. Félagar okkar héldu aðeins áfram að „punda“ á það skotunum í límdur við Bismaick. Fyrsta! stöðugum hrottagný frá fallbyss- skothríðin frá Rodney kom í sjó- inn fyrir framan Bismarck, og gaus upp 120 feta hár vatnsstrók- ur, sem hæglega hefði getað sökkl heilum tundurspilli „með manni og mús“, ef hann hefði verið þar staddur. Næstu skothríð sá ég ekki, nema eitt skot, sem mér virtist koma frá King George V. Síðan leit ég lil Rodney til að vila, hvort skipið hefði orðið fyrir skoti, en r ekki, heldur lá skipið þarna á haffletinum eins og ram- ger klettaborg og sendi nú frá sér ógurlega skothríð. Mér virtisl ég sjá þessi fall- stykki þjóta í gegnum loftið eftir að þau þutu út úr byssunum eins og boltar, sem sveigðu upp á við og hátt í loft. Og ég er viss um, að 4 eða 5 kúlur hæfðu skipið. Það kom aðeins einn strókur upp úr sjónum, og gusugangurinn sýndi, að kúlurnar mundu hafa hitt skipið undir vatnsfleti, og sennilega hafa sumar borað sér leið gegnum brynjuna frá Krupp eins og hún væri ostur, en til allr- ar hamingju vissi ég ekki, hverju þær höfðu valdið um leið og þær sprungu inni i skipinu. Bismarck sneri í norðurátt og sigldi með 12—14 lmúta hraða. Við sigldum ýmist norður eða suður til að rugla miðunarmenn- unum. •Reykjarmökkur gaus upp, og var þá ef til vill verið að revna að hylja skipið, en blés fljótlega frá af vindinum, og tók ég þá eflir því, að tveir aftari skotturn- ar skipsins héldu enn áfram að skjóta að okkur. Mér fannst eins og titringur fara utn skut skips- ins okkar, og ég leit í þá áttina til að sjá, hvort kúla hefði hæft skip- ið, en það var ekki sjáanlegt. Stultu síðar heyrði ég hvininn frá 15 þumlunga kúlum frá Bis- marck. Þær þutu vfir stjórnpall- inn, ein of stutl, en tvær of langt. Ég velti því fyrir mér, hvort fjórða kúlan myndi hada, og áð- ur en ég vissi af. hafði ég leitað til útgöngudyra, en sá svo, að slíkt var hlægilegt ,og tók aftur að horfa á Bismarck og hvernig honum reiddi af. Alveg einstök sjón bar fyrir augu. Orustan hafði staðið í tutt- ugu inínútur og það varð séð, að tveir af stærstu skotturnum skips- ins og nokkrar minni fallbvssur héldu enn uppi skothríð, e. t. v. nokkuð reikulli og ónákvæmri, því að ekkert skip okkar megin gaf til kynna. að það hefði orðið fyrir skoti. Og það sem við sá- um, voru örsmáar mannverur, sem þutu eftir þilfarinu á Bis- marck og klifruðu síðan út fyrir borðstokkinn, litu snöggvast um öxl, en létu sig svo falla í sjóinn. Aðrir höfðu ekki svo mikið við að líta til baka, heldur hentu sér útbyrðis, einn af öðrum. Nú tóku minni fallbyssur okk- ar að skjóta niður vfirbyggingu óvinaskipsins, og sterkur blossi gaus upp í brúnni og teygði sig ofurhátt til himins, og vafalaust hafa allir menn þar farizt. Eng- inn reykur sást, — hitinn hafði brennt allt. Enn var skotið á okk- ur úi lílilli fallbyssu. og enn virt- ist skipið mjakast áfram, en hall- aðist þó örlítið á bakborða. Ekki var um annað að ræða en að skjóta byssurnar í ömurlegar rústir. Það var leiðinlegt að sjá svona voldugt og mikið skip gert að þvílíku rekaldi. Það sem gaf því lífsmark, var, að það hreyfð- ist, og menn sáust stöðugt henda sér fyrir borð. Einhver varð að gera út af við skipið, því að gunnfáni þess var enn við hún i siglutoppnum. Orustuskipið okkar sneri nú við, en beitiskipið Dorsetshire sigldi til skipsins til að gera að fullu út af við það með tundur- skeyti. Þegar við vorum um það bil 10 mílum undan, hvolfdi skip- inu. og sneri kjölurinn upp góða stund. en síðan lyftist stefnið, og áður en nokkurn varði, var allt horfið í djúpið--------.“ Þetta var frásögn liðsforingj- ans af King George V af endalok- um Bismarck en þá mun klukkan hafa verið lítið yfir ellefu þann 27. maí. Skömmu áður sendi þýzki að- mírállinn, Liitjens, skeyti til þýzku herstjórnarinnar svohljóð- andi: „Skipið lætur ekki að stjórn. Við munum berjast þar til yfir lýkur. Lengi lifi foring- inn!“ Undirskrift: „Lútjens flotaforingi." Þannig lauk 5 daga orustu milli mestu og stærstu skipa þýzka og brezka flotans. Hún hófst undan ströndum íslands, en endaði úti á víðáttum Atlants- hafsins. Afgreiðsla íslendings er opin hvern virkan dag kl. 10—12 f.h. og 4—6 e.h. Laugardaga kl. 10 —12.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.