Íslendingur


Íslendingur - 23.04.1952, Síða 1

Íslendingur - 23.04.1952, Síða 1
XXXVIII. árg. Miðvikudaginn 23. apríl 1952 16. tbl. Lækkim íar^jalda me𠻀<ullfaxa« Flugíélag íslands heíir ákveð- ið að lækka fargjöld með „Gull- faxa“ milli landa frá og með 15. apríl. Nemur lækkunin um 8% til jafnaðar, en fyrr í vetur hafði félagið Iækkað fargjaldið á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafn- ar þannig, að lækkunin á þeirri leið verður nálega 17% miðað við sl. áramót. Hin nýju fargjöld á millilanda- flugleiðum Flugfélags íslands verða sem hér segir: Til Kaup-. mannahafnar kr. 1659.00; til London kr. 1470.00; til Prestvík- ur kr. 1143.00 og til Oslóar kr. 1470.00. Sé keyptur farseðill báðar leiðir, fá farþegar 10% af- slátt af þessu verði. Ástæðuna fyrir þessari lækkun á fargjöldum með „Gullfaxa" má telja þvíþætta: í fyrsta lagi að skapa íslendingmn aukna mögu- lelka á að ferðast til nágranna- landanna, og í öðru lagi slanda vonir til að hægt verði að ná til stærri hópa útlendinga, sem hyggja á íslandsferðir. en hafa ekki til þessa getað lagt út í slík ferðalög sökum fjarlægðar og kostnaðar. Til að gera þessa fargjalda- lækkun mögulega, þá hefir verið IS »Vörn«, Akiireyri! hélt aðalfund sinn miðviku- daginn 16. þ.m. í stjórn voru kjörnar: Formaður frú Dagmar Sig- urjónsdóttir, ritari frú Ingi- björg Halldórsdóttir, gjald- keri frú Margrét Jónsdóltir. Varastjórn: Frk. Jóhanna Pálsdóttir varaformaður, frú Efemía Ólafsdóttir varagj ald- keri, fröken Anna Laxdal vara- ritari. Fulltrúaráð auk stjórnar: Frú Krislín Pétursdóttir, frú Ingibjörg Jónsdóttir, frk. Unnur Konráðsdóttir. Fundurinn var fjölsótlur og gengu nokkrar konur inn í fé- lagið á fundinum. Eftir aðal- fundarstörf var setið við kaffi- drykkju fram undir miðnætti. Er mikill áhugi meðal sjálf- stæðiskvenna uin starfsemi fé- lagsins. ákveðið að breyta innréttingu „Gullfaxa“ þannlg, að flugvélin geti flutt 52 farþega í stað 40 áð- ur. Skilrúm þau, sem skipt hafa farþegarúmi flugvélarinnar í fjóra klefa, verða fjarlægð. Breyt- Ing þessi á innréttingunni er þeg- ar hafin, en hún verður fram- kvæmd í Reykjavík af fyrirtæk- inu Stálliúsgögn, sem innrétt hef- ir nokkrar íslenzkar flugvélar, m. a. Catalina-flugbáta Flugfélags íslands. Ráðgert er, að breyting- in verði framkvæmd milli áætl- unarferða „Gullfaxa“ á elnum mánuði eða svo, og mun því áætl- unarflugið ekki raskast af þeim sökum. í sambandi við umrædda lækk- un fargjalda með „Gullfaxa“ má geta þess, að öll flugfargjöld inn- an Evrópu hækkuðu nú í vetur og munu hækka enn frekar þann 15. apríl. Fargjöld milli Banda- ríkjanna og Evrópu lækka hins vegar 1. maí á sérstökum leiðum, svonefndmn ferðamannaleiðum, 'g verða þau þá svipuð og hin rýju fargjöld F. í. Sé gerður samanburður á far- gjöldum eins og þau verða í sum ar á erlendum flugleiðum, þá kostar sætiskílómeterinn kr. 1.20 á meginlandi Evrópu, kr. 1.30 milli Bandarlkjanna og Evrópu á liinum venjulegu flugleiðum, kr. 0.80—0.84 á ferðamannaflugleið- um milli Bandaríkjanna og Ev- rópu og kr. 0.78—0.84 á flugleið- um Flugfélags fslands. Þann 22. apríl hefst sumar- áætlun „Gullfaxa“. Verður henni hagað á sama hátt og í fyrra þannig, að flogið verður beint til Kaupmannahafnar hvem laugar- dag og aftur sunnudögum. Á þriðjudögum flýgur „Gullfaxi“ til og frá Lond- on samdægurs, og hefjast þær ferðir 22. apríl. Oslóferðir verða hins vegar hafnar 30. maí, og verður þá flogið fram og aftur samdægurs annan hvem föstudag. Eftirsjiuni um ferðir með „Gullfaxa“ næsta sumar er þeg- ar orðin mikil, og eru sumar ferð- ir nú fullskipaðar. Þá hefir flug- vélin einnig verið leigð til uokk- urra hópferða, sem faniar verða á sumri komanda. NÝTT VEIÐITÆKI — FLOTVARPAN Að undanförnu hefir einn tog- araskipstjóri reynt nýtt veiðitæki á Selvogsbanka, sem nefnt er Flotvarpa, en sá sem fundið hefir hana upp og gert hana úr garði er Agnar Brelðfjörð í Reykjavík. Varpa þessi hefir þá kosti, að með henni má veiða í miðjum sjó. Hún er mun léttari í meðförum en botnvarpan og slitnar miklu minna. Gaf hún góða raun á Sel- vogsbankanum, en þar er hraun- botn og því mikið slit á botn- vörpu. Upphaflega mun hugvits- maðurinn, sem fann þessa vörpu upp, hafa haft síldveiðar í huga, er hann tók að vinna að henni en þar er engin reynsla fengin. En miklar vonir blnda menn við þetta nýja tæki og þá ekki sízt í sparnaði á viÖhaldi veiðarfær- anna, sem er mjög kostnaðarsamt, Kveníclag: Ak ureyrrarkirk111 vlll rel§a kapcllu á lúð gröuilu kirk|uuuaii* Gengst fyrir sjóðstofnun í því skyni. Á aðalfundi Kvenfélags Akur- eyrarkirkju í marmánuði s. 1. var ákveðið, að félaglð legði fram 2 þúsund krónur til sjóðmyndunar í því skyni að komið yrði upp kapellu á lóð gömlu kirkjunnar í „Fjörunni“, en raddir hafa komið fram opinberlega um það, að henni yrði einhver sómi sýnd- ur. Kirkjan á 100 ára afmæli að 12 árum llðnum, og er það von og ósk Kvenfélagsins, að kapellan komist upp fyrir þann tlma, enda vissulega vel við eigandi að þessa merkisafmælis kirkj unnar væri m. a. minnst með vígslu slíkrar kapellu. Hlnn nýstofnaði kapellusjóður tekur við gjöfum og áheitum, en stjórn félagslns annast vörzlu hans fyrst í stað a. m. k., en stjórnina skipa frúrnar: Ásdís Rafnar (formaður), María Thor- arensen (gjaldkeri) og Þórhildur Steingrímsdóttir (ritari). Barnadflgiir Hvenfélags- ins. Hlífor 1. sumardag Eins og að undanförnu mun Kvenfélagið ,,Hlíf“ hafa fjársöfn- un á sumardaginn fyrsta fyrir starfsemi sína, en eins og bæjar- leifcsBtél® Jóíis npp Föstudagskvöldið 18. þ.m. var leikskóla Jóns Norðfjörð sagt upp, að viðstöddum gestum, í Menntaskólanum, en þar hefir skólinn verið til húsa frá byrjun. Nemendur í vetur voru urn 2Ó, og voru ílestir þeirra jafnframt nemendur í M.A. Jón Norðfjörð skýrði frá starfsemi skólans í stuttri ræðu og sagði m.a. að margir hefðu þá skoðun að til þess að verða fullgildur leikari, þyrfti ekki annað en að æfa með í 1—2 leikritum. En leiklistin krefðlst mikils náms og þjálfun-1 8ala verður allan dagmn. Allt ar, svo að hún yrði 6eint eða veröur þetta auglýst nánar með götuauglýsingum. Bæjarbúar! Styðjið gott mál- efni! 800 þn§. kr. faanleg’íir mcð ikilp'ðum Bæjarstjórn hefir borlzt svar frá Félagsmálaráðuneytinu við umsókn sinni um lán til útrým- búum er kunnugt, rekur félagið! ingar heilsuspillandi íbúðurn. barnaheinjilið „Pálmholt11 að Samþykkir ráðuneytið að lána sumrinu. bænum 800 þús. króna í þessu Basar verÖur í 'Iúngötu 2 kl. 2 skyni með ýmsurn tilteknum skil- e. h. og barnaskemmtun í Sam- j yrðurn. M.a. mun bærinn e'ga að komuhúsinu á sama tíma. Þar, leggja fram 200 þús. króna til fara fram ýms skemmtiatriði s. s. bygginga búðanna Mál þetta leikþættir, söngur, gamanþættir mun hafa verið rætt á bæjar- °- fh stj órnarfundi í gær, en ekki var Kl. 3 síðd. hefst kaffisala að ^ blaðinu kunnugt um afgreiðslu Hótel Norðurlandi, og drekka þess, er það fór í prentun. venjulega margir bæjarbúar síð-!__________________________ degiskaffið þar þennan dag. | Þá verður dansleikur að Hótel Norðurlandi kl: 9 e. h. Merkja- aldrei fulllærð. Auk þess sem nemendur skól- ans æfðust í flutningi ritaðs máls og því að koma fram frjálsmann- til Reykjavíkur á Jega 0g feimnislaust, hefðu marg- ir þeiri-a síðar orðið góðir liðs- menn leikllstarinnar í landlnu. Nemendur skólans skennntu síðan með upplestri sagna og Ijóða, samtals- og leikþáttmn og var þar margt vel með farið. Sérstaka athygli vakti upplest- ur þriggja lítilla stúlkna, sem sýndu það greinilega auk skil- merkilegs lestrar, að þær gerðu sér glögga grein fyrir þeim hug- blæ, sem lá að baki þess sem þær áttu að túlka. Jón Norðfjörð nýtur nokkurs styrks til leiklistarkennslu sinnar og er því fé vel varið, sem öðru, sem miðar að því að migt fólk fái notið þeirra hæfileika, sem það kann að búa yfir til listrænna starfa. Söngskemmt'un Ingibjargar Steingrímsd. Inglbjörg Steingrímsdóttir söngkona heldur söngskemmtun í Nýja-Bíó hér í hœ n.k. föstudagskvöld kl. 9 e.h. Hjólp til fólksins í Gunnóffsvík. í s. 1. mánuði brann til kaldra kola íbúðarhúsið í Gunnólfsvík í Skeggjastðahreppi í N.-Múlasýslu og innanstokksmunir allir. Fólkið slapp nauðuglega úr eldinum, allslaust. Þarna bjó margt fólk, 2 fjölskyldur með a. m. k. 10 börn intian við fermingaraldur. Það verður nú að byrja með tvær hendur tómar að reisa sér heimili á ný. Hér er því rík þörf á að rétt sé hjálparhönd. Nokkrir sveitung- ar þessa fólks hér í bænum hafa riðið á vaðið með gjafir, en vilja ekki fleiri liðsinna þessu fólki? íslendingur tekur á móti gjöfum. Ottast um líf 79 norskra sjómanna Saknað hefir verið 5 norskra selvelðiskipa, er voru að veiðurn norðvestur í hafi, i nánd við ís- röndina, en þar gerði fyrir skömmu aftakaveður. Hefir skip- anna verið leitað dögum saman af íslenzkum og amerískum flug- vélum. Ennfremur af skipum. Leitin hefir enn engan árangur borið, og eru því litlar líkur til, að selfangararnir séu ofansjávar eða- skipshafnir þeirra á lífi, en þó munu Norðmenn vilja reyna frekari leit, einkum vegna þcss möguleika að einhverjar áhafn- anna kunni að hafa bjargast út á ísinn. Á skipunum voru alls 79 manns, fleslir úr Tromsö. LAXNESS FIMMTUGUR í dag er Halldór Kiljan Lax- ness, rithöfundur, 50 ára. Var útvarpsdagskráin í gærkvöldi tileinkuð afmæli skáldsins.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.