Íslendingur - 07.01.1953, Síða 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 7. janúar 1953
Kemur út
lrvem mlðvikutlag. -
Útgefandi: Útgáfufélag íslcndings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1
Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutími:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f.
Árið sem leið
Þegar við lítura til baka yfir árið 1952, dylst okkur ekki, að það
var um marga hluti erfitt ár. Síldarútvegurinn brást svo gjörsam-
lega, að aldrei í sögu sildveiðanna hér við land hefir hann orðið
hlutfallslega minni. Gróður kom nijög seint, svo að ekki var unnt
að hefja heyskap fyrri en 2—4 vikum síðar en tíðkast í góðum ár-
um, og varð þvt heyfengur víðast með minnsta móti. Hins vegar var
tíð yfirleitt hagstæð eftir að heyskapur hófsl og nýting heyja því
með betra móti. Frostnætur í ágústmánuði ollu milljónatjóni á
garðávaxtauppskeru, svo að hún varð ekki nema brot .af því, sem
gerist í meðalári. Aftur á rnóti var haustið og fyrri hluti vetrar svo
góðvjðrasamur, að unnt var að vinna fram á jólaföstu flest úti-
störf, svo sem byggingar, jarðabætur og fleira og sauðfé og hross
komst af með litla sem enga gjöf. Er það mikil bót í ináli, þar sem
fóður var yfirléitt af fremur skormmi skammti eftir hið kalda
sumar.
Ofan á síldarleysið bættust torfærur um sölu helztu sjávarafurða
aniiafra en síldar, og réði þar mestu um löndunarbann brezkra tog-
araeigenda, sem svo mjþg -hefir áður verið rætt, en á þessiun ára-
mótum stendur allt við sama í þeim málmn. Bann þetla telja for-
göngunienn þess vera svar við merkuslu stjórnarathöfn íslendinga
á árinu 1952, —- útfærslu friðunarlínu fiskimiðanna við strendur
íslands. Að baki þeirri nauðsynjaráðstöfun stendur öll íslenzka
þjóðjn sem einn maður, og mun þeirrar ráðstöfunar lengi verða
niiimst sem einnar hinnar merkustu um miðja 20. öld.
Samstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fór allt árið
méð völd, og var sæmilegur friður með þeim. Unnið var að þrem
stórframkvæmdum með stuðningi Marshallhjálparinnar: Vatns-
virkjunum við Laxá og Sog og byrjunarframkvæmdum við áburð-
aryerksmiðj u. ELnnig undirbúin stofnmi sementsverksmiðju. Hald-
in var um haustið mesta iðnaðarsýning, sem slofnað hefir verið til
hér á landi, og mun hún liafa opnað augu margra fyrir möguleik-
um iðnaðarins sem þýðingarmikils atvinnuvegar, en hann hefir um
skeið átt við erfiðleika að stríða, meðal annaxs lánsfjárskort, sem
nú hefir nokkuð verið úr bætt með sérstakri lánsstofnun fyrir þann
atvinnuveg.
Þá hefir þjóðin orðið fyrir \ erulegu efnahagstjóni við verkfall
það, sem stofnað var til í býrjun desember og náði um það er því
lauk til upi.2P:þúéund manna, en þá hafði það staðið í þrjár vikur.
Þótt slíkt verkfall kæmi að sjálfsögðu harðast niður á þeim, sem
þár:.vÓFii beinir þátttakendur,'hefir þjóðfélagið í heild heðið af því
verulegt tjón. Sem betur fór, tókst lausn þess með öðrum hætti en
flestar vinnudeilur, sem við hingað til höfum þekkt, það er með
lœkkaðri dýrtíð og auknum kaupmœtti krónunnar í stað þess gagn-
stœða.
Erfiðleikar atvinnuveganna við sjávarsíðuna og löndunarbannið
í Bretlandi grúfa sem dökkur skuggi yfir okkur um þessi áramót.
En við höfum fyrr sigrazt á erfiðleikum og órétti og ættum því enn
að geta það, ef nógu fast er staðið.saman um að sigra.
Sigurvíma yíir »smánarboðinu«
Víðtækasta vérkfalli, sein stofnað hefir verið til hér á landi Iauk
4.dögum fyrir .jól og hafði þá staðið nær 3 vikur.
Verkfall þetta var leyst með óvenjulegum hætti. I stað þess að
ganga inn á grunnkaupshækkanir eins og aðalkrafa verkfallsmanna
var, sem leitt hefði af sér stöðvun atvinnulífsins, gengislækkun og
aukna verðbólgu, gekkst ríkisstjórnin fyrir lækkuðu verðlagi á
nokkrum nauðsynjavörum, lækkaðri álagningu á ýmsum öðrum
nauðsynjum, auknum fjölskyldubótum og lækkuðum útsvörum á
tekjulaégsíu skattgreiðendunum. Með ráðstöfunum þessum hefir í
fyrsta sinni verið unnt að snúa dýrlíðarhjólinu lítið eitt aftur á
bak, ekki aðeins til hagsbóta þeim einum, sem kröfðust hærra
kaups, heldur og allra annarra. Verðlækkun kemur öllum að gagni
og þá ekki sízt þéira, sem skarðastan hlut hafa hingað til borið frá
borði, gamálmennunum, sem-ekki eiga lengur vinnuorku til sölu,
og dýrtíðarkápphlaup stéttanna hafa leikið gráast. Þá kemur lækk-
urr eldsneytis (nlíu,-benzíns og kola) aðþrengdri útgerð að gagni,
Blíðviðri á jólum og áramólum.
— Óvenjulegar samgöngur. —
Útijólatré. — „AUt í gegnum
Reykjavík“.
LÍKLEGA hefir aldrei í minnum nú-
lifandi manna vcrið slík veðurblíða og
jlælygna um allt ísland sem á hinum
nýliðnu jóluni og áramótum. Sam-
:væmt frásögn blaða logaði á kertum
í kirkjtigörðum í höfuð6taðnum nætur-
:angt um jólin, og á gamlárskvöld
dönsuðu börn þar kringum kertaljós
>g sungu jólasálma úti á strætuin. í
VesUnannaeyjum, Jtar 6em við eruni
anastir við að heyra talað unt 9—12
vindstig i veðurfregnum, blöktu raðir
certaljósa á girðingttm og húsatröpp-
um það tanta kvöld. Sama lognblíðan
g var í syðsta kaupstað landsins var
:innig í þeint nyrzta, því i fréttaskeyt'
'rá Siglufirði til Morgunblaðsins segir
í frásögn af gamlárskvöldi þar: „Svo
cyrrt var, að kerti loguðu úti hvar sem.
var í bænum“,
Þá var veðrið ekki amalegt hér í
bæntim á nýársnótt, er bæjarbúar
söfnuðust út úr húsutn sínum á mið-
nætti að horfa á skrautsólir og svif-
blys, er hvarvetna liðu um rökkvað
himinhvolfið yfir bættunt við undirleik
frá eitnpípum skipanna á hufninni, er
kvöddu hið gantla ár. Hið eina, er
sumir eldri menn kunna að hafa sakn-
að um jólin, var jólasnjórinn, scm þeir
voru svo vanir í sínu ungdænti, og þá
gaf náttúrunni þann rétta helgisvip,
einkum ef himinn var stjörnubjartur.
VIÐ höfttm vanist þvf, að fyrir tæki
samgöngur á bifreiðum rnilli lands-
hluta síðla hausts eða snemrna vetrar.
Nú munu flestir fjallvegir hafa verið
færir hinum stærri bifreiðum um ára-
mótin, og ntá í því sambandi geta þess,
að póstbíll, sem lagði af stað úr Rvík
hingað norður 2. þ. m. kom heilu og
höldnu til Akureyrar 'kl. 12 að kvöldi
sama dags. Og undarlegt var að vakna
við flugvélardyn í lofti að morgni
næ ta dags áður en birti af degi, eins
og hér gerðist þá, 'er flugvélar F. í.
komu að sunnán hlaðnar skólafólki og
öðrum farþegum. Aldrei hefir skóla-
fólki reynzt jafn létt og nú að komast
heim í jólaleyfi og aftur til baka að
því enduðu, þ. e. a. s. hvað hraðar og
jrelðar ferðir snertir.
ALDREI hefir verið jafn jólalegt að
kyggnast um Akureyrarbæ og nú- Auk
hins glæsta jólatrés, er frændur vorir í
ioregi sendtt bænum, var komlð fyrir
ikreyttum jólalrjám á Kaupvangs-
J gi, Ráðhú torgi, Eiðsvelli og víðar.
I>á fjölgar óðurn þeim einstaklingum,
em prýða tré í görðum s.’num marg-
litum ljósaperunt, og er mikil bæjar-
rýði að. Og fjöldi heimila hefir nú
tekið upp þann sið að leiða slíkar raf-
'jósasamstæ'ður í jólatré innanhúss í
tað hintta logandi kerta sem ætíð
ylgir nokkttr eldhætta, enda hafa
'kviknanir út frá jólatrjáin verið fá-
íðari nú en oftast áðúr.
MAÐUR hér í bænunt, sem stundar
verzlun, sagði mér frá því hér á dögun-
m, að er Gullfo s var hér síðast og
átti að fara þéðan beina leið til Kaup-
tannahafnar, hefði hann ætlað að
koma áríðandi bréfi í póst þangað með
bessari greiðu ferð. En því var neitað
á þeim forsendum, að allur póstur lil
útlanda jryrjti að jara um Rcyhjavík.
Hér er sennilega um einhverjar reglu-
gcrðaleifar frá stríðsárunum að ræða,
sem gleyinst ltefir að afnema, því að
varla verður því trúað, að almætti
Reykjavíkur sé svo mikið orðið af at-
gerðum hins opinbera, að kaupstaðir
úti á landi þttrfi þess vegna að hverfa
aftur til miðaldaástands um póstsam-
göngttr milli landa á friðartíma.
Þetta dæmi er e. t. v. ekki einstakt
um milliliðahlutverk Reykjavíkur í
verzlunar- og athafnamálum þjóðarinn
ar yfirleitt, en þó þess eðlis, að full
ástæða er fyrir þá fulltrúa, sem ltéruð
landsins utan Reykjavíkur e.'ga enn á
Alþingi, að taka til athugunar.
og þannig mætti lengur telja.
Það hefir áður verið rakið, hvemig til þessa verkfalls var stofn-
að og í hvaða tilgangi. Upptökin að því átti stjórn Alþýðusam-
handsins, sem er í höndum Alþýðuflokksmanna, en er út i það var
komið, tóku kommúnistar að inestu við framkvæmd þess. Það var
fyrst og fremst hugsað sem verkfall „gegn ríkisstjórninni“, eins og
einn höfuðpaur kommúnista orðaði það í útvarpsræðu. En þeir
höfðu ekki getað valið óheppilegri tíma til þessa pólit.'ska verkfalls,
enda fann fólkið það sjálft. Aðgerðir þær, sem gerðar voru til
kjarabóta fólkinu, voru þeirn boðnar án þess að lil verkfalls kœrni.
En því var skilvrðislaust hafnað. Verkfallið sjálft var þeim fyrir
öllu. Gilti cinu, hvað það kostaði fólkið sem í því stóð, ef það að-
eins gat valdið ríkisstjórninni erfiðleikum um stundarsakir.
En jafnvíst er hitt, að vaxandi andúð fólksins gegn alþliða svelti-
tilraunum verkfallsforustunnar hefir átt drýgstan þátt í því, að
gengið var inn á verðhekkunnarleiðina, sem Þjóðviljinn kallaði
„smánarboð ríkisstjórnarinnar“, sem allir sem einn mimdu hafna,
og það sama morguninn og „smánartiIboðið“ er samþykkt. Og
um leið og öll félögin, sem í verkfallinu stóðu, samþykktu þenna
samkomulagsgrmidvöll, snýr Þjóðviljinn blaðinu við og talar um
hinn mikla sigur yfir ríkisstjórninni. Það sem 19. des. hét smánar-
boð, hét daginn eftir í gleiðletaðri undirfyrirsögn „verulegar
kjarabælur“. Og þrem dögum siðar er talað um „mikilsverðan á-
rangur fyrir alla alþýðu.“ Það sem var svart í gaér er örðið hvitt
á morgun hjá þessuin herrum. Og ef þeir halda svona áfrain ætti
yarla að líða á löngu, að þeir liafi náð miklu meiri árangri en sín-
um upphaflegu kröfum! Vafalaust reyna þeir að ganga í sælli
sigurvímu yfir .,smánarboðinu“ fram eftir hinu nýbyrjaða ári.
Akureyri
er bærinn minn
eftir LÁRUS THORARENSEN,
ort 20. september 1952 á Þingvöllum.
Akureyri er bcerinn minn,
blessuð sértu ár og daga.
Akureyri er bœrinn minn,
gömul og ný er lij ins saga.
Akureyri er bœririn minn,
opna mcr nú faðminn þinn!
Akureyri er bœrinn minn,
bráðum er ég jerðbúinn.
Akureyri er bœrinn minn,
Ijá mér skjól i hinnzta sinn!
Beztu nýáreóskir til vina minna á
Akureyri.
Lárus Thorarensen.
's
Yísnahálkur
„Bjarni“ kveður sér hljóðs:
Úr Reykjavík kom hún,
sú klæfilega drós,
krulluð og ntáluð og skafin.
Hún sýndlst fögur sem fegursta rós,
í fínasla si’.ki vafin.
Samt var hún andfúl sem argasta fjós
og öllsömun bólugrafin.
Nú á að kjösa oæsta vor,
nú er fátl til þrifa.
Þó að fólkið falli úr hor,
forsprakkarnir lifa.
Vitur finn t mér þessi þjóð,
og þá má segja, að hún sé góð:
að leggja bæði Iíf og blóð
og launin s.'n í ríkissjóð.
Ekki slæ ég alltaf ttm mig
eins og skyldi.
Mér finnst það hafa ntinna gildi
en maður eiginlega vildi.
Þá hefir „Svartur Húní“ sent
oss nokkrar lausavísur, og birtum
við hér þrjár þeirra, en meira
síðar.
Oft ég þrái útvarpshöll.
Andinn fræðslu vonar
við in háu vizkufjöll
V. Þ. Gíslasonar.
Áður en vísan auglit sér
útvarpsþræla og stjórna,
kvæðalaunin krenkjast mér:
krónu hlýt ég fórna.
0:al stökur svanna og sveins
6veitin man og þylur.
Sjást þó vísur engra eins,
allar nokkuð skilur.
*
Ritstjóraskiptí
við Alþýðublaðið.
Um áramótin urðu ritstjóra-
skipti við Alþýðublaðið. Stefán
Pétursson, sem verið hefir aðal-
ritstjóri þess og ábyrgðarmaður
síðan á miðju ári 1939, hvarf frá
blaðinu, en við starfi hans tók
hinn nýkjörni formaður Alþýðu-
ílokksins og þingmaður ísfirð-
inga, Hannibal Valdimarsson. —
Sagt er, að hér sé um bráða-
birgðaráðningu að ræða.