Íslendingur - 07.01.1953, Side 5
Miðvikudagur 7. januar 1953
íSLEN DINGUR
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
Fitst leyfi til þess ai útvarpa
Ahurejrrarhvðldvðkam frd
irsi
Nýlega heíir RíkisútvarpiS lát-
ið reisa tvær endurvarpsstöðvar
á Norður- og Austurlandi iil þess
að bæta hlustunarskilyrðin þeim
landshlutum, sem fjarlægaslir eru
Reykjavík. Eru það stöðvarnar í
Hornaflrði og í Skjaldarvík, auk
þess sem endurvarpsstöðin á Eið-
um hefir verið mjög stækkuð. Er
þessi viðleitni útvarpsins góðra
gjalda verð, því svo hefir það
verið hér á Akureyri, að mörg-
um hefir reynzt mjög erfitt oft á
tíðum að hljóta góða móttöku
frá Reykjavíkurstöðinni á tæki
sín. Er úr þeirn vandkvæðum
mjög bætt með byggingu slöðv-
arinnar við Skjaldarvík fyrir for-
göngu þingmanns Akureyrar og
flelri aðila. En við það hefir unn-
izt meira en endurvarpið eitt sam-
an. Stöðin er að öllu leyti byggð
sem venjuleg útvarpsstöð með
kraftmiklum senditækjum, og er
því hægur leikur að hefja þaðan
sjálfstæðar útvarpssendingar,
hvenær sem ástæða þykir. Virð-
ist sem það geti orðið Akureyr-
ingum, jafnt sem öðrum Norð-
Iendingum, hagsmunamál, að
slíku útvarpi yrði kornið á, þótt
ékki væri nema að takmörkuöu
leyti.
Stöðin brótt formlega
opnuð.
Útvarpsstöðin í Skjaldarvík er
nú sem næst fullgerð. Þar dvelst
nú enskur verkfræðingur frá
Marconifélaginu, en félagið frarn-
leiddi allan vélakost stöðvarinn-
ar. Hefir verkfræðingurinn ásamt
tveimur íslenzkum útvarpsmönn-
um unniÖ að uppsetningu véla og
annarra áhalda á undanförnum
vikum. Útsendingar stöðvarinnar
hófust eins og almenningi er
kunnugt nokkrum dögum fyrir
jól og hafa þær íarið fram á
ýmsum tímum sólarhringsins.
Þegar stöðin hefir verið reynd
í 200 klst. mun Marconifélagið
telja hana fullreynda og afhenda
hana Ríkisútvarpinu við hátíð-
lega athöfn. Verður það væntan-
lega síðari hluta mánaÖarins, og
er Gunnlaugur Briem, verkfræð-
ingur úlvarpsins, væntanlegur
hingað noröur í þessu skyni.
Enn hefir ekki verið reist ut-
varpsstöng sú, sem nota á við
endurvarpið, en hún kom hingaö
lil lands um áramótin og bíður
uppsemingar við stöðina. Er það
stálmastur, á fjórða tug metra.
Er nú notast tll b.áðabirgða við
tvö > tréínöstur, er áður stóðu á
Eiöum, 28 metra há. Er þess að
vænta, að enn belur heyrist send-
ingar stöðvarinnar, þegar hin
stærri útvarpsstöng hefir endan-
lega reist vexið.
Heyrist vel í Reykjavík.
Stöðvarstjóri enduryarpsstöðv-
arinnar hefir skýrt blaðinu svo
frá, að sendingar hennar heyrist
vel í góðum viötækjum í Reykja-!
vík. Einnig heyrist til stöðvarinn-
ar á Isafirði og Reyöarfiiði. Má
af því marka, hve langdraxg hún
er. —
Þar sem Norðlendingar hafa
nú hlotið sína e'gin útvarpsstöð,
virðist það liggja beint við, að
þeir bíndist samtökum um að
nota hana tll útvarps, og ættu Ak-
ureyringar fyrst og fremst að
hafa þar forgöngu. Nokkrum
sinnum hefir verið útvarpað
stuttri Akureyrardagskrá frá
Reykjavík, sem þó oft hefir illa
ekizt. Eru vandkvæðin sú, aö.erf-
tt hefir reynzt að taka utvarps-
efnið upp hér og senda það síðan
xuÖur. Úr þessu er algjörlega
bætt með tilkomu hinnar nýju
slöðvar. Frá Akureyri út til
íkjaldarvikur liggur jarðstreng-
ir, svo að auðvelt er að koma
ípp hljóðnemaherbergi hér á Ak-
ireyri með beinu sambandi við
itöðina. Er þá hægt að útvarpa
’iéðan úr bænum erindum, tón-
!st og leikritum á jafn fullkom-
inn hátt og Útvarp Reykjav.'k ger-
r dag hvern. Þá er hér einnig
ágætt tækifæri til þess að útvarpa
EramboÖsfundum í Eyjafjarðar-
sýslu og öðrum nálægum sýslum,
Mikið hefir verið um það rætt,
hve mjög landsbyggðin væri af-
skipt um mörg þau atriði, er höf-
uðborgin frekar nyti. Af þeim er
útvarpið eitt hlð mikilsverðasta.
Þar hafa nær eingöngu Reykvík-
ingar um fjallað af eðlilegum
ástæðum, en þe'r sem sveitir og
kaupstaði byggja aðeins verið
þegjandi hlustendur, og vafalaust
beztu hlustendurnir. Með bygg-
ingu hinnar nýju stöðvar hafa
Norðlendingar og sérstaklega Ak-
ureyringar hlotlð hið bezta tæki-
færi til þess að láta raddir sínar
heyrast. Gæti það líka lyft mjög
undir alla menningar- og lista-
starfsemi í bænum og örvað hana
á margan hátt. Það er því bæjar-
búum öllum mikiö hagsmunamál
að unnt verði að fá leyfi til slíks
úlvarps, Akureyrardagskrár, frá
Skj aldarvíkurstöðinni.
Mætti til dæmis korna því við
að útvarpa kvöldvökum, sem út-
vaipsslöðin á Vatnsendahæð end-
urvarpaöi síðan fyrir hlustendur
á SuÖurlandi.
Sanngirnis ósk.
Á fjárlögum 1953 er gert ráð
fyrir, að tekjur Ríkisútvarpsins
verði tæpar 9 milljónir króna. Er
sú upphæð að langmestu leyti
fengin með innheimtu afnota-
gjalda, sem e'ga innan skamms að
hækka að miklum mun, eða í 200
kxónur á ári. Það væri því ekki j
ósanngjörn krafa, þótt Akureyr-
ingar og aðrir Norðlendingar
fengju nokkuð að njóta þeirrar
hækkunar með því, að útvarpað
yrði eftir því sem efni stæðu til
frá stöðinni í Skjaldarvík, enda
hafa stöðinni þegar borizt tugir
fvrirspurna um, hvort því verði
ekki komiö við.
Er þeirri ósk hér meS beint til
forráðamanna Ríkisútvarpsins til
vinsamlegrar athugunar.
Þátttakendur á síðasta s'jórnmálanámskeiði VarSar, höldnu í marzmánuði
1950. Nokkra menn vantar á myndina.
^tjórnmÁlflnÁmskeið
Varðor
Sjálfstæðisflokkurinn gekkst
fyrir stjórnmálaskóla fyrir eldri
og yngri flokksmenn hvaðanæva
af landinu um mánaðamótin nóv-
ember og desember í vetur. Lauk
skólanum 6. desember, en hann
var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í
Reykjavík. Fjölmörg erindi voru
flutt fyrir nemendum um hina
ýmsu þætti stjórnmálanna, bæði
innlendra og erlendra, og önnuð-
ust þá fræðslu þingmenn flokks-
ins og fleiri. Þá voru og á hverj-
um degi umræðufundir um ýmis
leg efni og mælskuæfingar undir
stjóin leiðbeinenda.
Skóla þennan sóttu um 50
rnanns, og var meira en helming-
ur úr sýsluxxum norðanlands ög
af Suð-Austurlándi. Mikill áhugi
og einhugur ríkti meðal nemend-
anna, og varð árangur námsins
hinn ákjósanlegasti.
Skólanum stýrði fræðslunefnd
flokksins, þeir Jónás G. Rafnax-,
alþingismaður, Geir Hallgríms-
son og Gunnar G. Schram.
I/
Vörður, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna, hefir ákveðið að gang-
ast fyrir stjórnmálanámskeiði
meðal félaga sinna hér í bænum.
Námskeiðið verður haldið dag-
ana 8.—18. janúar að skrifstofu
Sj álfstæðisflokksins, Hafnarstr.
101.
Tilhögun námskeiðsins verður
tvíþætt. í fyrsta lagi verður er-
indaflutningur, þar sem reynt
verður að fræða þátttakendur um
sem flestar hliöar stjórnmálanna.
fundarsköp og fleira. í öðru lagi
verða xnálfundaæfingar til þess
að gefa þátttakendum kost á að
þjálfa sig í ræÖumennsku og
fmidahöldum. Eins og sjá má á
dagskránni hér að neðan, verða
erindin og málfundirnir á þeim
tírna dags, að flestum ætti að
era auðvelt að taka þátt í þe:m
atvinnu sinnar eða náms vegna.
NámskeiðiÖ verður sett á
morgun, fimmtudaginn 8. janúar
kl. 6 af Jónasi G. Rafnar alþm. en
stjórnendur þess munu verða
tveir Varðarfélagar: Gunnar G.
Schram stud. jur. og Magnús
Óskarsson stud. jur.
Námskeið sem þetta hafa áður
veriö haldin hér á vegum Varðar
og jafnan orðið þátttakendum til
mikils gagns og ánægju. Er þess
að vænta, að sem flestir Varðarfé-
lagar noti þetta tækifæri til þess
að fræðast um stjórnmál og æfa
sig í að taka til máls á mann-
fundum.
Þegar er vitað um marga þátt-
takendur í . námskeiðinu og eru
Framhald á 6. síðu.
»Vörðiir« flieldur kvöld-
vökn a fö§tudagf§kvöld
Félagsstarfsemin öflug og þróttmikil
Vörður, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna, heldur skemmtun að
Hótel KEA föstudagskvöldlð n.k.
9. þ. m. Verður þar spilakvöld og
dans að því loknu. Verður spil-
uð félagsvist, og hefst hún kl.
8.30. Eru menn beðnir að taka
spil með.
Eins og skýrt er frá á síðunni,
mun Vörður efna til stjórnmála-
skóla fyrir unga sjálfstæðismenn,
og hefst hann í þessari viku. Eru
þegar skráðir allnxargir ungir
menn til þátttöku.
Féláglð hefir í hyggju að auka
starfsemi s'na nokkuð á hinu
nýja ári og mun gangast fyrir
kvöldvökum og spilakvöldunx all-
oft í vetur.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn um 20. janúar að stjórn-
málanámskeiðinu loknu, og kjör-
in ný stjórn og fulltrúaráð. Þá er
og að hefjast söfnun nýrra félaga
í Vörð, en meðlimatala hans er
nú tæp tvö hundruö. Er Vörður
langstærsta pólitíska æskulýðsfó-
lagið í bænum, og hefir verið það
um langan aldur. Enn á þó að
fjölga að miklunx mun í félaglnu,
og heitir stjórnin á alla félags-
menn að vinna að því ötullega að
afla nýrra félagsmanna. Þeir sem
óska eftir að ganga í félagið eru
beðnir að hafa samband við for-
nxanninn, Vigni GuÖmundsson,
tollgæzlumann eða skrifstofu
Sj álfstæöisflokkslns.
tíangfið í »Vö R Ы