Íslendingur

Issue

Íslendingur - 02.09.1953, Page 4

Íslendingur - 02.09.1953, Page 4
A. ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 2. september 1953 Kemur út hvern miðvikudag. Útgefandi: Útgájufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON. Fjólugötu 1 Sími 137S. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6. á laugardögum aðeins 10—12. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. Höít og frelsi „Dagur“ minnist á það í forys'ugrein sinni 26. f. m„ að ekki hafi nægilega verið létt höftum aí almenningi meðan útflutningsverzlun- in sé ekki öll gefin frjáls, og virðist honum einsætt, að jafnframt auknu frjálsræði um innflutninginn, verði sala á saltf.ski og fleiri sjávarafurðum gefin frjáls á erlendum mörkuðum. Kveður hann höftin á sölu sjávarafurða stafa af því, að einhverjir gæðingar Sjálfstæðisflokksins eigi hagsmuna að gæta varðandi fisksöluna, og hafi hún því ekki verið gefin frjáls, þegar hafizt var handa um að létta höftum af innflutningsverzluninni og athafnafrelsi horgar- anna í landinu. Þar sem ritstjóra Dags virðist mjög skorta skilning á þessum málum, er ekki úr vegi að rifja þau lílillega upp. Það er sem sé al- gjör misskilningur, að Sjálístæðisflokkurinn hafi sérstaklega barizt fyrir „einokun“ á afurðasölunni eins og Framsókn hefir sífellt ver- ið að tönnlast á, síðan Samband ísl. samvinnufélaga vildi fá í sinn hlut nokkurn hluta af fisksölunni. Allt fram að því var Framsókn fylgjandi núgildandi skipulagi, enda vann sjálf að því að koma þvj á. Einkasala á útflutningsafurðum er eldri en áhrif Sjálfstæðis- flokksins í stjórn landsins (sbr. Síldareinkasalan), og engar raddir hafa verið uppi um það að svipta Síldarútvegsnefnd umboði til sölu síldarafurðanna og fá það í hendur hverjum sem hafa vildi. Þau skyn ætti ritsljóri Dags að bera á verzlunarmál, að eygja nokkurn mun á frjálsri innflutningsverzlun og frjálsri útflutnings- verzlun. Neytandanmn er það hagsmunamál og um leið þjóðinni í heild, að sainkeppni ríki í innflutningsverzluninni, þannig að þeir, sem hana annast, telji sér hagkvæmt að ná sem bezturn innkaupum og geta selt á lægsta verði. En útvegsmönnum og sjómönnum er eng- inn greiði ger með því, að einstaklingar keppi með undirboðum erlendis um sölu á frarnleiðslu þeirra. Á þessu tvennu er því regin- munur. Og það er næsta furðulegt, að blað eins og Þjóðviljinn skuli heimta slíka samkeppni um afurðasöluna erlendis, á sama tíma og hann fjargviðrast yfir því, að flutt hafi verið út íil Banda- ríkjanna „mjög mikið magn af freðfiski“, sem ,.að lokum héfir ver- ið komið í verð með stórfelldum undirboðum“, eins og hann kemst að orði 27. f. m. Það var einmitt vegna slíkra „undirboða“ á íslenzkum fiskafurð- um erlendis, að útvegsmenn um allt land stofnuðu með sér sölusam- tök fyrir fullum 20 árum, sem þekkt er undir skammstöfuninni SÍF. Samtök þeirra voru nauðvörn gegn ófyrirleilnum undirboðum manna, sem ekki höfðu úígerðarhagsmuna að gæta. Hafa samtök þessi síðan farið sjálf með sölu fiskframleiðslunnar eða þýðingar- mestu greina hennar og getað haldið verðinu uppi, og engar raddir hafa verið uppi um það meðal ú'gerðarmanna sjálfra að svipta beri ]>á því öryggi, er sölusambandið er þeim. Fyrri en slík krafa kemur frá samtökum þeirra inanna, er alla afkomu sína eiga undir því að íramleiðsla þeirra seljist á bezta fáarilegu verði, er ekki eðlilegt að Alþingi eða sljórnarvöld brjóti þetta öryggi á bak aftur, fremur en að rjúfa hliðstæð samtök eyfirzkra bænda um sölu mjólkur og mjólkurafurða með því að svipta Mjólkursamlag KEA einkarétli á vinnslu og sölu mjólkurinnar. Hvers konar höft á viðskiptum eru í ílestum tilfelium óeðlileg og óæskileg, en séu þau selt til verndar hagsmunuin framleiðslunnar geta þau verið réttlætanleg og jafnvel nauðsynleg. Og undir þann flokk hafta heyrir afurðasölulöggjöfin og einkaheimild SÍF og Síld- arútvegsnefndar á sölu sjávarafurða. Komnir heim írá Biikarest Eins og kunnugt er skruppu nokkuð á 3. hundrað íslendingar suður í Rúmeníu á síldarvertíðinni í sumar til að sitja þar æsku- lýðsþing og kynnast högum og háttum þjóðarinnar, sem hin s'.ðustu 8 ár hefir lotið kommúnistastjórn. Láta Búkarestfarar vel yfir við- tökum þar og atlæti, en ber að sjálfsögðu ekki fullkomlega saman um hag fólksins og stjórnarhætti, þar sem þessi fjölmenna „sendi- nefnd“ var ekki einvörðungu skipuð réttlínukommúnistum. Hafa tveir af Búkaresiförunum átt viðtöl við blöð í Reykjavík, sem hvorki hafa tekið Hrafna-Flóka né Þórólf smjörÆér til fyrirmyndar Bœlt dagskrá. — Ilrosssperðla- styrjöld á sunnudegi. — Njóla- gróðurinn í bœnum. — Kosninga- réttur kornbarna. — Sutnarleyji bœnda „milli slátla“. — Hvenœr jáum við vasagolj? — 'Góður penni. SUMARDAGSKRÁ útvarpsins er frámunalega tyrfin, ef undan cru skild- ar veðurfregnir, sem lesnar eru með margvíslegum rödduni og málfari. Þó bregður fyrir nýjum kröftum þar, og er ég heyrði, að Helgi frá Súðavík og Kristján Röðuls ætluðu að lcsa ljóð sín í útvarpið, var ég strax ákveðinn í að vaka eftir því. Ég get þó ekki sagt, að ég yrði stórhrifinn. Upplestur Ilelga var í lakasta lagi, frambu.'ðurinn óskýr, kvæðin léleg, sum rangt stuðl- uð, og er þá ekki mlkið á slíkum lestri að græða. „Og lognaldan við suðar yztu sker“, 'er fremur óskemmti- lega sagt, að því cr mér finnst. Svo var það röðullinn, og var strax auðfundið, að þar var ntaður, sem vicsi það „svart á hvítu“, að hann mundi vera hafinn yfir meðalmennsk- una. Rödd hans er þó ekki sem fegurst og lítt aðlaðandi fyrir útvarpshlustend- ur. Áherzlur leiðinlegar. Þau kvæði, sem hann las, voru þó betri en þau, er hann orti á árunurn „undir norrænum himni“. En þcgar hann segir: .... „mér finnst ég vera stofn með djúpri rót“, þá held ég hann misskilji sjálfan sig, — eða ofmeti, ef hann miðar við þátt sinn í íslenzkum ljóðhókmenntum. „ER NÚ TÚLLI LOKSINS DAUÐ- UR“ varð mér að orði, þegar ég byrj- körfustólnum. Ég slakk því í jpottinn og öllum ystkinum þess með og sauð í hálftíma. Svo hvatti ég hnífinn í lófa mínum og reyndi á ný, — en árangurs- iaust. Þá sauð ég þetta hnossgæti í klukkutíma, en árangurinn varð ná- kvæmlega enginn. „Seigur er mörland- inn“ sögðu gömlu húsbændurnir dönsku, en seigari var þó sunnudags- má’.urinn minn. Eflir að ég var búinn að fást við þessa sperðla frant undir kvöldmat og kominn úr öllu nema nær- skyrtunni, fékk ég dreng úr næsta húsi til að fara með miðdegisverðinn í ö ku- tunnuna. Svo fór um sjóferð þá. Gömul hross eru alltaf seig undir tönn. En ég er búinn að éta mörg göm- ul hross um dagana, og mér hafa íund- izt þau eins og bráðið smjör sarnan- borið við „bjúgun“ úr kjötbúðunum. En íslenzki hesturinn á Fjóni, Túlli gamli, sem blöðin voru að birta myndir af á dögunum, kvað hafa orð.ð 55 ára í sumar. Nú hefir mér dottið í hug, að frændur okkar við Eyrarsund hafi í til- efni af afmæli klársins slátrað honutn og sent okkur kroppinn í staðlnn fyrir handritin, og svo hafi hann vegna kjöt- skortsins liér verið settur í bjúgu, í staðinn fyrir að geyma hann á forn- grlpasafninu. Og upp úr þessum hug- leiðingum hringdi ég sársvangur í land- símann og bað að gefa mér mötuneyti Hamiltonsfélagsins á Keflavíkurflug- velli með h.aði, því að ég vissi að það mundi verða ílugferð norður um kvöld- ið. „FÖGUR ER AKUREYRl", segja ferðamenn, þegar þeir tkoða bæinn. Mikill er garðagróðurinn, — líklega hinn mesti á landinu. Og þetta fannsl mér líka, þcgar ég leit yfir bæiun ofan af brekkunni. Jafnvel vilpurnar neðst á Oddeyri voru allar skógi vaxnar. Hve- nær höfðu skógræktaríélögin plantað þarna, hugsaði ég með mér. En allf í einu rann ljós upp fyrir mér. Jjet ta var sjáljgræSsla, — ekki af nytjaskógi, — heldur njóla. Og live hratt sem gróður- setningu skógræktarfélaga miðar, þá verður njólinn alltaf sporadrýgri. Ilvcrnig væri að Fegrunarfélagið segði aði á bjúgunum síðastliðinn sunnudag, honum stríð á hendur með næsta vori, sem að einu undanteknu reyndust vera útrýmdi honum af almannafæri en hrosssperfflar. Mér hafði verið sagt, að fengi nokkrum plöntum rúm í afmörk- bjúgu þyrfti ekki annað en að hita vel upp, og mundu þau þá reynast kosta- fæða. Ég reyndi þetta fyrst, en þótt ég væri með nýdreginn búrhníf, var er.gin leið að vinna á þessu. Það rann út undan hnífnum og skoppaði út undir húsgögnin. Ég rakti slóðina eftir fitu- blettunum í gólfteppinu og fann hann (sperðilinn) eða það (bjúgað) undir uðum reit handa þeint, sem éta hann, — og til þess að hann verði ekki gjör- cyddur eins og geirfuglinn? ENDURSKOÐUN stjórnarskrár vorr- ar stendur nú fyrir dyrum, en ekki eru allir á eitt sáttir um frágang hennnr, og er það helzt kjördæmaskipunin og kosningalöggjöfin, sem í vegi stendur. í frétlaflutningi, heldur þess fylgdarmanns Flóka, er „sagÖi kost og löst á landinu“. ViS eigum að sjálfsögðu eftir að lieyra mál Þórólfs smjörs í Þjóðviljanum og Verkamanninum, en þó hefir strax út af því brugðið í frásögn Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi í Þjóð- viljanum, og bregður þar fyrir virðingarverðri hreinskilni. Eftir að lrafa gert nokkrar alhugasemdir við frásagnir tveggja ferðafélaga sinna, er birtust í Morgunblaðinu, segir hann: „Hvorki mér né neintun öðrum kemur til hugar, að eftir einungis 8 ára alþýðustjórn standi allir hlutir í fullum blótna í Rúmeníu. Laun ófaglærðra verkamanna eru þar lág enn sem komið er, lægri en fullvinnandi manna í sumum löndum Vesturevrópu. Þar er enn all- mikið aj íbúðarliúsum, sem eklci taka fram bröggunum okkar og Pólunum í Reykjavík (lbr. hér). Ýmsar vörur, sem eru yndis- og þægindaauki í þróaðri löndum, eru ekki á boðstólum í rúmenskum verzlunum”. Þessi lýsing réttlínukommúnista á kjörum verkamanna, búsnæði og híbýlaþægindum þeirra í einu af löndum sósíalismans (lífsgleð- innar), er furðulega hispurslaus og hreinskilin og ólík því, sem viýf höfum átt að venjast í blöðum kommúnista. Sumir vilja landlð allt eitt kjördæmi, aðrir fá og stór kjördæmi o. s. frv., og mun ég þar ekkert til máls leggja. En ég get ekki annað en minnst á frum- lega hugmynd um rýmkun kosninga- réttar, sem frant kemur í blaði Braga Sigurjónssonar í vikunni sem leið. Ilann ftingur upp á því, að um leið og ljósmóðirin er húin að lauga hvítvoð- unginn öðlist liann kosningarétt! Tel- ur hann Jietta mikilsvert atriði fyrir barnmargar fjölskyldur, þar sem þær muni fara með kosningarétt barnanna fram að 18 eða 21 árs aldri. Ég er maður gamall og búinn að korna upp mörgum börnuin. Ég lagði liart að mér til að koma þeim til ntanns, og það var ekki alltaf veizlu- matur á borðum. Mig dreymdi þó aldrei um það, að þeir tímar væru skammt undan, að ég gæti látið vinnu- manninn bera að sínum hluta kostnað- inn af uppeldi barna minna. Mig drcymdi heldur ekki fyrir því, að ég yrði á efri árum, eftir að ég var af eig- in ramleik búinn að korna mínum eigin börnunt upp á vninn eigin koslnaS, að taka rninn þátt í því að ala upp börn annarra, sem ég hafði aldrei augum lit- ið. En svo hef ég skilið hina ágætu Al- mannatryggingalöggjöf, að hið opin- bera greiði barnafjölskyldunum að verulegum hluta uppeldi barnanna með skattlagningu á þegnana, m. a. þá, sem ekkert barn eiga, og hina, sem þegar eru búnir að koma upp sínum eigin börnum. Ef þetla er misskilningur hjá mér, þá vonast ég til að hann verði leiðréttur. Enmiér finnst, að eftir verk- fallssamningana í vetur sem leið, þeg- ar maður í hvaða efnum sem er þarf að konta öSru barni sínu að nokkru leyti á framfæri einhleypinganna, sé ekki sanngjarnl, að foreldrar barnanna fái e. t. v. 5—7 faldan kosningarétt á við framfærandann. Ég teldi sann- gjarnara, að einhleypi maðurinn, sem alltaf er verið að hækka álögurnar á, hefði tvöfaldan kosningarétt á við börnin, sem hann elur upp. Og ég veit ekki, hvort það er praktiskt frá þjóð- hagslegu sjónarmiði að efna til meta- keppni um barneignir, meðan ekki er meiri eftirspurn eftir vinnuafli en nú er. En þeir vita þetta sjálfsagt betur hjá „tryggingunum". Eg HEF alltaf gaman af að hlýða á búnaðarþætti búnaðarmálastjórans, Páls Z„ því að ltann flytur alltaf mál silt skörulega og hefir sjaldan „tvær þungamiðjur og báðar grímuklæddar" í racðum sínum. Og þótt hann sé á móti því, að menn sctji á vetur í heyleysis- árum lömb Jæirra rollna, sem /„drápu undan sér í vor“, þá er ég honum sam- rnála um inarga hluti. Ég mun lengi muna ræðu hans til bænda um 10. júlí í sumar, þegar liann var að hvetja þá til að heyja í sumar, og sérstaklega leggja kapp á heyskap- inn „milli slátta“ í stað þess að vera að flækjast lil Reykjavíkur. Hann sagði sögu af einum slíkum bónda, sem var að spóka sig í Reykjavík „rnilli slátta í stað þess að geyma það fram undir veturnætur, og svo hringdi þessi sami bóndi til P. Z. á útmánuðum og bað frnnn að útvega sér svona eitthvað kringum 50 hesta af lieyi. „Latur, lítil hey“, niun Páll hafa hugsað, en ekki nefndi hann það. En hvað sem um það er, þá virðist annað tveggja: að bænd- ur hafi ekki hlýtt á erindið eða algjör- lega hundsað það, því að Tíminn scgir Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.