Íslendingur - 18.11.1953, Qupperneq 1
XXXIX. árgangur Miðvikudagur 18. nóvember 1953 49. tbl.
Óþolandi tdmlæti vegramala-
§tjórnarinnar nm §am-
göngur Morðlendingfa
Fjöldi vöruflutningabíla brýzt á degi
hverjum yfir heidarnár í ófaerð, en
snjóýtur sjást ekki
Tregða vegamálastjórnarinnar
í því að halda íjallvegunum milli
Norður- og Suðurlands opnum
fram eftir vetri hefir nú reynt
til fulls á þolinmæði manna hér
norðanlands, alll frá Hrútafirði
til Eyjafjarðar. Dag eftir dag
hafa fleiri eða færri flulninga-
vörubílar verið klukkutímum sam-
an að brjóíast yfir Holtavörðu-
heiði, sem nú er þungfærasti
kaflinn á leiðinni Reykjavlk —
Akureyri. Snjóýta hefir ekki sézt
á þessum slóðum, þótt eftir hafi
verið leiíað við vegamálastjóra.
Þrældómur
ökumannsins.
Vegna hinna strjálu siglinga til
hafna á Norðurlandi en síaukinn-
ar flutningaþarfar, fara vöru-
flutningar frá Reykjavík til Norð-
urlandsins æ meira fram á land-
leiðinni. Stórir vöruflutningabíl-
ar fullhlaðnir dýrum förmum
fara a. m. k. 6—10 sinnum yfir
Holtavörðuheiði, meðan fært er.
Til dæmis um þetta skal 'tekið
fram, að s. 1. föstudag fóru héð-
an frá Akureyri 6 vöruflutninga-
bílar, og voru þeir 6 klukkustund-
ir að brjótast yfir Holtavörðu-
heiði. Á laugardag fóru 9 slíkir
bílar yfir heiðina á 5 klukku-
stundum. Á mánudagsmorgun
lögðu 8 bílar á heiðina að sunn-
an og norðan, en þeir sem að
norðan komu, sneru við vegna
ófærðar, en lögðu aftur á heiðina
undir kvöld og voru 4þ£ klst.
yfir hana. Dag eftir dag slíta
ökumenn bifreiðanna kröftum
sínum við að moka snjó, sem
snjóýta gæti fjarlægt á örskömm-
um tíma. Og um leið og þeir
slíta kröftunum í ófærðinni slitna
farartækin óeðlilega mikið, og
dýrmætur tími fer í súginn. Ein
snjóýta sparar því ekki aðeins
þrældóm ökuinannanna, heldur
og viðhaldskoslnað á ökutækjum
fjölda manna og tímann, sem eyð-
ist í hinar tafsömu ferðir vegna
tregðu vegamálastjóra.
Þingmerm skerast í
leikinn.
Þeir, sem hér áttu hagsmuna
að gæta í sambandi við vöru-
flutninga um Holtavörðuheiði,
sneru sér nýlega til þingmann-
anna Jónasar Rafnar, Jóns Sig-
urðssonar og Jóns Pálmasonar
og sýslumannanna Guðbrandar
ísberg, Sig Sigurðssonar, Frið-
jóns Skarphéðinssonar og Júlíus-
ar Havs'.een, og óskuðu éftir, að
þeir skærust í leikinn. Áttu þeir
allir tal við samgöngumálaráð-
herra dr. Kristin Guðmundsson,
og mun hann hafa falið vegamála-
s'jóra að verða við óskum norð-
anmanna um aðstoð við að halda
Holtavörðuheiði akfærri fyrir
vöruflutningabíla, meðan imnt
væri. En þegar. ekkert bólaði á
aðgerðum, kölluðu alþingismenn-
imir þrír ásamt samgöngumála-
ráðherra vegamálastj óra á sinn
fund, og mun hann þá loks hafa
lofað að senda snjóýtu norður
á Holtavörðuheiði. Hafa þing-
mennirnir því brugðist vel við
og haldið rösklega á málum.
Meðan akfært er í byggð,
ber að halda heiðunum
færum.
Færi hefir alltaf verið gott á
láglendi, og nær því ekki nokk-
urri á’t að láta nokkra snjóskafla
á Öxnadals- eða Holtavörðuheiði
tefja eða stöðva samgöngur á
milli landshluta, þegar Vegagerð
ríkisins á stórvirk íæki til að
halda heiðunum færum. Auk þess
sem sýslunum á Norðurlandi er
rík nauðsyn á að halda uppi vöru-
flutningum á bifreiðum, sem nú
eru taldir ódýrari en flutningar á
sjó, er beinn sparnaður að snjó-
hreinsun með ýtu, eins og hér
að framan eru færð rök að. Og
tæplega mundu snjóýturnar lok-
aðar inni, ef ófærð gerði á veg-
unurn í næsta nágrenni höfuðstað-
arins.
Pólitísk hefndarráðstöfun:
Bjarna Arasyni, ráðunaut SNE,
sagt upp starli
Þau fáheyrðu tíðindi gerðust
hér í Eyjafirði í vikunni sem leið,
að stjórn Sambands Nautgripa-
ræktarfélaga Eyjafjarðar kom
saman til fundar og samþykkti að
segja ráðunaut sambandsins,
Bjarna Arasyni frá Grýtubakka,
upp starfi sínu með 6 mánaða
fyrirvara. Það, sem gerir tíðindi
þessi fáheyrð er sú staðreynd,
að daginn áður en uppsögn-
in var ákveðin, kom út hér
í bœnum málgagn hins ný-
stojnaða Þjóðvarnarjélags
Akureyrar, og var Bjarni
Arason ábyrgðarmaður
þess, auk jjess sem lmnn á
sœti í stjórn félagsins.
starfi og geðþekkan í viðkynn-
ingu, og að framangreind ráð-
stöfun stjórnarinnar sé í fullri
óþökk við bændur í héraðinu.
Það verður því ekki litið a
þessa ráðstöfun á annan veg en
pólitíska hefndarráðstöfun gegn
manni, sem ekki hefir getað fund-
ið sig eiga samleið með vinnu-
veitendum sínum í viðhorfi til
þjóðmála. Að slíkur skoðana-
munur geti haft háskaleg áhrif á
þau slörf, er Bjarni Arason vinn-
ur fyrir S.N.E., eiga þeir bágt
með að skilja, er til þeirra þekkja.
Stjórn S.N.E., sem samþykkti
uppsögn Bjarna Arasonar, skipa
bændurnir Halldór Guðlaugsson
Það er ekki vitað, að fyrir Litla-Hvammi og Ketill Guðjóns-
liggi sú fyrirkomulagsbreyting á son Finnastöðum ásamt Jónasi
starfsemi S.N.E., sem geri ráðu- Kristjánssyni samlagsstjóra. -
nautsstarfið óþarft, né heldur, að Hvatvísi þeirra með þessari
Bjarni Arason hafi sýnt sig óhæf- J hefndarráðstöfun er því furðu-
an til að hafa starfið á hendi, legri, að mennirnir hafa jafnan
enda ekkert tekið fram um það í
uppsagnarbréfinu. Hitt er í al-
mæli, að bændum í sambandinu
liggi vel orð til ráðunautsins,
telji hann prýðilega vaxinn sínu
verið taldir gegnir og greindir.
Samstarfsmaður Bjarna Ara-
sonar hjá S.N.E. hefir sagt upp
starfi sínu í mó'mælaskyni við
þessa ofsóknarráðstöfun.
. Snorri Sturluson.
Málverk eftir Hault Stefánsson.
MíMosýÉg Houks ðeitins
Stefónssenar
var opnuð siðastliðinn sunnu-
dag í Samkomuhúsinu að við-
stöddum fjölda manns. Flutti
Björgvin Guðmundsson frændi
málarans nokkur ávarpsorð til
ges’anna, er síðan gengu um hin-
ar þrjár sýningarstofur og skoð-
uðu málverkin og myndirnar.
Alls eru á sýningunni hartnær
150 myndir, og vantar þó mikið
á, að þar sé um nokkra heild að
ræða. Myndir Hauks heitins eru
dreifðar um allt Iand, en ekki
hafa verið fengnar lánaðar mynd-
ir til sýningarinnar frá öðrum
eigendum en þeim, er búsettir eru
á Akureyri og í næsta nágrenni
bæjarins.
Einn af gestum sýningarinnar
hafði orð á því við þann, er þetta
ritar, að það mundi vera fátítt nú
til dags að koma inn á málverka-
sýningu, þar sem menn fengju
aðeins að sjá myndir, en ekki
misjafnlega litaða þríhyrninga,
ferninga og trapisur, þar sem lín-
urnar væru dregnar með reglu-
stiku.
Haukur Stefánsson elti enga
„isma“ í list sinni. Hann málaði
myndir úr hinni fjölbreytilegu
náttúru með hennar eigin litum.
Bera myndir hans vott um ríkt
fegurðarskyn og hugmyndaauðgi.
Þess vegna Iíður manni vel, er
maður horfir á myndir hans, en
fyllist ekki óhugnaði eins og þeg-
ar maður stendur frammi fvrir
konumynd með einu auga á miðju
enni.
Langmest ber á málverkum á
sýningunni, en þó eru þar einnig
nokkrar vatnslitamyndir og svart-
krítarteikningar. Viðfangsefnin
eru fjölþætt: Landslagsmyndir,
mannamyndir, helgimyndir, mynd
ir úr fornsögum vorum og þjóð-
sögum, uppstillingar og hug-
myndir. Þar eru og sýndar mál-
aratrönur Hauks heitins, og í
þeim stendur helgimynd, er hann
var að vinna að, þegar hann var
sva skyndilega burtkallaður úr
þessu lífi 28. marz s. 1.
Það, sem mann furðar mest á,
er maður lítur yfir hinar allt að
150 myndir á sýningunni, og veit
jafnframt, að tugi málverka
Hauks vantar þar, eru vinnuaf-
köst málarans. Allir kunnugir
vita, að hann hafði húsamálning-
ar að atvinnu og vann oft lengur
að þeim en venjulegan vinnudag.
Auk þess málaði hann leiktjöld
og allaristöflui', sem mikinn tíma
hefir þurft til, og var um nokkur
ár aðalkennari Félags frístunda-
málara á Akureyri. Hvenær hefir
hann málað allar þessar myndir?
verður manni á að spyrja. Og
svarið getur ekki orðið nema á
einn veg: Um nætur, þegar aðr-
ir sváfu, á helgidögum, þegar
aðrir fóru í skemmtiferðir, á síð-
kvöldum, þegar aðrir sátu að
Fram.liald á 6. siðu.