Íslendingur - 18.11.1953, Side 6
6
ÍSLENDINGtJh
Miðvikudagur 18. nóvember 1953
GÆSADÚNN
1. fl. yfirsængurdúnn.
HÁLFDÚNN
LAKALÉREFT
SÆNGURVERA-
DAMASK
DÚNHELT LÉREFT
FIÐURHELT LÉREFT
Verzlun
Drengjohúfurnar
komnar aftur.
Fjölbreytt úrval.
Verzlun
Eyjafjörður h.f. Eyjaf jörður h.f.
Sjöiugur
N Ý G A T A
Hinn 11. þ. m. átti sjötugsaf-
mæli einn af þekktustu iðnaðar-
mönnum bæjarins, Jónatan M.
Jónatansson, skósmíðameistari.
Iðn sína lærði hann hjá Guð-
mundi sál. Vigfússvni kaupmanni
og skósmíðameistara, og telur
Jónatan, að það hafi orðið undir-
s'aða velfarnaðar hans í lífinu,
að hafa komizt til Guðmundar
og notið góðs atlætis á hinu ágæta
heimili þeirra hjóna. Skósmíða-
verkstæði hefir Jónatan rekið um
áratugi í Strandgötu 15, og er
vandvirkni hans og smekkvísi til
fyrirmyndar.
Jónatan er kvæntur ágætri
konu, Guðnýju Jósefsdóttur öku-
manns Jónssonar, sem var kunn-
ur borgari á sinni tið. Gestkvæmt
var á heimili þeirra hjóna í
Glerárgötu 6 á afmælisdaginn, og
fjölmargar vinarkveðjur bárust
afmælisbarninu úr bænum og frá
kunningjum og skvldfólki víðs-
vegar að. Jónatan er enn, þrátt
fyrir langan vinnudag, glaður í
anda og hinn hressilegasti.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að
áður ónefnd gata, sem liggur frá
austri til vesturs, næst norðan
Víðivalla, skuli hljóta nafnið
Grenivellir. Bygginganefnd hafði
gert tillögur um eitthvert þess-
ara nafna: Blómsturvellir, Greni-
vellir, Glæsivellir, Hagavellir.
___*____
ÞAKKARORÐ.
Beztu þakkir flyt ég eftirtöld-
um bókaútgefendum og einstakl-
ingum, sem gefið hafa bækur í
bókasafn Æskulýðsheimilis templ-
ara á Akureyri:
Barnablaðið „Æskan“, Reykja-
vík, Þorsteinn M. Jónsson, hóka-
útgefandi, Akureyri, Arni Bjarn-
arson, bóksali, Akureyri, Bókaút-
gáfa „Máls og menningar" Rvík,
Kristján Sigurðsson, kirkjuvörð-
ur, Akureyfi, Halldór Friðjóns-
son, fyrrv. rits'jóri, Akureyri. —
Akureyri, 6. nóv. 1953. — F. h.
Æskulýðsheimilis templara. —
___*____
Hér og þax
-]¥ýja-Bíó -
í kvöld kl. 9:
LADY LOVERLY
amerísk stórmynd, gerð eftir
leikritinu „The Last of mrs.
Cheyney.“
Aðalhlutverk:
Greer Garson
°g
Michael Wielding
Um helgina:
NAUÐLENDING
norsk kvikmynd úr siðasta
stríði.
— Guðrún Brunborg. —
Skemmfiklúbhurinn
„ALLIR EITT"
Dansleikur í Alþýðuhúsinu
laugardaginn 21. þ. m. kl. 9 e. h.
Félagsskírteini afgreidd laugar-
dagskvöld frá kl. 8—9 á sama
stað. - BORÐ EKKI TEKIN FRÁ.
STJÓRNIN.
Dömur, athugiö!
Fyrir heimasaum: Klæði,
beltissylgjur og hnappa.
Kósar settir á belti í
Gránufélagsgötu 11.
(Geymið auglýsinguna.)
Framhald af 5. síðu.
Ritstjóra Dags fer þarna líkt og
manninum, sem „skaut i hópinn“.
Frásögn íslendings af atburðin-
um 28. október er nákvœmlega
jajnlöng og frásögn Dags um
svipað efni 11. apríl siðastliðinn,
eða 21 lina að meðtalinni fyrir-
sögn, en ekki allt að 100, eins og
hann segir. Hefir ritstjórinn því
séð allt að því fimmfalt.
Stærra blað
cg stærri viðburður.
Ritstjóranum finnst, að íslend-
ingur hefði átt að láta sér nægja
tvo fimmtu hluta af því rúmi, er
hann notar undir fregnina, af því
Dagur hefði verið 20 síður vik-
una, sem skýrt er frá úrsögn úr
Sjálfstæðisfélaginu, en íslending-
ur aðeins 8 síður vikuna, sem úr-
sögn Marteins barst! En hér kem-
ur bara annað til athugunar Urn
Ieið. Sá atburður, er tveir hátt-
settir trúnaðarmenn yfirgefa fé-
lag si‘t (og gerast fám dögum síð-
ar formenn félagsskapar í öðrum
stjórnmálaflokki), er svo óendan-
lega mikið fréttnæmari atburður
í augum fólksins en sá, sem gerð-
ist í Sjálfslæðisfélagi Akureyrar í
apríl s!ðastliðnum.
Endurskoðun skattalag-
anna gæti tekið
mörg ór.
Tíminn er nú farinn að búa
GLUGGASTENGUR
(stormjárn)
KANTLAMIR
BLAÐLAMIR
STABLA-HENGSLI
HENGILÁSAR
LÁS-HESPUR
HURÐARKRÓKÁR
HURÐARLAMIR
(sænskar) 3)/2 x 3%
SKÁPLÆSINGAR
og
SKRÁR
FATASNAGAR
HILLUVINKLAR
GARDINUGORMAR
Verzlun
Evjaf jörður h.f.
rkkur undir að taka því rólega,
þótt endurskoðun skat'alaganna
drag!st nokkuð á langinn. I leið-
ara sínum s. 1. laugardag ræðst
hann að þeim Sjálfstæðisþing-
mönnum, er fluttu á síðasta þingi
ivær eða þrjár breytingartillögur
við skatlalögin, „þar sem lögin
voru í endurskoðun,“ en segir
síðan:
„.... endurskoðun skatta- og
útsvarslaga er mjög vandasamt
verk, svo flókin sem sú löggjöf er
og margt í henni, sem ágreiningi
getur valdið. Erlendis þykir það
ekki tíðindum sæta, þótt endur-
skoðun slkrar Iöggjafar taki
mörg ár, enda eru þar mörg rann-
sóknarefni og nauðsynlegt að
leita upplýsinga margra aðila,
einkum þeirra, er framkvæmdina
annast og mesta reynsluna hafa.
Það mun lika verða á takmörkum,
að milliþinganefnd geti skilað
áliti það tímanlega, að hægt sé
að afgreiða-ný lög á þessu þingi.“
Sé svo, að endurskoðun skatta-
laganna eigi að dragast nokkur
ár enn, sem málgagn fjármálaráð-
herrans virðist jafnvel gera ráð
fyrir og telja eðlilegt, hvað er
þá til fyrirstöðu því, að Alþingi
hefli verstu agnúana af skattalög-
gjöfinni þegar í stað, eins og frv.
Sjálfstæðismanna á þinginu í
fyrra gerði ráð fyrir?
Málverkasýning
Framhald af 1. síðu.
spilum eða slörðu á kvikinyndir.
Og öllu þessu hafði hann afkast-
að í tómslundum rösklega fimm-
tugur að aldri.
Nemendur Hauks heitins báru
mikla virðlngu fyrir honum, og
með honum og þeim tókst gagn-
kvæ;m vinátta. Tveir þeirra hafa
unnið ötullega að því, ásamt öðr-
um vinum málarans hér í bæ og
nágrenni, að koma þessari sýn-
ingu upp. Eiga forgöngumenn
hennar þakkir skilið.
Af myndum á sýningunni eru
45 til sölu, og seldist um fjórði
hlu'i þeirra á fyrsta sýningar-
degi.
Sýningargeslur.
slípað alumínium,
komnar aftur.
Lítið í gluggann.
Verzlun
Eyjaf jörður h.f.
PHKKMIir
galvaniseraður
nýkominn
Verzlun
Eyjafjörður h.f.
ALF ERLING —
10
Bræður myrkursins
— Nei, í nótt vil ég heldur ganga í prjónasokkum, svaraði ívan
Disna og gaut augunum til dyranna, er Ploch lokaði á eftir honum.
Ploch hló.
— Jæja, svaraði hann. — Lá'ið mig sjá stígvélin.
Ivan Disna settist og togaði annað háa stígvélið af sér. — Þarna
eru göt, sjáið þér, sagði hann. — Göt rétt við sólann. Snjórinn fer
þar i gegn. Getið þér sett bætur á þau?
Ploch þreifaði með þumalfingri um götin og horfði á stígvélin
með svip læknis, er rannsakar sjúkling.
— Þau eru slæm, sagði haníi. — Þyrftu að fá almennilegan
plástur. Hvenær þurfið þér að nota þau?
— Ég á aðeins þessi stígvél, og fyrir dögun þurfa þau að vera
tilbúin, svaraði Ivan Disna.
— Fyrir dögun?‘Ég ætti sem sé að gera við þau í nótt?
— Já.
— Það er ómögulegt. Eg hef margt annað að gera.
— En þér megið til með að gera þetta fyrir mig. Eg greiði eins
og þér setjið upp.
— Þér hefðuð átt að koma fyrr.
— Það gat ég ekki, svaraði Ivan Disna, og tók Ploch eftir því,
að hann skotraði augunum til dyranna.
— Ploch virti manninn fyrir sér, og hann deplaði litlu augunum
í sífellu.
— Það er svo mikill asi á yður, að maður gæti ætlað, að sjálf-
ur myrkrahöfðinginn væri á hælum yðar, sagði hann hlæjandi.
— Já, næstum því, svaraði Ivan Disna og gekk fram að dyrun-
um.
— Hvað er um hurðina? spurði Ploch, sem fylgdist af athygli
með hreyfingum hans.
— Ég er að athuga hvort hún er lokuð.
— Óttizt þér lögregluna? spurði Ploch og Ieit á hann rannsóknar-
augum.
— Ivan Disna kinkaði kolli.
— Eg hef peninga, sagði hann og hvarf frá dyrunum. — Gerið
við stígvélin mín og leyfið mér að gista hérna hjá yður. Ég greiði
eins og það kostar.
Ploch horfði á hann og klóraði sér í hnakkanum. Honum var
sjáanlega um og ó að hýsa ókunna manninn.
— Þér hafið kannske gert eitthvað af yður, sagði hann.
— Gert eitthvað af mér? endurtók Ivan Disna.
— Já, eitlhvað, sem gæti veitt yður smáferðalag til Síberíu?
— Nú, þannig meint, sagði Ivan Disna hlæjandi, og Ploch sá
hann aftur gjóta augum til dyranna. — Jæja, jafnvel þótt svo væri,
munduð þér ekki hafa neinn áhuga á að framselja mig lögreglunni,
þegar þér fáið góða greiðslu fyrir verkið og fyrir að lofa mér að
vera hér þangað til birtir.
— Ploch kímdi og sagði:
— Fyrir hvað ætti ég svo sem að segja til yðar? Ég veit ekki,
hver þér eruð, né livað þér hafið gert. En þér getið fengið að vera
hér, meðan ég geri við stígvélin.
— Eg þakka vinsemd yðar, sagði Ivan Disna og stakk silfurrúblu
í lófa skósmiðsins.
— Ifvert þó í .... Eruð þér svona vel fjáður? spurði Ploch.
Þá gef ég glas af tei með brennivíni í kaupbæti.
Ploch, sem var dálítið haltur á öðrum fæti, hökti að veggskáp
og tók þar fram brennivínsflösku. Teketillinn stóð á glóðarkerinu.
Ploch hafði ánægju af að tala við fólk, og honum virtist bvo margt
grunsamlegt við Ivan 4Disna, að það hlyti að vera skemmtilegt að
spyrja hann spjörunum úr. Ploch var, eins og aðrir forvitnir menn,
gjarn á að þaulspyrja náungann.
— Setjist niður, og við skulum rabba ögn saman, sagði Ploch
og skákaði brennivínsflöskunni á borðið.
— læ ég ekki það fljóta viðgerð á stígvélunum, að ég geti kom-
izt héðan í birtingu? spurði Ivan Disna.
— Það er meiri skollans asinn á yður, sagði Ploch og hellti teinu
í glösin.