Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 4
A
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 25. nóvember 1953
Kemur út
hvern miðvikudag. j,
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1
Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutfmi:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6. á laugardögum aðeins 10—12.
Prentsmiðja Björm Jónssoruzr h.f.
Hálmstráið á bakkanum
Eins og kunnugt er, munaði rnjóu við síðustu Alþingiskosningar,
að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út af Alþingi. Hlaut hann 1 einn
— mann kjörinn í kjördæmi, en vegna uppbólarfyrirkomulagsins
féklc hann 5 þingmenn til uppbótar. Þessa útreið hlaut flokkurinn
þrátt fyrir leynileg kosningabandalög við Framsóknarflokkinn í
nokkrum kjördæmum. .
Flokksmenn tóku nú að leggja heilann í blevti og reyna að finna
ráð til að halda velli á Alþingi, þótt fylgið rénaði jafnt og þétt
meðal kjósendanna. Á árabilinu 1926 til 1953 hafði fvlgi flokksins
hrapað úr 39.7 af hundraði í 15.6 af hundraði, og horfði nú til
gjöreyðingar á flokknum. Þá hugkvæmist uppbótarþingmönnum
flokksins, Hannibal Valdimarssyni, Gylfa Þ., Emil og Eggert að
bera fram frumvarp til laga um kosningabandalög, er tryggi minni-
hlutaflokkum þingsæti. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að flokkar geti
stofnað með sér opinber kosningabandalög, þar sem flokkarnir
bjóði þá fram hvor eða hver í sínu lagi, en sá eða þeir, sem færri
atkvæði fá, láni þau þeim atkvæðahæsta í bandalaginu, ef hann
með því gæti borið sigur af hólmi yfir þeim, sem raunverulega væri
kosinn. Nánar er þetta ákvæði skýrt svo í greinargerð:
;,í einmenningskjördæmum verður þetta á þann hátt, að atkvæði
bandalagsflokkanna eru lögð saman, ef frambjóðandi hvorugs
þeirra nær kosningu. Nægi það til þess, að sá frambjóðandi þeirra,
sem hærri átkvæðatölu hlaut, sé kosinn, reiknast öll atkvæðin hon-
um, og nær hann þá kosningu. Ef samlagning atkvæðanna nægir
hins vegar ekki, reiknast atkvæðin þeim frambjóðanda, sem þau
eru greidd.“
Með öðrum orðuin: Ef Framsóknarmaður í kjördæmi gæti náð
kosningu með því að fá lánuð öll atkvæði Alþýðuflokksins, verða
þau reiknuð Framsóknarmarminum, — annars heldur Alþýðu-
flokksmaðurinn þeim! Dæmi: Ef slíkt bandalag hefði verið gild-
andi milli Alþýðuflokksins og Framsóknar við síðustu kosningar
lil Alþingis, hefðu atkvæði A-listans í Eyjafjarðarsýslu verið gefin
Tómasi Árnasyni, alkvæði Ólafs Ólafssonar í Snæfellsnessýslu gefin
Bjarna Bjarnasyni, Gunnlaugs Þórðarsonar í Barðastrandasýslu
gefin Sigurvin Einarssyni, Hauks Jörundssonar' í Borgarfjarðar-
sýslu verið gefin Benedikt Gröndal o. s. frv. Kjósendur þessara
flokka í áðurnefndum héruðum hefðu því ekki fyrirfram vitað,
hverjum þeir voru að ljá atkvæði sín. Það hefði bara verið reiknað
út á eftir.
Þannig lítur þá í höfuðdráttum út þetta hálmstrá, sem Alþýðu-
flokkurinn hefir gripið í á bakkanum, meðan straumurinn ber
hann í áttina að feigðarósnum.
Er tímabært að segja upp hervernd
landsins ? \
Þjóðvarnarmenn á Alþingi flytja þar þingsályktunartillögu um
uppsögn herverndarsamningsins við Bandaríkin, og kröfðust þeir
útvarpsumræðna um tillöguna. Fóru þær fram síðastliðið fimmtu-
dagskvöld.
Ekki varð þess vart, að kommúnis’a og Þjóðvarnarmenn greindi
á í varnarmálunum. Báðir lögðu jafn ríka áherzlu á, að varnarlið-
inu væri komið á brott og landið látið óvarið, og vissu það raunar
allir fyrir, að þar gengi ekki hnífurinn á milli.
Af hálfu Sjálfstæðismanna talaði Jónas G. Rafnar, þingmaður
Akureyrar fyrstur, og er ræða hans birt á öðrum stað hér í blaðinu.
Auk hans talaði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, sem á s.l.
kjörtímabili fór með utanríkis- og varnarmál í ríkisstjórninni, og er
því allra manna kunnugastur þeim rökum, er til varnarsamningsins
^iggja-
Um afstöðu kommúnista til varnarmáianna sagði hann m. a.:
„Kommúnistar kröfðust þess .... slfax 1939, að varnir lands-
ins væru tryggðar. Þeir gerðu það vegna þess, að það hentaði þá
hagsmunum Rússa. Sama skoðun kom enn fram hjá Brynjólfi
Bjarnasyni á Alþingi 1941, þegar hann sagði, að á íslandi mælti
skjóta án miskunnar, ef það aðeins kæmi Rússum að gagni í vörn
Sngfþnrrknn og1
rafmagn»iala
Við eigum að já þyrilvængju til
sjúkraflugs. — Rödd úr Mýra-
hverfi. — Frœðimennska Braga.
KUNNUR MAÐUR úr flugþjónust-
unni lieflr sent mér eftirfarandi línur:
,,I>að gleð'ur mig a'ð heyra, að vökn-
uð skuli hreyfing fyrir því að fá keypta
sjúkraflugvél til slaðsetningar á Akur-
eyri.
Sjúkraflug heflr verið rekið í nokk-
ur ár, og það verður að játa, að Björn
Pálsson hefir unnið þar ötult braut-
ryðjendastarf.
Ef við förum að hugsa um stofnun
sjúkraflug hér á Norðurlandi, verðunt
við að byggja á reynslu Björns Páls-
sonar. Og«hún er sú, að flugvél sú, er '
hann notar nú, er of lítil til síns brúks.
Þess vegna vinnur hann að því að fá
stærri og hagkvæmari vél til þessarar
nolkunar.
I
Ef þeir menn, sem nú beita sér fyrir
að fá sjúkraflugvél fyrir Norðurland,
hyggja á að kaupa þá flugvél, er Björn
notar um þessar mundir, ntega þeir
ekki lála sér sjást yfir það, að hún er
lítil og ófullkomin lil þeirrar notkun-
ar, sem henni er ætlað. Þegar hún
kemur með sjúkling, sem á að fara í
Sjúkrahús Akureyrar, verður hún að
lenda á flugvellinum, og sjúklingurinn
síðan að flytjast í sjúkrabifreið f spít-
alann. Ef við í hennar stað fengjum
þyrilvængju (helicopter), gæti hún
lent við dyr sjúkrahússins, og sjúkling-
urinn komizt þannig strax á skurðar-
borðið eða í rúm sitt og losnað við
þjáningarfullan hristing í sjúkrabif-
reið.
IIÉR Á NORÐURLANDI getum við
reiknað með snjó sex til sjö mánuði
ársins. Þá getur oft verið bundið erfið-
leikum að lenda úti á flugvöllunum, en
þyrilvængjan getur lent við hvaða
sveitabæ sem er og tekið sjúklinginn
um borð beint úr rúminu.
Auk þess er þyrilvængjan tilvalin til
björgunar tarfa og leitar. Tlún getur
Allir þeir bændur, sem hafa
súgþurrkað hey, ljúka upp einum
munni um það, að slík heyverkun
sé mjög eftirsóknarverð og bjarg
ræði í óþurrkatíð, og ævinlega
ákjósanleg, ásamt votheysverkun,
en um hana skal hér ekki rætt í
þetta sinn.
Við súgþurrkun er um tvennl
_______________________
staðnæmst í loftinu, sern venjulegar
flugvélar geta ekki.
Allt mælir þetta með því, að menn
velji þyrilvængjuna til sjúkraflutninga
og leitar að týndum mönnum. Og það
æt:i ekki að vera óframkvæmanlegt að
safna nægilegu fé til kaupa á henni.
Til slíkra hluta myndu flestir leggja
sinn skerf fram.“
KONA ÚR MÝRAHVERFI hefir
tjáð mér, að þar ríki megn óánægja
meðal húsmæðra yfir því að þurfa að
sækja mjólkina niður í bæ, eftir að
verzlun með aðrar nauðsynjar er risin
í hverfinu. Kveður hún verzlunareig-
andann liafa gert allt, sem í hans valdi
stóð til að fá mjólk til sölu hjá Sam-
laginu, en því verið neitað. Að vísu sé
Kaupfélagið okkar að koma upp verzl-
unarbygglngu í hverfinu, en hún telur
cig ekki geta skilið, hvað verið hafi því
til fyrirstöðu, að sú verzlun, er þegar
var stoínuð í hverfinu, fengi mjólk f
umboðssölu þangað til KEA gat tekið
við þeirri þjónustu. Nú muni allt kapp
vera lagt á að undirbúa mjólkursölu í
húsakynnum KEA í hverfinu, hvað
sem öðru líður, og sé það í sjálfu sér
allrar virðlngar vert. En þetta dæmi
bendi til þess, að það sé ekki
þjónustan við fólkið, sem sé efst á
blaði hjá því fyrirlæki.
FUNI SKRIFAR: „í fátæklegri
óvirðingargrein um ættingja og venzla-
menn Thor Jem en í Alþýðumanninum
10. þ. m., telur ritstjórinn Jóhann Ilaf-
stein alþm. tengdason Richards Thors.
Þó að slík fræðimennska í jafn lítil-
fjörlegu blaði skipti ekki miklu máli,
vildi ég leyfa mér að benda á, að Jó-
hann Ilafstein er tengdasonur Hauks
Thors en ekki Richards. Tel ég nauð-
synlegt fyrir fræðimenn, er fara í
göngur að hausti og draga menn í
réttir, að vita sem bezt skil á mörkum.“
að velja sein aflgjafa, olíu eða
rafmagn. Rafmagnið framleiðum
við í landinu, en olíuna verður
að flytja inn, og kostar hún dýr-
mætan gjaldeyri. Þetta eitt ræður
því, að velja ber rafmagnið, svo
framarlega sem það er elcki selt of
háu verði.
Þá ber og að athuga það, að 10
hestafla dieselmótor kostar allt að
fimmföldu verði 10 hk. rafhreyf-
ils.
Og enn má geta þess, að olíu-
hreyflarnir reynast víða illa. Hafa
bilað á miðju sumri og valdið
slórtjóni, er hitnaði í heyinu, sem
inn var komið. Viðhald þeirra er
mikið og dýrt og daglegt eftirlit
nokkuð mikið.
Aftur er það að segja um raf-
magnshreyflana, að ekkert þarf
þar um að hugsa, rxema setja þá í
gang og' stöðva þá, þegar þar að
kémur, svo framarlega að hreyf-
illinn og blásarinn hafi verið rélt
valdir saman og niðuTse'.ning í
góðu lagi.
Af þessu öllu er ljóst, að fyrir
þjóðina alla skiptir það miklu
rnáli, að sigrast á óþurrkunum,
framleiða bæði meira og betra
fóður, því þá dregur úr innflutn-
ingi fóðurbætis, sparar gjaldeyri.
Og til þessa eigum við að nota
rafmagnið. Olíuhreyflar eru að-
eins neyðarúrræði bæði vegna
verðs og viðhalds og svo vegna
þess, að inn verður að flylja
brennsluefnið og eyða þar til
gjaldeyrisforða þjóðarinnar.
En hvernig er svo unnið að því
að konxa þessum málum í æski-
legt horf? Það má næstum segja,
að ríkisstjórnin sé einvöld í þess-
um málum og á ég þar við Raf-
magnsveitur ríkisins. Þær gefa út
reglugerðir og gjaldskrár stað-
festar af ráðherra þeim, er slík
mál heyra undir. Það mætti þvi
gera ráð fyrir, að um þessi mál
fjölluðu vitrustu og beztu menn,
sem liefðu þau ein sjónarmið, að
stuðla að og styrkja hverja þá
viðleitni, sem fram kæmi til að
bæta hag þjóðarinnar.
Allt fram á síðustu ár hafa
bændur verið háðir veðurfari, átt
allt sitt „undir sól og regni“ og
ekki ósjaldan tapað glímunni.
Hins vegar eygja bændur nú það
takmark að sigrast á rosanum
með bæltum tækjum til heyverk-
unar. En ríkisvaldið verður að
koma til móts við þá, dreifa raf-
magni sem víðast um sveitir og
selja orkuna það lágu verði, að
bændur keppi að því að notfæra
sér hana, báðum til hagsbóta.
Ef við lítum á gjaldskrá Hér-
aðsrafveitna ríkisins frá 10. marz
1952, C-Iið 4, þá sjáum við þar,
að rafmagn má selja til súgþurrk-
unar á heyi kr. 0.15 hverja kíló-
wattstund auk faslagjalds með
50% afslætli.
I framkvæmd hefir þetta verið
þannig í minni sveit, að við
greiðum kr. 0.12 fyrir hverja
kwst. auk fastagjalds kr. 150.00 á
Framhald á 6. síðu.
þeirra gegn Þjóðverjum. Nú vilja kommúnistar varnarleysi ís-
lands, af því að það hentar Rússum eins og sakir standa. Það er
þjónustan við Rússa, sem nú ræður gerðum kommúnista í þessu ,
eins og endranær.“
AHar ræður lýðræðisflokkanna þriggja hnigu að því, að enn
væri ekki tímabært að ofurselja ísland algjöru varnarleysi, enda
þótt endi hafi verið bund.nn á Kóreu-styrjöldina. Víða eru enn
viðsjár í heiminum, sem leitt gætu til nýrrar styrjaldar, án þess að
hún geri boð löngu á undan sér. Hitt er svo jafn sjálfsagt, að við
forðumst hvers konar óþarfa samneyti við það erlenda herlið, sem
af illri nauðsyn verður að vera í nábýli við okkur um stundar-
sakir.
Framkoma hins erlenda vinnuveitanda á Keflavíkurflugvelli,
Hamillonsfélagsins, hefir vakið mikla gremju, þar sem það virðist
lítt virða íslenzkar venjur um launagreiðslur o. þ. h. Eiga því ís-
Ienzkir aðilar í sífelldum útistöðum við það. Virðast þær og hafa
ágerzt, er varnarmálin voru tekin í sérstikan málaflokk við skipan
hinnar nýju ríkiss'jórnar, enda sagði þá varnarmálanefndin af sér
slörfum. En að öðru leyti er sambúðin sízt verri en við má búast,
þar sem erlendur her er í landinu, þar sem hinir innbornu hafa sína
sérstöku menningu og lífsviðhorf.