Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 6

Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGliK Miðvikudagur 25. nóvember 1953 Þýxku Uikhbolarnir komnir. Verzlun Evjaf jörður h.f. ekki mildast. Og að því kemur fyrr en varir, að hinir grímu- klæddu fylgismenn kommúnism- ans, hverjum nöfnum sem þeir nefna sig, geta ekki lengur dulizt fyrir kjósendunum í landinu — og verður skipað þar á bekk, sem þeir eiga heima. Einn af þeim mönnum, sem vegna starfa sinna fyrir íslenzku þjóðina hefir hvað mest orðið fyrir níði kommúnista, er Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra. Það var einmitt gæfa okkar ís- lendinga á örlagaríkum tímum, að við áttum jafn mikilhæfum manni og Bjarna Benediktssyni á að skipa í sæti utanríkismálaráð- herra. Og það er einmitt það, sem' kommúnistum gremst mest. Góðir Islendingar! Til þessa hefir frelsisþráin og samúðin með varnarbaráttu lýð- ræðisaflanna í heiminum ráðið gerðum okkar. Er við gengum í Norður-Atl- antshafsbandalagið skipuðum við okkur í fylkingar hinna frjálsu og lýðræðisunnandi þjóða. Með því mikilsverða skrefi vildum við tryggja, bæði okkur sjálfa og nágrannaþjóðir okkar, fyrir hugs- anlegri árás. Á viðsjárverðum tímum tók þjóðin á sig vandkvæði sambúðar við erlent varnarlið í því skyni að freisla þess- að tryggja enn frekar öryggi og sjálfstæði landsmanna. Ákvörðunin um herverndina var ekki tekin vegna breytts hug- arfars eða breyítra skoðana ís- lendinga á hernaði —, heldur vegna ástands í heimsmálunum, sem íslenzka þjóðin sjálf hafði ekki átt minnsta þátt í að skapa. Með herverndarsamningnum staðfestu og viðurkenndu íslenzk stjórnarvöld þá sannfæringu yfir- gnæfandi meiri hluta þjóðarinn- ar, að algert varnarleysi landsins á róstutímum byði hættunni heim. Flutningsmenn þeirrar tillögu, sem hér er til umræðu, og fjallar um að vísa varnarliðinu úr landi, háfa hvorki í greinargerð fyrir tillögunni eða i málflutningi sín- um, komið með nein þau rök, sem leiði til þess, að nú sé ástæða til að breyta stefnunni, sem á sín- um tímum var mörkuð í varnar- málunum af öllum julltrúum lýð- rœðisflokhanna á Alþingi. Fyrir þessari tillögu mun því liggja að falla — og flutnings- menp hennar hljóta þann sóma af málatilbúnaðinum, sem efni standa til. Ferðatðshur margar stærðir, nýkomnar. Verzlun Eyjaf jörður li.f. Vantar röskan SENDISVEIN frá 1. janúar næstkomandi. AkiicetftarApildz O. C. THOBAREN.SEN HAFNARSTRÆTI 104 SIMI 32 SPILAKVÖLD Skagfirðingafélagið hefir spilakvöld í Hafnarstræti 88 (Ásgarði) sunnudag- inn 29. nóv. kl. 8.30 síð- degis. — Dansað á eftir. Stjórnin. SMOKINGFÖT á meðalmann, sem ný, til sölu. — A. v. á. SKÓLASTÚLKA óskar eftir atvinnu 2—3 tíma á dag eða kvöldsetu hjá börn- um. Upplýsingar í síma 1191 Allt fæst í ESJU! Spyrjið um það, sem yður vantar. ' Samkeppnisverð á öllu. Síminn er 1 23 8. Sendi heim. VerzL Esja Strandgötu 23, Byggðaveg 114. Augiýsið í íslendingi -------D------- NIT A háreyðingarmeðal. -------D------- Day Dcw make up. 4 litir. -------D------- Barnsipeysiir í mörgum gerðum og litum. Drífa Aliamiiiitiiii SkaftpoUar Pottar Kaffikönnur Katlar. Verzlun Eyjaf jörður h.f. Súgþurrkun og raímagnssala Framh. af 4. bls. hvert kílówatt. Hefir faslagjaldið numið frá kr. 505.00 og upp í kr. 1650.00 meðal 12 bænda, er allir nota rafmagnshreyfla. Þegar fastagjaldinu er dreift á kws'., þá kostar hver frá 22 aurum og upp í 42 aura. Á sama tíma er raf- magn til hitunar húsa að nætur- lagi selt á 9V2 eyri hver kwst. Það mundu nú flestir svara því til, að þetta væri eðlilegt, þar sem afgangsrafmagn væri svo mikið á næturnar. Þetta er líka rétt, en þess ber og að gæta, að yfir hey- skapartímann er líka til rafmagn, sem ekkert er með að gera og fundið fé fyrir virkjanirnar að selja, þó við mjög lágu verði væri. Þessu til staðfestingar vil ég geta um, að ekki þurfti að láta nema aðra vélasamstæðuna ganga í sumar í Laxárveitu, þó báðar liafi ekki getað varnað spennu- falli á öðrum árstíma. Þetta sannar það, að veiturnar geta og eiga að selja rafmagn til heyþurrkunar líku verði og til nælurkyndingar vegna þess að í báðum tilfellum er um afgangs rafmagn að ræða. Svo má líka ekki gleyma því, að það er þjóð- arhagur að sem ílestir bændur súgþurrki hey sín. En svo að lokum verð ég ögn að víkja að aðalósómanum, þ. e. fastagjaldinu. Það mætti ætla að þetta væri leiga eftir hreyflana. Veiturnar legðu þá til. Ekki er nú svo vel. Bóndlnn ber þar allan kostnað, sem er ekki svo lítill, því rafvirkjarnir vilja hafa sitt. Á hverju byggist þá þessi þungi skattur, sem nemur samkvæmt framansögðu á bændur á Sval- barðsströnd frá kr. 505.00 og upp í kr. 1650.00 eftir stærð hreyfla? Ælli hann byggist ekki á tómri viileysu? Því er þá ekki heimtað- ur fastur skatlur af öllum tækj- um, sem nota rafmagn, í sama hlutfalli, þar með hitunartæþj um húsa, ef slíkt væri eðlilegt og sanngjarnt. Allt bendir til þess, að okkar góðu stjórnendum hafi orðið vits vant, er þessi skattur var á okkur lagður. Sameinumst allir bændur í kröf- um um, að þetta verði lagfært hið bráðasta. Það er réttlætiskrafa. Tungu, 10. nóvember 1953. Jóhannes Laxdal. Gacsodúnn I. fl. yfirsængurdúnn Dúnhelt léreft Fiðurhelt léreft Damask. Verzlun Evjaf jörður h.f. með spegli, ódýrar, kr. 48.50 og 68.50 hentugar í baðherbergi. Verzlun Eyjaf jörður h.f. Bræður m y r k u r s i n s — Það er nú ekkert furðulegt, þegar maður er á glóðum um að verða gripinn, sagði Ivan Disna og lagði eyrað við hurðina. Jafn- framt reyndi hann í þriðja sinn, hvort hún væri læst. — Ilér þurfið þér ekkert að óttast, sagði Ploch með daufu brosi. — Ilingað kemur aðeins fólk, sem ég þekki. Ég átti yður að segja von á nokkrum kunningjuin mínum til að spila, en þegar þér bönkuðuð á dyrnar, hélt ég, að það væru þeir, — annars hefði ég ekki opnað. — Ég hef þá verið heppinn, að kunningjar yðar voru ekki komnir, sagði Ivan Disna. Ploch hellti nú drjúgum af brennivíninu út í teið. — Spilið þér? spurði hann og kveikti í vindlingsstúf. Ivan Disna kinkaði kolli og saup á glasinu. — Eigum við að taka nokkur spil? spurði Ploch, sem var svo sólginn í að spila, að hann lét aldrei tækifærið ganga sér úr greip- um, ef möguleikar á því að grípa í spil voru fyrir hendi. — En slígvélin? spurði Ivan Disna. — Verið þér rólegur. Nokkrum smábótum skelli ég á á tæpum klukkuthna. Það er nógur tími. Klukkan ekki orðin tólf, svaraði Ploch um leið og hann stóð upp og gekk yfir að skápnum til að sækja spilin. Ivan Disna hafði litið vel í kringum sig, meðan á þessum orða- skiptum stóð Sjakalaaugu hans voru fljót að greina smámun- ina, og þá geymdi hann vel í minni. Herbergi Plochs, sem var allt í senn: svefnherbergi hans, borð- stofa og vinnustofa, var búið fátæklegum húsmunum. Hin hvössu augu Ivans Disna sáu ekkert, er styddi að grun þeim, er Sarkas fursti hafði á þessum manni. Ploch var nú kominn með spilin, og spilamennskan hafin. Ploch vann nálega hvert spil, og heppnin jók áhuga hans. I hvert skipti, er Ivan Disna minnti á stígvélln, endurtók hann: — Aðeins þrjú spil ennþá. Hann var ekki í vafa um, að Ploch hefði rangt við, en lét sem hann yrði þess ekki var. Hugur hans var bundinn við allt annað, og meðan gljáandi rottuaugu Plochs störðu á spilin, hafði Ivan Disna gott tækifæri til að virða fyrir sér sólgna persónu hans. Ivan Disna var mannþekkjari. Þekkingar á manninum og hneigð- uin hans hafði hann aflað sér með ástundun í starfi sínu sem lög- reglumaður, og augu Plochs, grannir fingur hans, sem líktust klóm, nef hans, sem var bogið og hvasst eins og goggur, — í stuttu máli öll hin óhreinlega persóna litla Pólverjans var talandi votlur þess, að Ploch væri maður, sem gerði hvað sem væri fyrir peninga. Meðan þeir spiluðu og Ploch vann hverja rúbluna á fætur ann- arri, notaði Ivan Disna tækifærið til að gera sinar athuganir, unz spilamennskan var skyndilega trufluð m^ð höggum á útihurðina. Ivan Disna tók aftur til við leikhlutverk sitt, stökk á fætur og svipaðist um með flóttalegu augnaráði. — Þér þurfið ekkert að óttast, sagði Ploch og hló við um leið og hann sópaði spilunum saman. — Þetta eru bara kunningjar mínir, sem ég er vanur að spila við. Ivan Disna virtist ekki treysta orðum hans, því að hann hélt áfram að svipast um eftir einhverju fylgsni. Ploch hélt áfram að fullvissa hann um, að engin hætta væri á ferðum, og gekk síðan til dyra. Hann dró lokuna frá, og tveir hávaxnir, kraftalegir menn, íklædd- ir síðum úlpum, kornu inn. Þegar þeir komu auga á Ivan Disna, sem stóð við borðið, stönz- uðu þeir, og annar maðurinn benti á hann og spurði: — Hver er þetta, Ploch? — Ég ábyrgist hann, félagar, sagði Ploch. Ábyrgð Plochs virtist friða mennina, því að þeir gengu nú innar, en Ploch lokaði hurðinni og skaut slagbrandi fyrir. Ivan Disna virti nú þessa tvo menn fyrir sér, og hárfín skynjun, 6

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.