Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 8

Íslendingur - 25.11.1953, Blaðsíða 8
MessaS á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e.h. Jólaföstuinngangur. (F. J. R.) MessaS í skólahúsinu í Glerárþorpi um næstu helgi. Nánar auglýst í út- varpi. (P. S.) Kirkjugifting. Þann 21. nóv. voru gefin saman í Akureyrarkirkju ungfrú Sigurlaug Stefánsdóttir og Jakob Her- mann Jónsson starfsmaður við Laxár- virkjun. Ileimili þeirra er að Brekktt- götu 12, Akureyri. I. 0. 0. F. — Rb.st. 2 — 10211258Vi I. 0. O. F. = 13511278% — /// Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 5—6 ára börn í kapell- unni. 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjastjórar mæti kl. 10.10. Fundur í drengjadeild- inni kl. 5 á sunnudaginn kemur í kapellunni. Litmyndir frá Egyptalandi og Nai- robi verða sýndar á Sjónarhæð kl. 5— 5.30 á sunnudaginn, með skýringum frá ferðalagi A. Gooks. S. G. J. talar á eftir. Miðvikudag kl. 8.30 samkoma fyrir kvenfólk. Fimmtudag kl. 6 sam- koma fyrir ungar stúlkur (saumafund- ur), laugardag kl. 5.30 samkoma fyrir d.engi. Allir velkomnir. lljónaejni. Ungf.ú Karitas S. Mel- stað Bjarmastíg 2 og Sverrir Ragnars- son Norðurgötu 40 Akureyri. Bazar. Kvenféiagið Framtíðin hefir bazar í ltúsi Alþýðuflokksfélaganna í Túngötu 2 þriðjudag'.nn 1. desember. Húsið opnað kl. 4 síðdegis. Aheit á Strandarkirkju frá N. N. kr. 25.00. Bazar og kaffisölu með skemmtiat- riðum heldur kvenskátafélagið „Val- ky.jan“ í Varðborg sunnudaginn 29. nóv. Bazarinn hefst kl. 2 og kaffisalan kl. 2.30 og kl. 4. HestamannafélagiS Léttir heldur að- alfund sinn miðvikudaginn 2. des. að Hótel KEA (Rolarysalnum) kl. 8 e. h. Skrijstofur Rajveitunnar flytja í ný húsakynni í Landsbankahúsinu Strand- götu 1 nú í vikulokin. Ntærstíi »fellið« I Sllllðlllll F réUatiUcynning. Hirin 2. nóvember s. 1. var í Óskarshöfn í Svíþjócf lagður kjölur að nýju kaupskipi fyrir Samband íslenzkra samvinnufél- aga. Verður skipi þessu væntan- lega hleypt af stokkunum í byrj- un maí næsta vor, og áætlað er, að það verði fullsmíðað í ágúst- mánuði. Þetta nýja „fell“ verður stærsta skip samvinnumanna, 3300 þunga- lestir og með milliþilfari. Það verður 270 fet að lengd og búið Noah-Polar dieselvél. Að útliti og útbúnaði verður skipið eins og Arnarfell. tcndixiaMr Miðvikudagur 25. nóvember 1953 Annall lslendings >00000000000000000000004 Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, settur biskup yfir íslandi, unz nýr biskup verður skipaður. Kollótta ¥e§tfjarðak^nið álitlesa§ti istoftiiiiin Fjárskaðar í Fljótum 12. okt. ekki teljandi Saurbœ í Fljótum 10. nóv.: Þetla nýliðna haust hefir verið hálf leiðinlegt hér í Fljótum, þó ekki sé hægt að telja það með verstu haustum. Um tíð skipti hér verulega með byrj- un september, og úr því var tíð mjög í andstöðu við hið liðna heyskapar- tímabil. Þó gerði hér aldrei stórrign- ingar, og frost voru alltaf væg. Nýttust því allar heyleifar frá sumrinu til hins ýtrasta, svo að ekkert fang af heyi fór til spillis, svo ég vissi. Allflest.r náðu garðamat sínum óskemmdum. Aftur á móti gengu fjallleitir illa að þessu sinni. Á því tímabili, er þær fóru fram, voru þokur tíðar, og urðu því leitir víða gagnslitlar. llér í sveit eru heimt- ur ekki góðar, og er óvanalegt, því hér heimtist vanalega vel. — Töluvert hefir borið á dýrbít hér í haust, og virðist sem tófur aukist hér við hvert greni sem unnið er. Hér í hreppnum höfum við það góða grenja- skyttu, að hvert einasta greni, sem íundizt hefir árunt saman, hefir unn- izt. Ilafa ekki sloppið nema þeir refir, sem aldrei hafa komið nálægt greni. Grenjaskytta okkar er Alfreð Jónsson, bóndi á Reykjarhóli. Þrátt fyrir hans ágætu grenjavinnslu, virðist tófunni ekki fækka. Geta menn þess til, að á stöðum, sem komnir eru í eyði, s. s. í Héðinsfirði og Ulfsdölum, séu blátt áfram uppeldlsstaðir fyrir refinn. Væri þörf á að þetta væri alhugað, þar sem umkvartanir koma um fjölgun refa hvaðanæva af landinu. Fé var vænt hér í haust eftir hið góða sumar. En íyrir óhagstæða veðr- áttu rétt í byrjun sláturtíðar, og að hún gekk mjög seint, voru dilkar þeir, sem síðast var fargað, farnir að tapa. . Ilrútasýning var haldin að Reykjar- hóli 30. sept. Var það fyrsta sýning á vegum fjárræktarfélags, sem stofnað var hér á s. 1. vetri. Þátttaka var ágæt í sýningunni. Flestir bændur hreppsins þar saman kornnlr með hrúla sína. Er óhætt að fullyrða, að svo al- menn þátttaka hefir aldrei orðið á hrútasýningu í Holtshreppi, slðan þar var byrjað að sýna hrúta. Stjórn fjár- ræktarfélagsins var mætt á sýningunni, en í henni eru Alfreð Jónsson bóndi Reykjarhóli, Símon Jónsson bóndi Ný- rækt og Vilhjálmur Guðmundsson bóndi Ilraunum. Má óefað þakka stjórninni hina góðu þátttöku, því að hún lét aka hrútunum til og frá sýn- ingarstað. Er það spor í rétta átt, þar sem unnt er að koma bílum við, því menn eru ófúsir að reka þungfæra hrúta langan veg. Var þessi dagur mörgum bónda hér ánægjulegasti dag- ur haustsins. Sýndir voru 45 hrútar. Hlutu 15 þeirra I. verðlaun, 14 önnur og 9 þriðju verðlaun, 7 dæmdust ónotliæfir. Bú- fjárræktarráðunautur sýslunnar, Ilar- aldur Árnason. Sjávarborg, dæmdi á sýningunni. En meðdómendur voru Hartmann Guðmundsson bóndi Þrasa- stöðum og Jón Guðbrandsson bóndi Saurbæ. Flestir voru hrútar þeir, er I. og II. verðlaun hlutu, prýðilegar kindur, og einkenndi þá flesta ágætt mál á þá þyngd, er þeir höfðu. Enginn I. flokks hrúturinn hafði innan við 110 sm. brjóstummál og upp í 119. Og enginn innan við 24 sm. spjald og upp í 28. Tvelr voru tvævetrir og tveir vetur- gamlir, og eru þeir ekki með í ofan- greindu máli. Af fyrsta flokks hrút-. unum voru þesslr úr Reykjafjarðar- lireppi við Djúp: 1 frá Þúfum og 2 veturgamlir, fæddir hér undan hrútum frá Þúfum og ám frá Garði í Skútu- staðahreppi, S-Þing., tveir írá Reykjar- firði, 1 f.á Miðhú-um, 1 frá Keldu, 1 frá Látrum. Ur Nauteyrarhreppi við Djúp: 2 frá Laugabóli, 1 frá Múla, 1 frá Hamri, 1 frá Ármúla. Tveir voru frá Garði í Skútustaðahreppi, báðir hy.ntlr. Af þessum I. fl. hrútum voru 10 kollóttir. Virðist því kollótti stofn- inn írá Djúpi hafa sýnt rækilega yfir- burði á þessari sýningu, og ættu menn að yfiríara það rækilega, sem okkar ágæti sauðfjárræktarráðúnautur, Hall- dór Pálsson, hefir ritað um þennan stofn á undanförnum árum, áður en þeir blanda hann mikið hyrndu fé. Þess er getlð, að þá er Þuríður sundfyllir hafði með vísdómi sínum ánafnað 1: firðingunt vísan fiskiafla á hinu íengsæla Kvíarmiði, þá hún í launaskyni eina á kollótta af hverjum búanda við Isafjarðardjúp. Væri þessi sögn rétt, því þurfti ærin endilega að vera kollótt? Voru þar á feið keipar gömlu konunnar, eða var þá betri stofn kollóttur en hyrndur við ísafjarðar- djúp? Sennilega eiga nútímamenn erf- itt með að vita hið rétta í þessu, en í gömlum sögnum er oft falinn vís- dómur. Fjárskaðar urðu ekki hér í hreppi svo teljandi væri í foráttuveðrinu, sem gekk yfir Norðurland og vlðar 12. október. Menn smöluðu fé sínu þann 11. og hýstu það flestir þá nótt. Má óefað fullyrða, að það dag.verk borg- aði sig vel, því fé var víða langt frá og blindbyhtr daginn eftir. Hefði því féð mátt vera þar sem það var komið þann dag, og óvíst um afdrif þess. Fé hefir staðið hér inni 2 daga, það sem af er vetri, og sumir gefið með beit síðustu viku. /. G. ___*______ Fréti-amenin blaðsins eru áminntir um að senda því sem oftast fréttir af því helzta, sem gerist í þeirra umdæmi, og fréttnæmt getur talizt. Valkyrjan Kvenskátaíélagið „Valkyrjan“ er félagsskapur, sem of sjaldan er getið. Hann vinnur í kyrrþey, en í hann hafa fjölniargar ungar stúlkur þessa bæjar sótt gott eitt, og hann hefir haft á þær þrosk- andi og göfgandi áhrif. Sá skáiaforingi, sem mestan þátt átti í því að koma félaginu í það horf, sem það er nú, var Brynja sáluga Hlíðar. Þólt hún gegndi ábyrgðarmiklu starfi og hefði mörg áhugamál, hygg ég, að kvenskátafélagið hafi verið henni ástfólgnast. Því helgaði hún krafta sína óskipta og til hennar gátu skátastúlkurnar komið með öll sín vandamál, og úr öllu var leyst, eftir því sem föng voru á. Eftir að hún féll frá, hefir félagið leitast við að starfa í sama anda. Það sem aðallega hefir háð starfsemi félagsins er, að það hef- ir ekki átt neitt félagsheimili. Nú hefir þetta litla félag ráðizt í að kaupa hæð í húsi, sem Brynja sál- uga Hlíðar átti, end^ hafði hún m.a. byggt það í þeim tilgangi, að skátastúlkurnar ættu þar athvarf. Að vísu hefir félagið fengið nokk- urn styrk frá bænum, en betur má ef duga skal, og er þe'.ta mikið á- tak fyrir svo fámennt félag, þar sem og flestir félaganna eru börn að aldri. Næstkomandi sunnudag hyggst kvenskátafélagið hafa bazar og kaffisölu í Varðborg til fjáröflun- ar. Þar verða einnig ýms skemmti- atriði. Góðir Akureyringar, komið í Varðborg á sunnudaginn, drekk- ið kaffið yðar þar og skemmlið yður. Með því hjálpið þér skáta- stúlkunum til þess að eignast sitt eigið félagsheimili. Akureyri, 23. nóv. 1953. Maja Baldvins. ____ Landikcpimi I bridg-e var nýlega háð í Reykjavík. Tóku þátt í henni 8 sveitir, 5 úr Reykja- vík, 1 af Akureyri, 1 frá Siglu- firði og 1 úr Hafnarfirði. Keppn- ina vann sveit Harðar Þórðarson- ar Reykjavík með 12 vinningum, en önnur varð sveit Sigurðar Kristjánssonar Siglufirði með 11 vinninga. Sveit Karls Friðriksson- ar Akureyri varð 5. í röðinni með 8 vinninga, en 4. sveit hafði 6Ömu vinningatölu. í Akureyrarsveit- inni spiluðu: Ármann Helgason, Björn Einarsson, Halldór Helga- son, Mikael Jónsson, Steinn Stein- sen og Þórir Leifsson. Ritsafn Jóns Trausta I—VIII. Bókaverzl. Edda h.f. Akureyri. Björgunar kipið Sæbjörg bjargar 3 bændum á Barðaströnd af biluðum báti, er þá var að reka upp í brimgarð- inn við Kögur í foráttubrimi. * » * Stórskemmdir af eldi urðu i tré- smíðaverkstæði á Akranesi og í hey- hlöðu að Saurbæ á Rauðasandi. * # « Kjölur lagður að fyrsta stálskipinu, sem byggt er á Islandi, í skipasmíða- stöð Stálsmiðjunnar í Reykjavík. * * « Brezki fjallgöngumaðurinn Ilillary, sem var annar tveggja manna, er kom- ust upp á hæsta fjallstind jarðarinnar, Mont Everet í Ilimalayafjöllum á llðnu sumri, boðinn hingað til lands að flytja fyrirlestra og sýna litmyndir af förinni. » * Ríkisstjórnin gengur frá 6 millj. kr. Iáni til smáíbúða. Athugasemd Herra ritstjóri! Ég sé, að í leiðara blaðs yðar, „lslendings“; sem út kom 18. þ. m., er vitnað innan gæsalappa i tvö orð, sem eiga að hafa fallið mér af munni í útvarpsviðtali við síra Ásgeir Ásgeirsson 18. okt. s.l. Það skiptir út af fvrir sig ekki miklu máli, að annað þessara tveggja orða er ekki rétt liaft eft- ir, og hefði það þó verið skemmti- legra, að ekki lengri ívitnun fengi staðizt. Hitt er verra, að sam- hengi er ruglað og írásögnin í heild þess vegna mjög villandi. Það er ástæðan fyrir því, að ég bið yður fyrir þessa stuttu leið- réttingu til birlingar. Þegar sr. Á. Á. endaði setningu (sem ég hafði gripið inn í með orðunum: „Þú segir það, já.“) á eftirfarandi hátt: „.... pólitíslc- ar deilur eiga þar (innan sam- vinnusamtakanna) illa heima“ — árétlaði ég ÞAÐ nákvæmlega með þessum orðum, sem „íslending- ur“ flaskar á: „Já, það er, ÞAÐ er áreiðanlega rétt“. Um HITT, hvort eða að hvað miklu leyti samvinnufélögin væru í „tengslum við pólitíska flokka“, Iét ÉG EKKI ne ina skoðun í ljós, hvorki á einn veg né annan. Með þökk fyrir birtinguna. Baldvin Þ. Kristjánsson. Ath. ritstj. Vér töldum sjálfsagt að 'birta þessa athugasemd, þótl vér sjáum ekki glöggan merkingarmun á orðunum „alveg rétt“ og „áreiðan- lega rétt.“ í kvöld kl. 9. BRENNIMARKIÐ (Mark of the Renegaete) Afbragðs fjörug og spenn- andi amerísk litmynd.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.