Íslendingur


Íslendingur - 06.01.1954, Page 1

Íslendingur - 06.01.1954, Page 1
XL. árgangur Miðvikudagur 6. janúar 1954 1. tölublað ÞRÍ R STÓRIR loseph Lanicl lorsœlisráSherra Frahka (lil vinsiri), Dwight D. Eiscnhowc íorseti Bandaríkjanna (í miðiÖ) og Winston Churchill jorsœtisráðherra Breta (til hœgri). Myndin er tekin á veggsvölum jiess húcs í Bcrmuda, þar tem þessir heimskunnu stjórnmálamenn komu saman 4. desember síSast- liðinn á jjögurra daga ráðstejnu um heimsástandið. Ilönnuleg: slys iiiu Jölin og* aramötf in Slysfarir á liðna árinu með mesta móti Árið 1953 var uto margt gjöf- ult og gott, einkum til landsins. En einnig mun þess minnst hér á landi sem óvenjulegs slysaárs. Urðu m. a. nokkur átakanleg slys um jólaleytið og áramótin. Drengur brennur inni. Þann 29. des. varð sá sorglegi atburður að Ileiði í Gönguskörð- um, að eldur kom upp í loflhæð íbúðarhússins, og brann þar inni 7 ára drengur, sonur bóndans, Agnars Jóhannessonar og konu hans Ástu Agnarsdóttur. Hjónin höfðu farið með 10 börn sín á mannamót inn á Reykjaströnd kvöldið áður, þar sem yngsta barn þeirra var ekírt. Kom fólkið ekki heim fyrr en kl. 7 að morgni, nema ein átján ára dóltir, er varð eftir á samkomu- staðnum við hreingerningu. Á- kvað nú bóndinn, að sofa til kl. 9, áður en hann færi til gegninga, og háttuðu allir og sofnuðu. — Börnin sváfu flest á loftinu, og tók eitt þeirra kerti upp með sér, og er álitið, að það hafi orðið orsök eldsins, sem fólkið vaknaði fyrst við, er hann var farinn að breiðast út um loftið. Bóndanum varð fyrst íyrir að bjarga yngsta barninu í útihús, en konan fór á meðan upp á loftið að bjarga stálpaðri börnunum, sem þar sváfu. Hlaut einn drengurinn nokkur brunasár, er hann brauzt út úr eldinum og móðirin brennd- ist nokkuð á höndum. En dreng- urinn, sem ekki bjargaðist, svaf í herberginu, sem eldurinn kom upp i. Mikið eignatjón. Auk þess að missa eitt bama sinna í eldinum, urðu hjónin fyrir miklu eignatjóni. Veður var all-hvasst og æsti eldinn. Læsti hann sig í gamalt fjós, sem var áfast við íbúðarhúsið. í því voru kindur, senr tókst að hleypa út í tæka tíð. Brann fjósið og áfast hey, sem í munu hafa verið um 200 hestar. Ennfremur hænsna- skúr með 30—40 hænsnum. Ekk- ert bjargaðist út úr húsinu, en fjölskyldan stóð yfir brunarúst- unum á nærklæðum einum. Þótt slökkvilið væri sent frá Sauðár- króki og hjálp bærizt úr nágrenn- inu fljótlega, varð ekki við neitt ráðið. Fjársöfnun er hafin af hálfu Rauða-Krossins og Skag- firðingafélaganna til styrktar hinni örhjarga fjölskyldu. Piit'ur og stúfka drukkna á Vatnsleysuströnd. Daginn eftir að brunaslysið varð að Heiði, drukknuðu tvö frænd- systkin á Vatnsleysuströnd við að bjarga kindum frá að flæða í skeri. Voru það 11—12 ára dreng ur frá Litlu-Vatnsleysu og móð- ursystir hans frá Stóru-Vatns- leysu, rúmlega tvítug. Engir karl- menn voru heima við, og er fólk varð þess vart, að kindur voru komnar fram í flæðiskerið og Framhald á 8 sísí"- Ný dietlun Kosið í niður- jöfnunarnefnd og yfirkjörstjórn Á bæjarstjórnarfundi hinn 22. des. sl. var kosið í niðurjöfnunar- nefnd fyrir árið 1954: Þessir hlutu kosningu: Sigurður M. Helgason, fulltrúi Hallur Sigurbjörnsson, skattstj. Björn Jónsson, ritstj. Verkam. Tómas Björnsson, kaupmaður. Til vara: Torfi Vilhjálmsson, verkam. Arngrímur Bjarnason, skrifst,- stj óri Áskell Snorrason, tónskáld Gunnar H. Kristjánsson,kaupm. Á sama fundi var kosið í yfir- kjörstjórn við næstkomandi bæj- arstj órnarkosningar. Þessir hlutu kosningu: Sigurður M. Ilelgason, fulltrúi Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari Tómas Björnsson, kaupmaður. Til vara: Jón Þorsteinsson, lögfræðingur Björn Bessason, endurskoðandi Kristján Árnason, kaupmaður. Enn hefir ekki verið valið í undirkjörstjórn. Sprengiefni stolið d Sigtufirði jyrir jól. Óttast um að nota ætti það á gamlárskvöld Skömmu fyrir jól varð þess vart á Siglufirði, að farið hafði bæjarins, sem stendur skammt ut- an við bæinn, og þaðan tekið all- mikið magn af dynamiti, kveikju- þræði og hvellhettum. Var óttast um, að unglingar hefðu verið hér að verki og hyggðu á að nota sprengiefnið til áramótaspreng- inga. Vann lögreglan kappsam- lega að því að hafa uppi á þýfinu og heimsótti í því tilefni alla eða flesta húsráðendur í bænum. Einnig var samkomubann sett á í bænum eitt kvöld. Meginið af sprengiefninu hefir nú fundizt, en sex unglingspiltar, 14—19 ára, hafa játað á sig verknaðinn. Einnig var um svipað leyti stol- ið nokkru af sprengiefni á ísa- firði. um hruólrysiús fyrir bffjarstjórn Nefndin leggur til að Útgerðar- félag Akureyringa h.f. annist málið Samtal við Helga Pálsson, formann Hraðfrystihússnefndarinnar Helgi Pálsson formaður Hraðfrystihússnefndar bæjarins kom um miðjan desember heim eftir tveggja vikna dvöl í Reykjavík, en þangað fór hann til að sitja Fiskiþing og athuga um möguleika á byggingu og s’arfrækslu hraðfryslihúss á Akureyri. Hefir blaðið ált tal við Ilelga um för hans og leilað upplýsinga um árangur hcnnar varðandi hraðfrystihússmálið. Kom með teikningar og áætlanir. — Ámeðan ég dvaldi í Reykja- vík, segir Helgi, — átti ég nokkr- um sinnum viðræður við Gísla Hermannsson verkfræðing, sem unnið hefir að teikningum og á- ætlunum um hraðfrystihús fyrir hraðfrystihússnefndina, en hana skipa auk min Friðjón Skarp- héðinsson bæjarfógeti, Ilaukur P. Ólafsson frystihúss'jóri og Tryggvi Helgason útgerðarmað- ur. Áður en ég fór úr Reykjnvik, lauk Gísli teikningum sínum og áætlunum um byggingu og rekst- ur, og kom ég með þær norður. — Er nokkuð því til fyrir- stöðu, að þú segir blaðinu frá þeim í aðalatriðum? — Það tel ég ekki vera, þar sem nefndin hefir nú gengið frá sínum tillögum í því sambandi og sent bæjarstjórn. Þær teikningar, sem nú liggja fyrir, eru miðaðar við, að húsið sé s'.aðsett við syðstu bryggju Tangans, svonefnda Ilöepfners- bryggju. Ráðgert er að byggja tvær álrnur. Verður önnur álman (B-álma) 27x15 metrar, tvær hæðir, en hin (A-álman) 25x15 m. og 5 m. af því 2 hæðir en 20 m. ein hæð. Auk þess horn 2 hæðir, þar sem álmurnar mætast, og bygging fyrir vélar 10.5x8 m. í krikanum á milli þeirra. Enn- fremur skúrbygging 6 m., er tengi núverandi skúr við þá álmu, sem liggur meðfram Sjávargötu. Nú- verandi skúrbygging verði fyrir allsherjar-fiskmótlöku. Fiskþvolt- ur og hreistrun fari fram í nýja Helgi Pálsson. skúrnum, milli núverandi skúr- byggingar og vesturálmu hússins. Vinnsla á flökun, snyrtingu og pökkun verði á neðri hæð í B- álmu, og er henni ætlað þar 25x 15 m. pláss. Uppi yfir þessu plássi er að hluta ætluð geymsla fyrir umhúðir o. fl. 20x10 m. Þegar varan er tilbúin, er hún flutt með lyftum upp á aðra hæð og fryst og kössuð þar, en þaðan gengur hún í geymsluklefa í A- álmu. Á horninu, þar sem áhn- urnar mætast, er ætlunin að hafa uppgöngu, snyrtiherbergi og skrifstofu. í A-áhnu eru ætlaðar 2 frystigeymslur, önnur 1400 rúmmetrar, er tekur 800 tonn af frystum flökum. Hin geymslan cr 450 rúmmelrai og er ætluð fyrir 250 tonn af ís Gert er ráð fyrir, að sett verði upp ísvél, er vinni 15 tonn af ís á sólarhring. Verður hún slaðsett í turni yfir ísgeymsl- unni. Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.