Íslendingur - 10.02.1954, Page 4
4
fSLENDINCUR
Miðvikudagur 10. íebrúar 1954
Útgefandi: Ú tgájufélag Ulendinfs.
Riutjórí og ábyrgSamuSnr:
J AKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1
Simi 1375.
Skriietofa og aigreiöala i Cránufélagsgötn 4, aimi 1354.
Skríi atoíutími:
KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðcins 10—12.
PrtnumiSje Bjöms Jónssonmr kj.
Hver verður hlutur flokkanna?
Flokksblöðin hafa nú <’ð undanförnu rætt úrslit bæjarstjórnar-
kosninganna frá sínum bæjardyrum, og fer þar eins og oft áður
fyrir þeim, að þeirra jlokku.r hefir unnið sigur, jafnvel þótt hverj-
um he.lskyggnum manni sé Ijóst, að þar er í mörgum tilfellum um
„varnarsigur" að ræða.
Tíminn lætur mjög af afrakstri Framsóknarflokksins í bæjar-
stjórnarkosningunum og segir í 5 dálka fyr.rsögn um úrslit kosn-
inganna: „Framsóknarflokkurinn stórjók fylgi sitt í flestum kaup-
s'.öðum og kaup'.únum landsins“, og Dagur okkar norðanmanna
tekur undir.
Alþýðublaðið telur Alþýðuflokkinn hinn raunverulega sigurveg-
ara í kosningunum, ,þar cem Sjálfstæðismönnum hafi ekki tekizt
að ná hreinum meiiihluta í Hafnaríirði, Vestmannaeyjum og á
ísafirði, og hafi því Sjálfstæðismenn raunverulega íarið verst út
úr kosningunum!
Og þá varð nú ekki hlutur kommúnista sérlega lélegur. Ef:ir því
sem kosningaúrslitin koma ri'stjóra Veikamannsins fyrir sjónir, er
„Sósíalistaflokkurinn aftur í sókn víða um land“ og „allar vonir
afturhaldsins um áframhaldandi fylgistap hans .... að engu orðn-
ar“!
Það er ekki r.ema sjálfsagt að kryfja þessa „sigra“ vinstri flokk-
anna nokkuð til mergjar, og skulu því teknar hér alkvæðalölur úr
þeim 10 kaupstaðakjördæmum, er allir flokkarnir buðu fram í, hver
í sínu lagi. í tveim kaupstaðarkjördæmum voru sambræðslulistar
nú, og í einu við síðustu bæjars'jórnarkosningar á undan, og því
ekki auðið að taka þá með í slíkum samanburði.
Heildaratkvæðamagn „gömlu“ ílokkanna í þcssum kjördæmum
hækkaði aðeins um 533, og hefir því Þjóðvarnarflokkurinn, cem
bauð fram í fjórum þessara kjördæma, tekið meginið af atkvæða-
aukningunni frá 1950. Árið 1950 höfðu flokkarnir 4 alls 41322 at-
kvæði í þessum 10 kjördæmum, þar af Sjálfstæðisflokkurinn
19044, eða nokkuð innan við helming. Af 41855 alkvæðum, sem
nú féllu á þessa flokka, hefir Sjálfstæðisflokkurinn 21111, eða
hreinan meirihluta.
Alþýðuflokkurinn tapar 128 a'kvæðum frá kosningunum 1950.
Framsóknarflokkurinn vinnur 227 með því að bjóða fram í Hafnar-
firði og á ísafirði, en ef atkvæðatölunum þaðan er sleppt, tapar
hann í h.'num kjördæmunum rúmlega 70 atkvæðum. Sós alista-
flokkurinn, sem að áliti Bjórns Jónssonar ritstjóra er „aflur í sókn
víða um land“, tapar hvorki meira né minna en 1633 atkvæðum.
Heldur hann hvergi velli nema í Ves'mannaeyjum og Sauðárkróki,
því þótt hann bæti nokkuð við atkvæðatölu sína í Keflavík, þá gera
allir flokkainir það, vegna mikillar fjölgunar kjósenda þar. En
flokkurinn, sem öll vinstri blöðin eru sammála um að komið hafi
illa út úr kosningunum — Sjálfs'.æðisflokkurinn — bætir við sig
2067 atlcvœðum og er eini flokkurinn, sem hvergi missir af sér
mann. Aukningin er alls staðar meiri og minni nema á Sauðár-
króki, en þar tapar hann 25 atkvæðum.
Ré't er að taka fram, að á Akranesi, sem ekki gat komið hér til
samanburðar, bætti Sjálfstæðisflokkurir.n við sig 152 atkvæðum,
og að í Neskaupstað, sem heldur kemur ekki íil samanburðar, töp-
uðu kommúnistar 83 atkvæðum og misstu af sér mann. Munurinn
á kosningasrgri Sjálfs'æðisflokksins og „ósigri“ kommúnista er því
nokkru meiri en samanburðartölurnar úr hinum 10 kjördæmum
sýna.
Atkvæðaaukning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik (1275), Hafn-
arfirði (274) og Vestmannaeyjum (213) er svo stórfelld og málar
svo sterkum litum fylgishrun vinstri flokkanna á þessum stöðum,
að engar a'kvæðaaukningar hinna vinstri flokka komast þar í
nánd. Og þótt Framsóknarblöðin reyni að breiða yfir hina ein-
stæðu útkomu Framsóknar í Vestmannaeyjum með því að tala um
„sigra“ á ísafirði og í Hafnarfirði, þá vita allir, að þeir „sigrar“
bYggjast á því, að Framsókn bauð fram á þessum stöðum nú í ctað
þess að Iána Alþýðuflokknum atkvæðin, eins og þeir gerðu við
kosningarnar 1950. Og fylgistap kommúnista í Reykjavík, Akureyri
og Siglufirði er miklu meira en svo, að blöð kommúnis'.a geti eann-
A'.dinn Jcrðalongur á vesturleið-
um. — Ósigur, sem fylgja verður
eftir.
VIÐ HEIMAÍSLENDINGAR reyn-
um eltir mætti að halda tengslum vid
íslenzka þjóðarbrolið vestan hafs með
gagnkvæmum htimsóknum og öðrum
ráðuxn. Þótt fyrstu íslenzku landnem-
arnir vestra séu gengnir fyrir stapann,
þá er enn svo m.kið Islendingsblóð í
afkomendum þeirra, að þeir mæla og
rita marg.r hvtrjir á íslenzka tungu
e.ns og þe.r væru bornir og uppaldir
heima, fylgjast með Llenzkum hók-
menntum og íslenzkum þjóðmálum og
gleðjast yfir heimsóknum íslendinga.
Við heima gleðjumst líka, er við heyr-
um cða lesum um kanadiskan cða
bandarískan þtgn aí íslenzkum ættum,
er unnið heíir námsaírek eða hlotið
einhvern frama r hinum stóra heimi.
ÞÓTT SUMIR íslenzku landnem-
anna væru fólk, er hrcppavöldin á ís-
landi „sendu" í útlegð, af þvi þau ótt-
uðust að of mörg börn þeirra gælu
vald.ð sveitarþyngslum, þá er það í al-
mæli, að allir liafi þeir verið kjarna-
fóik, sem af miklum dugnaði ltafi rutt
tér hraut um hinar ónumdu víðáttur
Vesturheim:. Þó að verzlunaránauð og
harðæri hafi beygt hök þeirra heima,
réttist úr þeim á ný, er þeir neytlu
kraíta sinna við að gera nýja jö.ð sér
und.rgefna, en þrátt íyrir það sótti
heimþráin á þá, — þráin ef.ir ættland-
inu, sem þó hafði „agað þá hart með
sín ísköldu él“.
Á SÍÐASTLIÐNU SUMRI kom hóp-
ur Vestur-íslendinga „heim“ í nokk-
urra vikna kynnisför, og höfðu þeir
mikla ánægju af förinni og frændur og
vin.r heima óblandna gleði af komu
þeirra. Hópurinn fór héðan heimleiðis
aftur 19. júlí, og tók sér þá fari með
honum vestur einn heima-íslendingur
á áttræð.saldri, Jón Þ. Björnsson fyrr-
verandi tkólastjóri á Sauðárkróki.
Hafði hann aldrei fyrr lagt leið sína
til h.ns nýja heims, en fór nú einkura
og sér í lagi til að heimsækja tvö hörn
sín, Björn héraðslækni í Manitoba og
Ragnheiði Lilju, sem er gift kona inni
í miðjum Bandar.kjum. Auk þess að
heimsækja börn sín ferðaðist Jón nokk-
uð meðal Vestur-íslendinga, og kom
hann heim úr för sinni 24. nóvember.
í BRÉFI, sem Jón skrifaði kunn-
ingja sínum hér í bæ nokkru eftir
heimkomuna, tegir hann nokkuð af
fe-ðurn sínum. Og það, sem honum óx
helzt í augum vestur þar, voru víðált-
urnar eða vegalengdiinar. Er hann
hafði he.msótt Björn lækni, son sinn,
viidi hann heimsækja dóttur sína suð-
ur í miðju Bandaríkja, og ók Björn
honum þangað. En það reyndust sex
dagleiðir, og fór bíliinn þó „oftast með
amerískum hraða á eggsléttum, grjól-
hö.ðum steinsteypubrautum Bandar.kj-
anna, hreiðum og óbiiugum" eins og
komizt er að orði í bréfinu.
UM FERÐIR SÍNAR vestra segir
Jón:
„Ég fór víða um íslendingabyggðir
1 Uanada. Var á islendingadeg.num á
Gimli i Nyjaisiandi 3. águst. Kom tu
nokkurra isienzkra bænda, einkum i
rækmshéraði Björns. I borgum dvald:
eg inið, iáa daga í senn, stundum að-
e.ns 1—2 nætur. Talsvert iengur þo í
Winnipeg, þar sem iangí.est er af is-
iendingum, og þó e.gi nema lítili brot-
luuti horgarbua, sem eru um hálf mili-
jon imeð úLborgumJ. 1 a'ðrar storborg-
ir kom ég iáar UVlinneapoiis, St. Louís, |
Uhicago, JNew-YorkJ en í nokkra minui
bæi. ikoin nokkrum sinnum í skóia, tá
aiimargar kirkjur, mætti taisvert oft á
fundum í Kolaiy-klúbbum, sem féiagi
úr htia, isienzka umdæmiuu. Loks varð
ég svo „frægur" að sitja óátannn á-
heyrandi á tveim fundum lijá Sameiu-
uðu þjóðunum U sijórnmáianefnd og
sjáifu (JryggisráðinuJ og skoða bygg-
mgabákn þeirra í New-York. Eigi vii
eg haida því iram,. að návist mín þarua
á iundum muni þó haía nein veruleg á-
hr.f á gang heimsmáianna! “
Eigi þykir mér óiíklegt, að Jón Þ.
Björnsson eigi aldursmelið meðal
þeirra heima-isji ndinga, er farið hafa
i heimsókn til Ve.tuihe.ms. Og þótt
hann sé kominn á þriðja árið yfir sjö-
tugt, er hann ræðst í ferðina, befir
hann notað tímann vel, e.ns og brúl-
kafii hans bci með sér.
P. Ó. J. skrifar:
„ÞAÐ ER ETUNDUM gaman að
lesa blöðin að nýafstöðnum kosning-
um. Einkura hefir mér þóit gaman að
lesa Tímann og Alþýðublað.ð undan-
farna daga, þar sem þau eru að veita
því fyrir sér, hvers vegna vinsiri flokk-
arnir liafa ekki hnekkt meirihlutavaldi
Bjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í Reykjav.k, Kenna blöðin
því um, að blöð Sjálf.tæðisflokksins
hafi hrætt fólkið með þvf að útmála
„glundroðann", sem skapaðist í bæjar-
málaíorustunni, ef vinsiri flokkarnir
kæmust í meirililuta, en þó muni meiru
hafa valdið ógurlegur bílaíjöldi, sem
unnið hafi í þjónustu Sjálfstæðisflokks-
ins á kjördegi, en það vitni aftur um,
hvert ógurlegt auðmagn sé í höndurn
flokksins. Segir Ilanucs á horninu svo
frá, að manni, nýfluttum í bæinn, hafi
fallið „aliur ketill í eld“, er hann sá
hina mörgu bíla, merkta D-listanum,
en Tíminn gizknr á, að þeir hafi verið
2000 — tvö þúsund, m. ö. o. meira en
helmingur ailra fólksbíla og jeppa
skráðum í Reyk.javíkurumdæmi!
ÞÓTT BÍLATALA Tímans sé all-
brosleg, þar sem gert er ráð fyrir, að
enginn bíll hafi þurft að fara nema ca.
tvær ferðir yfir daginn til að flytja
alla kjósendur Sjáljstœðisjlokksins á
kjörstað, þá er hitt að sjálfsögðu rétt
*
hjá Hannesi á horninu, að D-listinn
hafi haft fleiri bíla þann dag en hver
hinna listanna. Það hlýtur að vera
eðlilegt, að sá flokkur, sem þarf að sjá
á sextánda þúsund kjósenda fyrir fari,
þurfi fleiri bíla en sá, sem þa.f ekki að
hugsa um nema fjögur þúsund sállr
eins og Kratarnir eða rúmar tvær þús-
undir eins og maddama Framsókn.
Sýnist mér ekki óeðlilegt, að sá flokk-
ur, sem annarhver kjósandi í borginni
ylgir, þurfi fleiri bíla en hver hinna
jögurra, er skipta hinum helmingnum
á milli ífn.
Og svo er það hin dásamlega fyrir-
ögn leiðara Tímans um kosningaúr-
.litin, sem hefir að yfirskrift: Fylgjum
sigrinum ejtir. Hvaða sigri ætlar Fram-
sókn að fylgja eftir? Er það sigurinn,
sem hún œtlaði að vlnna en heppnað-
ist ekki?“
Vísnabálkur
Ólína Jóhar.nsdó'.tir heíir sent
bálkinum nokkrar stökur, og er
hún nýr gestur þar:
Elda kyndir elskunnar
eðallyndi vífsins,
hljóttu yr.di alls staðar
í mótvindi lífsins.
•
Verkagreið og viðfelldin
velur le.ðir dyggðar,
gott út i ieiðir sérhvert sinn,
sízt vill sneiða mannorðin.
*
Þó til verka verði lin
og vilji í soliinn flana,
til að auka asnakyn
einhver nolar hana.
•
Hringatróðin hýr og rjóð
hrein af þjóða göllum,
svipinn góða sífellt fijóð
sýnist bjóða öllum.
*
Cuði og öllum góðum mönnum
geð þitt jnfnan hlýð.ð sé,
ætíð vafin sóma sönnum,
sem er miklu dýrri cn fé.
*
Karlmanns svip og burði ber
bernsku hripar vonum,
höndin lipur ávallt er,
aldrei fipast honum.
•
Ein er flá og önnur dygg,
elska misjafnt friðinn,
eru þó allar að ég hygg
eftir sama smiðinn.
Þá hefir „s. d.“ sent þessa vísu,
er hann nefnir „Ráðlegging til Al-
þýðufIokksins“:
Ljúf og kát er lundin,
þótt lelki brim við sker.
Enginn gráti ævina 6Ína
fyrr en öll er!
*
faert einfaldar sálir um það, að slíkt sé vísbending um, að kommún-
islar séu í „sókn víða um land“.
Vinstri blöðunum er svo velkomið að rýna með stækkunargleri
á hinar rýrnandi atkvaeðatölur flokka sinna, ef þeim kynni að vera
einhver dægradvöl að. Það skiptir ekki svo miklu má li. Hitt skiptir
meira máli, að kjosendur um allt land eru nú óðum að vakna lil
skilnings á gildi Sjálfs'æðisstefnunnar fyrir land og; jSjóð, eins og
úrslit bæjarstjórnarkosninganna hafa svo glögglega lel'tt í ljós.