Íslendingur - 31.03.1954, Side 1
XL. árgangur
Miðvikudagur 31. marz 1954
15. tbl.
Umferðafræðsla Búnaðarfélags
íslands nýtur mikilla vinsælda
Áburðartflraunir veröa gerðar í hverjum hreppi.
Rætt við ráðunautana Agnar Guðnason og Sigfús
Þorsteinsson.
Umferðaráðunautar Búnaðarfélags Islands, þeir Agnar Guðnason
og Sigfús Þorstemsson, luku fundahöldum í Eyjafjarðarsýslu síðast-
liðinn föstudag, og höfðu þá haldið 12 fundi í öllunr hreppum sýsl-
unnar, Akureyri og Siglufirði.
Tíðindamaður blaðsins náði
tali af ráður.autunum, áður en
þeir fóru héðan, og spurði þá um
tildrög og tilgang þessarar um-
ferðafræðslu.
— Það er upphaf þessa máls,
að viss hundraðshluti af fjárfram-
lögum Marshallaðstoðarinnar til
íslands, var lagður til hliðar í
þeim tilgangi að nota hann í leið-
beininga- og tilraunaskyni fyrir
landbúnaðinn. Á fjárlögum fyrir
árið 1954 veitti Alþingi 750 þús-
und krónur til þess að koma á fót
þessari umferða- og leiðbeininga-
fræðslu, og hefir Búnaðarfélag
íslands tekið að sér þessa starf-
seini, sem verður kostuð að tveim
þriðju hlutum af framlagi ríkis-
sjóðs og einum þriðja af Mars-
hallframlaginu.
— Hvernig er svo þessari upp-
lýsinga- og leiðbeiningastarjsemi
háltað?
— Fræðslukerfi þetta á að
standa í tvö ár, og hafa verið
ráðnir til að annast fundahöld og
aðrar framkvæmdir úti á landi
fjórir ráðunautar, og á þessu ári
ferðast þeir um Norður- og Aust-
urland en á næsta ári um Suður-
og Vesturland. Yið höfum svæðið
frá Strandasýslu að Eyjafjarðar-
sýslu að báðum meðtöldum, en
Ornólfur Örnólfsson og Egill Jón-
asson fára um austursvæðið. För-
um við í hvern hrepp á umferða-
svæðinu, og iiöfum við tveir lokið
fundahöldum í 41 hreppi. Þegar
þessum fundahöldum er lokið,
förum við aftnr í hvern hrepp, og
komum upp áburðartilraunum á
einurn bæ í hverjum hreppi,
merkjum reiti og berum á þá. Síð-
ar förum við og sláum þessa reiti
tvisvar sinnum og vigtunr af þeim
uppskeruna, og síðasta umferðin
verður svo í haust, og þá aftur
haldnir fundir í hverjum hreppi,
þar sem rneðal a nnars verður rætt
um árangur ábrarðartilraunanna. j ing
Er það lokaþá tturinn í þessu
fræðslukerfi á umferðasvæði okk-
verkum þannig, að annar okkar
(Agnar) íalar um jarðræktartil-
raunir, áburðarnotkun, kartöflu-
rækt, eyðingu illgresis og fleira,
en hinn okkar (Sigfús) ræðir um
fræðslustarfsemi í landbúnaðin-
um, heyskap. súgþurrkun, vot-
heysgerð. búfjárrækt, einkum
sauðfjárrækt og fleira. Þá höfum
við með okkur skuggamýndavél
og sýnum skuggamyndir af línu-
ritum yfir ræktunarframkvæmd-
ir, uppskeru túna, búfjárfjölda í
hverjum hreppi, áburðartilraunir
og fleira, og auk þess myndir af
erlendum og innlendum búfjár-
kynjum. Tilhögun fundanna hefir
verið sú, að við höfum báðir í
fundarbyrjun flutt framsöguræð-
ur, hvor um sitt efni, en síðan
hafa verið almennar umræður og
fyrirspurnir um erindin og fleira,
er1 bændur haía áhuga fyrir, og
reynum við að svara eftir beztu
getu.
Varðandi fundarsóknina er það
að segja, að hún hefir yfirleitt
verið ágæt. Fundirnir hafa venju-
lega staðið írá 4—8 klst. og í
þeim 41 hreppi, er við höfum til
þessa haldið fundi í, hafa mætt
um 1200 manns, aðallega bænd-
ur, og hér í sýslunni hefir svo að
segja hver bóndi sótt fundina og
fjölmargir fleiri.
-— Vm hvaða mál snúast hinar
almennu umrœður á fundunum
helzl?
— Hvað málefnum Agnars við-
kemur, hafa þær helzt snúizt um
djúpvinnslu á mýrum, framræslu,
notkun eyðingarlyfja illgresis, á-
burðarnotkun, tilraunastarfsem-
ina, grasfræbiöndun og fleira. Af
málaflokki Sigfúsar snúast um-
ræður og fyrirspurnir helzt um
súgþurrkun, votheysgerð, ræktun
beitilands og beit á ræktað land,
afurðagetu sauðfjárins, nýjungar
í nautgriparækt eins og innflutn-
holdanautgripa og rnargt
fleira. Annars getum við sagt það,
að þátttaka í umræðum á fundun-
ar. urn hefir yfirleitt verið góð og
Hvert er, hlutverh fundanna, sérs'aklega í Austur-Húnavatns-
og hvernig haja þeir verið sóttir? ^ sýslu og Skagafirði. Okkur hefir
— Við skiptum með okkur|virzt, að áhugi væri mjög vak-
andi fyrir þessari starfsemi, og
hafa bændur haft mikinn áhugá
fyrir því að fá gerðar áburðartil-
raunir hjá sér. en vegna kostnað-
ar eru ekki möguleikar á að fram-
•kvæma þær víðar en ráð er fyrir
gert í áætluninni.
— Hvernig líkar ykkur svo
þetta starj?
— Við höfum bæði haft á-
nægju og gagn af þessu ferðalagi
okkar um Norðurland í vetur.
Báðir erum við ungir menn með
stutlan starfsferil að baki, þannig
að við höfum ýmsan fróðleik að
sækja til þeirra, sem við eigum að
fræða, og sem stunda framleiðslu-
störfin í sveitunum. Okkur hefir
hvarvetna vcrið vel tekið og
stjórnir búnaðarfélaga og búnað-
arsambanda greitt götu okkar í
hvívetna, auk þess sem fas'.ir
ráðunautar héraðanna hafa lagt
okkur lið í þessu starfi með því
að koma á fundina og taka þált í
umræðum, til dæmis hér í Eyja-
firði þeir Ólafur Jónsson, Bjarni
Arason og Ácni Jónsson íilrauna-
stjóri.
Rúðubrofr og gripdeild.
í vikunni sem leið var stór rúða
í sýningarglugga Véla- og vara-
hlutadeildar KEA brotin að næt-
urlagi, og úr glugganum gripið
forkunnar vandað og dýrt við-
tæki. Fólk í næsta húsi vaknaði
við brolhljóðið og gerði lögregl-
unni aðvart. Mætti hún ölvuðunr
manni syðst í Brekkugötu með
viðlækið í fanginu og tók hvort
tveggja til handargagns.
Rausnarleg gjöf.
í tilefni af 60 ára afmæli Kven-
félagsins Framtíðin hefir félagið
gefið kr. 2000.00 í sjúkraflugvél-
arsjóð og aðrar 2 þús. kr. í orgel-
sjóð Akureyrarkirkju.
FYRSTI KJARNORKU-KAFBATURINN
Frú Eisenhou'er, jorselafrú Bandaríkjar.na, „skírir“ kafbát-
ir.n NAUTILUS, sem nýlega var hleypt af stokkunum í
Landaríkjunum, en það er jyrsti kajbáturinn, sem knúinn er
aiómorku.
ShattalagalrQmvarpið nýjo
Skattalækkun. — Skattasamfærsla. — Fródráttar-
liðum fjölgað. — Persónufrádráttur hækkaður. —
Sparifé skattfrjálst.
Stj órnarfrumvarp um breyt-
ingu á skattalögunum, sem lengi
hefir verið beðið eftir, var lagt
fram á Alþingi í vikunni sem leið.
Fiirðuleg nami^kkt í
liandritamsílinu
íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn setja of-
an í við Albingi fyrir að gleypa ekki við tillögum
um skiptingu íslenzku handritanna miili íslend-
inga og Dana.
fslendingi hefir borizt ályktun
frá Félagi íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn, varðandi hand-
ritamálið, er samþykkt var á fé-
lagsfundi 17. þ. m. með 29 —
tuttugú og níu — atkvæðum gegn
2. — Álvktunin er svohljóðandi:
„Fundur haldinn í Félagi ísl.
stúdenta í Kaupmannahöfn mið-
vikudaginn 17. marz 1954 lýsir
undrun sinni á því, að Alþingi
íslendinga og rlkisstjórn skyldi
vísa tillögum dönsku s'jórnarinn-
ar um lausn handritamálsins svo
skjótlega á bug að lítt rannsökuðu
máli.
Fundurinn telur að hlutskipti
Framhald á 8 siðm
Miðar það að því tvennu: Að
draga úr ofurþunga skattabyrð-
anna og gera framkvæmd skatt-
álagningarinnar einfaldari í vöf-
um.
Helztu breylingarnar samkvæmt
frumvarpinu eru þessar:
1. Tekjuskattsviðauki og stríðs-
gróðaskatlur falli inn í tekjuskatt-
inn og hverfi þannig sem sérstak-
ir skatlpós'ar.
2. Sparifé og vextir af því verði
skatt- og útsvars-frj álst.
3. Umreikningur sá, sem gilt
hefir við álagningu tekjuskatts,
falli úr gildi.
4. Sérstakur skattstigi gildi fyr-
ir hjón.
5. Sérstakur frádráttur verði
gefinn við stofnun heimilis.
6. Börn innan 16 ára mega telja
fram sem sjálfstæðir skattgreið-
endur, hafi tekjur þeirra orðið
(Framhald á 6. síðu.)