Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1954, Side 4

Íslendingur - 31.03.1954, Side 4
4 i •'w;t1 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 31. marz 1954 — Kemur út hvorn miðvikud&a. Útgefandi: Útgájujílag ítlendingi. Ritstjóri og íbyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skriístofa og afgreiðsla f Gránuíélagsgötu 4, ofmi 1354. Skrifatofutimi: KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeius 10—12. PrtnumiBjm Björru Jánstonmr kj. Nii er það af sem áður var Samþykkt Félags íslenzkra s’údenta í Kaupmannahöfn um hand- ritamálið, sem skýrt hefir verið frá í blöðurn undanfarið, hefir mjög borið á góma manna á meðal hér heima'og vakið undrun. Gengur samþykkt þessi út á það að setja ofan í við „Alþingi ís- lendinga og ríkisstjórn“ fyrir að hafa vísað tillögum dönsku stjórn- arinnar um lausn málsins svo skjótlega á bug ,,að lílt rannsökuðu máli" eins og stúden’arnir orða það, og eins er lögð áherzla á, að „hlutskipti“ íslenzkra fræða og Háskóla íslands hefði batnað til stórra muna, ef tillögurnar hefðu náð fram að ganga. Ályktun þessi bendir til þess, að íslenzkir stúdrntar í Kaupmanna- höfn þekki lítið til þessa máls. Þeir telja, að Alþingi og ríkisstjórn hefðu átt að velta tillögunum fyrir sér nokkurn tíma og rannsaka þær betur. Tillögurnar voru ákveðnar, og álits ríkisstjórnarinnar leitað um þær, og eftir að danskt blað hefir skýrt opinberlega frá þeim, var ekki eftir neinu að bíða með að lýsa áliti rikisstjórnar- innar á þeim. Hún átti ekki að þurfa langan tíma til að svara því, hvort hún vildi að íslendingar og Danir ættu handrilin sameigin- lega. Ríkisstjórn, sem sagt hefði já og amen vrð slíku tilboði, hefði fljótt mátt fara að taka saman dótið sitt. Og það er furðulegt, að jafn menntaðir menn og íslenzkir stúdentar skuli einblína á það, að „hlutskipti íslenzkra fræða“ mundi batna frá þvi sem nú er við heimflu’ning helmings handritanna, en loka augunum fyrir því, að samþykkt dönsku tillagnanna af hálfu íslands þýddi endanlega lausn málsins. Hún hefði þýtt það, að Alþingi og ríkisstjórn gœfi að þjóðinni forspurði annarri þjóð, — að vísu skyldri og vin- veittri, — helminginn af dýrmætasta menningararfi íslendinga. Danir hafa á síðustu tímum vaknað til skilnings á gildi íslenzku handritanna. Fræðimenn beirra hafa efnt til sýningar á þeim, án þess að geta uppruna þeirra, en íalið þau dýrmætustu þjóðareign Dana. íslendinga var að engu getið í því sambandi. Þessir fræði- menn, sem telja handritin verðmætustu e.’gn dönsku þjóðarinnar, hafa þó enn ekki beitt áhrifum sínum til að fá þessa dýrgripi geymda á öruggum s’að, þar sem loku væri fyrir það skotið, að eldtungur fengju öðru sinni að sleikja um þá. Við vitum, að danskir háskólaprófessorar og ýmsir aðrir danskir lærdómsmenn vilja halda handritunum fyrir okkur. En okkur kem- ur mjög á óvart, að íslenzkir stúdentar í Höfn skuli ætlast til þess, að við látum kröfur okkar um endurheimt fornritanna niður falla. Það er af, sem áður var, er íslenzkir Hafnarslúden’ar stóðu fremst- ir í flokki, þar sep íslendingar sóltu fram til aukinna réttina og sjálfstæðis. Ný skattalöggjöí í deiglunni í síðustu viku Iagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um íekju- og eignaskatt og annað um breytingu á útsvarslögunum. Nái skattalagafrumvarpið fram að ganga, eins og milliþinganefndin hefir frá því gengið, verður um lækkun skatta að ræða hjá einstaklingum allt að 30% að meðaltali. Ekki hefir verið gengið frá breytingum á skatts’iga félaga en til bráðabirgða lagt til að reikna skatt þeirra út á sama hátt og áður, en lækka hann súðan um 20 af hundraði. Gert er ráð fyrir að útsvarslögin breytist í það horf, að ekki megi leggja útsvar á sparifé eða vexti af því. — Einnig er lagt til, að niðurjöfnunarnefndum sé gert skylt að „leggja fram með útsvarsskrá skýrslu um þær reglur, sem hún hefir farið eftir við álagningu útsvaranna, svo sundurliðaða og skilmerkilega, að hver gjaldandi eigi að geta reiknað út útsvar sitt“. Einnig sé nefnd- inni skylt að gefa hverjum gjaldanda, sem þess óskar, upplýsingar um, hvernig á hann hefir verið lagt. Þegar samningurinn var gerður um samstjórn núverandi stjórn- arflokka lögðu Sjálfstæðismenn megin-áherzlu á, að endurskoðun ska'talöggjafari.mar yrði lokið sem fyrst og frumvarp um breyting- ar á skattalöggjöfinni lagðar fyrir Alþingi það, sem nú situr. En á Alþingi 1952 fengu Sjálfstæðismenn samþykkta þingsályktunartil- lögu um skipun milliþinganefndar til að endurskoða skattalöggjöf- ina, og skipaði fjármálaráðherra nefnd þessa litlu síðar. Væntu 'Abstraktmálverk, atómljóð og geðsjúklingalist. — Beztu kýrnar. — Algengustu bœjanöfnin. — Kvarlað undan of löngurn kajfi- tíma. FRÆG er sa"an af því, er sænskíi stúdentarnir sálu við það eina nótt aö rctja saman Ijóðabók með því að yfir- fara gamlar ljúðabækur og notuðu innihald þcirra til að raða saman nýj- um ljóðum. Fengu þeir þenna „ljóða- hræring" sinn út gefinn og vel greidd- an, en ritdómarar blaða og tímarita vegsömuðu verklð og hugðu nýja spá- menn upp risna. Sjálfir komu höfund- arnir upp um leyndarmáiið, cr þeim blöskraði glámskyggni landa sinna. ÞESSI SAGA rifjast alltaf upp fyr- ir mér, er ég sé myndirnar í sunnan- blöðunum af , málverkum" hinna yngri „listamanna", því að það má telja hreina tilviljun, ef skoðandinn sér ein- hverja mynd á striganum. Mér er þó ekki ljóst, hvort blöðin sjálf kosta gerð myndamótanna og ráða valinu eða „listamennirnir" rjálfir gera það. En myndum þessum hcfir ^kunnur málari af eldri skólanum lýst af stökum næm- lcika í opinberu blaði nýlega á eftir- farandi hátt: „UNDANFAIIIN ÁR, og þá einkum á haustin .... hafa menn nokkrum sinnum getað séð í dagblöðunum myndir af ungum rnönnum, sem hafa „stlllt sér upp“ framan við ferhyrnda fleti, hlutaða sundur í misjafnlega dökkar og ljósai spildur, rétthvrndar, skakkhyrndar, aflangar, oddhvassar eða hlykkjóttar og e. t. v. aðgreindar með ljó ari eða dekkri rákum. Stund- um hafa þessir ferhyrndu fletir verið í römmum. — Þegar mönnum hefir orð- ið Ltið á þessar myndir blaðanna, hef- ir þeim dottið í hug annað tveggja, — að mönnum þessum hafi verið úthlutað byggingalóðum af bæjaryfirvöldunum, og að hér gæti að l.’ta hinar óbyggðu lóðir þessara ungu manna, ásamt skik- um nágrannanna, — ellcgar, að menn þessir hafa vcrið ráðnir hjá kortagerð hins opinbera, eða lóðaskrárritara, eða bæjarverkfræðingi. Menn hafa þó undrast, hve f.ágangur allur hefir ver- ið hirðuleysislegur og 'miklum mun viðvaningslegri og hroðvirknislegri heldur en hjá þecsum virðulegu starfs- mönnum Reykjavíkurbæjar." í ÖÐRU BLAÐI (Norðurljósinu) er nýlega skýrt írá merkilegum tilraunum tii að kanna „skilning" listdómara á verkum hinna nýiri listmálara, — sem virðast mála eftir líkum lögmálum og flórkýrin slettir hala sínum, — og ljóð- um Æru-Tobba nútímans. Er frásögn blaðsins á þessa leið: „Eftlr því sem stórblað.ð „New York Times" liermir, hefir sálfræðideild há- rkólans í Vín gert mjög athygl.sverða rannsókn. Prófessorarnir tóku fimmtán málverk eftir núlíðar „surrealist" mái- ara og fimmtárt myndir, sem geðbilað- ir menn í geðveikrahælum höfðu reynt að mála, hver eflir sínu liöfði. „Sur- realisl" málarar eru þeir, sem þykjast mála eftlr því, sem liinn innri maður segir þcim til, eftir því sem þeir þykj- ast sjá, eða þeim dettur í hug. Þannig kemur það fyrir hjá þeim, til dæmis, að mynd af mannsandliti er lireinasta skrípamynd. Ef þeim dettur í liug að cetja annað augað í munnvikið, þá gera þeir það, og eyrað getur verið .á enninu, eða það kemur í staðinn fyrir auga.-------Sáltiæðingar þessir i Vín- arháskóla fengu 158 listdómara til að athuga þessar 30 myndir, og þeir áttu að segja, hvaða myndir væru eftir fræga ,.listmálara“ og hverjar væru efl- ir vitfirringa. Þeir gerðu hið bezta, sem þeir gátu, en þeim tókst ekki betur en svo, að þeim skiátlaðist um 50%! — — Þá gerðu sálfræðingar þessir enn tilraun. Þeir lögðu fram tíu kvæði. Fimm voru efti: viðurkennd nútíðar- skáld, þrjú voru eftir vilfi.ringa, en tvö voru lausar setningar og orðtæki, grip- in úr lausu lofti án samhengis. Nú létu þeir dómarana rcyna sig. Þeir áltu að finna kvæðin, sem „skáldin" höfðu ort. En þeim tókst það ekki, þeim skjátlaðist líka um 50%! — — Dr. Ileinrich, sem stjórnaði þcssum rann- sóknum, sýndi við annað tækifæri sex „surrealist" myndir með Lkuggamynda- vél og bað áhorfendur að geta sér til, hvað myndirnar áttu að tákna. „Mál- ararnir" höfðu gef.ð upp, um hvað myndirnar væru, að þeirra dómi. En útkoman varð sú, að tvcir aj hundraði gátu hitt á það, sem „málarinn" vildi gefa til kynna með mynd sinni!“ í BÚNAÐAitBLAÐlNU „FREY“, marz-hefti þ. á. ei ský.sla um nythæstu og afurðabeztu kýr nautgriparæktarfé- laganna á árunum 1950—52. Eru þar birt nöfn og foreldranöfn nokkurra ó- venjulegra kostagripa, sem slegið hafa Islandsmet í nythæð, fitumagni og fitu- einingamagni á hverju nefndra ára. Af- urðamesta kýrin á þessum árum var Gráskinna Ræktunarfélags Norður- lands, sem árið 1950 gaf af sér 27787 fitueiningar. Margar kýr voru nyt- hærri, en meðalfita mjólkurinnar var 5.74, og er þessi Gráskinna „íslands- meistari" í tveim greinum það ár: Fitu- magni og fitueiningamagni. Methafi í nythæð er liins vegar Gyðja Eiðs Jóns- sonar bónda á Grýtu í Eyjafirði. Mjólkaði hún 6083 kg. árið 1952, og geta Eyfirðingar verið stoltir af þess- um kostagripum sínum, sem vel mundu sóma sér í keppni á alþjóðavettvangi, ég tala nú ekki um, ef árið 1949 væri tckið með, er Ljómalind á Skarði mjólkaði 6297 kg. — Sunnlendingar eiga hins vegar kúna, sem hæst meðal- tal hefir í fitueiningum frá fyrsta burð- ardegi til ársloka 1952. Er það Skjalda nokkur i Iljálmholti með meðaltalið 22403 fitueiningar. NÝLEGA HEYRÐI ÉG tvo menn ve'ra að ræða um, hvaða bæjanöfn mundu vera algengust á íslandi, og vildi hvorugur slá neinu föstu þar um. Va:ð þetta umtal þeirra til þess, að ég fékk mér að láni „Bæjatal á íslandi 1951“, og gerði lauslega athugun á þessu vandamáli. Komst ég þar að þeirri niðurstöðu. að Grund væri al- gcngasta bæjanafnið, og hétu ekki færri en 46 bæir og býli á landinu því nafni. Næstur er Hvnmmur (41), þá IIóll (38), Bakk! (36), Brekka og Hlíð (34), Tunga (3?) og Ás — Ásar (30). 26 bæir lieita Ilof og jafnmargir Holt en 23 G:öf. Eftirtalin bæjanöfn finnast hvert um sig a 15—20 slöðum: Mið- hús, Reykir (19). Borg, Fell, Garður, Hraun, Þverá (18), Bjarg, Hólar, Ós (17), Höfði Nýjabær (og Nýlbær), Skarð, Sólbakki. Vík (16), Foss, Nes, Vellir (15). Þá eru 14 Skógar og Upp- salir, 13 Ártún. og meðal bæjanafna, sem finnast á 10—14 stöðum eru Breiðabólsstaður, Skeggjastaðir, Vatns- endi og Sunnuhvoll. Ketilsstaðir finn- ast á 8 stöðum, Hrafnabjörg á 7 stöð- um (en aðeins 1 Ilrafnagil). Þorvalds- staðir eru 6 og Vinaminni 5. Og nöfn eins og Kjaransstaðir, Klúka, Sjólyst og Vorsabær finnast hvert um sig á 4 stöðum. Og ekki finnast nema á einum stað þessi nöfn: Bláfeldur, Butra, Býla, Feilsdalur, Ilokinsdalur, Gaul, Kjapp- eyri, Kluftir, Kurfur, Kúskerpi, Kvern- grjót, Skjálg, Strýta, Pula og Purku- gerði, Brakandi og Grýta. Roðgúll er nú horfinn úr bæjatalinu og fleiri ó- nefni bæja, en í staðinn komin fork- unnar fögur nöfn úr Eddu. Og sjálf- SjálfstæSismenn þess, að nefndin hefði lokiS s’.örfum fyrir siSasta Alþingi, en svo varS ekki. Nú, þegar nefndin hefir loks lokiS starfi sínu og ríkisstjórnin lagt fram tillögur hennhr á A.lþingi í frum- varpsformi, reynir Tíminn aS telja lesendum sínum trú um, aS fjármálaráðherra og Framsókn hafi beilt sér fyrir endurskoðun skattalaganna, með því að benda á, að fjármálaráðherra hafi skip- að milliþinganefndina og flokksþing Framsóknar á síðastliðnu vori hafi samþykkt að vinna að ska'talækkun! Við þelta er þó það að athuga, að fjármálaráðherra hefði enga nefnd skipað, ef Sjálf- stæðismenn hefðu ekki komið tillögunni um skipun hennar gegn- um þingiö, og flokksþingið samþykkir að beha sér fyrir skatta- lækkun, þegar nefndin var langt komin endurskoðuninni, sem rniða átti að skatlalækkun og Sjálfstæðismenn höfðu knúið fram. Er þarna einkar augljóst dæmi um málsmeöferö Tírnans, þegar hann er að t.'na sér skraulfjaÖf'ir á Framsóknarflokkir.n í landareign ann- arra flokka. Á öðrum stað í blaðinu í dag er nánar skýrt írá helztu breyting- unum, sem nýja skaltalagafrumvarpið gerir ráð fyrir. cagt munu Býla, Kurfur, Kúskerpi, Kverngrjót, Pula, Strýta, Butra, Kluftir, Brakandi, Bláfeldur og Grýta einnig taka sér önnur nöfn, áður en lýkur, nema e. t. v. hið síðasttalda vegna sögulegra minninga, sem nafn- inu cru tengdar. „TÍMABUNDLNN" skrijar mér eft- irjarandi: „Ég er einn þeirra tiltölu- lega mörgu manna, sem fer stundum inn á Hótel KEA á fjórða límanum um daginn til að fá mér kaffisopa. En fyrir nokkrum dögum varð ég að fara Framhald á 7. síðu.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.