Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1954, Síða 6

Íslendingur - 31.03.1954, Síða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 31. marz 1954 Sfór verkstæðisbraggi ó Gleróreyrum er ril sölu. Semja ber við undirritaðan. Gunnar H. Kristjánsson Traktorl & B \m V. 4. í bezta lagi, til sölu. Yfirsængurdúnn Hólfdúnn Dúnhelt léreft margir litir Fiðurhelt léreft hvitt og rautt. Verzlun Eyjaf jörður li.f. Upplýsingar gefur Gunnar H. Kristjánsson Nkattalagfíi' fruinvsirpið Framhald aj 1. síðu. meiri en persónufrádrœtli þeirra nemur. 7. Jarðræktarstyrkur sé ekki skattlagður. 8. Sjómenn á fiskiskipum fái sérstakan frádrátt vegna hlífðar- fatakaupa og fæðiskos’.naðar og leigjendur, er búa við óeðlilega háa húsaleigu fái frádrátt eftir nánar ákveðnum reglum. 9. Frádráttur frá hreinum tekj • um, áður en ska'.tur er á lagður, hækki frá því sem verið hefir og verði: Fyrir einstakling kr. 6500.00 Fyrir hjón kr. 12000.00 Fyrir hvert barn kr. 4500.00 Skattstiginn. Skattgjald einstaklinga verður samkvæmt fruinvarpinu: Ef skattskvidar tekjur qru und- ir 1000 kr., greiðist enginn skalt- ur.’ Af 1—2 þús. kr. greiðist 1%. Af 2— 5 þús. kr. greiðisl 10 kr. af 2 þús. og 2% af afg. — 5— 9 — — — 70 5 3% — 9— -20 — 190 9 4% — 20— 30 — 630 20 6% — 30- 40 — 1230 30 10% — 40— 50 — — — 2230 40 15% — 50- 60 — 3730 50 20% — 60— 70 — 5730 60 25% — 70— 100 — 8230 70 30% — 100— 130 — 17230 100 35% — 130 þús. og vfir — 27730 130 40% Hjónaskaftur. hjá hjónum, sem hafa háar tekj Mjög hefir verið um það rætt, að hjón, sem bæði vinna fyrir góðu kaupi utan heimilis, yrðu hart úti með skattgreiðslur, þar sem tekjur þeirra hafa verið lagð- ar saman og skattlagðar sameig- inlega eins og um einstakling væri að ræða. Þess vegna er nú gert ráð fyrir sérstökum ska’.t- stiga fyrir hjón. Um þetta segir svo í athugasemdum um frum- varpið: Á það hefir verið bent og að því fundið, að vegna samsköttun- arinnar og stighækkunar tekju- skattanna borgi hjón hærri skatta en tveir einhleypir menn með samanlagt jaínmiklar tekjur. f því skyni að breyta þessu hafa verið bornar íram tillögur um að heimila giftum konum að telja fram til sérstakrar skaltálagning- ar þær tekj ur. sem þær vinna fyr- ir utan heimilis. Sá galli fylgir þessari aðferð, að þá yrðu léttari skattgreiðslur hjá þeim konum, sem vinna ^fyrir tekjum utan heimilis, en hjá hinum, sem vinna að öflun tekna innan heimila sinna. Tvö heimili með jafnmikl- ar tekjur og sömu fjölskyldustærð mundu þá t. d. greiða mismun- andi mikla skalta, ef bæði maður- inn og konan ynnu í annarra þjónustu fyrir skattskyldum tekj- um á öðru heimilinu, en aðeins annað þeirra á hinu. Þessi aðferð mundi þannig hafa í för með sér ósamræmi og misrétti. Þá hafa eirmig komið fram til- lögur urn að skipta tekjum hjóna að jöfnu og reikna skatt af þeim í tvennu lagi. Sú aðferð mundi valda mjög mikilli skattalækkun ur. Þá skattalækkun væri ekki hægt að vinna upp með breytingu á skattstiganum, þar sem ska’.tar hjá einhleypu fólki yrðu þá óeðli- lega háir, enda verður ekki talið sanngjarnt, að einhleypingar borgi hlulfallslega jafnmikið og hjón, sem haía helmingi hærri tekjur. Þessi leið, að skipta tekj- um allra hjóna í tvo hluta og reikna skatt þeirra sem tveggja einstaklinga, þykir þess vegna ekki fær. Hins vegar liggur Ijóst fyrir, að skattgreiðslur hjóna eru nú of háar í samanburði við skatt- greiðslur einhleypra. Stungið hefir verið upp á því að skipla tekjum hjóna upp að vissu marki og reikna skatt af þeim í tvennu lagi, en á saman- lagðar tekjur hjóna þar fram yfir yrði lagður jafn hár skattur og á tekjur einstaklinga. Tekjumarkið, sem skiptingin miðaðist við, yrði t. d. sett nokkru hærra en sem nemur meðallekjum hjóna og tæki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar. Að athuguðu máli hefir sú nið- urstaða orðið að leggja hér til, að lögleiddur verði sérstakur skatt- stigi, er farið verði eftir við út- reikning á skatti af tekjum hjóna, og er það nýmæli. Eftir þessum skattstiga borga hjón lægri skatt en einstaklingur af allt að 45 þús. kr. skattskyldum tekjum, en það samsvarar 66 þús. kr. nettótekjum hjá hjónum með tvö börn á fram- færi. Dæmi um skattalækkun hjóna frá núgildandi reglum. 1. Ómagalaus hjón: Skattur af 20 þús. kr. nettó- tekjum lækkar um 39%. Skattur aí 25—70 þús. kr. nettótekjum lækkar um 20— 28%. 2. Hjón með tvö börn á fram- íæri: Ska'.tur af 40—60 þús. kr. nettótekjum lækkar um 31— 37%. Skaltur af lægri tekjum lækkar hlutfallslega meira. Orðið hjón í frumvarpi þessu merkir að ájálfsögðu eingöngu giftar persónur. Ýms nýmæli í réttlætisótt. Um aðrar breytingar og ný- mæli í frumvarpinu segir svo í athugasemdum: Ýmis nýmæli og tillögur um breytingar á tldri ákvæðum eru í frumvárpinu, er miða að því að létta ska’.tabyrðar og koma á betra samræmi í skattálagningu. Má þar til nefna: hækkun á persónu- frádrætti, sérstakan skattstiga að því er snertir tekjur hjóna, nokk- urn frádrátt hjá fjölskyldum, sem gjalda háa húsaleigu, aukinn frá- drátt vegna keyptrar heimilisað- stoðar, frádrátt vegna kostnaðar við stofnun heimilis, frádrátt vegna sérstaks hlífðarfatakostnað- ar og fæðiskostnaðar fiskimanna, frádrátt vegna kostnaðar við lengri ferðir til atvinnusóknar, undanþága fiá skattgreiðslu af framlagi ríkisins vegna jarðrækt- arlaga, aukningu heimildar til frádráttar iðgjalds til lífeyris- trygglngar og lífsábyrgðar. Loks má nefna skattfrelsi sparifjár, sem er algjör nýlunda hérlendis. Verður nánar vikið að hverju þessu atriði síðar. Skattstofan í Reykjavík hefir gert áætlun um það, hvaða áhrif þær tillögur, sem frumvarpið fel- ur í sér, muni, ef að lögum verða, hafa á heildarútkomu skattanna. Örðugt er vitanlega að segja um þessi áhrif öiugglega, þar sem * suma liðina tr torvelt að áætla. En skat'stofan telur, að lil jafn- ' aðar verði lækkunin 29%, að því er skatta af tekjum snertir, hjá persónulegum skattgreiðendum. Þeir, sem þessarar lækkunar njóta, eru fyist og fremst fjöl- skyldufólk, og því meiri lækkun- ar sem ómagar eru fleiri, hjón, sem stofna beimili, fiskimenn, fólk, sem þarf að leita atvinnu lengra til, þeir, sem verja nokkru af tekjum sínum til þess að tryggja sér eða sínum lífeyri, og fólk, sem með sparnaði leggur til fé handa bönkum og spaíisjóðum í úllán. Hér er ekki rúm að sinni að fara nánar út í að rekja.frum- ALF ERLING — 24 Bræður myrkursins Eftir lát mannsins hafði frú von Emden flutt allar eignir sínar með sér frá Berlín til Pétursborgar, en húsmunir hennar voru mjög margir og vandaðir. Hún hafði komið þeim fyrir í mörgum her- bergjum, en auðvitað stóðu líka mörg auð. Ei. það kom ekki að sök. Hún kaus það miklu fremur en að þurfa að búa í nábýli við annað fólk. Já, að öllu þessu athuguðu var enginn vafi á því, að frú von Em- den var einstakur sérvitringur, þótt hún, eftir því sem dyravörður- inn sagði, væri bæði ung og fögur. „Sjakalinn varð auðvitað að vita full deili á húsinu við Neva- götu 11, og þegar hann heimsótti dyravörðinn kvöldið eftir atburð- inn í kjallaranum hjá Föður Hep, varð hann mjög hissa á því, hve auðvelt var að fá þær upplýsingar, sem hann bjóst við að þurfa ið hafa mikið fyrir. Dyravörðurinn gaf honum greið svör við öllum spurningum, meira að segja virlist Cerberus gamli gangast upp við því að vera spurður. Hann bauð „Sjakalnum“ inn í herbergi sitt og leysti þar frá skjóðunni um frú von Emden. Hann átti ekki nægileg lofsyrði um hana í fórum sínum. — Getur maður ekki fengið að sjá íbúð frúarinnar? spurði Ivan Disna, en þessi nærgöngula spurning virtist gamla, málgefna dyra- verðinum á engan hátt furðuleg, sennilega af þeirri ástæðu, að gamli maðurinn var einn af þeim, sem hefir yndi af að heyra sjálfan sig tala. — Sjálfur vildi ég gjarna sjá hana, svaraði hann. — Ég hef aldrei farið þangað upp, og ég tala aldrei við frúna. Á hverjum morgni sendir hún herbergisþernuna niður til mín, ef hún þarf að blðja mig einhvers. Nei, hún er afar kynleg. Ég hef aðeins einu sinni talað við hana, — það var þegar hún fékk nýja arininn í her- bergið hérna uppi yfir mínu. Hm! — Já, írúin er sérleg. Hún er merkileg kona. Hugsið yður, hún vildi hvað sem tautaði fá arin í herbergið, þótt hún gangi aldrei um það. Ivan Disna hlýddi með mestu eftirtekt á mál gamla, skrafhreifa dyravarðarins. — Og þér haldið, að ógjörlegt sé að fá viðtal við frúna? spurði hann og laumaði rúblu í lófa gamla mannsins. — Gjörsamlega, svaraði dyravörðurinn. — Frúin tekur alls ekki á móti neinum. Fortakslaust engum. Hún hatar mennina og fer hvorki út né tekur á móti nokkurri manneskju. — Það er einkennilegt, sagði Ivan Disna, — ég fór nefnilega hérna yfir götuna í nótt og sá frú v. Emden koma hingað akandi og fara inn í íbúðina. — Þekkið þér þá frúna? — Nei, en ég þykist vita, að það hafi verið hún, sem ég sá, svar- aði Sjakalinn. Dyravörðurinn hristi höfuðið. — Þar hefir yður skjátlast, sagði hann. — Það hefir sjálfsagt verið Rut heibergisþerna. Hún hefir frí einu sinni í viku og fer þá alltaf til fjölskyidu sinnar, sem býr hérna fyrir utan borgina. — En konan var mjög vel klædd, sagði Sjakalinn. — Hún var dökkklædd, í dvrri loðkápu og bar marga skartgripi. — Það hefir verið Rut, sem þér hafið séð, endurtók dyravörður- inn. — Það hef ir verið Rut. — Það er ómögulegt. Rut getur ekki haft efni á að ganga þannig klædd, sagði Sjakalinn og fannst jörðin vera farin að rugga undir honum. Dyravörðurinn hló. — Nei, Rut hefir vissulega ekki efni á að ganga í loðkápu og hlaða á sig gimsteinum, sagði hann. — En yður að segja hef ég tekið eftir því, að Rut veigrar sér ekki við að nota klæðnað frúar- innar, skar'gripi og fleira á frídögum sínum. Frúin notar þetta nefnilega aldrei sjálf. Rut er skollans skepna, sem er í alls konar karlmannsstússi. — Og þér hafið ekki vakið eftirtekt frú von Emden á þessu? spurði Ivan Disna og leit rannsakandi augum á hann. Dyravörðurinn yppti öxlum. — Rut hefir ekki lílið að segja, og ég er hræddur um, að ef ég segði eltthvað um Rut við frúna, þá mundi Rut sjá um að ég missti stöðu mina. Ivan Disna lofaði dyraverðinum að láta móðan mása. Það voru sem sé mikil líkindi til, að kona-sú, sem hafði leitað hælis í kjallar- anum hjá Föður Hep, væri ekki frú von Emden, heldur herbergis- þerna hennar. Sem snöggvast flaug honum í hug, hvort hann ætti að fara á fund Sarkas fursta og ráðfæra sig við hann, en vék þeirri hugsun frá sér. Hann vildi vinna upp á eigin spýtur og var hræddur um, að hugsanlegar fyrirskipanir furstans mundu færa hann fjær því spori, er hann hafði fundið. varpið eða greinargerð þess, en þess má að lokum geta, að gengið er út frá að skattur álagður í vet- gjöf, er Alþingi afgreiðir nú. ur af tekjum ársins 1953 verði reiknaður eftir þeirri skattalög-

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.