Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1954, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.06.1954, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDTNGUR Miðvikudagur 23. júní 1954 af forsjálni og fyrirhyggju til þeirra stofnað. Þólti og ferða- mönnum, sem oft slógust í íör með landpóstunum milli íjarlægra héraða í misjöfnum veðrum, ör- uggt að koma fram ferðinni í fylgd með þeim. Árið 1909 gekk Sigurjón að eiga eftirlifandi konu sína, Guð- rúnu JóhannsdóÞur frá Víðivöll- um í Fnjóskadal, hinni mætustu gáfukonu, sem þegar er þjóðkunn af skrifum hennar í hlöð og ííma- rit um margvísleg efni. Hófu þau skömmu síðar húskap á Ásláks- stöðum í Kræklingahlíð og bjuggu þar myndarbúi fram yfir 1930, er þau fluttust til Akureyr- ar. Komust þau í all-góð efni á þessum árum. Þau voru bæði dýravinir og gerðu því vel við búpening sinn. sem hefir í staðinn reynst þeim arðsamur og nytja- drjúgur. Einkum þó'.ti þeim hjón- um vænt um hestana sína, og hefir frú Guðrún skrifað um þá marga söguna í „Dýraverndar- ann“, er allar lýsa ást og hugar- hlýju íil málleysingjanna. Eftir að Sigurjón hætti póst- ferðum, vann hann mikið að sveitarmálum í Glæsibæjarhreppi, var m. a. í hreppsnefnd og skatta- nefnd. Þótti hann jafnan tillögu- góður og traustur í störfum. Var oft þröngt í búi á þeim árum hjá Glæsibæjarhreppi, og kom þá fyrir, að Sigurjón hlypi sjálfur undir bagga. Sigurjón ialaði ágæta cnsku og var um margra ára skeið leiðsögu maður erlendra ferðamanna, kvenna og karla. Var margt þetta fólk hámenntað og þekkt vegna andlegra afreka um flest Evrópu- lönd og víðar. Sumt af þessu íólki batt ævilanga iryggð við hjónin á Áslákss'öðum og átti við þau bréfaviðskipti. Þegar Sigurjón var áttræður, var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þótt lífsbaráttan væri íslenzkri þjóð erfið og hörð á síðari árum 19. aldar og fram ef'ir hinni tutt- ugustu munu fáar stéttir hafa fengið harðari reynslu af vosi, kulda og erfiði en landpóstarnir á vetrarferðum þeirra. Má því af líkum ráða, að Sigurjón póstur hafi tiltölulega snemma farið að kenna þreytu eftir erfið ferðalög, og þvi ekki óeðlilegt, að hann hyrfi frá búsumstangi, er hann var kominn á sjötugsaldur. En á- hugi hans og andlegt þrek var ó- bilað miklu lengur. Hann mal æt.'ð mikils karlmennsku og hetju- lund og hófsama lifnaðarhætti og hélt órofa tryggð við hinar „fornu dyggðir“. Ævikvöld hans var bjart og friðsælt við hlið góðs lífsförunautar á vel búnu og kyrr- látu heimili. Þau hjón áttu ekki börn caman en ólu upp fósturson, Vigni Guð- mundsson íollvörð. Með Sigurjóni pósti er horfinn af svið.'nu einn af hinum traustu kjörviðum elari kynslóðarinnar, sem nú fer mjög fækkandi. Milcid cjni bíður næsta blaðs vegna þrengsla Stjórn Eimskips eðo smlði htimiíuð kaup Iji skípo Bxiittótekjur urðu um 80 millj. kr. Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands var haldinn laugardaginn 12. þ. m. Formaður félagsstjórnarinnar, Einar B. Guðmundsson hrl., minntist þeirra Ásmundar P. Jó- hannssonar í Winnipeg og Hall- gríms Benediktssonat formanns félagsstjórnarinnar, sem látizt liafa frá því síðasti aðalfundur var haldinn. Risu fundarmenn úr sætum í þakklætis- og virðingar- skyni við þessa menn. Formaður félagsstjórnarinnar lagði því næst fram skýrslur stjórnarinnar um starfsemi félags- ins á s.l. ári og gjaldkeri félags- stjórnarinnar, Birgir Kjaran hag- fræðingur, las upp reikninga fé- lagsins. Þar segir m.a., að netto tekjur leiguskipa á árinu hafi numið 326.273.42 kr. — Reks'ur eigin skipa: Brutto tekjur skip- anna nema kr. 79.244,512.78, en brutto útgjöld kr. 70.162.702,27, netto tekjur nema þá kr. 9.081,- 810.51. Eignir félagsins eru kr. 108,- 375.969.42, en eignir umfram skuldir eru kr. 66.256.620.70. Reikningarnir og skipling árs- arðsins var samþykkt. Þá hófust kosningar í stjórn íé- lagsins í s‘að þeirra, sem úr gengu. í stað Hallgríms Bene- diktssonar var kosinn til eins árs, Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra. í stjórnina var kosinn sam- kvæmt íilnefningu vestur-íslenzkra hluthafa E. Grettir Eggertsson, cn af hluthöfum búse'.tum hér voru Einar B. Guðmundsson, Birgir Kjaran og Richard Thors kosnir. Þá hófust umræður og at- kvæðagreiðslur um ýmis mál. Fé- lagsstjórnin bar fram íillögur um að fundurinn veitti henni heimild til að kaupa eða láta smíða 3 millilandaskip, og að selja þau skip, sem hún telur rétt að selja. Samþykkt var breylingarlillaga á reglugerð eftirlaunasjóðs og er aldurstakmark þeirra manna og kvenna, sem vinna á skipum og eru í þjónustu. félagsins hækkað um 5 ár eða í 65 ár. Fundurinn samþykkti tillögu frá Sveini Benediktssyni, útgerð- armanni, sem var á þessa leið: „Aðalfundur H.f. Eimskipafé- lags íslands, haldinn 12. júní 1954 endurnýjar samþykkt þá, er gerð var á aðalfundi félagsins 6. júní 1953, þannig að stjórn fé- lagsins sé he.'milt að innkalla öll hlulabréf í félaginu og hluthafar fái þá ný hlu’abréf sem verði að fjárhæð tífalt núgildandi nafn- verð bréfanna. Breytast þá sam- þykktir félagsins sem hér segir.“ Þá samþykkti fundurinn að minnast 40 ára afmælis síns með því að verja 50 þús. krónum lil menningar- og mannúðarmála, eftir nánari ákvörðun við félags- stjórnina. Ýmis fleiri mál voru rædd og samþykkt. Garðyrkjuráðunautur tilkynnir Þar sem nú er farið að bera talsvert á arfa í kartöflugörð- um þeim, sem bærinn leigir bæjarbúum, eru garðleigjendur stranglega áminntir um, að hreinsa allt illgresi úr görðum s'num nú þegar, því að annars verður það gert á kos'.nað leigjenda. Ennfremur missir garðhafi rétt á garðlandi hjá bænum framvegis. Garðyrkjuráðunautur. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Sala miða er í fullum gangi. Miðar eru seldir í Bókaverzl- un Axels og Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. Dregið verður 3. júlí. Verið með frá byrjun. Umboðsmaður. ÁVEXTIR, niðursoðnir: Ananas Plómur Apríkósur Ferskjur Perur Jarðarber Kirsuber 120 sýnisreilir Fréttatilkynning frá Búnaðarfélagi íslands í maímánuði dreifðu ráðunaut- ar Búnaðarfræðslu Búnaðarfélags Islands áburði á sýnisreiti á starfssvæðinu frá Austur-Skafta- fellssýslu að Strandasýslu, að báðum meðtöldum, en sýnisreit- irnir eru samtals 120. Nokkrar tafir urðu við dreif- inguna sökum óhagstæðrar veðr- áttu fyrri hluta maímánaðar. Þess vegna varð að fá héraðs- ráðunauta til aðstoðar við dreif- ingu svo að lokið yrði í tæka tíð, en grasvöxtur var svo ör síðari hluta maí, að á ýmsum s'.öðum mátti ekki verða dráttur á dreif- ingu eftir að áburðurinn barst á staðinn. Hin hagstæða veðrátta gerði það að verkum, að sláttur hlaut að hefjast snemma. Varð því að- eins nokkurra daga hlé frá því dreifingu áburðar var lokið, unz sláttur hófst í fyrstu reitunum, en það var 10. júní. Búizt er við, að Ijúka þurfi slætti og uppskerumællngu á öll- um sýnisreitum fyrir 1. júlí. Þess' vegna eru ráðstafanir gerðar til þess að fá héraðsráðunauta sendi- áðunautunum til aðstoðar í þessu starfi. í samráði við formenn búnað- arfélaga sveitanna er ráð fyrir gert að boða til funda samtímis og hver reitur er sleginn og upp- skera vegin. Við þetta tækifæri er íilefni gott að ræða um áhrif mismun- andi áburðarmagns á grasvöxt- inn, um ræktunaraðferðir og ræktunarástand, landþurrkun, einkennisjurtir eftir rakastigi landsins, illgresi, grasfræ, beit og beitarskilyrði og annað, sem tilheyrir framleiðslu fóðurs og björgun þess. Þess er vænzt, að bændur og aðrir í hverri sveit, verji dagstund til að ræða þessi mál um leið og ráðunautarnir koma á hvern s’að þar sem sýnisreitirnir eru. Til þess að bændur eyði ekki óþarf- lega miklum tíma til að mætast og ræða þessi mál, eru það til- mæli Búnaðarfræðslunnar, að búnaðarfélagsformaður hverrar sveitar tilkynni bændum, svo ná- kvæmt sem unnt er, hvenær ráðu- nauturinn verði að verki og til fundar er efnt á hverjum s'.að. Auglýsið í íslendingi D Perlon - sokkarnir fást nú aftur. D Margar tegundir af golftreyjmn Nýjar gerðir. D Nylon-blússur margar gerðir. D Telpu sundbolir Drengja sund- skýlur Verzlunin Drífa Sími 1521. Amerískar SUNDSKÝLUR teygjusatín, fyrir herra, nýkomnar. Tjöld 2ja og 4ra manna Bakpokar 3 gerðir Svenfpokar Brynj. Sveinsson b.f. Áttrceð d morgun Frú Jóhanna Jónsdóttir, Siglu- firði, ekkja Stefáns Ó. Sigurðs- sonar kaupmanns, á 80 ára af- mæli á morgun. Hún fæddist að Hofi í Vopnafirði 24. júní 1874, en foreldrar hennar voru Jón Jónsson pófastur og kona hans Þuríður Kjartansdóttir. Heimili prófasthjónanna var mesta menn- ingarsetur héraðsins, og hafa börnin, sem ólust þar upp, borið svip þess, hvert sem leiðin hefir legið. Frú Jóhanna giftist ung Stefáni Ó. Sigurðssyni, er lengi rak verzl- un hér á Akureyri, en fyrir 20 árum síðan fluttust þau hjón til Siglufjarðar, og þar lézt Stefán fyrir 13 árum síðan. Meðan þau hjón dvöldu hér á Akureyri var frú Jóhanna ein af driffjöðrunum í Kvenfélaginu Framtíðin. Var hún lengi í stjórn þess og vann þar mikið og gott starf. Á hún hér í bænum margt vina og kunningja frá þeim ár- um, er hugsa til hennar á morg- un. Dýraverndunarjélagið á Akureyri beinir þeim tilmælum til útgerðarmanna og sjómanna, sem nú búa skip til síld- veiða í Akureyrarhöfn að dæla ekki úrgangsolíu í sjóinn vegna fuglalífsins á Pollinum. Er nú með mesta móti af æðarfugli hér um slóðir, en víða hefir heyrst um sorgleg afdrif hans og ann- arra sjófugla af völdum olíu, Eem flot- ið liefir á sjávarborði. Fyrir dömur: Fleyghælaskór í mörgum litum. Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co Skipagötu 1. KAUPIÐ NESTIÐ þar sem úrvalið er mest. Nýi, ýölaturtu/w fy HAFNARSTRÆT! /00 SIMI U70

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.