Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1954, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.06.1954, Blaðsíða 1
íewXtn XL. árguigur Miðvikudagur 23. júní 1954 27. tbl. II. júní hdtíðahöldín d Akureyri með glœsilegasta móti Fjölmennari skrúðganga mun ekki hafa sézt hér Aldrei mun hafa verið fegurra að l.ta yfir Akureyrarbæ en að morgni 17. júní s.l. Þjóðhátíðanefnd hafði unnið kappsamlega að því að prýða miðbæinn, þar sem meginhluti hátíðahaldanna skyldi fram fara, og bæjarbúar sjálfir gert sér mjög far um að snyrta kringum heimili sín. Morgunsólin skein í heiði yfir fánahafið, cr bylgjaðist fyrir hægum andvara, og skrautveifur skipanna í höfn- inni spegluðust í sléttum „Pollinum". Klukkan 8 að morgni þeyttu skip í höfninni flautur sínar í eina mínútu, en blómum skreyttur vörubíll ók um bæinn með hljóm- sveit, og þaðan bárust hvatningar- orð til bæjarbúa um almenna þátt- töku í hátíðahöldunum ásamt óskum árs og friðar. Feðurnir leiddu börn sín um miðbæinn meðan mæðurnar luku morgun- verkum, og var þá víða staðnæmzt við glugga verzlananna, sem víð- ast voru smekklega skreyttir. Klukkan 10 fyrir hádegi fór fram guðsþjónusta í kirkjunni, og prédikaði þar séra Björn 0. Björnsson. Klukkan 1.45 e.h. hófst skrúð- ganga af Ráðhústorgi, en áður hafði Lúðrasveit Akureyrar leik- ið þar um hríð undir stjórn Jak- obs Tryggvasonar, m'eðan fólk safnaðist þar saman til þátttöku í göngunni, og gekk sveitin síðan í fararbroddi og lék ættjarðar- og göngulög. Áætlað er, að um 3 þús. manna hafi verið í skrúð- göngunni, og er það meira fjöl- menni en hér hefir sézt. Yms fé- lagasamlök báru þar fána sína, en börnin báru litla fána á stöng. S'.aðnæmdist fylkingin á túninu sunnan við sundlaug bæjarins, en þar fór fyrri hluti hátíðarinnar fram. Fyrst fór þar fram fánahylling, en Lúðrasveitin lék og karlakórar bæjarins sungu. Þá setti formaður Þing ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi 3. þing Fjórðungssambands ungra Sjálfstæðismanna á Norð- urlandi var háð að „Varðborg" hér í bænum s.l. Iaugardag. Þing- ið sátu 30 fulltrúar frá flestum fé- lögum innan samtakanna. For- maður Fjórðungssambandsins, Vignir Guðmundsson, setti þingið og gerði grein fyrir þeim verkefn- um, sem fyrir lægju. Rakti hann síðan störf stjórnarinnar frá síð- asta fjórðungsþingi. Á þinginu urðu fjörugar um- ræður um skipulagsmál samtak- anna og samþykktar ýtarlegar á- lyktanir varðandi þau efni til stjórnarinnar. Þá urðu og um- ræður um stjórnmálaviðhorfið og samþykkt ályktun i um afstöðu þingsins til helztu málanna. I lok fundarins var gerigið til stjórnarkjörs. I aðalstjórn voru kjörnir: Jónas G. Rafnar, Ak., formaður Björn Elíasson, Dalvík Haraldur Árnason, Skagafirði Jón Isberg, Blönduósi Magnús Stefánsson, Ólafsfirði Sigurður Jónasson, Akureyri Vignir Guðmundsson, Ak. Varastjórn skipa: Haraldur Þórðarson, Ólafsfirði Kristján Pálsson, Eyjafirði Magnús Björnsson, Akureyri Ragnar Steinbergsson, Ak. Stefán Friðbjarnarson, Sigluf. Þá ávarpaði Jónas G. Rafnar fundarmenn og þakkaði fráfar- andi stjórn. Ræddi hann um helztu viðfangsefni núverandi rík- isstjórnar og þá forustu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft í stjórnmálunum undanfarandi ár. Hvatti hann unga Sjálfstæðis- menn til þess að auka starfsemi sína og vinna ötullega að því að efla fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þakkaði hann síðan öllum þing- fulltrúum fyrir komuna og óskaði þeim fararheilla. Þingforseti var Jón ísberg, Blönduósi, og Ragnar Steinbergs- son, Akureyri, ritari. Meðal ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi rikir nú mikill á- hugi fyrir því að auka starfsem- ina og efla sem mest félagslífið. Hefir stjórn samtakanna ýmislegt í undirbúningi í þeim efnum. * hátíðanefndar, Jón Norðfjörð, hátíðina, en frú Sigríður Matt- híasdóttir flulti ávarp Fjallkon- unnar eftir Stefán Ág. Kristjáns- son. Jónas G. Rafnar alþm. flutti þvíaiæst fullveldisræðu og Áslaug Eiríksdóttir slúdent minni Jóns Sigurðssonar. Að lokum flutti Davíð Stefánsson skáld ávarp í ljóðum. Milli ræðna og ávarpa lék lúðrasveitin og kórarnir sungu. Kl. 5 e.h. fór síðari hluti 17.- júní-mótsins fram á íþróttasvæð- inu á Oddeyri, og var þar margt áhorfenda. Kl. 8.30 um kvöldið hófst síð ari hluti hátíðahaldanna á Ráð hústorgi. Þar lék lúðrasveitin og kórarnir sungu. Heiðrekur Guð- mundsson skáld las kvæði, Jón Norðfjörð söng gamanvísur, Ein- ar Kristjánsson og Vignir Guð- mundsson fluttu gamanþætti, nokkrir Þingeyingar sýndu ís- lenzka gl.'mu og sýndir voru þætt- ir úr Skugga-Sveini. Að lokum var dansað umhverfis torgið til kl. 2 e.m.n., en á miðnælti var skotið flugeldum. Þá hafði Nýja- Bíó kvikmyndasýningar á hálf- tíma fresti frá kl. 9—12. Þjóðhá- líðarnefndir Akureyrar og Reykjavíkur skiptust á kveðjum og heillaóskum. Mjög lítið bar á vínneyzlu. Veður var hið bezta um kvöldið, svo að ekki blakti hár á höfði. Þjóðhátíðarnefnd skipuðu: Jón Norðfjörð, Hermann Stefánsson, Magnús Björnsson, Páll Helgason og Jóhann Þorkelsson. Vann nefndin starf sitt af mestu prýði, og virtust allir ánægðir með dag- inn. ^,*___ Samnorxæna sundkeppnin Þátttakan í sundkeppninni er enn of dræm hér á Akureyri. Þar höfðu aðeins 600 Akureyringar synt s.l. laugardag, og var Lárus J. Rist 600. þátttakandinn hér^ í sambandi við keppnina verð- ur bæjakeppni í henni milli Akur- eyrar, Reykjavíkur og Hafnar- f j arðar, og verður keppt um verð- launagrip, sem sá þessara þriggja bæja hlýtur, er sýnir hlutfallslega mesta þátttöku í norrænu keppn- Forsetahjónin koma á sunnudag Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir, koma í opin- bera heimsókn til bæjarins á sunnudaginn kemur. Verður op- inber móttökuathöfn í Lystigarð- inum klukkan 4 um daginn, er hefst með leik lúðrasveitarinnar. Þá syngja karlakórarnir tvö lög og forseti bæjarstjórnar ávarpar forsetahjónin. Athöfninni lýkur með þjóðsöngnum. Bregðist veð- ur verulega, mun athöfnin fara fram í Samkomuhúsinu. ___*____ Souðborður gekk vel í Fijótn, - nemfl d cinam bs • Saurbæ í Fljótum 12. júní. Hér sem víðast hefir vor þetta verið mjög gott. Tíðarfar mjög hagstætt, beint áframhald af hinu óvenju góða tíðarfari á und- angengnum vetrarmánuðum. — Sauðburður gekk hér með albezta móti. All-víðast er helmingur og á suraum bæjum tvær af hverjum þrem ám tvílemdar. Má það heita góð útkoma, þegar lambadauði er lítill. Til eru bæir hér, sem hafa nálega allar fullorðnar ær með tveim lömbum. Þó er hér einn bær undanskilinn þessum góðu fénaðarhöldum, — Tunga í Stíflu —. Þar hafa ær látið um 60 lömbum á þessu vori, og er tjón bóndans bæði mikið og illt, þar sem ær hans voru fóðraðar með afbrigðum vel og miklar hey- birgðir af góðu fóðri. Álít ég, að það væri ekki vanþörf á, að Bún- aðarfélag íslands léti ráðunauta sína snúa sér að þeirri hlið bún- aðar, sem að fóðurrannsóknum lýtur. Svo mjög eiga bændur af- komu sína undir því, að fóður- gæði séu í réttum hlutföllum við fóðurþörf á hverjum tíma. Grasspretta er hér ágæt, og mun heyskapur byrja hér með fyrsta móli. J.G. ___»__ t Sigurjón Sumarliðoson fyrxv. póstur Látinn: jóflfls Gunnarssoo byggingameistari til heimilis að Hamarstíg 4 hér í bæ, lézt hér í sjúkrahúsinu 18. þ. m. áttræður að aldri. Verður hans nánar minnst síðar hér i blaðinu. aigurjon bumarhðason, fyrrum landpóstur og bóndi að Ásláks- stöðum í Kræklingahlíð, andaðist að heimili sínu, Munkaþverár- stræti 3 hér í bæ, þann 9. maí s.I. 86 ára að aldri, og var borinn til moldar að Lögmannshlíð 22. s.m. Sigurjón var fæddur að Sæl- ingsdalstungu í Dölum vestur 10. nóv. 1867, og voru foreldrar hans Guðrún Sigurðardóttir frá Vatns- horni í Dalasýslu og Sumarliði Guðmundsson póstur, f. að Hróð- nýjarstöðum í sömu sýslu, en bjó síðast að Kjarna við Akureyri. Sumarliði hafði á hendi póst- ferðir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar á árunum 1882—85 en síð- an á leiðinni Staður—Akureyri fram yfir aldamót, en á árunum 1872—82 hafði hann annazt póst- ferðir vestanlands. Sigurjón tók ungur að fara póstferðir með föður sínum og fór þær með honum öðru hverju eða fyrir hann allt fram yfir alda- mót, nema um fimm ára skeið, er hann dvaldi í Ameríku. Er faðir hans hætti (árið 1902) tók Sigur- jón við póstferðunum milli Stað- ar og Akureyrar og annaðist þær fram til ársins 1916. Því var jafnan viðbrugðið, hve Sigurjón átti valda pósthesta, hve annt hann lét sér um þá á ferðun- um, svo sem að ala þá vel og of- bjóða þeim ekki, og hve hann vandaði allan útbúnað og farar- reiða. Mátti að vísu segja, að þessa kosti hefði hann að nokkru erft frá föður sínum, sem þótti flestum póstum fremur fara vel með hesta sína, en báðir voru þeir feðgar harðfengir dugnaðar- menn og óhlífnir við sjálfa sig. Póstferðir þeirra gengu jafnan- farsællega, enda um flesta hluti

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.