Íslendingur - 23.06.1954, Side 8
Kirkjan. MessaS á Akureyri n. k.
sunnudag kl. 2.
□ Rún — 5954247 — Jónsm:. Rós:.
Aðalfundur Akureyrardeildar Rækt-
unarfélags Norðurlands verður að Hót-
cl KEA í kvöld og liefst kl. 9. Kosnir
verða fulltrúar á aðalfund Ræktunar-
félag ins, sem verður á Akureyri laug-
ardaginn 26. þ. m.
Hjálprœðisherinn. Sunnudag 27. júní
kl. 4 úlisamkoma; kl. 8.30 opinber
samkoma. Verið velkomin.
Slysavarnajclagskonur á Akureyri.
Farin verður skemmtiferð í Vaglaskóg
með Akraneskonum á laugardag'nn kl.
1.30 e.h. O.lum konum deildarinnar cr
he!mil þátttaka, en tilkynnið þátttöku
strax til stjórnarinnar. Gjörið svo vel
að taka með ykkur bollapör.
Dánardœgur. Þann 15. þ. m. varð
bráðkvaddur að heimili sínu í Hrísey
Filippus Þorvaldsson útbiússtjóri.Hann
var 47 ára gamall.
Snœjaxi. Ilin nýja Douglas-flugvél
Flugfélagr íslands hefir hlotið nafnið
Snæjaxi.
Minnismerki um Garðar Svavarsson.
Bæjarstjórn Húsavíkur hefir í tilefni
af 10 ára afmæli lýðveldisins stofnað
sjóð með 10 þús. króna f.amlagi í því
skyni að koma upp minnismerki um
Garðar Svavarsson, sem fyrstur manna
dvaldi vetrarlangt á Ilúsavík, og land-
ið var heitlð eftir um tíma.
Ausljirðingajélagið á Akureyri hefir
ákveðið að fara skemmtiferð til Vopna-
fjarðar laugardaginn 10. júlí n. k., ef
nægileg þátttaka fæst. Væntanlegir
þátttakendur, Auslíirðingar og aðrir,
eru beðn.'r að lilkynna þátttöku til Ei-
ríks Sigurðssonar, sími 1262 eða
Bjarna Ilalldórssonar, s'mar 1134 og
1267 fyrir 4. júlí næstkomandi.
Gjöf til Krabbameinsfélags Akureyr-
ar til minningar um Kristján Tryggva-
son, Viðarholti, Glerárþorp', kr. 500.00
frá Bernolínu Krisljánsdóttur, Siglu-
vík. — Kærar þakkir. Þ. Þ.
Seinvirk þjónusta. Þann 20. þ. m.
bartt blaðinu greidd póstkrafa úr hér-
aði norðanlands, sem næstum al't árið
mega teljast daglegar samgöngur við.
Póstkrafa þessi, sem var að upphæð
rúmar 40 krónur, var send frá blaðinu
4. ágúst 1953, og heflr því innheimtan
tekið 329 daga.
Sandhólasöfnunin. í gær höfðu safn-
azt hjá Rauða-Krossdeildinni hér í bæ
tæpar 50 þús. kr.
Iðnþingið
Iðnþing íslendinga, hið 16. i
röðinni, verður sett hér á Akur-
eyri næstkomandi laugardag 26.
þ.m. kl. 2 síðdegis. Fer setningar-
athöfnin fram í Varðborg, en að
öðru leyti fara þingstörf fram í
Gagnfræðaskóla Akureyrar. Gert
er ráð fyrir, að þingið s‘andi í 4
—5 daga. Þingfulltrúar eru milli
50 og 60, víðs vegar að af land-
inu. Iðnþingið mun fjalla um ýms
vandamál iðnaðarins, svo sem
tollamál og útvegun lánsfjár til
iðnaðarþarfa. Þetta mun vera í
annað sinn sem iðnþing er háð
hér á Akureyri.
Miðvikudagur 23. júní 1954
»Fínnið til skylduiiiiar
ogr Kirðvciíið hug: ykkar
frjálsaii« —
Frá skólaslitum Menntaskólans á Akureyri
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari sleit Mennlaskólanum á Akur-
eyri 17. þ.m. Hann gat þess, að
skólinn hefði nú verið haldinn í
74 ár, en hús skólans er nú fimm-
tugt. í skólanum voru s.l. vetur
247 nemendur i 11 bekkjardeild-
um. Þar af voru 82 stúlkur. í
heimavist bjuggu 131, og s’.óðst á
endum umsóknir og húsrými, en
30 rúm bæ'ast við í haust. Lands-
próf þreyttu 32, og hlaut hæsta
einkunn Haraldur Sveinbjörnsson
af Ströndum, 8.94. í vetur var að
frumkvæði nemenda stóraukið
bókasafn skólans og komið á fót
bókmenntakynningu. Nýr eink-
unnastigi er nú kominn í stað
Örstedskerfis. 35 nemendur gengu
undir stúdentspróf, og hlu'u þess-
ir hæstar einkunnir í máladeild:
Haukur Böðvarsson 9.18, Þröstur
Laxdal 8.81 og Edda Kristjáns-
dóttir 8.57 og í stærðfræðideild
Sveinn Jónsson 9.54, Helgi Sig-
valdason 9.04 og Guðmundur Ó.
Guðmundsson 8.68. 10 ára stúd-
entar færðu skólanum málverk
eftir Sigurð Sigurðsson af Vern-
harði Þorsteinssyni, og flutti Páll
Árdal Vernharði og skólanum
heillaóskir. 25 ára s'.údentar
gróðursettu 7 iré á lóð skólans.
Skólameistari ávarpaði nýstúd-
enta í stórsnjallri ræðu, sem hér
er ekki kostur að rekja. Fyrst og
fremst bað hann þó að finna til
skyldunnar, sem á manninum
hvílir, og varðveita huga sinn
frj álsan.
Máladeild:
Ágúst N. Jónsson, ísaf. 8.10
Áslaug Eiríksdóttir, Mýr. 8.27
Bergþóra Sigfúsdóttir, S.-Múl. 7.75
Edda Kristjánsdóttir, Ak. 8.57
Ilaukur Böðvarsson, Borg. ág. 9.18
Jóhanna Skaftadóttir, Sigluf. 7.60
Jón Bjarman, Ak. 5.85
Krist.'n Pétursdóttir, Sigluf. 7.22
Kri:tín Tryggvadóttir, Ef. 7.70
Lárus Guðmundsson, ísaf. 7.34
Loftur Magnússon, Strand. 7.75
Margrét Guttormsdóttir, S.-Múl. 8.15
Sigríður Erlingsdóttir, Rvík 7.05
Skúli Steinþórsson, Ak. 7.54
Svanhildur Hermannsd., S.-Þing. 7.59
Svava Stefánsdóttir, Ak. 8,50
Þröstur Laxdal, Ak. 8.81
Utanskóla (eftir cinkunnastiga Or-
steds):
Óttar Eggert Pálsson, Rvík 4.29
Stœrðjræð ideild:
Edda Thorlacius, Sig’.uf. 8.02
Friðleifur Stefánsson, Sigluf. 7.29
Guðmundur Guðmundsson, Skagaf. 8.68
Guðmundur Ilalldórsson, ísaf. 7.96
Helgi Sigvaldason, Barð. ág- 9.04
Iljörtur Jónasson, N.-Þing. 7.34
Ingvar Níelsson, Neskaupst. 7.81
Jón Olver Pétursson, Snæf. 7.39
Kristján Gissu.war;on, S.-Múl. 7.09
Lárus Jónsson, Barð. 8.54
Slgurður G. Sigurðsson, ísaf. 8.01
Sigurpáll Vilhjálmsson, N.-Þing. 7.48
Sveinn Jónsson, Ak. ág- 9.54
Sverrir Georgsson, Rvík 7.64
Valdimar Jónsson, Rvík 7.44
Vilhjálmur Einarsson, S.-Múl. 7.94
Orn Baldvinsson, Ef. 7.80
Flugvallargerð
hafin í Flatey
Síðas’liðinn laugardag fór
Skjaldbreið héðan til Flateyjar á
Skjálfanda með jarðýtu, dráttar-
vél og fleiri tæki til flugvallar-
gerðar, og hófst vinna þar við
flugvallargerð á sunnudaginn. •—
Haraldur Jónsson á Einarsstöðum
hefir tekið verkið að sér. Mikill
fögnuður var í eyjunni, er Skjald-
breið lagði þar að með þenna
flutning.
Þriðju tónleihar
TónEistarfélagsins
voru haldnir í Nýja Bíó slðast-
liðið miðvikudagskvöld. Kom þar
fram hinn ungi og vel þekkti
cellósnillingur Erling Blöndal
Bengtsson og lék verk eftir 9 höf-
unda. Þeirra á meðal voru Bach,
Chopin, Mozart, Weber, Saint-
Saens og Rimsky Korsakoff. Ung-
frú Guðrún Kristinsdóttir annað-
ist undirleik, en hún hefir nýlok-
ið námi við konunglega iónlistar-
skólann í Kaupmannahöfn og leik-
ið opinberlega í Danmörku við
hinar heztu viðtökur og dóma.
Var samleikur þeirra öruggur og
vakti einkum hrifni í sónötu Cho-
pins, en í heild var tónleikunum
tekið af miklum fögnuði. Aðsókn
var góð, og urðu þau Bengtson
og Guðrún að leika nokkur auka-
lög. Bárust þeim margir blóm-
vendir frá þakklátum áheyrend-
um.
fQSSSQQGQQ®
Munið
samnorrænu
sundkeppnina.
Dr. Ásm. Guðmundsson
vígður til bishups
Síðastliðinn sunnudag fór fram
hátíðleg alhöfn í dómkirkjunni í
Reykjavik, er hinn nýkjörni bisk-
up yfir íslandi, dr. Ásmundur
Guðmundsson, var vígður til em-
bættisins. Hófst hún með orgel-
sóló Páls ísólfssonar, en sr. Frið-
rik Friðriksson las bæn úr kór-
dyrum. Þá lýsti Magnús Jónsson
prófessor vígslu, en sr. Bjarni
Jónsson vígslubiskup flutti ræðu.
Vígsluvottar, fjórir að tölu, lásu
sinn ritningarstaðinn hver, en
þeir voru: Sr. Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup og prófastur í Eyja-
fjarðarprófas'sdæmi, sr. Jakob
Einarsson prófastur að Hofi, sr.
Þorsteinn Jóhannesson prófastur
í Vatnsfirði og sr. Jón Auðuns
dómprófastur. Þá fór fram vígsla
biskups, er sr. Bjarni Jónsson
framkvæmdi. Altarisþjónustu önn-
uðust prófessor Björn Magnússon
og sr. Óskar J. Þorláksson. Að
lokum prédikaði hinn nýkjörni
biskup.
Milli áðurnefndra atriða var
mikill víxlsöngur og kórsöngur,
er lauk með þjóðsöngnum.
_ *
Sj ómannadagurinxi
í Ólafsfirði
Sjómannadagshátíðahöldin hóf-
ust kl. 9 með hópsiglingu trillu-
báta um fjörðinn. Síðan fór fram
kappróður, sem 4 sveitir tóku þátt
í. — Urslit urðu þessi:
1. varð sveit m.s. Kristjáns,
skipstjóri Kristján Ásgeirsson, og
reri hún vegalengdina á 1:42.2
mín.
2. sveit m.s. Sævaldar, skipstj.
Eins og auglýst er á öðrum stað
í blaðlnu í dag, hækka iðgjöld
samlagsmanna úr kr. 25.00 í kr.
30.00 á mánuði frá og með 1.
júlí. Hækkun þessi var samþykkt
með a'.kvæðum allra stjórnar-
manna samlagsins, enda lögð
fram áætlun um tekjur og gjöld,
er leiddi í ljós að yrði eigi að því
ráði horfið að hækka iðgjöldin,
myndi verða halli á árinu, sem
næmi rúmlega kr. 400.000.00 —
fjögur hundruð þúsund krónur.
Þar sem hækkun þessi kemur ekki
til framkvæmda fyrr en á miðju
ári; verður samt ekki komizt hjá
reksturshalla. Tekjuafgangur árs-
ins 1953 varð aftur á móti rúm-
lega 225 þúsund krónur.
Hækkun þessi stafar svo að
segja eingöngu af aukningu legu-
daga við starfsrekstur hins nýja
sjúkrahúss, en ekki af því að dag-
'900O0OO0O0CO00O0O0O00Q0I
Annall Islendings
Hlaða með 80 hestum af heyfirning-
urn brennur hjá bóndanum Jóni Stef-
úns.yni í Möðrudal.
Guðfræðideild Háskólans sæmir
biskupinn yfir íslandi, herra Ásmund
Guðmundsson, doktorsnafntbót í guð-
fræði.
Synodus haldið í Reykjavík. Hófst
með vígslu 6 guðfræðikandidata:
Bjarna Sigurðssonar til Mosfellspresta-
kalls, Gríms Grímssonar til Sauðlauks-
dalsprestakalls, Kára Valssonar til að-
stoðarprests að Vatneyri V. ísafj.,
Óskars Finnbogasonar til Staðarhrauns
prestakalls, Þóris Stephensen til Stað-
arhólsprestakalls og Arnar Friðriksson-
ar til Skútustaðaprestakalls. Ilinn síð-
astnefndi flutti predikun að lokinni
vígslu.
Við prestkosningu í Mosfellspresta-
kalli hlaut Bjarni Sigurðsson 188 atkv.
sr. Bragi Friðriksson 140, Árni Pálsson
102, Sigurður H. Guðjónsson 40 og sr.
Sigurður Einarsson 26.
Togarinn Egill rauði frá Neskaup-
stað bjargar áhöfn af brennandi fiski-
skipi færeysku á Grænlandsmiðum og
flytur til Færeyingahafnar.
Halldór Halldórsson dósent ver dokt-
orsritgerð um íslenzk orðtök við Há-
skólann og hlýtur doktorstitil að henni
lokinni.
Jón Sigurpálsson, á 1:42.6 mín.
3. sveit trillubáta á 1:43.0 min.
4. sveit m.s. Einars Þveræings,
skipstjóri Ásgeir Frímannsson, á
1:45.5 mín.
Klukkan 2 e.h. hófst sundmeist-
aramót íslands í sundlauginni og
fjölmenntu sjómenn þangað. Um
kvöldið hélt sjómannadagsnefnd-
in og íþróttafélagið Leiftur dans-
leik, þar sem verðlaun voru af-
hent fyrir kappróðurinn.
Afli trillubáta hefir verið mjög
góður allt frá 20. maí s.l. Héðan
hafa og gert út 5 trollbátar, en
afli þeirra hefir verið fremur treg-
gjöld hafi hækkað frá fyrra ári,
þau eru hin sömu eða kr. 70.00 á
dag. En allt útlit er fyrir að legu-
dögum á vegum samlagsins muni
fjölga um 90—100% eða sjúkra-
húskostnaður aukast um allt að
kr. 600 þúsund á þessu ári.
Margir sjúklingar hafa beðið
eftir rannsóknum, sem eigi verða
framkvæmdar að dómi læknanna,
betur á annan hátt en þann, að
þeir leggist inn á sjúkrahús um
tíma, og einnig hefir oft orðið að
neita sjúklingum um rúm á
sjúkrahúsi vegna þrengsla, og
það sjúklingum sem oft og tíðum
hefir verið nauðsyn að kæmust á
sjúkrahús til lengri dvalar.
Sjúkrasamlag Akureyrar vænt-
ir þess að samlagsmenn taki hækk-
un þessari með skilningi og
greiði iðgjöld sín skilvíslega.
ur.
G. J.
Ird Sjúkrascmlagí Aknreyror