Íslendingur


Íslendingur - 14.04.1955, Blaðsíða 8

Íslendingur - 14.04.1955, Blaðsíða 8
Áheit á Strandarkirkju (gamalt) kr. 200.00 frá ónefndri konu. Skemmtiklúbbur templara heldur skemmtikvöld að Varðborg föstudag- inn 15. þ. m. kl. 8.30. Til skemmtunar: Félagsvist, gamanvísur (Hjálmar Gísla son) og dans. — S. K. T. I. O. G. T. Stúkan Ísafoid-Fjallkon- an no. 1 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 18. ap.íl kl. 8.30 s.d. — Fundarefni: Vígsla nýliða; reikningar; kosningar á Umdæmis- og stórstúku- þing og í húsráð; mælt með umboðsm. 6t.; hagnefndaratriði. Þess er fastlega vænzt að félagar fjölmenni, rérstaklega eru eldri félagar stúkunnar beðnir að mæta. — Æt. Frá Bridgejélagi Akureyrar. Nýlok- ið er parakeppni í bridge á vegum re- lagsins. Tíu pör tóku þá:t í keppninni og urðu 5 efstu: Nr. 1. Soffía Guð- mundsdóttir og Þórir Leifsson 172 stig. Nr. 2. Agnete og Jóhann Þorkelsson 154(4 stig. Nr. 3. Þorbjörg og Þórður Björnsson 14614 st'g. Nr. 4. Lilja Sig- urðardóttir og Ágúst Óiafsson 14414 stig. Nr. 5. Margrét Jónsdóttir og Ragnar Skjóldal 143 í tig. Frá Goljklúbb Akureyrar. Grecn- somekeppni verður háð n.k. sunnudag og hefst kl. 8 f.h. Þátttakendur eru al- varlega áminntir um að mæta stund- víslega kl. 7.45, þar sem ekki er hægt að draga saman fyrr en allir eru mætt- ir. — Kappleikanefndin. I. O. O. F. 136415814 — Kaldbakur kom inn í fyrrinótt með um 80 lestir af saltfiski. Liggur hann hér í höfn óafgreiddur vegna verkfalls- ins. Er hann fyrsta Akureyrar kipið, er stöðvast af völdum þess. Leiðrétting á þýðingu við greinina: „Erum vér jarðarbúar einir í alheimin- um“, er birtist í afmælisblaðinu 9. þ.m. í öðrum dálki í 10. línu að neðan um hita á Marz átti að standa: H- 60—70 stig um nætur (þ.e. kuldi). í öðrum dálki í 14. línu að neðan: komplice- rede (ekki kompliverede). — Þýð. Karlakór Akureyrar heldur sam- söngva í Nýja Bíó þriðjudaginn 19. apríl og miðvikudaginn 20. apríl n. k. Samsöngvarnir hefjast kl. 9 síðdegis. Söngstjóri er Áskell Jónsson. Einsöng og tv.'söng syngja Jóhann Konráðsson, Egill Jónasson, Jósteinn Konráðsson og Guðmundur K. Óskars:on. Við hljóðfærið er Ingimar Eydal. Nánar auglýst á götunum. Peningabudda með nokkru af pen- ingum, fundin yzt í afnarstræti. Eig- andi vitji hennar tll Svanbergs Einars- sonar. Bólu-Hjálmars kvöld heldur Skag- firðingafélagið á Akureyri 6ÍSasta vetrardag kl. 8.30 í Varðborg. Verður auglýst nánar í gluggum verzlana. Basar. Kristniboðsfélag kvenna heflr bazar og kaffisölu í Zíon föstudaginn 15. apríl kl. 3—8 e.h. Allur ágóði renn- ur í kristniboðssjóð. Styðjið gott mál- efni. Drekkið síðdegi kafflð í Zíon. Á skákþingi Reykjavíkur varð Ingi R. Jóhannsson hlutskarpastur með 5 vinninga cg er því skákmeistari Reykja víkur 1955. Næstir voru Arinbjörn Guðmundsson og Jón Þorsteinsson með 414 vinning hvor. Hraðskákmeist- ari Reykjavíkur varð Hörður Ágústs- son. Annáll Islendings OOOOCOOOOPOOOOOOOOOOOO« Vöruskiptajöfnuðurinn 2 fyrstu mán- uði ársins óhagstæður um 17.8 millj. krónur. Húsaleiguvísitalan fyrir mánuðina apríl—júní reiknast 214 stig, en það er 1 stigs liækkun frá næsta ársfjórðungi á undan. Skipverji á togaranum Sólborg á Isa- firði höfuðkúpubrotnar og hlýtur fleiri meiðsl við það, að gilsblokk fellur í höfuð honum. Islandsmót í bridge fer fram í Reykjavík. 10 sveitlr keppa, þar af 3 utan af landi. Sigurvegari varð sveit Vilhjálms Sigurð.sonar Reykjavík. Fiskafli í verstöðvum sunnanlands með langmesta móti. yrði hlu'ur flokkslns og aðstaða öll sterkari í væntanlegum við- ræðum og samningaumleitunum við hina vins'.ri flokkana. Karlohórinn »Geys!r« hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó á 2. páskadag með aðstoð ungfrú Ingibj argar Steingrímsdóttur raddþjálfara kórsins. Söngstjóri var Arni Inglmundarson og und- irleikari frú Þórgunnur Ingi- mundardóltir. Húslð var fullskip- að áheyrendum, er tóku kórnum með kostum og kynjum, og varð hann að endurtaka mörg lög og gefa aukalag að lokum. A söngskrá voru 10 lög, flest eftir erlenda höfunda. Ekkert lag var þar eftir akureyrskt tónskáld. Einsöngva sungu Henning Kon- drup (I svanalíki eflir Inga T. Lárusson) og Sigurður Svan- bergsson (í Kan det tröste eftir Kjerulf). En nýs'.árlegasti og til- komumesti þáttur samsöngsins var Miserere úr óperunni II Tro- vatore eftir Verdi, þar sem ung- frú Ingibjörg Steingrímsdót'ir og Henning Kondrup sungu sólóarn- ar. Það verk ætti kórinn að syngja inn á plötu. Allmikið er af nýjum söng- Flugferð til Parísar eða London fyrir beztu smásögu ársins Nýtt hefti af Stefni komið út Fyrir skömmu kom út nýtt hefti af Stejni, tímariti um þjóðmál og mennlngarmál. Er það fyrsta hefti 6. árgangs. — Stefnir er hið vandaðasta og fjölbreyttasta tímarit sinnar legundar, sem nú er gef- ið út hér á landi og ágætlega úr garði gert. í heftinu er auglýst smá- sagnasamkeppni, sem S'.efnir gengst fyrir nú í sumar. Glæsileg verðlaun. Verðlaunin fyrir beztu smásög- una. sem heftinu berst, er flugferð til Parísar eða Lundúna, og má verðlaunahafinn ráða, . hvenær ferðin er farin. Þá fylgir og frítt uppihald þar í tíu daga. Eru þetta glæsilegustu verðlaunin, sem ís- Ienzkt tímarit hefir nokkru sinni veitt í smásagnasamkeppni. Frest ur til að skila sögunum er útrunn- ;nn 15. júlí n. k. og er utanáskrift ritsins: Tímaritið Stefnir, Sjálf- s'æðishúsið, Reykjavik. í samkeppninni er öllu ungu fólki helmil þátttaka allt að 33 ára aldri, og skipa ritstjórar Stefnis dómnefndina. rjölbreytt rit. í þessu hefti Stefnis er marg- víslegt efni. Þar birlist m.a. nýj asta smásaga Gunnars Gunnars- sonar -rithöfundar, grein er um Matisse Iátinn, Jón Júlíusson for- maður Filmíu skrifar um mis- muninn á kvikmyndum og sjón leikjum, Þorste'nn Thorarensen ritar erlent yfirlit, Magnús Jóns son alþm. skrifar greinina Verka maðurinn og þjóðfélagið, birtar eru kínversk og japönsk smásaga, grein um brezka ljóðskáld.ð Dy- lan Thomas og riígerð eftir hann um ljóðagerð, ljóð eru í heftinu eftir þá Andrés Björnsson, cand. mag., Gísla Jónsson menntaskóla kennara, Gylfa Gröndal og Olaf Jónsson. Þá eru í heftinu leik- dómar, bókadómar og ýmislegt fleira. Ritstjóraskipti. Stefnir kemur út fjórum sinn- um á ári, og kostar árgangurinn 35 krónur. Með þessu hefti hafa þeir alþinglsmennirnir Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason látið af ri'stjórn tímaritsins, en þeir Gunnar G. Schram, Matthías Jóhannessen og Þorsteinn 0. Thorarensen tekið við. Stefnir fæst í bókabúðum hér í bænum. Hjónacjni. Ungfrú Gyða Bárðar- dóttir Eiðsva'Iagötu 26 og Yngvi Böðvars on Ægisgötu 4. Akureyri. kröftum í Geysi, og virðist nú- verandi söngstjóra hafa vel tek- izt að samhæfa þá hinum eldri. Enn býr kórinn yfir ó- ’.víræðum söngþrótti, eins og ljós ast kom fram í laginu Vor eftir Strauss, en hann á líka til klið- mýkt, þegar hennar er þöif, svo sem í Vögguvísu Gjerströms og aukalaginu. Söngstjóra, undirlelkara og raddþjálfara bárust fagrir blóm- vendir. ___*_____ Erfiðleikar Braga Ritstjóri Alþýðumannsins er öðru hverju með bænarkvak um vins'.ri stjórn í blaði sínu. Hefir það nokkuð ágerzt eftir að Hanni bal varð viðskila við flokkinn og Alfreð var rekinn. Sömu eríið- leika veiður greinilega vart hjá aðalmálgagninu. Aður en til yfir- standandi verkfalls kom, var þar oft rætt um að auka kaupmátt krónunnar með opinberum að- gerðum og bæta með því kjör fólksins. Nú er þessu alveg snúið við. Blöð krata heimta, að kaup- máttur krónunnar sé rýrður með því að hækka kaup og setja nýja dýrtíðaröldu af stað, og má varla á milli sjá, hvort ritstjórar Þjóð- viljans eða Krala-blaðanna mega sín betur. En þegar Alþýðumaðurinn er að biðja um samslarf vinstri flokkanna verður mörgum á að brosa. HannibaLs'.ar Alþýðufl. hafa stofnað nýtt blað, sem berst einnig fyrir vinstri stjórn með sams'arfi við Framsókn, Þjóð- varnarmenn og kommúnista. Jafnframt treður blaðið illsakir við s'.jóinendur Alþýðuflokksins af öllum mætti. Sýnist því Lggja ljóst fyrir, að málgögn Alþýðu- flokksins ættu fyrs' að reyna að sætta h’nar ósamstæðu fylkingar hans innbyrðis, áður en leitað er samstarfs við hina vinstri flokkanna. Ef þeim lækist það, Ein hreingerningarkona Verkamaðurinn 5. þ. m. er mjög úfinn í skapi yfir því, að bæjarfógetaembættinu á Akureyri hafi ekki verið gef.ð leyfi til að gera sérsamning um kaup við „eina hreingerningakonu", og verði því bæjarfóge'.inn að greiða henni fé úr eigin vasa til þess að skrifstofufólkið þurfi ekki að „vaða óhreinindin“! Ekki er vitað, hvers vegna rit- stjóra Verkamannsins finnst ó- þolandi, að starfsfólk á bæjar- fógetaskrifstofunum „vaði ó- hreinindi“ eins og starfsfólk annarra s'ofnana hefir orðið að gera undanfarið, enda skiptir það lillu máli. En hefir Alþýðusam- bandið ekkert við það að athuga, þótt gerðir séu launasamningar við einn mann eða „eina hrein- gerningarkonu“? Oss hefir skil- izt, að Hannibal & Co. vilji enga pukurssamninga við einn og einn einstakling, heldur heildarsanrn- inga fyrir félög eða félagasam- steypur. Slckað á klónni Þeim, sem lesa Dag, mun enn í fersku minni sú staðhæfing rit- stjórans fyrr á vetrinum, að í frumvarpi því til laga um Bruna- bótafélag íslands, sem nú er orð- ið að lögum, væri verið að lög- festa einokun B. í. á brunatrygg- ingum utan Reykjavíkur. Stað- hæfing þessi var rekin kyrfilega öfan í blaðið með því að birta orðré!tan kafla úr frumvarpinu, sem fór óbreyttur gegnum þing- ið. Hefir Dagur nú slegið nokkuð undan, þótt hann kunni ekki við að hverfa til fulls frá firrunni. í síðasta blaði lætur ritstj. sér nægja að segja: „Er ljóst, að sums'aðar á landinu jafngildir lagasetning þessi því, að einok- unin standi senr áður.“ Þótt hér sé verulega slakað á klónni, vantar ennþá skýringu á þv', að hverju leyti lög:'n um B. í. jafngilda einokun, enda erfitt að finna því stað, þar sem uppsagn- arfrestur sanminga við B. í. er hinn sami í lögunum og Sam- vinnu'ryggingar bjóða skemmst- an.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.