Íslendingur


Íslendingur - 24.08.1955, Blaðsíða 8

Íslendingur - 24.08.1955, Blaðsíða 8
IVlessaó i Akureyrarkirkju næstkom- andi sunnudag kl. 10,30. Sálmar: 44, 328, 317, 344, 678. (K. R.) Messað verður í Lögmannshlíðar- Annáll Islendings Hallgrímur Jónsson úr Ármanni Reykj'avík setur íslandsmet í kringlu- kasti, 52,18 metra. Fyrra metið, 50,22 metra, setti Þorsteinn Löve áður. •—x— kirkj'u á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. Sálmarnir í messunni verða þessir: Nr. 18, 318, 317, 207, 131. — Takið þátt í sálmasöngnum. (P. S.) Leiðrétting. Sú missögn slæddist inn í frásögn blaðsins 17. ágú;t um minn- isvarða Bólu-Iljálmars, að Hannes J. Magnússon væri formaður Skagfirð- ingafélagsins á Akureyri. Formaður félagsins er Zophonias M. lónasson, og afhenti hann Skagafjarðarsýslu varð- ann og minningarlundinn að gjöf, fyr- ir hönd félagsins. Áttrœður varð 19. þ. m. Jó;ef Blön- dal fyrrv. póstmeistari og símstjóri á Siglufirði. Iílaut verðlaun í ritgerðarkeppni. Atlantshafsbandalagið efndi sl. vor til ritgerðasamkeppni meðal ungs fólks um starf og gildi bandalagsins, og var verðlaunum heitið fyrir beztu ritgerð- irnar. í yngra flokki (19 ára og yngri) bar Akureyringurinn Heimir Hannes- son stúdent sigur úr býtum, en verð- launin eru ókeypis ferð til Parísar og dvöl þar í aðal töðvum bandalagsins nokkra daga. Fjölmargar þjóðir tóku þátt í þessari keppni, og er því þessi sigur hins unga Akureyrings ánægju- legur og eftirtektarverður. Hjúskapur. Ungfrú Agnes Guðný Ilaraldsdóttir (Sigurgeirssonar verzlun- armanns) og Ólafur Bjarki Ragnars- son verzlunarmaður Reykjavík. Bílþjójnaður. Aðfaranótt 18. þ. m. var Austin-bifreiðinni A 372 stolið í Glerárþorpi. Fannst hún daginn eftir í skurði við þjóðveginn tkammt frá Sveinsstöðum í Húnaþingi. Bifreiðaslys. Klukkan rúmlega 4 s.I. fimmtudag varð bifreiðaárekstur á Svalbarðsstrandarvegi sunnan við Yztuvík. Voru þar á ferð tveir bílar úr Höfðahverfi, jeppi og fólksbifreið. Var áreksturinn all-harður, og meiddust tvær mæðgur frá Höfða, sem voru far- þegar í jeppanum. Flutti sjúkrabifreið þær í Fjórðungssjúkrahúsið, en meiðsli þeirra eru ekki talin hættuleg. Báðar bifreiðarnar tkemmdust ni'kið. Héraðsjundur Eyj af j arðarpróf asts- dæmis verður haldinn á Möðruvöllum í Hörgárdal sunnudaginn 4. sept. n. k. og hefst með almennri guðsþjónustu kl. 2 e. h. Síra Ragnar Fjalar Lárutson í Siglufirði prédikar, en þegar að lok- inni messu verður sjálfur fundurinn settur með ávarpi prófasts. — Nánar í næsta blaði. Vérkakvennajélagið Eining fer berja- ferð að Nesi f Höfðahverfi sunnudag- inn 28. ágúst. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofunni kl. 8,30 f. h. Þátt- taka tilkynnist í síma 1315, 1753 og 2092 í síðasta lagi fyrir fimmtudags- kvöld. Hjúskapur. Þann 16. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband í Lögmanns- hlíðarkirkju ungfrú Sigurveig Ásvalds- dóttir, Múla, Aðaldal, og Friðrik Slg- mundur Friðriksson, sjómaður, Höfða, Glerárþorpj. Heimili þeirra verður að Iíöfða. Dánardœgur. Nýlega er látinn í Landspítalanum í Reykjavík Einar Björn-son, verkamaður, faðir Björns verkstjóra hér í bæ. Hann varð 83 ára gamall. Þakkir. Barnaverndarfélagi Akureyr- Vegar ruddar út d Iluteijardol Undanfarna daga hefir verið unnið að því að ryðja veg yfir Flateyjardalsheiði og út á Flat- eyjardal. Hefir blaðið leitað upp- lýsinga um þessa vegagerð hjá Karli Friðrikssyni yfirverkstjóra, sem haft hefir yfirumsjón með verkinu. — Þessi vegur, segir Karl, er ruddur yfir heiðina frá Þverá í Dalsmynni um eyðibýlin Þúfu og Vestari-Króka, fram hjá Al- mannakambi að ves'an, um Heið- arhús, alla leið norður að sjó nið- ur undan Brettingsstöðum. Er nú þegar búið að ryðja alla leið, og unnu við það 2 jarðýtur. Eru þær nú komnar til baka inn fyrir Heiðarhús og eru að lagfæra ruðninginn í bakaleiðinni. Til þessa verks hafa verið lagðar fram 70 þús. krónur af fjallvega- fé, — en ekki þjóðvegafé, eins og sumir virðast ætla og tæpt hefir verið á í blaði. Enn er þetta að- eins sumarvegur fyrir hina kraft- meiri bíla. en með nokkru meiri fjárveitingu mundi mega gera hann færan öllum venjulegum vörubílum, en tæplega færan fólks bifreiðum, meðan óbrúuð eru vatnsföll á leiðinni. Heyrzt hefir, að landbúnaðar- ráðherra muni hafa í hyggju að heinisækja Flateyjardal í sumar og athuga um möguleika á endur- reisn byggðar þar, er úrbætur hafa verið gerðar á samgöngu- leysinu við dalinn. í næs'a blaði mun verða nánar vikið að framkvæmdum í vega- og brúargerðum norðanlands í sumar. -* A *- Akureyringar unnu Kial- ncsinga og Um síðustu helgi fór hópur frjálsíþróttamanna frá ÍBA suð- ur á Kjalarnes og keppti þar í frjálsum íþróttum við íþrótta- bandalög Kjalnesinga og Keflvík- inga. Úrslit urðu þau, að Akur- eyringar unnu Kjalnesinga með 60 s'igum gegn 47 og Keflvíkinga með 56:51. Kjalnesingar unnu Keflvíkinga með 58 : 49. Orslit í einstökum greinum: t 100 m. hlaup: Höskuldur Goði Karlscon Ak. 11,4 sek. | Hörður Ingólfsson Kj. 11,6 — Leifur Tómasson Ak. 11,6 — i 400 m. hlaup: Guðfinnur Sigurjónsson Ke. 58,9 8ek. Höskuldur G. Karlsson Ak. 59,9 — ^ Leifur Tómasson Ak. 60,1 — 1500 m. hlaup: Þórhallur Guðjónsson Ke. 4:37,2 mín. Margeir Sigurbjörnsson Ke. 4:43,2 — Valgarður Sigurðs;on Ak. 4:57,2 — Langstökk: Ilöskuldur G. Karlsson Ak. 6,08 m. j Hörður Ingólfsson Kj. 6,03 — Ilástökk: Jóh. R. Benediktsson Ke. 1,65 m. Leifur Tómasson Ak. 1,60 — Þrístökk: Höskuldur G. Karlsson Ak. 12,26 m. Þórir Ólafsson Kj. 11,39 — Páll Stefánsson Ak. 11,35 — Kúluvarp: Reynir Hálfdánarson Kj. 12,02 m. ar bárust nýlega kr. 500,00 að gjöf til fyrirhugaðs leikskóla frá A. S. Beztu þakkir. F.h. Barnaverndarfélags Akur- eyrar Eiríkur Sigurðsson. Keflvíkifigfa Magnús Lárucson Kj. 11,58 — Kristinn Steinsson Ak. 11,50 — Kringlukast: Magnús Lárusson Kj. 36.34 m. Kristján Pétursson Ke. 35,61 — Kristinn Steinsson Ak. 34,88 — Spjótkast: Vilhjálmur Þórhallsson Ke. 43,91 m. Pálmi Pálmason Ak. 40,35 — 4 x 100 m. boðhlaup: Akureyringar 49,0 sek. Kjalnesingar 49,3 — Keflvíkingar 50,0 — Þá keppti handkna'tleiksflokkur ÍBA við Kjalnesinga og vann leikinn með 6 : 1 marki. Sýndi Guðrún Georgsdóttir þar ágætan leik, enda ber hún Akureyrar- flokkinn mjög uppi. VINNUFLOKKUR FRÁ AKUREYRI TIL GRÆNLANDS í fyrradag fór 10 manna vinnu flokkur héðan af Akureyri áleiðis til Meistaravikur í Grænlandi með skipinu Kista Dan, sem hér lestaði vörur til blýnáma-leiðang ursins þar. Er gert ráð fyrir að flokkurinn verði þar um mánað- artíma, aðallega við uppskipun á vörunum, sem hér er umskipað á vegum Nordisk Mineselskab. — Meðal þeirra, sem héðan fóru í vinnu þessa, voru tveir atvinnu- bílstjórar af BSO. Skipið Norbjörn fór með fyrsta farminn héðan til Meistaravíkur, og Kista Dan er nú með annan á leiðinni. Þá er þriðja skipið að lesta þessa dagana, en það mun eiga að taka það sem eftir er í 3 ferðum. ÓTTAST UM ÚTLEND- INGA Á ÖRÆFUM í fyrrakvöld lýsti Flugbjörgun- arsveitin í Rvík eftir þrem Bret- um (einum manni og tveim kon- um), er lagt hefðu upp frá Skarði á Landi fyrir nál. hálfum mánuði áleiðis norður um öræfi til Eyja- fjarðar og Akureyrar með nesti til þriggja daga. Síðar um kvöld- ið barst svo fregn um, að fólk þe'.ta væri komið fram. Kom það til bæja undir Eyjafjöllum 18. ágúst eftir nokkra hrakninga í óbyggðum. Regrlugerð um reiðhjól með hjálparvél hefir nú verið gefin út af dómsmála- ráðuneytinu, og eru þar fyrirmæli um, að öll slík reiðhjól skuli vera skrásett, og skrásetningarmerkj- um komið fyrir aftan og framan á hjólinu. Bifreiðaeftirlitið annist árlega skoðun slíkra farartækja og skal ökumaður ætíð hafa skoð- unarvottorð meðferðis. Þá skal. hann og hafa ökuskírteini til að I stjórna bifhjóli. Ökuheimild fái þeir einir, sem náð hafa 15 ára aldri, hafa að dómi lögreglus'jóra næga kunnáttu í akstri og um- ferðareglum, svo og næga andlega og líkamlega hreysti. Gætt skal við aksturinn, að hann valdi ekki meiri hávaða en nauðsynlegt er, og hjólunum vandlega læst, þar sem gengið er frá þeim á almanna færi. Mikið heytjón af völdum hvassviðris undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð og víð- ar í Rangárvallasýslu, er sumstaðar nemur allt að 200 hestburðum á bæ. -—x— Pétur Rögnvaldsson KR vinnur tug- þrautarkeppni á 5535 stigum. Er það einhver bezti árangur, sem náðst hefir á Norðurlöndum á árinu og tryggir þátttöku í Norðurlandameistaramóti, er frain .fer í Khöfn 3. og 4. september. —x— Skriður falla á þjóðveginn í Odd- skarði og teppa bílaumferð um hríð. —x— Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí óhag- stæður um 59 millj. króna. —x— Brú vígð á Vatnsdalsá skammt frá Grínrtungu. Með opnun hennar er hringakstur um Vatnsdal mögulegur. •—x— Landslið íslendinga í knattspyrnu heyr kappleik gegn „pressuliði" (liði, er knattspyrnudómarar dagblaða og út- varps velja). Sigraði landsliðið með 4:2. friirih iprssil é Norðurlandamátinu íslendingunum gengur mjög sæmilega á Norðurlandaskákmót- inu og sumum vel. Friðrik Ólafs- son, skákmeistari Norðurlanda, heldur forustunni í landliðsflokkn um, var er síðast fréttist einum vinningi hærri en hinn næsti. Horfir því vel um að hann verji titilinn með sæmd. Þessi riddarastytta, sem gerS er úr bronzi, stendur á marmara- stöpli og er staðsett við East River í New York. Hún er nefnd .,Mir“, er þýðir friður, og er gjöf jrá Júgó-Slavíu til S. Þ. Við afhjúpun hennar mœlti Joza Brilej sendiherra, aðalfulltrúi Júgó-Slava hjá S. Þ., að gjöfin táknaði viðhorf þjóðar hans til sáttmála Sameinuðu þjóðanna og trú hennar á framtíð skipulagsins. Til hœgri sézt í Chrysler-bygginguna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.