Íslendingur


Íslendingur - 24.08.1955, Blaðsíða 2

Íslendingur - 24.08.1955, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. ágúst 1955 Sjötugur: Anton Ásgrímsson Sjötugur varð í fyrradag Anton Ásgrímsson kaupmaður Fjólu- götu 8 hér í bæ. Anton er fæddur í Ólafsfirði 22. ágúst 1885, en fluttist ungl- ingur hingað til Akureyrar ré'.t upp úr aldamótunum síðustu. Hér hefir hann stundað margv's- leg störf, unnið við verzlun og útgerð, síldarsöltun o. fl. Lengst s'arfaði hann hjá Ásgeir heitnum Péturssyni við verkstjórn og skipstjórn bæði hér og á Siglu- firði. Fyrir nokkrum árum stofn- aði Anton verzlunina „Heklu“ við Norðurgötu og rak hana þangað til á s. 1. ári, er hann seldi hana öðrum. Ekki her Anton nein ytri merki þess, að hann hafi náð sjötugs- aldrinum. Hann er enn hress í anda og glettinn í viðræðum. Létt skaplyndi hefir haldið honurn yngri en aldurinn bendir til. Megi það lengi endast honum og halda honum síungum. /• ___ Kristjdi lóh. Jónsson 100 dra Harla fáir heilsa menn hundrað ára tímamólum. En Ijóst er, að Kristján lifir enn að Lambanesi út í Fljótum. Höldur sá með hundrað ár á herðum - enn er furðu reifur, gamanhýr með glaðar brár, greindarshýr í máli hreifur. Allt hans mikla aldarstarf er og verður lengi metið, og þjóðin honum þakkar arf, þess í dag er víða getið. Að segja þá kunnu sögu á ný, að sinni varla nauðsyn gerist. En öldung kveðja óskahlý frá öldnum Stíflu-manni berist! 9. ágúst 1955. Gunnar S. Hafdal. SÖNGFÖR JÓHANNS KONRÁÐS- SONAR Fyrir skömmu fór Jóhann Kon- ráðsson söngvari í söngför til Aus'urlands ásamt Áskatli Jóns- syni söngstjóra, er annaðist und- irleik á 6ÖngskemmtUnum Jó- hanns. Lögðu þeir leið sína til Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Söng Jóhann á öllum þessum við- komustöðum við góða aðsókn og mikla hrifningu áheyrenda. Þóttu ir, og sjálfir láta þeir hið bezta yfir viðtökum fólksins. þeir félagar alls staðar góðir gest- Sjötugur: Þorsteinn H. Jónsson forseti bæjarstjórnar Þegar Þorsteinn M. Jónsson hóf starf sem kennari við barna- skólann hér á Akureyri árið 1921 var hann fyrir löngu orðinn þjóð kunnur maður. Hann hafði haft með höndum umfangsmikinn búrekstur í Borg arfirði eystra, gegnt þar marg- víslegum trúnaðarstörfum og átt setu á Alþingi frá árinu 1916 og m. a. átt sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó sambandslögin 1918. Það var því að vonum, að maður með slíka hæfileika og reynslu, sem hann hafði þá þeg- ar aflað sér, myndi koma til með að setja svip sinn á þetta bæjar- félag. Slík hefir einnig orðið raunin á — Þorsteinn M. Jónsson hefir verið einn mesti athafna- og starfsmaður þessa bæjarfé- lags. Þorsteinn er sterkur flokksmað ur og fylginn sér, en flokksband- ingi er hann ekki. Slíkt kernur ekki heim við dómgreind hans og víðsýni. Mér hefir fundist hann vera allra manna sanngjarnastur í dómum sínum um þá, sem hafa verið á öndverðum meiði við hann í opinberum málum. Nú er Þors'einn orðinn sjötug- ur — vinnudagurinn er orðinn langur og oft verið strangur. Þó hann láti nú af sínu aðalstarfi, stjórn Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, þá veit ég, að starfsdagur Þorsteins er 'engan veginn allur, því þó s'arfsárin séu orðin mörg, er mikið eftir af orkunni og gnægð hugðarmála til að vinna að. Ég vil þakka Þorsteini alla þá vináttu, sem hann hefir sýnt mér frá því að ég var Iítill drengur í skóla hjá honum. Ennnfremur vil ég fyrir mína hönd og flokks- manna minna í bæjarstjórn þakka ágætt samstarf á liðnum árum. Eg óska honum og fjölskyldu hans heilla og velfarnaðar á kom- andi tímum. Jón G. Sólnes. Sjötugur: Jnkob Hnrlsson Þorsteinn var kennari við barnaskólann 1921—1932, skóla- stjóri við Gagnfræðaskólann hef- ir hann verið síðan 1935, en læt- ur nú af því staríi vegna aldurs. Bóksölu hóf hann 1923 og rak elna stærstu bókaverzlun hér til ársins 1935. Hann hefir um fjölda mörg ár rekið bókaú'gáfu og var á timabili einn af stærstu bókaútgefendum landsins. Hann rak um tíma stórbú á Svalbarði á Svalbarðsströnd. Auk alls þessa hefir hann gegnt fjölda opinberra 'rúnaðarstarfa og unnið mikil og margvísleg störf á stjórnmála- sviðinu og í þágu ýmissa félaga og menningarmála. Hann átti um skeið sæti í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, og héraðssátta- semjari í vinnudeilum hefir hann verið frá 1938 og gegnir því starfi ennþá. í bæjarsljórn Akureyrar hefir hann átt sæti síðan 1942 og verið forseti bæjarstjórnarinnar s.l. 12 ár. Þorsteinn M. Jónsson er mikill ’persónuleiki. Hann er skarpgáf- aður, vel menntaður og afburða- mikill starfsmaður. Hann hefir, eins og að framan segir, verið allt í senn, forstjóri mikils og bí- vaxandi skóla, búið stórbúi, stjórnað umfangsmikilli bókasölu og bókaútgáfu, ritstjóri tímarita, setið í stjórn stærsta atvinnu- fyrirtækis landsins, og fyrir utan öll þessi störf hefir hann innt af hendi geysimikla vinnu á sviði ýmissa félagsmála. Þessi upptaln- ing, sem þó engan veginn er tæm- andi, sýnir Ijóslega, að hér hefir enginn meðalmaður verið á ferð, og það er eftirtektarvert, að hann rækir öll s'.örf vél — af trú- mennsku, árvekni og skyldu- rækni. Einhvern hefði það getað hent, sem svo gífurlega væri störfum hlaðinn, að vanrækja eitthvert þeirra — og kannske væri það mannlegt, en slíkt hend- ir ekki Þors'ein M. Jónsson. Hann er trúr í starfi, honum er starfið dyggð. Hinn 17. þ. m. átti Jakob Karls- son> afgreiðslumaður Eimskipa- félags íslands og fyrrum bóndi að Lundi við Akureyri, sjötugsaf- mæli. Jakob er borinn og barnfæddur Akureyringur, en foreldrar hans voru Guðný Jóhannsdóttir og Karl Kristjánsson verzlunarmað- ur, bróðir Magnúsar alþingis- manns og ráðherra. Missti hann föður sinn, meðan hann var enn í bernsku, og flutlust mæðginin þá til Magnúsar föðurbróður Jakobs. Vann Jakob að verzlunar störfum hjá frænda sínum bernsku- og æskuárin, en stofn- aði sjálfur verzlun 1912. Rak hann jafnframt henni fiskverkun og fiskverzlun í talsvert stórum stíl, en í lok fyrri heimsstyrj ald- arinnar hætti hann verzluninni, enda þá tekinn við afgreiðslu Eimskipafélagsins, er hapn ann- aðist fyrstu árin í umboði Magnúsar frænda síns. Þá var hann um skeið umboðsmaður I Olíuverzlunar íslands h.f. | Fyrir fullum 30 árum reisti hann stórbýlið Lund ofan við Ak- ureyri, og bjó þar Iengi með höfð ingsbrag. Stóð hann í umfangs- miklum jarðræktarframkvæmd- um um nokkurt skeið og kom upp vönduðum húsakosti á búgarði sínum. Hefir Jakob ætíð verið mikill ræktunarmaður og léð skógræktinni gott lið. Um skeið rak hann einnig búskap á Rang- árvöllum, bújörð norðan við Glerá, örskammt frá Lundi. Jakob Karlsson sóttist ekki eft- ir mannvirðingum og var ætíð tregur til að gegna opinberum störfum. En allir voru á einu máli um, að til þeirra væri hann flest- um betur fallinn vegna glögg- skyggni og mannkosta. Var hann kosinn í bæjarstjórn 1923 og sat þar til 1929 og síðar kjörtíma- bilið 1938—42. Þá átti hann sæti í hafnarnefnd meira en tvo ára- tugi, í sáttanefnd og sóknarnefnd árum saman og í s'jórn Ræktun- arfélags Norðurlands frá 1923. Ráð hans þóttu jafnan holl og viturleg, tillögur hans góðar og vandlega byggðar. Hann mun - GoIIIréttir - S. 1. laugardag lauk keppninni um Afmælisbikarinn, sem gefinn var af Gunnari Árnasyni í tilefni af 20 ára afmæli GA. Að lokinni keppni hafði Golfklúbburinn boð inni fyrir félaga og gesti. Voru þar mættir þrír af stofnendum klúbbsins, þeir Gunnar Schram, Jakob Frímannsson og Óskar Sæmundsson. Keppnin um bikarinn var afar tvísýn og skemmtileg, og mátti lengi ekki á milli sjá, hver hlut- skarpastur yrði. Jóhann Guð- mundsson tók strax forustuna. Fyrstu 18 holurnar lék hann í 75 höggum, en annar varð Gestur Magnússon í 76 höggum. Eftir 36 holur var Hafliði bróðir Jóhans kominn í 2. sæti, aðeins 1 höggi hærri, og eftir 54 holur var Adolf Ingimarsson orðinn annar, og munaði þá 2 höggum. Þegar einn liringur (9 holur) var eftir, stóðu leikar þannig, að Adolf var orð- inn % höggi betri en Jóhann, en síðustu holurnar lék Jóhann mjög vel og sigraði með tveggja högga mun. Vann hann á 316 höggum, en Adolf var annar (318) og Haf- Iiði þriðji. S.l. fimmtudag lauk keppninni um Öldungabikarinn, sem gefinn var af Gunnari Schram. Þetta er fyrsta keppni um öldungabikar á Akureyri. Keppnin er 18 holur með fullri forgjöf. Fyrstir og jafn ir urðu Stefán Árnason og Jón Benedik'sson, og urðu þeir að leika 18 holur til úrslita. Sigraði Jón í þeirri viðureign. í kvöld (miðvikudag) kl. 6 hefst Meistaramót Akureyrar í golfi á golfvelli félagsins. Leikn- ar verða 72 liolur, 18 í kvöld, 18 á laugardag, þá skipt í flokka, en úrslit fara fram á sunnudag. Þá leiknar 36 holur. SÍLDVESÐIN FYRIR 30 ÁRUM í íslendingi birtist eftirfarandi frétt 21. ágúst 1925: „Eftir síðustu fregnum, sem ísl. hefir fengið, munu nú komn- ar á land um 170 þús. tunnur saltsíld og 18 þús. tunnur krydd- síld, á öllum veiðistöðvunum. Er það næstum helmingi meira en samtímis í fyrra.“ hafa átt hugmyndina að friðun hafnarinnar og ýmsri annarri náttúruvernd, og hið verðmæta fugla- og eggjasafn Náttúrugripa- safns bæjarins er gjöf frá hon- um. Hefir hann ætíð látið sér annt um allt það, er til menningar og fegrunar horfði í bænum. Þeir eru orðnir margir, sem notið hafa góðs af drengskap og hjálpsemi Jakobs Karlssonar um dagana, og mörgum þeirra kemur hann fyrst í hug, er þeir heyra góðs manns getið. Jakob er kvæntur Kristínu Sig- urðardó!tur frá Lundi í Fnjóska- dal, mikilhæfri og mætri konu, sem stutt hefir hann með ráðum og dáð í umfangsmiklum búskap og búið honum vistlegt og frið- sælt heimili. Eiga þau hjón þrjár uppkomnar dætur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.