Íslendingur - 06.06.1956, Síða 6
6
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 6. júní 1956
Íþróttalífið á Akureyri:
ir frd Lai-
emburg ftentanlegur í sumar
^kýr§laƧkulýð§heimilis
templara í Varðborg:
veturinn 1055-56
Á blaðamannafundi ÍBA. sem
sagt var frá í síðasta blaði,
skýrðu formenn og fulltrúar sér-
ráða innan bandalagsins frá
starfsemi hinna einstöku ráða og
fyrirhuguðum keppnum og mót-
um á komandi starfsári. Skal það
nú lauslega rakið.
Knattspyrnan.
(Formaður Knattspyrnuráðs:
Ragnar Steinbergsson.)
Síðastliðið sumar unnu Akur-
eyringar Knattspyrnumót íslands
í II. deild og öðluðust við það
rétt til keppni í I. deild. Yeröur
það helzti knattspyrnuviðburður-
inn í sumar, en keppnin fer fram
í Reykjavík. Akureyrarliðið leik-
ur 5 leiki, og með samkomulag:
við Knattspymuráð Reykjavíkuv,
sem sér um mótið, hefir verið á-
kveðið, að þeir verði leiknir í
þrem ferðum.
íslandsmótið hefst 10. þ. m. (á
sunnudaginn kemur) með leik
milli Akureyringa og Fram. 12.
júní verður leikið við Val, 29.
júní við Akurnesinga, 31. júlí við
Víking og 15. ágúst við K. R.
Akureyrarliðið hefir æft vel
fyrir sumarið. Æfingar hafa ver-
ið tvisvar í viku innanhúss í vet-
ur, aðallega undir stjórn Her-
manns Sigtryggssonar, en í vor
hefir Karl Guðmundsson lands-
þjálfari verið hér nokkra daga til
leiðbeininga. Hermann Sigtrvggs-
son mun hafa umsjón með æfing
um í sumar.
Þátttaka í íslandsmótinu verð-
ur mjög kostnaðarsöm. T. d. má
benda á, að úrslitaleikur í II.
deild sl. sumar í Reykjavík kost-
aði KRA um 13500 krónur, en nú
verða farnar 3 slíkar ferðir.
Til þess að fá eitthvað upp í
hinn mikla kostnað, hefir Knatt-
spyrnuráð Akureyrar efnt til
happdrættis með allgóðum vinn-
ingum, og er því beint til knatt-
spyrnuunnenda, að þeir kaupi
miða og styrki þannig þátttöku í
íslandsmótinu.
ERLEND HEIMSÓKN.
í byrjun júlí kemur hingað til
lands á vegum Knattspyrnufélags-
ins Þróttar í Reykjavík knatt*
spyrnulið frá Luxemburg, C. A.
Spora. Með samningum við Þrótt
hefir verið ákveðið, að lið þetta
leiki á Akureyri 14. júlí n. k. Lið
þetta er mjög sterkt og var t. d.
valið sem fulltrúi lands síns í
þriggja landa keppni: England—
F rakkland—Luxemburg.
Er ekki að efa, að knattspyrn-
unni hér verður mikill fengur að
komu þessa liðs. Búast má við, að
aðgöngumiðar að leik þessum
verði eitthvað dýrari en ella og
er þess vænzt, að bæjarbúar mæti
því með skilningi.
Frjálsar íþróttir.
(Formaður Frjálsíþróttaráðs:
Leifur Tómasson.) ^
Mót í frjálsiþróttakeppni milli
ÍBA og UMSE fer fram 1 sam-
bandi við hátíðahöld þjóðhátíð-
ardagsins, 17. júní. Verður það
stigakeppni, þar sem úrslit verða
reiknuð eftir stigum tveggja
beztu manna hvors aðila.
Þá verður haldinn um land allt
almennur íþróttadagur, þai sem
menn á mjög rúmu aldursstigi
geta orðið þátttakendur og hljóta
möguleika á stigum, þótt ekki séu
afreksmenn á sviði íþrótta.
Frjálsíþróttamenn úr KR koma
hingað 7.—8. júlí, og mn miðjan
þann mánuð nokkrir Svíar frá
Bromma Idrætsforening ásamt
ÍR-ingmn. Meistaramót Akureyr-
ar í frjálsíþróttum verður 11.—
12. ágúst og Norðurlandsmót
seint í ágúst eða byrjun septem-
ber. Þá verður dagana 25. og 26.
ágúst keppni milli Akureyringa,
UMS Kjalarnesþings og íþrótta-
bandalags Keflavíkur.
Sund.
(Formaður Sundráðs: ísak
Guðmann.)
Fyrirhugað er, að Jónas Hall-
dórsson, sundþjálfari úr Reykja-
vík hafi hér þriggja vikna sund-
námskeið upp úr rniðjum júlí. Þá
er gert ráð fyrir Akureyrarmót: í
sundíþróttum um mánaðamótin
ágúst—september.
Skíðaíþróttir.
(Skíðaráð: Formaður Hermann
Stefánsson.)
Skíðaráð Akureyrar er elzta
sérráð bæjarins í íþróttamálum,
stofnað 1938. Því hefir nú verið
falið að sjá um Landsmót skíða-
manna næsta vetur. Fyrir það mót
þarf að byggja stóra stökkbraut,
a. m. k. 60—70 metra. Brautin
verður við Arnarklett, beint upp
af Skíðaskálanum í 700 m. hæð,
en skálinn er nú í smíðum, og
verður reynt að koma honum und-
ir þak í sumar. Hann verður til
afnota fyrir alla: Skólafólk, í-
þróttafélög, bæjarbúa almennt og
ferðamenn, er vilja kynnast hinu
ágæta 6kíðalandi í Hlíðarfjalli.
Handknattleiksráð.
(Formaður Knútur Karlsson.)
Handknattleikslið kvenna hér
bænum er all-öflugt og æfir vel
Gerði það sem kunnugt er jafn
tefli við handknattleikslið Þrótt
ar í tveim leikjum um hvítasunnu
helgina eins og kunnugt er. Samn
ingar standa nú yfir um ferð til
Færeyja á þessu ári.
Golfið.
(Golfklúbbur Akureyrar: For-
maður Jóhann Þorkelsson.)
í Golfklúbb Akureyrar eru um
60 félagar sem æfa af kappi á
golfvellinum við Þórunnarstræti.
Islandsmótið er háð þriðja hvert
ár á Akureyri. Akureyringar liafa
unnið öll íslandsmót, sem hér eru
háð, og oft leikið til úrslita fyrir
sunnan. Áttum við 5 fyrstu menn
á síðasta móti og unnum alla bik-
ara, sem um var keppt, nema einn.
Golfið er holl og góð íþrótt fyrir
menn á öllum aldri.
GQ0n}rffikfróf við G. A.
Bóknámsdeild:
Auður Ólafsdóttir 6.32.
Ásrún Tryggvadóttir 6.57.
Birna S. Ingólfsdóttir 7.35.
Dóra M. Jónasdóttir 7.35.
Friðrika A. Adamsdóttir 7.62. .
Gísli Bragi Hjartarson 7.53. .
Guðbjörg S. Mikaelsdóttir 7.67.
Guðmundur Þorsteinsson 7.26.
Hallfríður B. Magnúsdóttir 7.59.
Heiða Hrönn Jóhannsdóttir 7.04.
Hugrún Steinþórsdóttir 6.63.
Iðunn Ágústsdóttir 7.29.
Ingólfur O. Georgsson 7.84.
Ingvi Þór Þorkelsson 8.13.
Jóhanna Steinmarsdóttir 7.75.
Jóhannes V. Haraldsson 6.71.
Jórunn Björgvinsdóttir 7.36.
Lára K. Ingólfsdóttir 7.79.
Málfríður Torfadóttir 6.89.
Ottó Tulinius 6.83.
Rafn H. Gíslason 7.06.
Ragnar Hólm Bjarnason 7.54.
Sigríður K. Ámadóttir 5.45.
Sigurður S. Guðbjartsson 7.12.
Skúli Svavarsson 7.45.
Soffía G. Jakobsdóttir 6.29.
Viðar Garðarsson 6.72.
Vilhjálmur II. Baldursson 6.59.
Verknámsdeild:
Alda Jónatansdóttir 5.29.
Auður Ófeigsdóttir 8.16.
Ása Jónsdóttir 7.34.
Áslaug Þorsteinsd. Austmar 8.14.
Elísabet Ólafsdóttir 6.70.
Erla Magnúsdóttir 7.39.
FriSrik R. Vestmann 6.65.
Greta Geirsdóttir 5.49.
Hallgrímur J. Pálsson 6.91.
Ingibjörg Ófeigsdóttir 6.87.
Marinó Jónsson 6.96.
Rósa Jónsdóttir 6.83.
Sigríður Ingvarsdóttir 7.74.
Sigurjón O. Sigurðsson 5.76.
Sveinn R. Pálmason 6.91.
Sverrir F. Leósson 6.42.
Raflagnir
Raffækjaviðgerðir
Raflagnateikningar.
RAFORKA H.F.
sími 2257.
Kaupvangsstr. 19.
Vetrarstarfsemi Æskulýðsheim- j
ilis templara á Akureyri hófst í
Varðborg þann 7. nóv. 1955. Eins
og mörgum er kunnugt er starf-
semi þessi aðallega tvennskonar,
þar sem annar hluti hennar fer
fram í námskeiðum en hinn í leik-
starfsemi við leikáhöld og dægra-
dvalir.
Námskeiðin.
1. Námskeið í föndri fyrir börn
8—12 ára hófst 7. nóvember og
voru nemendur 45. Kennsla fór
fram í tveim flokkum, drengir sér
og stúlkur sér, og var kennt í
tveim stofum í efstu hæð Varð-
borgar og tveim stofum á mið-
hæð. Aðalhráefnin sem unnið var
úr voru pappír, bast og tágar sem
Æskulýðsheimilið lét riemendum
í té. Kennarar voru Sigríður
Jónsdóttir, Rebekka Guðmann og
Hermann Sigtryggsson. Nám-
skeiðinu lauk 17. desember.
2. Námskeið í flugmódelsmíði
hófst 6. janúar og voru nemendur
39 sem tóku þátt í því. Námskeið-
ið fór þannig fram að nemendur
gátu komið á hverju kvöldi og
haít aðgang að smíðastofum
heimilisins, en kennarinn mætti
þrisvar í viku til leiðbeininga.
Námskeiðið stóð ekki neinn á-
kveðinn tíma og gátu því nýir
nemendur komið hvenær sem var.
Mánaðargjald var kr. 30.00. Fjöl-
margar svifflugur voru búnar til
af ýmsum gerðum og stærðuin.
Kennarar voru Dúi Eðvaldsson
og Pétur Eggertsson. Smíðastof-
urnar voru opnar til 25. marz.
3. Námskeið í skuggaskurði
hófst 6. janúar og voru nemendur
22. Kennsla fór fram í tveim
flokkum, yngri og eldri flokk og
var kennt í þrem stofum á mið-
hæð Varðborgar. Aðallega voru
búin til hillubretti (munu þau
hafa verið 32), borðplötur, gar-
dínukappar o. fl. Kennari var Jón
Bergsson. Námskeiðinu lauk 22.
janúar.
4. Námskeið í Ijósmyndun hófst
11. janúar og voru nemendur 29.
Kennt var í þrem flokkum og var
nemendum kennd meðferð ljós-
myndavéla úti og inni, svo og að
kopera, framkalla og stækka Ijós-
myndir. Tvær stofur voru teknar
undir þetta námskeið og var ijós-
myndað í annarri þeirra cn hin
var myrkrastofa og aðalvinnu-
herbergi. Kennari var Kristján
Hallgrímsson Ijósmyndari. Nám-
skeiðinu lauk 27. febrúar.
5. Námskeið í þjóðdönsum
hófst 27. janúar og voru nemend-
ur 66, aðallega 12 ára og yngri.
Kennsla fór fram í stóra salnum
í Skjaldborg og voru kenndir
bæði íslenzkir og erlendir dansar.
Nokkrir nemendur af námskeiði
þessu sýndu þjóðdansa á barna-
skemmtun, er barnastúkurnar á
Akureyri héldu í Samkomuhúsi
bæjarins. Kennari og stjórnandi
sýningarflokksins var Ásdís
Karlsdóttir.
Námskeiðinu lauk 7. marz.
6. Námskeið í skák hófst 15.
febrúar og voru nemendur 27,
flestir 16 ára og yngri. Kennsla
fór fram í einum flokki. Seinni
hluta námskeiðsins tefldu félagar
úr Taflfélagi Akureyrar fjölskák-
ir við nemendurna og einnig voru
skákkeppnir milli nemenda. Aðal-
kennari námskeiðsins var Jóhann
Snorrason. Því lauk 19. marz.
Leikstofurnar.
Leikstofur Æskulýðsheimilis
templara voru opnaðar 10. nóv-
ember og voru opnar þann dag
kl. 8—10 e.h. Fyrir jól voru leik-
stofurnar opnar kl. 5—7 e.h. fyr-
ir 11—15 ára og kl. 8—10 e.h.
fyrir 16 ára og eldri tvisvar í
viku og voru þær með sömu leik-
tækjum og undanfarna vetur, cn
þann 19. janúar var að nýju opn-
uð lesstofa og bókasafn heimilis-
ins og hafði því nú aukizt mjög
bókakostur frá því það var opið
síðast. Bókaútlán voru samtals
520 frá 19. janúar til 20. marz.
Alls sóttu 1450—1500 gestir
Æskul'ðsheimili templara í Varð-
borg í vetur. Starfsemi Æskulýðs-
heimilisins lauk 12. apríl.
___
»Það gengur á
ýmsu í kosn-
ingum«
sagði Dagur í forystugrein dag-
inn fyrir Alþingiskosningarnar
1953. Og bætti síðan við:
„Framsóknarflokkurinn hefir ekki
alltaf unnið kjörfylgi með því að
scgja þjóðinni afdróttarlausan sann-
leikann." (I)
Þetta er hreinskilnislega mælt,
og vissu þó kjósendur það fyrir,
að ósannindin eru flokknum
tamari en „afdráttarlaus sannleik
ur“, enda bera blöð hans því
glöggt vitni. Nægir t. d. að benda
á Stjórnmálaþátt síðasta Dags í
því sambandi, þar sem hann telur
Sjálfstæðisflokkinn liafa verið á
móti skilnaði við Dani. Fyrr má
nú rota en dauðrota, og fyrr má
hagræða sannleikanum en bera
jafnfráleitar lygar á borð fyrir
Iesendur.
Þjálfi.
Framboðsfundir
í Eyjafjarðarsýslu
hefjast á föstudaginn kemur. —
Verður þá fundur í Ólafsfirði kl.
8.30 að kvöldi. Á laugardaginn
verður fundur í Hrísey kl. 2 síð-
degis. Á Dalvík mánudaginn 11.
júní kl. 8.30 e.h., þinghúsi Ár-
skógshrepps þriðjudag 12. júní
kl. 2 síðdegis, þinghúsi Skriðu-
hrepps miðvikudaginn 13. júní
kl. 2 og að Sólgarði í Eyjafirði
fimmtudaginn 14. júní kl. 2.