Íslendingur - 18.01.1957, Síða 1
Trimvarp til fjdihagsdstlunor
jyrir bsjarstjArn
Gerir ráð íyrir 3,7 millj. kr. útsvars-
hækkun á þessu ári
Á bæjarstjórnarfundi 15. þ. m.
var frumvarp til áætlunar um
tekjur og gjöld Bæjarsjóðs Akur-
eyrar 1957 til fyrri umræðu. Eýis
og að undanförnu er aðaltekju-
liðurinn útsvör, sem að þessu
sinni eru áætluð 16.175.800.00
kr., en urðu í fyrra 12.431.500.00
kr. Er því gert ráð fyrir hækkun
um 3% millj. kr. (3.744.300.00
kr.), en það er rúmlega 30%
hækkun frá fyrra ári. Fara hér á
eftir helztu tekju- og gjaldaliðir
frumvarpsins (svigatölur frá I
fyrra):
Tekjur:
Skaltar af fasteignum eru áætl-
aðir kr. 1.671.000 (1.565.000),
tekjur af fasteignum kr. 580 þús.
(560 þús.), tekjur af grjótnámi
og mölun 300 þús. (óbreytt), af-
borganir af íbúðalánum 20 þús.
(óbreytt), vaxtatekjur 32 þús.
(34 þús.). Ýmsar tekjur 190 þús.
(102 þús.), lántaka vegna Gagn-
fræðaskólabyggingar 150 þús.
(nýr liður) og útsvör samkvæmt
niðurjöfnun 16.175.800 krónur.
(12.321.500, er hækkaði um 110
þús. kr. við aðra umræðu þá og
varð endanlega 12.431.500 kr.).
— Niðurstöðutölur frumvarpsins
19.118.800 kr. (15.393.500 kr.).
Gjöld:
Vextir og afborganir af föstum
lánum kr. 732.000 (716.400),
stjórn kaupstaðarins 1.169.500
(1.033.600), löggæzla 767.000
(615.000),heilbrigðismál 502.800
(473.000), þrifnaður 850.000
(700.000), vegir og byggingamál
2.375.600 (2.160.000), grjót-
mulningur 300.000 (óbreytt),
fasteignir 600.000 (510.000),
fegrun bæjarins 430.000
(400.000), eldvarnir 585.200
(526.000), lýðtrygging og lýð-
hjálp 2.351.500 (2.015.000),
framf.mál 1.007.000 (868.000),
menntam. 1.640.000 (1.337.000),
íþróttamál 374.000 (281.500),
framlag til Eftirlaunasjóðs og eft-
irlauna 230.000 (200.000),styrkir
og framlög til félagastarfssemi
294.000 (208.000), til verka-
mannabústaða 150.000 (óbreytt),
til nýbygginga 630 þús. (óbreytt),
ýms gjöld 1.210.000 (1.070.000)
og framlag til Framkvæmdasj óðs
3 millj. kr. (1 millj.).
Hæstu liðirnir í „ýmsum gjöld-
um“ eru 7C0 þús. kr. til Atvinnu-
tryggingasjóðs og „vegna rekst-
urs strætisvagna“ 170 þús. kr.
Mest er hækkunin á síðasta
gjaldaliðnum: framlag til Fram-
kvæmdasjóðs, er nemur 2 millj.
króna. Til atvinnuleysistrygginga-
sjóðs hækkar framlagið um 300
þús. kr., lýðtrygging og lýðhjálp
um hartnær 340 þús. og mennta-
Framh. á 8. siðu.
Hojo bjorgróðin engin
éhrij o verðlap!
Stjórnarblöðin halda þvi
fast fram, að þœr 240 milljón-
ir, sem lagðar hafa verið á
bjóðina í nýjum álögurn, haji
skki áhrif á verðlag, og ef
',tjórnarandstœðingur haldi
slíku fram, sé hann að vinna
„skemmdarstarfsemi“.
Blaðið hefir leitað upplýs-
inga hjá manni, sem þessum
málum er öðrum fremur kunn-
ugur, og fengið hjá honum
þessar upplýsingar:
A f nylonsokkamagni, er
kostar 2000 krónur, þurfti áð-
'ir tneð tollum og bátagjald-
syri að greiða í ríkissjóð ca.
2900 krónur. Með nýju skip-
minni (bjargráðunum) ca.
3700 krónur. Af sumum öðr-
'im vörum verður munurinn
meiri, — öðrum minni. En
hvernig cetla stjórnarblöðin að
haga málflutningi sínum, þcg-
ir almenningur fer að kaupa
vörurnar, sem fluttar eru inn
sftir að „bjargráðin“ koma til
framkvœmda?
Atvinnuleysi í
Óiaísfirði
Ólafsíirði í gær:
Hér stendur yfir alvinnuleysis-
skráning, og hafa 29 verið skráð-
ir, en skráningu þá ekki lokið.
Áður hafði fjöldi fólks íarið suð-
ur á vertíð og 4 heimabátar.
Heima eru við róðra einn dekk-
bátur og þrír trillubátar, en ó-
gæftir hafa verið svo miklar und-
anfarið, að sjaldan er fært á sjó.
Ilraðjrystihús Útgerðarjélags Ak ureyringa h.j.
Framftvremd/ sem ríkísstjórnin
befir tnfið í fO vikur
Stjórnarblöðin hér í bænum
skýra frá því, að útvegað hafi ver-
ið fé til þess að halda áfram bygg-
ingu hraðfrystihússins. Eru það
góð tíðindi.
Það hefir nú tekið ríkisstjórn-
ina 10 vikur að gera það upp við
sig, hvort liún ætti að leggja eina
milljón króna til þessa nauð-
synjamáls Akureýringa. Má það
teljast góður umhugsunarfrestur,
en ríkisstjórnin er ekki í öllum
málum jafn svifasein og aðgætin.
Á nokkrum dögum tók hún á-
kvörðun um að kaupa 15 nýja
togara til landsins, og hún lét á
einum 2—3 dögum samþykkja
lög á Alþingi um 240.000.000.00
kr. nýjar álögur á landslýðinn.
Þessi eina milljón til hraðfrysti-
hússins hér í bænum virðist því
vefjast meira fyrir blessaðri
stjórninni en togarakaupin og
drápskly fj arnar.
Það er öllum bæjarbúum hið
mesta fagnaðarefni, að útibú Ut-
vegsbankans skuli nú hlaupa svo
myndarlega undir bagga að lána
hálfa milljón til hraðfrystihúss
Útgerðarfélagsins.
LeikfelnQ ÆUureyrav frums^nir
^nmnnleikini) K/Arnorkn 09 ben-
bvfUi nmstkomnmfi (nugnrdng
Skemmdir af
ofviðri
Síðastliðinn mánudag gekk
ofsaveður yfir landið, og varð
vindhraðinn sums staðar allt að
12 stigum. Urðu víða nokkrar
skenundir á húsum og öðrum
mannvirkjum, einna mestar í On-
undarfirði, þar sem þak þauk af
tveim hlöðum og fjárhúsi og tals-
vert'af heyi á bænum Vífilsmýri,
þung vörubifreið fauk um koll og
hvolfdi, og maður kastaðist um
koll í veðrinu og hlaut svo slæma
byltu, að flytja varð hann 1
sjúkrahús.
Tjón í Ólafsfirði.
Aðfaranótt þriðjudags var ofsa-
rok í Ólafsfirði, er olli talsverðu
tjóni. Leiðslur að olíugeymi þar
löskuðust svo, að öll olían var
runninn úr geyminum um morg-
uninn, um 200 þúsund lítrar. Þak-
plölur fuku af húsum, fiskskúr
fauk að Kleyfum og 50—60 hesta
hey að bænum Þverá. Ýmsar
fleiri minniháttar skemmdir og
skaðar urðu þar í firðinum.
Mesta sjórok í
mannsaldur.
í Grímsey var veður meira en
miðaldra menn muna eftir, og
Að undanförnu hefir Leikfélag’
Akureyrar æft þennan vinsæla
sjónleik eftir Agnar Þórðarson,
og verður hann frumsýndur á
laugardaginn 19. þ. m. Leikstjóri]
telja eldri menn þar sjórokið hafa
verið meira en þar hefir sézt síð-
astliðin 30 ár. Gekk sjórinn langt
upp á ey, en bátum tókst að
bjarga undan í tæka tíð. Særótið
gróf undan olíugeymi þeim, er
þar var byggður fyrir tveim ár-
um, og skekktist hann á grunni,
auk þess sem leiðslur löskuðust.
Höfðu um 35 þús. lítrar af olíu
runnið úr geyminum, er að var
komið.
Og í Ljósavatnsskarði
urðu talsverðar skemmdir á
tveim bæjum. Á Birningsstöðum
fuku þök af 3 útihúsum og fylgdu
stoðir og garðabönd einu þeirra.
Á Kambsstöðum fauk helmingur
þaks af útihúsi, og víðar í Þing-
eyjarsýslu urðu minniháttar
' skemmdir á húsum og heyskaðar.
er frú Ragnhildur Steingrímsdótt-
ir. —
Sjónleikur þessi er ósvikinn
gamanleikur og hefir verið sýnd-
ur í Reykjavík 70 sinnum við
mjög góða aðsókn, og er það
víst, að leikhúsgestir munu
skemmta sér vel.
Leikendur eru 14 talsins og fara
Jón Norðfjörð, frú Björg Bald-
vinsdóttir, Emil Andersen og
Haraldur Sigurðsson skrifstofu-
maður með nokkur helztu hlut-
verkin. Nokkrir nýliðar eru þarna
sem ekki hafa sézt á leiðsviði fyr.
Efni þessa leiks verður ekki
rakið hér, en nafn hans gefur þó
nokkra hugmynd um efni hans.
Þarna er fjallað um ástir og úra-
nium, og sýnd spegilmynd af
broddborgurum samtíðarinnar.
Leikfélag Akureyrar mun minn-
ast 40 ára afmælis síns nú í vetur.
Ekki er þó til fulls búið að á-
kveða leikrit það, er sýnt verður
þá, en það mun verða ákveðið nú
á næstunni.
___,*____