Íslendingur - 18.01.1957, Page 4
4
ÍSLENDTNGUR
Föstudagur 18. janúar 1957
Kemur út
hvern föstudag.
Útgefandi: Úlgájulélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354.
Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12.
PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j.
Varnoimdl í iiðndum svintýramanna
Það var í septembermánuði ár-
ið 1954, sem ritstjóri Alþýðu-
mannsins reit og birti í blaði sínu
greinina um „utanríkismál í óvita
höndum“, þar sem hann taidi
„drýldni og kokhreysti“ þáver-
andi utanríkisráðherra, Kristins
Guðmundssonar, í varnarmálun-
um, eiga að „fela tómið fyrir inn-
an“.
Svo var það í marzmónuði
1956, að Harmann Jónasson og
hirðmenn hans i Hræðslubanda-
laginu ókvóðu að uppræta Þjóð-
varnarflokkinn með þvi að rænc
hann sínu EINA HUGSJÓNA-
MALI, — varnarleysi Islands.
Svo mikið ló við að flýta þessum
„hugsjóna"-stuldi, að ekki var
hirt um að halda gerða samningo
í sambandi við 7. grein varnai-
samningsins, og skildi þor með
Sjólfstæðismönnum og vinstri
flokkunum.
Það vantaði ekki drýldnina og
kokhreystina í Hræðslubandalags-
menn, er þeir riðu um héruð fyr-
ir Alþingiskosningarnar og hróp-
uðu: Við viljum engan her á frið-
artímum, og nú lítur sérstaklega
friðvænlega út í heiminum. Látið
okkur vita það! En á sama tíma
undirritar varnarmálaráðherra á-
litsgerð á fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsríkjanna, þar sem tek-
ið er fram, að vestrænar þjóðir
geti ekkert „slakað á viðbúnaði
sínum“ og herbúnaður Sovétríkj
anna haldi stöðugt „áfram að
aukast“. Jafnframt eru Atlants-
hafsrikin hvött til að „halda á-
fram að efla samheldni sína og
styrkleiha.“
Þessu áliti utanríkisráðherr-
anna reyndu vinstri flokkarnir að
halda leyndu í kosningabarátt-
unni, en hrópuðu í þess stað há-
stöfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill
ævarandi hersetu! Allir hinir
reyndari fylgismenn Framsóknar-
og Alþýðuflokksins brostu góð-
látlega að hrópyrðunum og höfðu
í flimtingum, að auðvitað væri
hér um kænlegt kosningabragð að
ræða, og lægi engin alvara að
baki kröfunni um brottflutning
varnarliðsins af hálfu Hræðslu-
bandalagsins.
En af framboðsræðum
Hræðslubandalagsmanna. . varð
ekki annað ráðið en að varnar-
leysi landsins væri aðal-kosninga-
málið. Um það mál sagði núver-
andi þingmaður Akureyrar, Frið-
jón Skarphéðinsson í framboðs-
ræðu sinni:
„.... Alþýðufl. og Framsókn-
arfl. leggja og megináherzlu, (lbr.
hér) á það, að losa landið undan
þeim gullnu dollarahlekkjum stór-
þjóðar, sem ekki verður annað
jéð en stefna Sjálfstæðisflokksins
.eiði beint til. Sannir íslendingar
jg sannir sjálfstæðismenn, ef
naður mætti nota það orð í réttrt
merkingu, vilja ráða því sjálfir,
-ívort her er hér í iandinu eða
jkki, þeir una því ekki að her ss
i landinu á friðartímum, þao
oærir sjálfsvirðingu þjóðarinnar
jg það leiðir til óiarnaðar iyrn
.ramleiðslustarísemina."
Þess er rétt a3 geta, a3 sam-
kvæmt 7. grein varnarsamnings-
ins RÁÐA ÍSLENDINGAR ÞVi
SJÁLFIR, aS fengnu óliti Aí-
lontshafsbandalagsins, hvori
varnarliðið dvelur ófram í iand-
inu eða ekki, og vor þvi ókvæð.
komið inn í samninginn að frum-
kvæði Bjarna Bencdiktssonar, þó-
verandi utanríkisróðherra.
Saga þessa máls síðan kosn-
ngarnar leið er öllum kunn. Sam-
ið hefir verið um áframhaldand,
ivöl varnarliðsins hér um óá-
xveðinn tíma, m.a. með samþykki
ráðherra kommúnista. Raunar
.nttist svo á, að er gengið var til
endurskoðunar varnarsamnings-
ms, voru miklar viðsjár fyrir
ootni Miðjarðarhafs og blóðug á-
cök í Ungverjalandi, — viðsjár,
sem allt frá lokum síðustu styrj-
aldar hafa ýmist verið uppi eða
rofað yfir, þrátt fyrir starf Sam-
einuðu þjóðanna.
Um þessa skipun varnarmál-
anna segir þingmaður Akureyrar
í viðtali við Alþýðumanninn 8.
þ.m., að hann álíti, að „það hafi
verið skoðun meiri hluta þjóðar-
innar, að frestun viðræðna væri
raunsæjasta úrræðið í bili,“ og
.... „undir slíkum kringum-
stæðum blandast mér ekki hugur
um, að okkur yrði vestræn her-
seta léttbærari, enda nær skapi
en austræn.“
Meðan stjórnarvöld Bandaríkj-
anna höfðu til athugunar sam-
komulag samninganefndanna í
varnarmálunum í haust sem leið,
þögðu stjórnarblöðin sem fastast
um samkomulagið. Bandarísk
blöð lýstu hins vegar aðalefni
samkomulagsins. New York Tim-
es kvað aðalefni samkomulagsins
vera það, að hvor aðili um sig
gæti sagt upp samningum með
hálfs árs fyrirvara, — að Banda-
ríkjamenn sæju áfram um við-
hald varnarmannvirkja í Keflavík
og byggingu nýrra mannvirkja
þar, og að Bandaríkin veiti ís-
lendingum ejnahagsaðstoð.
Stjórnarblöðin okkar hafa
harðlega neitað því, að nokkuð
hafi verið minnzt á efnahagsað-
stoð í viðræðunum, og verður
hér hvorki unnt að sanna slíkt né
afsanna. Ilins vegar hafa Banda-
Vantar viðtæki í „skýlið"? — Sann-
leikanum hagrætt. — Hafsnauð eða
jjóyarháski. — Ódýrara í smásölu en
heildsölu.
LITLU FYRIR JÓL rakst ég á þá
-llögu í einhverju bæjarhlaðanna, að
Akureyrarbær gæfi Verkamannaskýlinu
ð hiifnina útvarpstæki í jólagjöf.
Ekki veit ég, hvort af þeirri fram-
æmd hefir orðið, en mér finnst hér
era hreyft sanngirnismáli. I Verka-
íannaskýlinu bíða verkamenn oft
anga tíma dagsins eftir því, að ein-
er vinna fallist. til, og mundi það
;era þeim vistina þar léttari, ef þeir
ætu á meðan idýtt á tónlist eða frétt-
r. Kostnaður við þetta yrði ekki til-
Öíundsýki meðal barna
Öfundin er undirrót alls ills,
segir gamall málsháttur. Það er
mikið til í því, og aldrei verður
nóg gert til þess að uppræta hana.
Fullorðið fólk reynir venjulega
að fela gremju sína og öfundsýki,
ef því finnst að aðrir hafi hlotið
það, sem það hefði sjálft verið
verðugt að fá. Börnin aftur á
móti koma til dyranna eins og
þau eru klædd, þ. e. a. s. láta til-
finningar sínar í ljós, hverjar
sem þær eru. Jafnvel smá-angar
eru undarlega fundvísir á leiðir
til þess að eyðileggja gleði félaga
sinna yfir nýju leikfangi, sem hef-
ir vakið öfund þeirra sjálfra, þau
segja kannske, að hluturinn sé
ljótur eða segjast ekki vilja sjá
svona, það sé aðeins handa smá-
börnum eða segjast hafa séð
miklu fallegri brúðu eða stærri
bíl hjá öðrum félögum, aðeins til
þess að koma eigandanum til að
skæla. Þeir, sem umgangast börn-
in og ala þau upp, fá oft góð tæki-
færi til að koma í veg fyrir eða
draga mikið úr öfundsýki og ill-
girni hjá þeim. Það er hægt að
hæla þeim, þegar þau vilja skipta
dótinu sínu eða sælgætinu með
öðrum, en forðast að þvinga þau,
ef þau einhverra ástæðna vegna
ekki vilja lána dótið sitt. Það
vekur aðeins stífni og þráa Það
má heldur ekki hæla einu á kostn-
að annars. I stað þess að örva
huga barnanna til öfundar með
því að láta þau finna að önnur
börn séu þægari og betri, þá ætti
að gefa þeim tækifæri til að fara
í leiki saman, búa eitthvað til
saman, eilthvað sem gefur sam-
eiginlega gleði og ánægju. Það er
bezta leiðin til þess að gera börn-
in að góðum félögum í heimi
barnanna og síðar að nýtum og
góðgjörnum þjóðfélagsþegnum.
Vöruhömstrun skortur á félagsanda
innanlegur, að vísu nokkur stofnkostn-
'íur, en síðan hverfandi lítill. Hafi
kkert orðið af „jólagjöfinni“, má
inna á, að gjafir eru alltaf góðar og
’agnlegar, þótt ekki beri upp á sér-
aka hátíð.
í ALÞÝÐUMANNINUM var nýlega
klausa um vöruverð og álagningu (m.a.
á ávöxtum), þar sem sagt var, að á 25
millj. kr. kostnaðarverð kæmi 52 millj.
kr. álagning, og var þar með gefið í
skyn, að álagning á ávexti væri meira
en tvöfalt kaupverð þeirra. Að vísu er
þriðju tölunni bætt aftan við, sem
nefnist „Söluverð úr búð“.
Ef fyrir blaðinu hefði vakað, að
sýna raunverulega álagningu þessarar
vörutegundar, bar því að taka kostn-
aðarverðið til innflytjanda, áður en
það gaf upp álagningu, þ.e. bæta þeim
60 milljón krónum viS 25 milljónirnar,
sem ríkissjóður leggur á j>essa vóru.
Kostnaðarverð innflytjandans er því
Framhald á 6. síðu.
ríkin þegar veitt ríkisstjórn vorri
lán, að upphæð 4 milljón dollara,
þ. e. bætt einum „gullnum doll-
arahlekk“ við okkur, svo að not-
uð sé líking alþingismannsins hér
að framan.
í varnarmáiunum stöndum við
í sömu sporum og fyrir ári síðan,
þrátt fyrir fyrirganginn í þeim
allt frá 28. marz 1956, er
Hræðslubandalagið ákvað að
nota þetta viðkvæma utanríkis-
mál til að brjóta Þjóðvarnar-
flokkinn á bak aftur og veikja
aðstöðu kommúnista í kosningun-
um. Hið fyrra atriði heppnaðist,
en ekkert annað.
Skrípaleikurinn í varnarmálun-
um hefir orðið þjóðinni dýr. Hann
hefir veikt álit okkar og tiltrú út
á við, lamað lánstraust okkar
meðal frjálsra þjóða, krenkt
virðingu okkar meðal Atlants-
hafsrikja og langt út fyrir raðir
þeirra. Þctta sáu að visu flestir
skyni bornir menn fyrir, er póli-
tískir ævintýramenn tóku varnar-
málin i sínar hendur.
Undanfarið hefir mikið borið
á því, að fólk hafi verzlað ó-
venjumikið, hamstrað, sem kallað
er. Á þessu ber því meira, þar
sem venjulega er janúarmánuður
sá mánuður, sem minnst er verzl-
að í af mánuðum ársins. Þessu
veldur ótti fólks við hækkandi
verðlag, sérstaklega á vörum til
fatnaðar og heimilishalds. í því
tilfelli, að fólk kaupi það, sem
hefði hvort sem var þurft að
kaupa á næstu vikum eða mánuð-
um eða fólk, sem ætlar að fara að
stofna heimili, kaupi til búsins til
þess að fá hlulina eitthvað ódýr-
ari, nóg verð er á þeim samt, eru
þessi óeðlilegu innkaup afsakan-
Ieg. En þegar fólk kaupir svo
mikið, að það augsýnilega hefir
ekki með það allt að gera í ná-
inni framtíð, verður manni að
hugsa, hversu lítinn félagslegan
þroska það fólk hafi til að bera,
og hversu mikið eiginhagsmuna-
sjónarmið, að maður ekki segi
gírugheit, sé ráðandi hjá því.
Fólki væri vorkunn, ef alveg ætti
að hætta að flytja vörurnar inn,
en nú stendur það ekki til, því
vonandi verður nóg af vörum eft-
irleiðis sem hingað til. Ef um
vöruskort verður að ræða, verð-
ur hann eingöngu því fólki að
kenna, sem keypt heíir allt sem
það hefir mögulega getað, án
nokkurs tillits til annarra eða af-
leiðinganna. Þær hljóta augsýni-
lega að verða þær, að dýru vör-
urnar koma miklu fyrr á markað-
inn en ella hefði verið, og þá geta
þeir forsjálu hrósað happi, því
þær lenda á þeim, sem annað-
hvort hafa ekki haft efni á að
kaupa eins og hinir eða verið svo
hæverskir að gera það ekki.
Á undanförnum árum hefir
mikið borið á þessu hjá okkur ís-
lendingum. Ef frétzt hefir, að lít-
ið sé af einhverri vörutegund eða
að hún eigi að hækka, bregzt ekki
að hún hverfur af markaðnum, þó
að hún hefði getað enzt miklu
lengur með eðlilegum kaupum.
Það er til dæmis ótrúlegt, að
venjuleg heimili séu allt í einu
svo fátæk af rúmfatnaði, að
kaupa þurfi efni í átta til tíu
sængurver eða heila kassa af
tvinna, eða nauðsynlegt sé að
kaupa fleiri kíló af brenndu og
möluðu kaffi, ef kaffið á að
hækka um 3—4 kr. pr. kg. Það er
hætt við, að kaffið úr síðasta
pakkanum verði orðið dálítið
bragðlaust, en það er víst alveg
sama, bara ef hægt er að hamstra
nóg. Þessu líka sérgóða kaupfýsn
ber alvarlega að víta, og í því efni
þarf almenningsálitið að koma til.
Kolfinna.
Símashrd AHureyrar
fyrir árið 1957 er nýkomin út. —
Þessi bók er ein mest lesna bók
ársins, og að þessu sinni er út-
gáfa hennar óvenjulega vönduð:
góður pappír, skýrt letur, — og
síðasl en ekki sízt: henni fylgir
nú í fyrsta sinn númeraskrá eftir
röð, eins og símaskrá Reykjavík-
ur. Bókin er 64 blaðsíður, prent-
uð í Prentsmiðju Björns Jónsson-
ar h.f., og virðist frágangur henn-
ar allur hinn myndarlegasti. Þess-
arar bókar var orðin ærin þörf,
og ættu notendur hennar að fara
vel með hana. í skránni eru nöfn
2462 símanotenda.
AFMÆLISFUNDUR
Góðtemplarastúkurnar á Akur-
eyri minntust afmælis Reglunnar
þann 10. janúar síðastliðinn með
hátíðafundi í Skjaldborg. Þar
flutti Hannes J. Magnússon skóla-
stjóri ræðu, Einar Kristjánsson
las upp frumsamda sögu, þá fór
fram mælskulistarkeppni milli 6
reglufélaga og að lokum var
dansað. Um 130 reglufélagar
sóttu fundinn og 17 nýliðar gengu
í stúkurnar á fundinum. Bendir
fundurinn til, að íjör og áhugi
ætli að verða i starfi stúknanna á
þessu nýbyrjaða ári.