Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1957, Page 7

Íslendingur - 18.01.1957, Page 7
Föstudagur 18. janúar 1957 ÍSLENDINCUR 7 Síðastliðið ár varð Loftleiðum mjög hagstætt Farþegaílutningar jukust um tæp 30 prósent Árið 1956 fluttu Loftleiðir 21.773 farþega, en það er um 5 þúsund farþegum fleira en árið áður og riémur aukningin því 29.49% miðað við 1955. Vöru- flutningar urðu 230 tonn og reyndist það 30.71% meira en fyrra árið. Póstflutningar jukust um 38.93% og aukning farþega- kílómetra varð 25.13%. Alls var flogið 3.110.098 krn. vegalengd á 9.911 flugstundum. Á tímabilinu frá 20. maí til 15. október voru fimm vikulegar ferðir farnar milli Nevv York og Norður-Evrópu með viðkomu á íslandi og auk þess frá miðjum júlímánuði ein ferð í viku milli íslands og meginlands Norður- Evrópu fækkað niður í fjórar í viku og mun svo verða þangað til 20. maí í vor, en þá er ráðgert að taka upp daglegar ferðir milli New York og Norður-Evrópu. Loftleiðir tóku eina Skymaster- flugvél á leigu í sl. ágústmánuði og hefir félagið því nú ráð yfir fjórurn Skymasterflugvélum. Frá því í haust hafa þó ekki nema ’ rj ár verið í förum í senn, þar sem einhver ein þeirra hefir jafn- an verið bundin við hina lögskip- uðu árlegu skoðun og eftirlit. Á siðastliðnu hausti lagði fé- laaið niður ferðirnar til Luxem- I bourg, en mun hefja þær aftur að vori með viðkomu í Glasgow. í haust hófu Loftleiðir Skot- landsflug að nýju og koma nú tvisvar í viku við á Renfrew-flug- velli, sem er í námunda við Glas- gow. 1 ráði er að hefja flugferðir til London með vorinu. 45 íslendingar fórust 1956 95 manns bjargað úr lífshóska. Samkvæmt árlegu yfirliti Slysa- Vegna kyrkingar af óvitaskap 1 varnafélags íslands um manntjón af slysförum og hjarganir úr lífs- háska, hafa á árinu sem leið far- izt 45 íslendingar en 96 innlend- um og erlendum mönnum verið hjargað úr lífsháska, flestum frá drukknun á hafi úli. Af íslenzkum skipum fórust 6 á árinu, þrjú skip í rúmsjó, 1 brann, 1 fórst við land, 1 fórst á tundurdufli. Þá strandaði 1 brezkur togari hér við land, ann- ar brezkur togari rakst á blind- sker og sökk og þýzkt flutninga- skip strandaði. Drukknanir á íslenzkum mönn- um hafa orðið samtals 22 á árinu, en 20 1955. Banaslys af umferð hafa orðið 11 á árinu, en 15 1955. Þá hafa ýms önnur bana- slys orðið 11, svo að dauðaslys meðal íslendinga hafa alls orðið 44 á árinu. Skrifstofa Slysavarnafélags ís- lands hefir flokkað slysin þannig: Með skipum, sem fórust .... 9 Drukknanir við land og í ám og vötnum .................. 9 Féllu útbyrðis af skipum .. 3 í sundlaug .............. 1 Samtals 22 Ennfremur drukknaði brezkur sjóliði hér í Akureyrarpolli. Þá týndist íslenzkur sjómaður í er- lendri höfn. Banaslys af umferð: Urðu fyrir bifreið ........ 8 Féllu út úr bifreið . ...... 1 Vegna árekstra.............. 2 Vegna flugslyss 1 Samtals 11 Dauðaslys af ýmsum orsökum: Af voðaskoti .......... 1 Vegna byltu .......... 5 Samtals 11 Þá fórust ennfremur 22 banda- rískir flugmenn í flugvélum hér við land af þremur flugvélum, er fórust. Eigum. enn örfá stykki á lága verðinu. _ * _ Kaupið þessa vönduðu sjónauka á lága verðinu. R I F FLAR Hornet og Caliber 22. Nœsta sending mun stórhœkka i verði. vegna Dyuu ........ otv • o • i <> Vegns brun, ....... 3 Biynj. Sveinssonh.f. Yfirlýsing Vegna ádeilugreinar á Otgerð- arfélag Akureyringa h.f., sem birtist í blaðinu „Verkamaður- inn“ 11. þ.m., vil ég taka fram eft- irfarandi: Þann tíma, sem ég hefi verið yfirfiskimatsmaður í Norður- iandsu.udæmi, hefi ég ráðlagt öll- um saltfiskframleiðendum, sem geymt hafa óverkaðan saltfisk yí- ir sumarið að hreyfa fiskinn sem allra minnst eftir að varanlegur hiti kemur í loflið. Ég hefi ráð- lagt að umstafla helzt ekki fiski, sem u.ustaflað hefir verið áður, vjð hærra hitastig en 6 til 8 gráð- ui. Nýsaltaður fiskur, sem ekki nofir verið umstaflaður er ekki eins fljótur að taka til sín hitann vegn'a þess, að hann er blautari og snltið, sem loðir við hann er blautt og ver hann betur fyrir hit- anum á meðan umstöflun fer fram. Þessar ráðleggingar mínar eru byggðar á reynslu allra þeirra framleiðenda, sem geymt hafa ó- verkaðan saltfisk að sumri til undanfarin ár, eða síðan veruleg saltfiskverkun hófst eftir síðustu heimsstyr j öld. Þegar rætt er um geymslu salt- fisks yfir sumarmánuðina, mega ...enn ekki láta villa sig vinnuað- ferðir frá eldri tímum, vegna þess að þá var enginn óverkaður salt- fiskur,’ sem geyma þurfti yfir sum- arið, verkaður, og hófst verkunin I að vorinu strax og veður leyfðu. Þegar saltfiskur er í verkun er öll hreyfing til bóta. Sala verkaðs saltfisks var aðal- lega til Spánar, Portugal og ítal- íu. Nú er Spánarsalan takmörkuð við greiðslujöfnuð, Portugalar og ítalir hættir að kaupa verkaðan fisk, svo meginið af saltfiskinum er selt óverkað eins og kunnugt er. Elías Ingimarsson. BORGARBÍÓ Sími 1500. í kvöld kl. 9: HAMINGJUDAGAR f As long as the’re happy) Bráðskemmtileg dans- og söngva- mynd í litum. 7 ný dægurlög eftir Sam Coslow. — Aðalhlutverk: JACK BUCHANAN JEAN CARSON og enska kynbomban DIANA DORS, sem syngur Hokey Pokey Polka. \ÝJ \-RÍÓ / kvöld kl. 9: Maðurinn frá Texas Vljög spennandi, ný, amerísk lit- kvikmynd, er gerist í frumskógum Brazilíu. — Aðalhlutverk: GLENN FORD CESAR ROMERO. Nœsta mynd: 500 menn og 1 kona Afar spennandi amerísk litkvik- mynd, gerð af snillingnum Howard Huges. — Aðalhlutverk: VIRGINIA MAYO og DALE ROBERTSON UNGAN MANN laghentan, vantar mig nú þegar. BALDVIN ÁSGEIRSSON, sími 1545. ÍBÚÐ Hefi til sölu 3ja herbergja íbúð í steinhúsi við Gránu- félagsgötu. Guðmundur Skaftason hdl. Brekkugötu 14. Sími 1036. Viðtalstími kl. 5.30^7. e.h. Veggléíur gott úrval, nýkomið. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. NYKOMÍÐ NAGLALAKK, sansérað, 4 litir. Verzl. DRÍFA Símil521. Ilerbn^i óskast helzt í útbænum nú um næstu mánaðamót. A. v. á. Léreftstuskur Kaupum hreinar léreftstuskur. Prentsniiðja Pjörns Jónssonar lif. H.f. Eimskipafélaq íslands. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 1. júní 1957 og hefst kl. 1.30 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1956 og efnabagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur- skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sólt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 27.—29. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og aftur- kallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í bend- ur til skrásetningar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 19. maí 1957. Reykjavik, 8. janúar 1957. Stjórnin. A f g1 r e i dsl n m si n n vantar okkur. Tungumálakunnátta éeskileg. B. S. A. s.f.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.