Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1957, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.03.1957, Blaðsíða 1
Mikill skíðaálitagi var fiiér fyrir 40—50 árum Kirkjuhöfðinn var þá eftirsótt skíðabrekka. Nú, meðan skiðalandsgangan stendur yfir, hafa margir gaman af að rifja upp skíðasnilli sína frá gamalli tíð og bregða sér í gönguna, enda virðist enginn vera orðinn of gamall til þátttöku (og jafnvel enginn of ungur). Hvar sem tveir menn hittast, spyr annar hinn: Ertu búinn að ganga? Og svarið er ýmist jákvætt eða neikvætt. í fyrradag var Magnús Bjarna- son skipaeftirlitsmaður staddur inni í skrifstofu blaðsins, og var þá að sjálfsögðu skipzt á spurn- ingum dagsins. En áður en varði, var rabbinu komið inn á skíða- æfingar Akureyringa í ungdæmi Magnúsar, og var þá ekki beðið boðanna með aS spyrja hann nánar um það efni. — Voru ekki gömlu skíðin með táböndunum notuð þá? spyrjum vér. — Nei, þau voru óðum að leggjast niður, svarar Magnús.— Flestir voru þá komnir með ein- hverja bindinga aftur fyrir hæl- inn, þótt ekki hafi þeir verið jafn fullkomnir og þeir eru nú. — Hvar fóru skíðaæfingar þá fram? — Þá var æft í brekkunni of- an við Ráðhústorg, einkum drengir á aldrinum 6—10 ára. Ilinir eldri og færari æfðu í höfð- anum neðan við kirkjugarðinn, sem var þá éftirsótt skíðabrekka, — og að sjálfsögðu víðar í bæn- um og grennd við hann. Skíðamóf- 1914. eldri flokkanna, en liann var með beztu skíðamönnum hér í bæ um þær mundir. Þá voru synir séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglu- firði í skóia hér, og fannst okkur þeir skara fram úr öðrum í skíðaíþróttinni. -- —c. ,-x-^ i■rMT-'frr*-t .'r~ - Annað móf í kirkjuhöfðanum. — Var þessi skíðaíþrótt þá aðeins stundarfyrirbæri? — Nei, bæði fyrir og eftir þenna tíma var unga fólkið í bænum oft á skíSum, og man ég eftir öðru skíðamóti 2—3 árum síðar. Fór það fram í kirkjuhöfð- anum, og renndu keppendur sér þá yfir þjóðveginn og fram á ís- inn. Yfirleitt var þessa vetur fullt af börnuin og unglingum í brekk- unum eftir skólatíma, þegar snjór var, enda hvatti fröken Halldóra skólastýra börnin til útivistar og skíðaæfinga. Hafði hún kynnzt í- þróttinni í Noregi, að mig minn- ir og hafði mikinn áliuga fyrir henni. — Var þá nokkurn tíma efnt til skíðamóla? — Já, ég man eftir skíðamóti, sem fór fram á vegum UMFA í brekkum hér fyrir ofan bæinn 3. marz 1914. Minnir mig, að norsk- ur maður, Bertelsen, sem þá mun hafa verið verksmiðjustjóri á Gefjun, liafi verið aðal-hvata- niaður að þessu móti, enda var hann óþreytandi að leiðbeina okkur unglingunum í skíðagöngu og stíl. Á móti þessu var keppt a. m. k. í 2—3 aldursflokkum og verð- laun gefin í hverjum flokki fyrir stíl. Urðu menn fyrst og fremst að standa brekkuna til að komast í úrslit. Ég var þá innan við fermingu og keppti þarna í yngsta flokki. Fékk ég bók með skrautáritun að verðlaunuin, sem mér þótti mikið varið í, og mun þessi bók valda því, að mér er mól þetta ininnisstætt. Eg man, að Garðar Jónsson, sem lengi var bátsmaður á skipum Ríkisskips, hlaut verðlaun í öðrum hvorum Stérsiflor [ýðroeMssinna í Hreyfli Nýlega fóru fram stjórnarkosn- ingar í deild sjálfseignarbílstjóra í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli í Reykjavík. Unnu lýðræðissinnar þar saman, báru fram sameigin- legan lista, en kommúnistar ann- an. Fékk listi lýðræðissinna 279 atkvæði en listi kommúnista 177. I fyrra voru tölurnar 208 og 179. í launþegadeild félagsins varS listi lýðræðissinna sjálfkjörinn, þar eð koinmúnistar sáu tilgangs- laust að stilla upp á móti. Þegar kosið var til Alþýðusam- bandsþings á s.l. hausti í deild- inni, unnu konnnúnistar og fengu sína fulltrúa kjörna á þingið. Mun það hafa ráðiS úrslitum um það, að kommúnistar náðu yfir- höndinni í stjórn ASÍ, en við Hreyfilskosningarnar þá var full- yrt, að Hermann Jónasson for- »»ti»ráðherra hefði stutt við bak- 38. ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi í hinni miklu snjókomu undanjarið hefir klaki mjög setzt á þakbrúnir húsa víðs vegar um bœinn. Er að þessu mik- il slysahœtta, en húseigendur reyna að jjarlœgja klakann ejtir jöngum. Er þetta miklum erjiðleikum bundið ú háum húsum, og hejir þá stundum ver- ið leitað til slökkviliðsins um lán <í brunastiga, sem nœr upp uð þakbrún hinna hœrri húsa. — Ljósm.: Gísli Ól- ajsson. HreindMninn í voíifl Þær fréttir hafa borizt austan af landi, að mjög sverfi nú að hreindýrunum á Austur-öræfum vegna snjóþyngsla og jarðbanna, og leiti þau hópurn sainan til byggða, en þar sé sama bjargar- leysið. Hafi a. m. k. milli 50 og 100 hreindýr, einkum kálfar, fundizt fallin niðri í byggðum eða í nánd við þær. Stungið hefir verið upp á aS [ flytja gott útliey loftleiðis austur á öræfin og varpa því niður í nánd við hreindýrahjarðirnar, en ekkert mun liafa orðið úr fram- kvæmdum. Er því mjög bætt við, að hreindýrin falli unnvörpum úr fóðurskorti, ef engar ráðstaf- anir verða gerðar og snjóinn tek- ur ekki upp mjög bráðlega. ið á kommúnistum og aflað þeim stuðnings þeirra bílstjóra í félag- inu, er talizt liafa til Framsókn- arflokksins. En nú hafa lýSræðissinnar komið á heilbrigðum samtökum gegn kommúnistum í íjölda stétt- arfélaga með miklum og ánægju- legum árangri. Hið 38. ársþing Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi var haldið í Winnipeg 18.-20. febrú- ar við góða aðsókn, einkum voru samkomurnar í sambandi við þingið prýðisvel sóttar. Margar deildir félagsins áttu fulltrúa á þinginu, og var þeirra lengst að kominn fulltrúi deildarinnar „Ströndin“ í Vancouver, séra Ei- ríkur Brynjólfsson, sóknarprest- ur íslendinga þar í borg. Ýmsir aðrir fulltrúar og þinggestir voru einnig langt að komnir. Þingið fjallaði um þau málin, sem löngu eru orðin fastir liðir á starfsskrá félagsins, svo sem fræðslumál, útbreiðslumál, sam- vinnumál við ísland og útgáfu- mál. Einnig var rætt um nauðsyn sameiginlegs heimilis fyrir ís- lenzk félagssamtök í Winnipeg, og var það mál selt í milliþinga- nefnd til frekari athugunar, ásamt ýmsum öðrum málum. Forseti félagsins var kosinn dr. Richard Beck prófessor í stað dr. Valdimars J. Eylands, er baðst undan endurkosningu. Ritari var kosinn prófessor Haraldur Bessa- son í stað frú Ingibjargar Jóns- son, er einnig baSst undan end- urkosningu, en vararitari Walter J. Lindal, dómari. Hafði prófess- or Finnbogi Guðmundsson skip- að þann sess, er hann hvarf heim til íslands. Aðrir embættismenn félagsins, sem allir voru endur- kosnir eru þessir: varaforseti sr. Philip M. Pétursson, féhirðir Grettir L. Jóhannsson ræSismað- ur, varaféhirðir frú Hólmfríður Daníelsson, fj ármálaritari GuS- mann Levy, varafjármálaritari Ólafur Hallsson, skjalavörður Ragnar Stefánsson. Heiðursfélagar Þjóðræknisfé- lagsins voru þeir kjörnir Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykjavík, og Valdimar Björns- son, fjármálaráðherra Minnesota- ríkis. Kveðjur bárust þinginu meðal Iívöldvaka Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efna til kvöldvöku að Hótel KEA föstu- dagskvöldið 29. þ. m. kl. 9 e. h. Gísli Jónsson og Sverrir Pálsson lesa upp stuttar frásögur, sem Jónas Rafnar læknir hefir valið. Árni Ingi- mundarson leikur nokkur lög á pianó. Kvöldvökunni mun Ijúka kl. 11.30. Aðgöngumiðar verða seldir á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins i Hafnar- stræti 101 (simi 1578) n.k. fimmtu- dag og föstudag kl. 5—7. Verð að- göngumiða er tíu krónur. annars frá dr. Ásmundi Guð- mundssyni, biskupinum yfir ís- landi, Árna G. Eylands, stjórnar- ráðsíulltrúa, íormanni Þjóðrækn- isfélagsins á íslandi, Steindóri Steindórssyni, yfirkennara á Ak- ureyri og ríkisháskólanum í Norður-Dakota, er Richard Beck flutti. Ræðumenn á kvöldsamkomum þingsins voru þeir séra Ólafur Skúlason, sóknarprestur íslend- inga í NorSur-Dakota, á Fróns- mótinu, William Benedicktsson, sambandsþingmaður frá Ottawa, á samkomu Icelandic Canadian Club og Björn Sigurbjörnsson og prófessor Haraldur Bessason á lokasamkomu þingsins. Landsgangan Vel hefir viðrað að undan- förnu til þátttöku í skíðalands- göngunni, og hafa um 2500 manns gengið hér í bænum á aldrinum 3—84 ára. Um síðustu helgi var bætt við göngubraut á íþróttasvæðinu á Oddeyri, og gekk þar fjöldi manns, m. a. tveir menn á níræðisaldri, Páll Jóna- tansson 84 ára og Kristján Ein- arsson 82 ára. Elzta konan, sem tekið hefir þátt í göngunni, er Jónasína Helgadóttir, 72 ára. Ennfremur hafa 3 þriggja ára börn lokið göngunni. Alhnargir starfsmannahópar keppa innbyrðis um þátttöku í göngunni, og hefir Jón M. Jóns- son klæðskerameistari gefið verð- launabikar til að keppa um á þeiin vettvangi. Kristján Einarsson kemur að marki, ejtir að haja lokið skíðalandsgöngunni á lþróttavellinum sl. laugardag. Hann er 82 ára.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.