Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1957, Page 7

Íslendingur - 22.03.1957, Page 7
FöstUclagur 22. marz 1957 ÍSLENDINGUR 7 Seljum ódýrt: Hv. léreft frá kr. 7.95 m. Hv. flónel frá kr. 9.90 m. Vöruhúsið h.f. Seljum ódýrt: Gúmmíhanzkar 3 tegundir á gamla verðinu. Seljum ódýrt: Karlmanna flónelsskyrturnar ódýru, komnar aftur. Odýru Mlðpörin eru komin aftur. Vöruhúsið h.f. Vöruhúsið h.f. Vöruhúsið h.f. Nýmalað Heilhveiti — Rúgmjöl Bankabygg. Ennfremur skornir hafr- ar, úrvals tegundir. Vöruhúsið h.f. NÝ FRÆÐSLUGREIN. Húsnæðismálastjórn hefir beitt sér fyrir Jftí, að tekin verði upp fræðsla í útvarpinu urn húsabygg- ingar. Mun þessari framtakssemi verða vel tekið, þar sem almenn- ingur vill kynnast nýjungum og kunna skil á því, hvernig hag- stæðast er að koma upp íbúðar- húsnæði. Annars mun mörgum Ieika hugur á því að fá upplýsing- ar um það, hvað húsnæðismála- stjórn hafi gert til þess að afla fjár til veðdeildarinnar en treg- lega hefir gengið að fá lán úr deildinni undanfarna mánuði. Lánsfjárskorturinn er mesta vandamál allra, sem ráðast í byggingar. Hvað sem öðru líður er því mest aðkallandi að bæta úr honum. ERU VERÐLAG OG KAUPGJALD ÓSKYLD MÁL? í forystugrein Alþýðumannsins 12. þ. m. ræðir um sj ómannadeil- una, er þá stóð sem hæst, og er m. a. komizt svo að orði, að heyrzt hafi, að skipafélögin vilji „blanda inn í deiluna kröfum sín- um til ríkisstjórnarinnar um farmgjaldahækkanir, þ. e. leysa tvö óskyld mál (lbr. hér) á einu borði, og þá væntanlega ætla rík- isvaldinu að skerast í leik um lausnina“. Hvernig má það vera, að jafn glöggur maður og ritstjóri Alþm. finnur ekkert sainband á milli kaupgjalds og verðlags og nefnir þetta tvö „óskyld mál“? Hir.gað til hefir það þó verið viðurkennt af öllum, að verðlag og kaup- gjald sé svo nátengt livað öðru. að hækkun annars hljóti að valda hækkun á hinu. Allir eiga að vita, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags er höfuðorsök hinn- ar geigvænlegu dýrtíðar, sem skapað hefir það ástand í land- inu, að nær engin atvinnugrein verður rekin án opinberrar aðstoð FRIÐRIK OG PILNIK JAFNIR ENN Lokið er fjórum af sex einvíg- isskákum Friðriks og Pilniks, og standa leikar þannig, að hvor þeirra hefir tvo vinninga. Fjórðu skákina vann Friðrik auðveld- lega. Gaf Pilnik hana eftir 24 leiki, en þá var mát óumflýjan- legt eftir 1 eða 2 leiki. Fimmta skákin, sem þeir tefldu í fyrra- kvöld, fór í bið eftir 43 leiki, og er hún talin jafnteflisleg. ar. Kaupgjaldið hefir í langflest- um tilfelluin meiri áhrif en nokk- uð annað á afkomu atvinnuveg- anna, og ólíklegt má telja, svo að dæmi sé tekið, að bændastéttin mundi taka á sig verulegar kaup- hækkanir, án þess að á móti kæmi hækkað verð afurðanna. Hér er því um að ræða nátengd mál, en ekki óskyld, eins og Al- þýðumaðurinn vill vera láta. FULLNUMA í FRÆÐUNUM. Dagur skýrir frá því 13. þ. m., að Islendingi hafi ekki þótt mál Húsmæðrakennaraskólans á Al- þingi „í frásögur færandi“, og mun enginn geta skilið þau orð öðruvísi, en að íslendingur hafi ekki minnzt á málið. í síðasta blaði íslendings var ritstjóra Dags bent á, að íslend- ingur hefði gert málið að um- ræðuefni 1. marz, en það mundi hafa farið fram hjá ritstjóra Dags. í stað þess að biðja afsökunar á að hafa farið með rangt mál, segir síðasti Dagur, að ritstjóri I íslendings verði að „sakast um , það við sjálfan sig“(!), og gefur enn í skyn, að íslendingur hafi ekki á málið minnzt. Af þessum „heiðarlegu“ við- brögðum Dagsritstjórans verður ekki annað séð, en að hann hafi verið undra fljótur að tileinka sér hina gömlu kenningu eins gamals Framsóknarritstjóra, að „ef lygin er endurtekin nógu oft, hlýtur einhver að verða til að trúa henni“. Sjálfsagt getur Erlingur þegar gengið undir próf í þessum fræð- um með góðum vitnisburði. 8uniar»æUuii * Loftleiða hefir blaðinu borizt. Verða dag- legar ferðir milli New York og Reykjavíkur í sumar, en til Ev- rópulanda verður flogið: Á mánudögum: Osló, Gauta- borg, Hamborg. Á miðvikudögum: Glasgow, London. Á fimmtudögum: Gautaborg, Kaupmannahöfn, Hamborg. Á föstudögum: Osló, Stafang- ur. Á laugardögum: Glasgow, Luxemborg. Á sunnudögum: Stafangur, Kaupmannahöfn, Hamborg. Þessi sumaráætlun flugfélags- ins gildir frá 11. maí til 15. októ- ber. Dánarfregn Þann 18. þ. mán. andaðist í Kristneshæli Benedikt Svein- björnsson, sem um ára skeið bjó í Grænhól í Kræklingahlið. Benedikt var fæddur í Leifs- húsurn á Svalbarðsströnd 17. maí 1871, sonur hjónanna Ásgerðar Þorkelsdóttur og Sveinbjörns Þorsteinssonar, sem síðar varð hreppstjóri Hrafnagilshrepps og bjó á Stokkahlöðum. Um ferm- ingaraldur missti Benedikt föður sinn og var eftir það lengi í vinnumennsku á Akureyri, Grís- ará, Hrafnagili, Stokkahlöðum og víðar, en síðan gerðist hann lausamaður í allmörg ár. Rosk- inn að aldri kvæntist hann ekkj- unni Kristínu Sigurðardóttur í Grænhól, sem nú er látin fyrir þremur árum. Eignuðust þau hjón eina dóttur, Sveingerði, sem er gift kona að Egilsstöðum í Flóa. Benedikt var burðamaður að upplagi, en brjóstþungur frá barnæsku. Hann var hinn ötulasti til allra starfa, enda eftirsótt hjú vegna dugnaðar og frábærrar trúmennsku. Hann ótti hvarvetna miklum vinsældum að fagna vegna glaðlyndis síns, trygglynd- is og hjálpsemi. — Síðustu sjö árin dvaldist hann í Kristneshæli, Styhhu tveir yfir 40 m. Ólafsfirði í gœr. Um helgina síðustu var Skíða- mót Ólafsfjarðar haldið hér á vegum barnaskólans og íþrótta- félagsins Leifturs, en að undan- förnu hefir Matthías Gestsson frá Akureyri annazt hér skíða- kennslu. Mótið fór vel fram, og var á- rangur yfirleitt sæmilegur. Sér- staka athygli vakti skíðastökk drengja, 15—16 ára. Einn þeirra, Björn Þór Ólafsson stökk 43 m. og annar, Sveinn Stefánsson 41 x/» m. Var stíll þeirra ágætur og þeir öruggir í stökkinu, og höfðu þeir þó sama og ekkert æft sig í svo stórum bakka. Þá var keppt í stórsvigi, svigi og bruni, og náðust þar sæmileg- ir árangrar. í nótt var hér allhvöss norð- austanátt með bleytuhríð og er svo enn. Snjór hefir nokkuð sig- ið vegna blotans. Norðlendingur landaði hér á mánudag og þriðjudag 182 lest- um af fiski í söltun og frystingu og Gunnólfur 16 tonnum á mánu- daginn. S.M. þótt ekki væri hann berklaveikur, enda var hann þá alveg íarinn að heilsu og var nauðsynlegt að vera undir læknis hendi. Er það talandi vottur um vinsældir Benedikts, að honum einum manna gaf sveitar- og heilbrigð- isstjórn fúslega leyfi sitt til, að hann fengi athvarf í Kristneshæli ævilangt, þótt ekki ætti hann kröfu til þess að lögum. Gott er gömlum að hvílast eft- ir langt og að ýmsu leyti erfitt ævistarf, og margur Eyfirðingur mun minnast Benedikts með vin- semd og þakklæti fyrir liðnar samverustundir og frábærlega góða viðkynningu. J.R. Aði!d verhalýðiféldainna oð verðlðgseftirliti Nýlega óskaði Alþýðusamband íslands eftir því við verkalýðsfé- lögin um land allt, að þau til- nefndu fulltrúa af sinni hálfu til að starfa að verðlagseftirliti í samvinnu við hið opinbera verð- lagseftirlit, en í lögum frá 22. desember síðastliðinn er svo á- kveðið, að verðlagseftirlit ríkis- ins leiti samvinnu við verkalýðs- félög og önnur hagsmunasamtök neytenda. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri ræddi mál þetta á fundi 6. þ. in. og samþykkti að fela starfsmanni félaganna ásamt tveimur konum, sem stjórn Full- trúaráðsins fengi til að starfa með honum að þessum málum, að koma frarn sem fulltrúar allra verkalýðsfélaganna í bænum á þessuin vettvangi. Eftirlitsnefnd þessi, eða sam- starfsnefnd verðlagseftirlitsins, er nú fullskipuð, og eiga sæti í henni: Jón Ingimarsson, Byggðaveg 154, sími 1544, Guðlaug Jónasdóttir, Glerár- götu 18, sími 2077, Margrét Magnúsdóttir, Hrís- eyjargötu 8, sími 1794. Gert er ráð fyrir, að fulltrúar þessir verði m. a. eins konar tengiliður milli meðlima verka- lýðsfélaganna og verðlagseftirlits- ins, komi umkvörtunum á fram- færi og gefi upplýsingar, eftir því sem unnt er á hverjum tíma. (Fréttatilkynning frá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna.) Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jónína Maggy Þorsteinsdóttir Norðurgötu 50 og Axel Clausen Jónasson iðnnemi Þingvalla- Þnrf gerfiliendi Eins og mörgum mun vera kunnugt varð aóttir þeirra hjón- anna Sigurbjargar Hlöðversdótt- ur og Áskels Jónssonar fyrir því slysi að missa aðra hendina. Þarf hún því síðar meir að fá gervi- hendi. Verður það áreiðanlega kostnaðarsamt, þar sem leita verður til erlendra sérfræðinga. Undir svipuðum kringumstæð- um og þessum hafa oft margir viljað hlaupa undir bagga, ekki hvað sízt, þegar ungbörn hafa átt hlut að máli, en litla stúlkan er á 2. árinu. „íslendingur“ mun því fúslega taka á móti gjöfum frá þeim, 6em eitthvað vilja leggja af mörkum vegna þessa slyss. FYRSTA LÍFSMARK EFTIR 44 ÁR Skipverji á danska skipinu m.s. Patagonia, Georg H. Petersen frá Rudköbing, skýrði nýlega frá því í bréfi til ættingja síns heima, að hann hefði rekizt á gamlan samborgara sinn í indversku hafnarborginni Vizagapatam. — Maður þessi heitir Thöger Jen- sen, og fór til sjós frá Langalandi árið 1913. Hefir hann síðan ekk- ert látið frá sér heyra. Fregn þessi hefir orðið tveim bræðrum hans heima á Langa- landi hin mestu gleðitíðindi. Þeir höfðu ekki frétt neitt til bróður síns undanfarin 44 ár og hugðu hann löngu idauðan. FÍNT HÖRUND. — Það var í hirðveizlu og W rangel gamli hajði jyrir sessunaut kornunga prinsesfu. Hann dáðisl mjög að því, hversu hendur hennar vœru jíngerðar og mjukar. Hún gckkst upp við gullhamrana og sagði, að það kœrni af því, hversu vel hún fœri með þœr. „Ég liirði þœr tel og t. d. nota ég aldrei öðruvísi hanzka en úr hjartarskinni.“ Þá muldraði hershöjðinginn: „Það er stórmerkilegt. Ég hefi nú í 30 ár aðeins notað buxur nr hjartarskinni. Þó hefi ég ekki svona fínt hörund!!“ Stytzt gagnrýni, sem við höf- um heyrt, er eignuð frönskum bókmenntagagnrýni. Allt og sumt, sem liann skrifaði fyrir blað sitt um verk ungs rithöfundar var: „Má ég heldur fá símaskrána?“ □ Rún 59573277 = Frl:. Hjónaefni. Ungfrú Heiða Þórðar- dóttir skrifstofumær og Jón Ágústsson starfsmaður hjá bæjarverkfræðingi.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.