Íslendingur - 22.03.1957, Blaðsíða 8
KAUPENDUR
vinsamlega beðnir að tilkynna af•
greiðslunni strax, ef vanskil eru á
blaðinu.
Föstudagur 22. marz 1957
5. siðan í dag:
öndvegisskáld, sem
eldist vel.
Þeim fœkkar óðum gömlu torfbœjunum, sem áður settu svip sinn
á byggðir landsins. Af gömlum bœjum norðan- og austanlands eru
bœirnir að Glaumbœ, Laufási, Grenjaðarslað og Burstarjelli þekkt-
astir, enda eru þeir undir umsjá þjóðminjavarðar. Reisulegastur og
einna bezt varðveittur er bœrinn að Burstarfelli í Vopnafirði, sem
mynd þessi er af, en hann er jafnframt eina íbúðarhús jarðarinnar.
IVf jjsir kvöldwöknr
Kirkjan. Messað á Akureyri kl. 2
e. h. á sunnudaginn kemur. — Æsku■
lýðsmessa. — Prófasturinn, séra Sig-
urður Stefánsson á Möðruvöllum, pré-
dikar. — Akureyrarprestar þjóna fyr-
ir altari. — Jafnframt því sem þelta er
almenn safnaðarguðsþjónusta, er hún
sérstaklega œtluð skólafólki og öðrum
œskulýð í bænum.
Félagar, mætið í æsku-
lýðsmessunni á 6unnu-
daginn kl. 2 og livetjið
aðra til þess að koma.
Iðjuklúbburinn er í Alþýðuhúsinu
n.k. sunnudag kl. 8.30 síðdegis. Mætið
stundvíslega.
Fimmtugur varð 10. þ.m. Vigfús Ein-
arsson skrifstofumaður, Brekkugötu 30
hér i bæ.
Skagjirðingafélagið á Akureyri
minntist 10 ára afmælis síns síðastlið-
inn laugardag með hófi að Hótel KEA.
Við það tækifæri var Þormóður Sveins-
son skrifstofumaður kjörinn heiðurs-
félagi Skagfirðingafélagsins.
K.A. Skíðakeppni. Keppni í stökki
fer fram við Miðhúsaklappir næstk.
laugardag kl. 3 og sunnudag kl. 2.
Keppt verður í eldri og yngri flokkum.
A sunnudag kl. 4 verður keppt í svigi,
öllum flokkum, og fer keppnin fram í
brekkunni sunnan og ofan við Mið-
húsaklappir, neðan við Fálkafell. —
Keppendur eru frá Reykjavík, Siglu-
firði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri.
Ferðir á mótsstað frá Ferðaskrifstof-
unni. — K.A.
Aðaljundur K. A. var lialdinn að
Hótel' KEA mánudaginn 18. marz kl.
8 e.h. — Skýrsla og reikningar stjórn-
arinnar voru lesnir upp og samþykktir,
rætt var um væntanlegt skíðalandsmót,
ýmis íþróttamál o. fl. — í stjóm voru
endurkosnir: Hermann Sigtryggsson,
formaður, Leifur Tómasson, varafor-
maður, og með þeim í stjóm vom
kosnir: ísak Guðmann, Einar Kristj-
ánsson, Haraldur Sigurðsson, Halldór
Ólafsson, Jón Ágústsson og Skjöldur
Jónsson.
Frá Rauða Krossi íslands, Akureyr-
ardeild. Auk þess, sem áður var frá
greint um merkjasöluna á öskudaginn,
komu 2 flokkar barna þann dag og
færðu Rauða Krossinum peningagjafir
annar kr. 185.00 og hinn kr. 40.00.
Fyrir þessa hugulsemi þakkar Rauði
Krossinn kærlega.
Hjáskapur. 16. marz voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Þórdís
Tryggvadóttir, Munkaþverárstræti 5,
Akureyri, og Guðmundur Ketilsson frá
ísafirði. Heimili þeirra verður að
Munkaþverárstræti 5.
Hlífarkonur, takið eftir\ — Félags-
fundur verður haldinn sunnudaginn
24. marz kl. 9 e. h. í Pálmliolti, cf veð-
ur leyfir, annars í Ásgarði. Farið
frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.45. Aðrir
viðkomustaðir: Höepfner og Sundlaug.
Takið kaffi með. Stjórnin.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt, urðu nú um áramótin eig-
andaskipti að tímaritinu Nýjar
kvöldvökur. Seldi Þorsteinn M.
Jónsson ritið, en kaupendur voru
Jónas G. Rafnar, Gísli Jónsson og
Kristján Jónsson. Ritstjórar að
Nýjum kvöldvökum eru nú Jónas
Rafnar fyrrv. yfirlæknir og Gisli
Jónsson menntaskólakennari en
frainkvæmdastjóri Kvöldvökuút-
gáfunnar Kristján Jónsson full-
trúi, og annast hann fjárreiður
útgáfunnar, auglýsingar og af-
greiðslu.
Fyrsta hefti ritsins undir stjórn
hinna nýju eigenda kemur út í
þessari viku í sama broti og áð-
ur, en forsíðu þess hefir frú Alice
Sigurðsson teiknað. í ávarpi frá
útgefendum er m. a. sagt:
I. O. O. F. — 1383228% — Sp.k. 9Vz
Spilakvöld heldur Starfsmannafélag
Akureyrarbæjar í Landsbankasalnum
annað kvöld (23. marz) kl. 20.30. —
Félagsvist (frú Helga Jónsdóttir stjórn-
ar). Dans á eftir.
Námskeið fyrir hifreiðastjóra til
meira prófs stendur yfir hér í bænum,
og sækja það 53 bílstjórar.
Norrœnafélagið. Aðalfundur verður
haldinn að Hótel KEA n.k. sunnudag
kl. 8.30 síðdegis. Eftir venjuleg aðal-
fundarstörf, satneiginleg kafíidrykkja
og kvikmyndasýning.
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er
á sunnudaginn kemur. 13. mynd. 5—6
ára hörn í kapellunni, 7—13 ára hörn
í kirkjunni. Mætið stundvíslega kl.
10.30 f. h.
Skógrœktarfélag Tjarnargerðis held-
ur félagsvist og dans miðvikudaginn
27. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Landsbanka-
salnum. Félagskonur fjölmenni og taki
gesti með. Hafið með ykkur spil.
Iljónaefni. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Lilja Frímanns-
dóttir frá Dvergsstöðum og Eggert Ól-
afur Jónsson, rafvirki, Þingvallastr. 14.
Mœnusóttarbólusetning á fullorðnu
fólki fer fram í Heilsuverndarstöðinni
innan 6kamms, sjá auglýsingu héraðs-
læknis í blaðinu í dag.
„Tilgangur og stefna tímarits-
ins verður óbreytt í höndum
hinna nýju eigenda. Þeir munu
eftir megni auka á fjölbreytni í
efnisvali, þannig að sem flestir
finni þar eitthvað, er til gamans
og fróðleiks má verða, án þess
þó, að hvikað verði frá hinni
þjóðlegu slefnu, setn er og á að
vera höfuðmarkmið tímaritsins.
Lögð verður sérstök rækt við að
leita uppi menn, er búa yfir sér-
stæðri lífsreynslu og fá þá til að
leysa frá skjóðunni. — Nýjar
kvöldvökur telja sér og lesendum
það mikið happ að hafa fengið
hinn dulskyggna og listræna
mann, Olaf Tryggvason í Hamra-
borgum við Akureyrf, til þess að
ríða á vaðið með frásögn af sinni
lífsreynslu og dulrænuin fyrir-
burðum .... “
Auk upphafsgreinarinnar, sem
Ólafur í Hamraborgum skrifar af
óvenjulega hugnæmum og leiftr-
andi stíl, og væntanlegt er fram-
hald af í næstu heftuin, flytur rit-
ið þetta efni:
Grein um Þorstein Þ. Þorsteins-
son rithöfund og skáld, eftir
Björn R. Árnason, fr-ásögn af við-
ureign varðskipsins Ægis við
brezka togarann York City í
landhelgi, eftir Kristján Jónsson,
kvæði eítir Hjört Gíslason og
Þorstein Þ. Þorsteinsson, vísna-
þátt, bridgeþátt (Halldór Helga-
son), skákþátt (Júlíus Bogason),
syrpu úr göinlum fræðum, upp-
haf að framhaldssögum og niður-
lag einriar, og margs konar
smælki til gamans og fróðleiks.
Er rit þetta í öllu hið ákjósanleg-
asta lesefni.
NÝ BÓK
Þættir úr endurminningum
Jóns Sveinssonar eru nýlega
komnir í bókabúðir. Eru það
æskuminningar Jóns Sveinssonar
hdl., fyrrv. bæjarstjóra, frá Borg-
arfirði eystra. Verður rits þessa
nánar getið hér i blaðinu síðar.
Ársskemmtun i
Barnaskólans íór fram um síð-
ustu helgi. Er skemmtun þessi,
sem haldin er til ágóða fyrir
ferðasjóð skólabarna orðinn
fastur, árlegur liður í skemmt-
analífi bæjarbúa.
Skenuntiatriði voru að þessu
sinni í svipuðum stíl og undan-
farna vetur. Barnakór skólans
söng undir stjórn Björgvins
Jörgenssonar, börnin fluttu á-
vörp, lásu upp, sýndu leikþætti o.
s. frv. Nokkuð af dagskránni var
helgað 100 ára minningu Páls J.
Árdal. Var fluttur samtalsþáttur
um skáldið, lesið upp úr verkum
hans og sýndur þáttur úr einu
leikrita hans. Allt fórst börnunum
þetta vel úr hendi, en einna mesta
athygli vakti flutningur Guðríð-
ar Þórhallsdóttur k ávarpi til
Fjallkonunnar eftir Davíð Stef-
ánsson.
Að liaki þessari ársskemmtun
barnanna Hggur mikil vinna
þeirra sjálfra og kennara þeirra,
en bæjarbúar launa fyrirhöfnina
með góðri aðsókn.
Farmanoa-
deilan ley«i
—□—
Skipin komin í siglingor
á ný.
Farmannadeilunni er nú lokið,
en s. I. laugardag greiddu far-
menn atkvæði um nýja miðlunar-
tillögu, er samþykkt var með 76
atkvæðum gegn 67, og var verk-
fallinu aflýst s. 1. sunnudag. Fóru
sum hin bundnu farmskip þá þeg-
ar úr höfn, en önnur strax úr
helginni.
Alþýðublaðið telur, að far-
menn hafi fengið „miklar og mik- ^
ilvægar kjarabætur“ í hinuin
nýju samningum, en þær eru
einkum fólgnar í auknum fríum,
aukinni áhættuþóknun á olíuskip-
um, styttri vinnutíma, hækkuðuin
launum fyrir yfirvinnu og
greiðslu í slysatilfellum. Eru
breytingar þessar í mörgum lið-
um og verða ekki raktar hér.
Alþýðublaðið ásakar Þjóðvilj-
ann s. 1. þriðjudag fyrir að hafa
„fjandskapast við farmenn í
deilunni í stað þess að veita þeim
stuðning í erfiðu verkfalli“, og
vissulega hefðu það þótt tíðindi
fyrir tveim til þrem árum, ef
Þjóðviljinn hefði verið jafn þög-
ull og hann hefir verið í sam-
bandi við undanfarin verkföll.
En kommúnistar eru nú einu
sinni í ríkisstjórn, og svo eru
verkföll bönnuð í þeirra andlega
f öðurlandi!
t
Dánardægur
Síðastliðinn þriðjudag lézt i
Fjórðungssjúkrahúsinu frú Guð-
rún Björnsdóttir Ilafnarstræti 86,
kona Gunnars H. Kristjánssonar
f ramkvæmdastj óra.
Að kvöldi sama dags lézt að
heimiii sínu Bjarmastí^2 Eggert
St. Melstað, fyrrv. slökkviliðs-
stjóri, 77 ára að aldri.
Starlsmannaíél.
Akureyrarbæjar
hélt nýlega aðalfund sinn. — í
stjórn félagsins voru kjörnir: Jón
Norðfjörð, formaður, Gunnar
Sleindórsson, ritari, Sigurður
Halldórsson, gjaldkeri. Með-
stjórnendur Þorsteinn Stefánsson
og Steinunn Bjarman.
Stórhríðdrmót Ahoreyror
hófst s. 1. sunnudag með svig-
keppni í Knararbergsgili, og voru
keppendur 31 í 3 flokkum. í A-
flokki sigraði Hjálmar Stefáns-
son KA á 95.3 sek., annar varð
Birgir Sigurðsson Þór á 100.5
sek. og þriðji Bragi Hjarlarson
Þór á 100.6 sek.
í B-flokki varð fyrstur Krist-
inn Steinsson Þór á 96.5 sek. og
í C-flokki Viðar Garðarsson KA
á 77.4 sek. f eldri drengjaflokki
vann ívar Sigmundsson KA, en í
yngra flokki Magnús Ingólfsson
KA.
Sexlugur varð 15. þ. m. Tryggvi
Hallgrímsson afgreiðslumaður Hría-
eyjargötu 6.
Stiórncirhlflð hælist
yfir hauphshhonum
í Alþýðublaðinu síðastlið-
inn þriðjudag er íyrirsögn
þvert yfir forsíðu, svohljóð-
andi:
„Farmenn fengu miklar og
mikilvægar kjarabætur.“
Það hefir vakið nokkra
furðu, að stjórnarblað skuli
gera svo mikið úr verkfalls-
árangri farmanna, eftir að
stjórnarblöðin öll hafa hrósað
ríkisstjórninni fyrir að hafa
náð samkomulagi við stéttar-
samtökin í landinu um, að eng-
ar kauphækkanir skuli við-
gangast fyrst uin sinn. Og
mörgum kann að þykja vafa-
sarnt, að flugmenn og farmenn
hafi verið í brýnni þörf fyrir
kauphækkanir og kjarabætur
en sumar aðrar launastéttir
hér á landi.