Íslendingur - 17.05.1957, Side 1
Formannordðstefna Sjdlfs
flohhsins um s.1.
Rætt um þjóðmálin og skipulagsmál
flokksins
Dagana 11. og 12. þ. m. sat 3. formannaráðstefna Sjálfstæðis-
flokksins á rökstólum í Reykjavík, en til hennar eru kvaddir for-
menn Sjálfstæðisfélaga, héraðsnefnda og fulltrúaráða úr öilum
kjördæmum landsins, en auk þeirra sækja þingmenn flokksins, fjár-
málaráð, skipulagsnefnd og miðstjórn ráðstefnuna.
Ráðstefnan hófst í Sjálfstæðis-
húsinu síðdegis á laugardag.
Formaður flokksins, Ólafur
Thors fyrrv. forsætisráðherra,
setti ráðstefnuna og kvaddi til
fundarstjóra varaformann
flokksins, Bjarna Benediktsson
fyrrv. ráðherra, en hann tilnefndi
sem fundarritara Baldvin
Tryggvason skrifstofustj óra. Á
ráðstefnunni voru mættir fulltrú-
ar úr öllum kjördæmum landsins,
nokkuð á annað hundrað, þar á
meðal 5 fulltrúar héðan af Akur-
eyri og tveir úr Eyjafjarðarsýslu.
Fyrstur tók til máls formaður
flokksins, Ólafur Thors, og ræddi
í stórum dráttum stjórnmálavið-
horfið og það ástand, er skapazt
hefir við tilkomu núverandi rík-
isstjórnar. Þvínæst talaði Birgir
Kjaran, formaður skipulags-
nefndar flokksins um skipulags-
mál hans og starfsemi, en hann
hefir nýlega tekið við því trún-
aðarstarfi af Eyjólfi Jóhannssyni,
sem nýlega baðst undan því eftir
margra ára ötult starf.
Að þesum tveim frumræðum
loknum var fulltrúum gefið orð-
ið, og söfnuðust þegar margir á
mælendaskrá. Skýrðu fulltrúar
þeir, er til máls tóku, frá félaga-
starfsemi heima í héraði og við-
horfum fólksins til aðgerða núver
andi ríkisstjórnar. Á laugardags-
fundinum tóku þessir fulltrúar til
máls:
Gunnar Bjarnason Hvanneyri,
Guðmundur Erlendsson Núpi,
Jónas G. Rafnar Akureyri, Ólaf-
ur Bjarnason Brautarholti, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson Rvík,
Páll Kolka Blönduósi, Baldvin
Tryggvason Rvík, Sigurður
Pálmason Hvammstanga, Ásberg
Sigurðsson ísafirði og Sveinn
Jónsson Egilsstöðum.
Þegar allir þessir fulltrúar
höfðu lokið máli sínu, var liðið á
kvöld, en enn margir á mælenda-
skrá. Var ráðstefnunni þá frestað
til næsta dags, en þá tóku eftir-
taldir fulltrúar til máls:
Jón Bjarnason Akranesi, Stein-
grímur Davíðsson Blönduósi,
Gísli Jónsson Rvík, Jón ísberg
Blönduósi, Birgir Kjaran Rvík,
Bjarni Benediktsson Rvík, Jón
Sumarliðason Dalasýslu, Sr. Jón-
as Gíslason Vík, Gunnar Sigurðs-
son Seljatungu, Karl Friðriksson
Akureyri, Sigurður Bjarnason
Rvík, Þórður Halldórsson Kefla-
vík, Gunnar Helgason Rvík,
Þorv. G. Kristjánsson Rvík, frú
Kristín Sigurðardóttir Rvík,
Friðrik Þórðarson Borgarnesi,
Einar Reynis Húsavík, Magnús
Jónsson alþm. og Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri.
Að lokum flutti Ólafur Thors
ávarp til fulltrúa ráðstefnunnar,
þakkaði þeim komuna og óskaði
þeim góðrar heimkomu og vel-
farnaðar.
Um kvöldið komu flestir full-
trúanna á ný saman í Sjálfstæðis-
húsinu og horfðu á hinn bráð-
snjalla gamanleik „Gullöldin okk-
ar“, en að því loknu var dansað
og ræðst við frarn yfir miðnætti.
Var ráðstefna þessi öll hin á-
nægjulegasta, og bundust margir
þar kynnum, sem áður höfðu
ekki hitzt.
Ntjtía'fiiiuála
fundBir
Sjálfstæðismenn á Akureyri 09
í Eyjafjarðarsýslu Eialda almenn-
an stjórnmálafund í Nýja Bíó n.
k. sunnudag, 19. þ. m. kl. 2 e.h.
RæSumenn á fundinum verSa al-
þingismennirnir Cjarni Benedikts-
son og Magnús Jánsson.
Aðgangur a3 fundinum cr áll-
um heimill, meðan húsrúm leytir.
Lán til nýrrar
Sogsvirkjunar
Nýlega hafa verið undirritaðir
samningar í Bandaríkjunum um
lán til Sogsvirkjunarinnar nýju,
er Vilhjálmur Þór bankastjóri
hefir að undanförnu verið að
leita eftir þar vestra. Lánið nem-
ur um 118 millj. ísl. króna og
tryggir það, að hafizt verði
handa um virkjunina og lagningu
háspennulínu til Keflavíkur, sem
fyrirhuguð er í sambandi við ný-
virkjun Sogsins.
Áætlað hefir verið, að þessi
framkvæmd kosti allt að 200
millj. króna með núverandi gengi
peninga, og mun því síðar verða
að leita frekari lána til að ljúka
henni.
Uiafur Thors, formaður Sjálfstœðisflokksins, flytur rœðu.
Samnorræna
sundkeppnin
hin 3. i röðinni, hófst hér á landi
í fyrradag. Fyrsta keppnin fór
fram árið 1951, og unnu íslend-
ingar hana með yfirburðum, en
þá var miðað við hæstu hlutfalls-
tölu íbúafjölda þjóðanna. Önnur
keppni fór íram árið 1954, og
var þá sigurinn miðaður við
mesta hlutfallslega aukningu
þátttöku frá hinni fyrstu keppni.
Unnu Svíar þá keppni með rúm
2%. í öðru sæti urðu íslending-
ar með rúmlega 25% þátttöku.
Nú verða lagðar saman úrslita-
tölur frá hinum fyrri keppnum
báðum, og verður hér ekki gerð
grein fyrir þeim reglum, er þar
um gilda, en hitt er víst, að til
þess að íslendingar vinni keppn-
ina, þarf talsverða þátttökuaukn-
ingu.
Akureyri hefir í hinum fyrri
keppnum staðið sig slælega sam-
anborið við önnur bæjarfélög í
landinu, en nú eru sundskilyrðin
mjög hötnuð, þar sem útilaugin
er upphituð og á margan annan
hátt bætt. Verður hún opin frá
kl. 8—22 daglega, og ættu þeir,
sem taka vilja þátt í norrænu
keppninni, en lítið hafa æft sund
undanfarið, að hefja æfingar sem
allra fyrst.
Sundkeppnin hér í hæ var há-
tíðlega opnuð í fyrradag við
Sundlaugina kl. 8 að kvöldi með
ávarpi, er formaður ÍBA, Ármann
Dalmannsson flutti. Fánar allra
Norðurlandaþjóðanna blöktu á
stöngum við enda laugarinnar.
Um 100 manns syntu 200 metr
ana þá um kvöldið.
Grasgarður (Botanisk Have)
í Lysiigarðinn
Fegrunarfélagið kaupir »grasgarðinn«
í Fífilgerði
Fyrir skömmu síðan samþykkti stjórn Fegrunarfélags Akureyrar
að hafa forgöngu um kaup á jurtasafni Jóns Rögnvaldssonar garð-
yrkj umanns í Fífilgerði í þeim tilgangi að flytja það í Lystigarðinn
á Akureyri. Hefir nú verið gengið frá kaupunum af hálfu félagsnns,
svo að tryggt er, að þetta merkilega og sérstæða safn flyzt ekki úr
héraðinu, eins og út leit fyrir um skeið.
Leitað til bæjarstjórnar.
Félagið hefir sent bæjarstjórn
Akureyrar erindi um mál þetta
og mælzt til þess, að hún legði
fram fé til þessara kaupa. Fylgdi
erindinu svohljóðandi greinar-
gerð (nokkuð stytt hér):
„Að frumkvæði Sigurðar Páls-
sonar, kom stjórn Fegrunarfélags
Akureyrar á fund 30. marz s. I.,
til þess að ræða möguleika á því
að koma upp grasgarði á Akur-
eyri.
Þannig er mál með vexti, að
Jón Rögnvaldsson, garðyrkju-
fræðingur í Fífilgerði, hefur nú
selt jörð sína og flytur til Akur-
eyrar.
Jón hefur komið sér upp gras-
garði í Fífilgerði eins og kunn-
ugt er og hefur hann unnið að
því um 30 ára skeið í hjáverkum
með einstökum myndarbrag og
dugnaði. í garði hans eru um
636 tegundir af fjölærum plönt-
um, trjám og runnum, allt af út-
lendum uppruna.
Það þarf ekki að taka það
fram, að þessi garður Jóns er
fyrir löngu orðinn kunnur bæði
innan lands og utan. Má telja, að
þessi garður sé í raun og veru
einasti grasgarður á íslandi hvað
skipulag og uppsetningu viðvíkur.
Nú liggur það hinsvegar fyrir,
að Jón verður að leggja garð
sinn niður og selja úr honum all-
ar jurtir og runna, og mun Jón
þegar hafa fengið tilboð um kaup
á jurtasafni sínu. Fegrunarfélag-
ið lítur svo á, að nauðsynlegt sé
að hefjast handa í þessu efni og
tryggja það að þetta merka jurta-
safn verði ekki selt burtu úr hér-
aðinu.
Þá viljum við vekja athygli á
því, að þar sem Jón Röngnvalds-
son er ráðinn hjá Akureyrarbæ,
sem garðyrkjuráðunautur, mundi
hann að sjálfsögðu vinna að því
að flytja safnið og koma því fyr-
ir í Lystigarðinum og á þann hátt
gæti hann fylgt því eftir og nyti
þá við þekkingar hans á ræktun
og meðferð þessara jurta og
runna, sem hann hefir verið að
fást við um árabil.
Það er enginn efi á því að það
yrði mikill menningarauki að
Framh. á 6. siðu.