Íslendingur - 17.05.1957, Síða 8
KAUPENDU*
vinsamlega beðnir að tilkynna af-
greiðslunni strax, ef vanskil eru á
blaðinu.
J*. . Jk
Föstudagur 17. maí 1957
5. síðan í dag:
Æskan og framtíðin
Messað í Akureyrarkirkju næstkom-
andi sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar
nr.: 17 — 404 — 223 — 226 — 241.
— K. R.
Kirkjan. I’erming í Lögmannshlíðar-
kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kem-
ur. x— Sálmar nr.: 594, 372, 590, 648,
596, 599, 603, 591. — P. S. — Ferm-
ingarbörn: Drengir: Georg Bagguley,
Ósi, Glerárþorpi. — Haukur Þor-
steinsson, Blómsturvöllum. — Ingvar
Bakeman Baldursson, Hlíðarenda. —
Kristján Viðar Pétursson, Barði. —
Nils Erik Gíslason, Lögmannshlíð 21.
— Stefán Rafn Valtýsson, Melgerði.
— Þórarinn S. Magnússon, Sunnu-
hvoli. — Stúlkur: Hervör Jónasdóttir,
Litlu-Hlíð. — Ilulda Lilly Árnadóttir,
Lögmannshlíð 33. — Jakobína Þ.
Gunnþórsdóttir, Steinkoti. — Kristín
G. Gunnlaugsdóttir, Fögruvöllum. —
Lilja Þ. Kristjánsdóttir, Hrauni. —
Rósa Björg Guðbrandsdóttir, Föðru-
hlíð 58.
I. 0. 0. F. — 139517814 — III.
Gróðursetning er nú að hefjast hjá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga og deild-
um þess. Afgreiðsla á trjáplöntum frá
félaginu er einnig að hefjast. Fer hún
fram í Gróðrarstöðinni samkvæmt aug-
lýsingu á öðrum stað hér í blaðinu.
Hjónaejni. Nýlega opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Hulda Ottósdóttir,
hjúkrunarnemi, og Hreinn G. Þormar,
litarefnafræðingur á Akureyri.
Unglingar í sveit. Vinnumiðlunar-
skrifstofa Akureyrarbæjar mælist til
þess, að bændur, nær og fjær, sem
hafa þörf fyrir unglinga á aldrinum
12—16 ára á næstk. sumri, hafi sam-
band við skrifstofuna hið fyrsta. Sími
skrifstofunnar er 1169.
Akureyringar! Munið mæðradaginn
á sunnudaginn. Kaupið blóm á götum
bæjarins og styrkið hið góða málefni.
Sextugur varð 14. þ. m. Stefán Ág.
Kristjánsson framkvæmdastjóri Eiðs-
vallagötu 6.
ÞÓR. Frjálsíþróttamenn. Æfingar á
öllum virkum dögum kl. 7.30 e. h. —
Innanfélagsmót á hverjum miðviku-
degi á sama tíma.
Þórsjélagar! Munið samnorrænu
sundkeppnina. Látið ekki ykkar hlut
eftir liggja. — Stjórnin.
Skógrœktarjélag Akureyrar fer næstu
gróðursetningarferð í Kjarna næstk.
þriðjudagskvöld. Farið verður frá
Hótel KEA kl. 7.30 e. h. — Félagið
væntir þess, að bæjarbúar verði, eins
og áður, fúsir til aðstoðar við gróður-
setningarstarfið, bæði með sjálfboða-
vinnu og bifreiðaakstur að' og frá
vinnustað. — Tryggvi Þorsteinsson,
form. Skógræktarfélags Akureyrar,
sér um ferðirnar og tekur á móti til-
kynningum um sjálfboðavinnu.
Sjötugur varð 12. þ. m. Tryggvi Jón-
asson frá Kjarna.
i dag eru liðin 10 ár frá komu
Kaldbaks, fyrsta togarans, sem
Akureyringar hafa eignazt. Með
komu hans hófst togaraútgerð í
þessum gamla útgerðarbæ, er á
næstu árum færðist svo í aukana,
að nú um margra ára skeið hafa
5 togarar verið reknir héðan úr
bænum og haft óútreikanlega
þýðingu fyrir atvinnulíf bæjar-
ins og afkoniu bæjarbúa.
Það var fjölmennt á Torfunefs-
bryggju, er Kaldbak var lagt að
henni 17. maí 1947. Við það
tækifæri flutti Þorsteinn M. Jóns-
son, þáverandi forseti bæjar-
stjórnar ávarp af stjórnpalli
skipsins, en Guðmundur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa h. f.
lýsti gerð togarans. Um kvöldið
var komu togarans fagnað að
Hótel KEA, og eitt af skáldum
bæjarins, Friðgeir H. Berg, fagn-
Fréttir úr A-Húnavatass.
Blönduósi, 13. maí.
Fimmtugsafmæli átti frú Ingibjörg
Stefánsdóttir Ijósmóðir hér á staðnum
þann 8. þ. m. Margir heimsóttu hana
af þessu “tilefni og færðu henni heilla-
óskir og góðar gjafir. Frú Ingibjörg
er ein af þeim manneskjum, sem öllum
verður hlýtt til, strax við fyrstu kynn-
ingu.
Silfurbrúðkaup áttu þann 8. þ. m.
hjónin Þóra Sigurgeirsdóttir og Snorri
Arnfinnsson hinu landskunni og vin-
sæli hóteleigandi á Blönduósi. Sama
dag voru gefin saman í hjónaband í
Blönduóskirkju af séra Þorsteini
Gíslasyni prófasti í Steinnesi ungfrú
Kolbrún Ingjaldsdóttir frá Akureyri
og Kári Snorrason, Arnfinnssonar hót-
eleiganda.
Þann 8. þ. m. átti frú Friðrikka
Steingrímsdóttir á Kagaðarhóli 80 ára
afmæli.
Árshátíð Kvennaskólans var haldin
hér í samkomuhúsinu þann 11. þ. m.
G.J.
aði honum í ljóði, er endaði með
þessum orðum:
B "ó* K ,-n á * n5 2 (#» I? <t,
Eigðu jafnan örugga — og aflasæla
formenn og forstjóra — á flæði og
landi,
aldrei setjist úlfúð á þinn bekk.
Og þetta varð að áhrínsorðum.
Fyrstur skipstjóra á Kaldbak
varð einmitt aflasælasti togara-
skipstjóri landsins, Sæmundur
Auðunsson, og fór hann með
skipstjórn togarans fram í nóv-
ember 1950, er hann tók við tog-
aranum Harðbak. Þá var bróðir
hans, Gunnar, með togarann
fram að 1. ágúst 1956, en síðan
hefir Jónas Þorsteinsson verið
skipstjóri hans.
Fram til síðustu áramóta hafði
Kaldbakur aflað ísvarins fiskjar
á erlendan markað og í herzlu og
íshús innanlands, er nam 35 þús-
und tonnum, en auk þess 6300
tonnum af saltfiski.
Loftlei5ir fjölgi ferðum
í vetur hafa Loftleiðir haldið
uppi fjórum ferðum í vilcu
hverri frá Reykjavík til Banda-
ríkjanna og flugstöðva Loftleiða
á meginlandi Evrópu og í Bret-
landi. Starfsemi félagsins á mjög
auknum vinsældum að fagna, og
hafa flutningar aukist verulega
yfir vetrarmánuðina miðað við
sama tímabil í fyrra.
Fjöldi þeirra, sem ferðast með
flugvélum félagsins vex nú óð-
fluga með viku hverri, einkum
frá Bandaríkj unum, en ferða-
menn eru nú teknir að streyma
þaðan til þess að verja sumar-
leyfum sínum í Evrópu.
Loftleiðir hófu nýlega ferðir
samkvæmt hinni nýju sumgráætl-
un, en með henni verður sú
breyting á, að teknar verða upp
daglegar flugferðir milli Banda-
ríkjanna og flugstöðva félagsins
í Evrópu.
Happdrætti
SjúWii
Miðar í happdræM-i Sjólfstæð-
isflokksins fóst í skrifstofu
fiokksins Hafnarstræti 101, ó af-
grciðslu íslendings, Verxl. Vísi og
Verxl. Höfn.
Dregið verður 12. júni um 10
yinningc. 1. vinningur er Vollcs-
Wagen, modcl 1957, aðrir vinn-
ingar flugferðir til ýmissc landa.
Aðeins fáir miðor eru til sölu hér
ó staðnum.
Lágheiði mokað
Ólafsfirði í gær:
Hér hefir verið norðaustan
kuldanæðingur undanfarið, en
úrkomulítið. Fer gróðri hægt
fram. Bátar hafa ekki róið síðan
á mánudag, og var afli þá tregur.
Þó kom Stígandi þann dag með
9 tonn, er hann hafði fengið aust-
ur undir Rauðunúpum.
Verið er að moka Lágheiði, og
er snjór þar minni en við var bú-
izt. Gengur verkið vel, og verður
því væntanlega lokið upp úr helg-
inni og heiðin þá opnuð fyrir bif-
reiðaumferð.
S. M.
Suðurlandafcrðir
|Páls Arasonar
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
efnir til tveggja utanlandsferða í
júnímánuði. í fyrri ferðina verð-
ur lagt af stað 5. júní og komið
heim 27. eða 28. s. m. Viðkomu-
staðir verða: England, Frakkland,
Þýzkaland, Sviss, Ítalía, Austur-
ríki og Danmörk. Síðari ferðin
er 16 daga ferð til Bretlands,
Frakklands, Ítalíu, Monaco og
Þýzkalands. í þá för verður lagt
15. júní og komið heim um æstu
mánaðamót.
Ferðalög þessi eru miðuð við
að þátttakendur geti fengið sem
bezta innsýn í líferni og háttu
þeirra staða, sem komið verður
til og kynnzt lífi þeirra af eigin
raun.
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
hefir umboð fyrir ferðaskrifstof-
ur í öðrum löndum og skipulegg-
ur hópferðir suður um lönd í
samráði við þær.
N. k. föstudag og laugardag
verður staddur að Hótel KEA
hér í bæ fulltrúi frá skrifstoíunni
og mun hann veita fólki allar
upplýsingar um ferðalögin, b'æði
utan lands og innan.
NÝJA-BÍÓ
Fallhlífarhersveítin
Spennandi amerísk litkvikmynd,
byggð á sögunni The Red Beret.
Myndin gefur glögga hugmynd um
þátt fallhlífarhersveitanna í sfðasta
stríði.
ASalhlutverk:
ALAN LADD og
SUSAN STEPHEN
Bönnuð jyrir börn.
DOROTHY EIGNAST
SON
Bráðskemmtileg og fjörug ensk
gamanmynd, gerð eftir hinum al-
kunna, samnefnda gamanleik, er
Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir
nokkrum árum.
ASalhlutverk:
SHELLEY WINTERS
JOHN GREGSON.
BORGARBÍÓ
Sími 1500
Aðalmynd vikunnar:
Árásin á Tirpitz
Brezk, sannsöguleg stórmynd,
er fjallar um eina mestu hetju-
dáð síðustu heimsstyrjaldar.
Aðalhlutverk:
JOHN MILLS
DONALD SINDEN
JOHN GREGSON
Iúííbs Bogason varð
tiraðsháhmeistari
Hraðskákmóti Akureyrar er ný-
lokið. Þátttakendur voru alls 28.
Keppt var fyrst í 2 riðlum, og
kepptu síðan 7 efstu menn úr
hvorum riðli saman til úrslita,
eða 14 talsins.
Hæstur að vinningum og þar
með Hraðskákmeistari Akureyrar
varð Júlíus Bogason skákmeist-
ari. Hlaut hann ÍO1/^ vinning. —
Næstir urðu Margeir Steingríms-
son með 10 vinninga, Kristinn
Jónsson og Halldór Helgason með
8^/2 vinning hvor og Snorri Rögn
valdsson með 8 vinninga. Ingi-
mar Jónsson skákmeistari Norð-
urlands var fjarverandi, er mótið
var háð.
Leiðrétting. í lista yfir brautskráða
nemendur úr Iðnskóla Akureyrar, mis-
ritaðist Kristinn Árnason, ketil- og
plötusm., átti að vera Kristján Árna-
son, og leiðréttist þetta hér með.