Íslendingur - 05.07.1957, Síða 2
2
ÍSLENDINCUR
Fostudagur 5. júlí 1957
Eftir hverjn
í næstsíðasta Degi er greinar-
korn með stórletraðri fyrirsögn
um „ábyrgðarlausa málsmeðferð
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Akureyrar“, og er þar átt við
samþykkt tillögu minnar um að
bærinn panti tvo nýja togara.
Réttara hefði þó verið að tala
um „ábyrgðarlausa málsmeðferð
bæjarstjórnar“, þar sem tillagan
fékk aðeins 2 mótatkvæði, því
bæjarfulltrúarnir Jakob Frí-
mannsson, Guðmundur Guðlaugs-
son og Guðmundur Jörundsson
sátu hjá og verða því, þeim til
verðugs hróss, að teljast sam-
þykkir tillögu minni.
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð, munu sósíalistar
hafa gert það að skilyrði fyrir
þátttöku í henni, að tekið yrði
upp í málefnasamninginn loforð
um endurnýjun togaraflotans,
enda er vitað, að Framsókn hefir
aldrei verið hlyrint aukningu
hans, samanber afstöðu flokksins
og skrif blaða hans um kaup
þeirra togara, sem keyptir voru
eftir síðustu styrjöld og nú eru
orðnir 10 ára gamlir.
Þrátt fyrir þessa neikvæðu af-
stöðu Framsóknar til togara-
kaupa, verður að gera ráð fyrir,
að síðasta Alþingi hafi ekki sam-
þykkt að óathuguðu máli að leita
eftir erlendu láni og smíði á 15
nýjum togurum.
A þeim tíma, sem togaraútgerð
hefir verið rekin héðan, hefir
verið byggð upp aðstaða í landi
til framtíðarreksturs þessarar út-
gerðar fyrir hátt á annan millj-
ónatug króna. Utgerðin hefir ver-
ið einn af stærstu liðunum til
góðrar afkomu íbúanna og bæj-
arfélagsins, og væri það hið
mesta glapræði, ef henni væri
ekki haldið áfram, togararnir
endurnýjaðir, þegar þeir ganga
úr sér, og útgerðin smáaukin eft-
ir því sem bærinn vex og fólkinu
fj ölgar.
Sósíalistar báru fram tillögu í
bæjarstjórn 12. febr. sl. um að
bærinn tryggði sér tvo af þessum
umræddu togurum. Bæjarstjórn-
in afgreiddi tillöguna til bæjar-
ráðs, sem hafa skyldi samráð við
stjórn Ú. A. um afgreiðslu máls-
ins. Þessa samráðs hefir enn
ekki verið leitað, enda algjörlega
ástæðulaust. Hvernig ætti að gera
rekstraráætlun um togara, sem
enginn veit, hvað kosta munu eða
hvernig verður samið um og því
síður um aflaverð og útgerðar-
kostnað einhvern tíma eftir 1960,
en litlar líkur eru til, að togar-
arnir komi til rekstrar fyrir þann
tíma?
Það, sem ég gerði, og stjórnar-
blöðin eru svo örg við mig fyrir,
var að taka upp efnislega áður
framkomna tillögu og knýja fram
afgreiðslu á henni. Vera má, að
sumum hafi þótt súrt í brotið, að
ekki tókst að sofa á málinu, þar
til allir togararnir voru upp pant-
aðir, en 12 af þessum 15 var þeg-
ar búið að biðja um, og liggja
því nú fyrir 14 pantanir.
dtti ið bíðol
Komi hinir 15 nýju togarar
einhvern tíma til landsins, án þess
að Akureyri fái nokkurn þeirra,
er hætt við, að erfiðlega gangi að
manna gömlu togarana hér góð-
um skipshöfnum og aðstaðan til
reksturs þeirra yrði all-örðug,
svo að ekki sé meira sagt. Og með
tilliti til þess, að út á hina nýju
togara mun ætlunin að veitt verði
lán er nema um 90% af kaup-
verði þeirra, og líklegt er, að
unnt yrði að selja einhvern hinna
eldri togara innan lands eða ut-
an, er hér ekki um eins mikið
ábyrgðarleysi að ræða og Dagur
gefur í skyn, en e.t.v. er það skoð-
un Dags, að „efla“ eigi „flotann“
með kaupum gamalla togara, sem
aðrir eru orðnir þreyttir á.
Aradráttur varð á byggingu
hraðfrystihúss hér fyrir skamm-
sýni ýmissa manna til stórskaða
fyrir atvinnulíf bæjarins og rekst-
ur útgerðarinnar. Ég tel mér því
til tekna, þegar andstöðublöðin
ráðast á mig og birta nafn mitt í
sambandi við aukna möguleika
til bjartrar framtíðar fyrir bæj-
arfélagið og íbúa þess. Afram
skal haldið, og nú er það næst
stór dráttarbraut, og eigi skal
linnt, fyrr en það mál er komið
í framkvæmd, — mál, sem mun
þýða byltingu í járn- og vélaiðn-
aði bæjarins og stórauka atvinnu,
verzlun og margs konar viðskipti.
Helgi Pálsson.
____
Jan Mayen
Framhald af 1. síðu.
ráðanlegum ástæðum. í vor var
svo málið tekið upp að nýju.
Fyrst átti að fá norskt skip íil
fararinnar en það tókst ekki, en
eftir nokkra leit og athuganir var
m.s. „Oddur“ fengið til þessarar
farar. Aðalmaður norska félags-
ins, Gunnar Hansen, gat því mið-
ur ekki losað sig frá annríki
heima fyrir, svo að við ísl. aðil-
arnir urðum að taka að okkur
alla forustu og allar framkvæmd-
ir málsins.
Ágúst bróðir og Björn sonur
minn tóku að sér stjórn leiðang-
ursins og fengu með sér hinn
reynda skipstjóra Guðmund H.
Oddsson í Reykjavík auk skip-
stjóra „Odds“ Símonar Guðjóns-
sonar og margra ágætra manna
eins og t. d. Tryggva Gunnarsson-
ar skipasmiðs á Akureyri, Stein-
dórs Hjaltalíns útgerðarmanns í
Reykjavík o. fl. Steindór Stein-
dórsson náttúrufræðingur á Ak-
ureyri fór með sem gestur leið-
angursins. Hann vildi athuga
gróður á eyjunni og fornar minj-
ar, sem kynnu að hafa rekið af
sjó á umliðnum öldum, en norsk-
ir fornminj afræðingar hafa mik-
inn áhuga fyrir þeim.
M.s. „Oddur“ er vel útbúið
skip að tækjum og heppilegt til
slíkrar farar.
Góðar viðfökur.
Lagt var af stað frá Akureyri
kl. 20, 12. júní og fyrst siglt til
Raufarhafnar með staurafarm 1
síldarplan. Þaðan var farið kl. 17
daginn eftir í góðu veðri beint til
eyjarinnar. Þangað reyndist 40
klst. sigling og nokkuð erfið land-
taka sökum veðurs. Norðmenn
þeir, sem dvelja á Jan-Mayen við
veðurathuganir, 8 ails, tóku leið-
angrinum ágæta vel, enda höfðu
þeir fengið tilkynningu um komu
skipsins frá norska ráðuneytinu.
Veðrið hélzt sæmilega gott
flesta daga, sem dvaiið var við
eyjuna. Gengið var á land á
nokkrum stöðum á vestur- og
suðurströnd eyjarinnar. Fram-
skipun á rekaviðnum var erfið og
seinleg m. a. vegna ónógra hjálp-
artækja í landi. Einn daginn var
t. d. unnið að þessu í 20 klukku-
stuúdir.
Sunnudagsnóttina 23. júní var
búið að ná það miklu af reka-
viðardrumbum, að talið var rétt
að halda heimleiðis, og var siglt
af stað frá eyjunni kl. 5 um morg
uninn.
Leiðangurinn heppnaðist vel.
Engin meiðsli höfðu orðið á
mönnum, vélabilanir, eða önnur
óhöpp lient. Veðrið var oftast
gott, þótt kalt væri, og ýmsar at-
huganir voru gerðar.
Þátttakendur voru allir, 16 að
tölu, glaðir og liressir eftir erfiði
og vökunætur.
Óvísf um framhaldið.
Að svo stöddu er ekkert hægt
um það að segja, hvort arðvæn-
legt geti talist að „ganga á reka“
á Jan-Mayen, flytja það sem nýti-
legt er til Akureyrar, og setja þar
upp sögunarstöð. Það verður at-
hugað næstu mánuði. En líklega
hafa Norðmenn og íslenzk yfir-
völd hér úrslitaorðið. En nú hefir
hin margþráða athugun við Jan-
Mayen verið gerð. Sjálfsagt gæti
það orðið til hagsældar fyrir Ak-
ureyri og nærsveitirnar, ef úrvals
bjálka eða stórviði væri að fá á
þínnan hátt og rekstursgrundvöll
ur myndaðist fyrir nýtízku sög-
unarstöð, sem þá einnig gæti unn
ið í smíða- og byggingatimbur
rekavið af ströndum norðan-
lands.
Ekki verður heldur séð, hvern-
ig þessi fyrsti rekaviðarleiðangur
okkar til Jan-Mayen fellur fjár-
hagslega. Tilkostnaðurinn er
mikill, og við höfum aldrei búist
við, að ferðin „bæri sig“. Hver
veit, kannske fáum við kostnað-
inn greiddan. Drumbarnir voru
lagðir upp á Tangann á Akur-
eyri, metnir og mældir, tilhöggn-
ir og sagaðir síðar. Mest er um
vert, að förin hefir gengið slysa-
laust og vel. Við erum leiðangurs
mönnum innilega þakklátir fyrir
árverkni og elju mikla við athug-
anirnar og fyrir að leggja hart að
sér í st.örfum.
KviLmyndavél og nokkrar ljós-
myndavélar voru með í förinni
og verður vonandi síðar tækifæri
til að kynna mönnum leiðangur-
inn með myndum.
Því þessi leynd?
Vissar ástæður eru fyrir því,
að við vildum ekki láta segja frá
leiðangrinum fyrr. Svo gat þetta
mistekizt, ef illa tókst til með
veðrið. Ég gekk á fund norska
ambassadorsins Andersen Rysst,
þegar undirbúningurinn stóð sem
hæst. Hann var mér alveg sam-
mála, brosti góðlátlega og sagði:
Þið eruð „smart“, íslendingar,
þetta verður annaðhvort skandali
eða stórsigur. Ég óska ykkur
bjartanlega til hamingju.
Fylgzt með heima.
Við höfum hlustað gaumgæfi-
lega á veðurfréttirnar kvölds og
morgna, og ég Iiringdi seint og
snemma á Veðurstofuna í Rvík.
Mest valt á veðrinu þar norður-
frá. Við fengum skeyti öðru
hvoru frá skipinu, og tvisvar hafa
fararstjórarnir talað við mig.
Þetla er annað og auðveldara en
í gamla daga, 1918, þegar farið
var á „Snorra“ í rekaviðarleið-
angur til Jan-Mayen. Þá var þessi
íshafseyja einskis manns land,
auð og óaðgengileg. Enginn vissi
neitt um þennan 36 tonna bát,
fyrr en hann kom aftur til Siglu-
fjarðar eftir 14 daga útivist. För
hans gekk að óskum, en ekkert
varð þó úr frekari rekaviðartöku
í það sinn. Getur vissulega svo
farið einnig nú, þó tækninni hafi
fleygt fram og áhættulítið sé að
sigla norður þangað þrjá sumar-
mánuðina. Þarna er hafnlaus og
brimótt strönd, ekkert „lamb“ að
leika sér við.
Yflrlitskort með bílvegum
Áðalkort yfir ísland
á 9 blöðum.
undir dróffarvélar og
mykjudreifara:
750x20
11x36
14x30
Aðeins örfá stykki af hverju.
BÍLASALAN h.f.
Geislagötu 5 — Sími 1649
AKUREYRINGAR!
Munið samnorrænu sundkcppnina.
IPond’s snyrtivömr
Varalifur
Hreinsikrem
Dry Skin Cream
Angel Face
4 litir
Handóburður
Talcum
Púður.
Verzl. Ásbyrgi hf.
Skipagötu 2 — Sími 1555
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOS
•tSOOOeiOOOOOOOOOOOOOOOOOO
IPrjónoföt og peysur
1—3 ára.
Verzl. Asbyrgi hf.
Sími 1555
ooooooooooooooooooooooo<
tOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO*
| Indirhjófar
5 [ allar stærðir.
| \ Verð kr. 99.00.
I Verzl. Ásbyrgi h.f.
Ny »hreinsan«
I fréttum heimsblaðonna i gaer-
morgun var skýrt fró því, að mið-
stjórn kommúnistaflokksins rússneska
hefði ókveðið að víkja úr miðstjórn-
inni og öðrum trúnaðarstörfum fjór-
um þekktum stjórnmólamönnum,
þeim Molotov, Malenkov, Kagano-
vitsj og Shepilov.
Eru þeir fjórmenningarnir sakaðir
um andflokkslega starfsemi. Hafi
þeir barizt gegn þeirri stefnu, er
mörkuð var á 20. þingi flokksins og
gegn því, að dregið yrði úr tortryggni
milli rikja.
Molotov er sakaður um þröngsýni
■ utanrikismólum og fyrir að hafa
unnið gegn vinsamlegri sambúð við
Júgó-Slaviu. Allir þessir menn eru
taldir hafa holdið fast við úreltar
starfsaðferðir og hugmyndir.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOs
HINAR
M A RGEFTIRSPURÐU
Röndóttu
bómullarpeysur
komnar aftur.
Verzl. DRÍFA
Sími 1521.