Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Side 3

Íslendingur - 05.07.1957, Side 3
Fostudagur 5. júlí 1957 ÍSLENDINGUR 3 Magntis Jónsson, alþingismaður: Áígreiðsla Alþingis á málelnun Eylirðinga Góð samvinna þingmanna Eyfirðinga um málefni héraðsins Mér þykir hlýða, nú að loknu þingi, að gera Eyfirðingum, eins og undanfarin ár, grein fyrir afgreiðslu Alþingis á þeim málum, er sérstaklega varða Eyfirðinga. Er þar þá fyrst og fremst um að ræða fj árveitingar til ýmissa framfaramála í héraðinu, en auðvitað eru svo ýmis önnur löggjaf- aratriði, sem beint og óbeint snerta Eyfirðinga, eins og aðra lands- menn, en það yrði of viðamikið að rekja öll þau mál. Þótt freistandi væri að gera einnig að umtalsefni þau nýju við- horf, sem skapazt hafa í sambandi við tilkomu hinnar svokölluðu vinstri stjórnar og hina kynlegu og nýstárlegu starfshætti hennar á ýmsum sviðum, þá mun ég einnig láta það bíða betri tíma og snúa mér beint að hinu sérstaka viðfangsefni þessarar yfirlits- greinar. Eins og oft áður eru hafnar- gerðirnar þurftarfrekastar þeirra opinberu framkvæmda, sem ætl- unin er að vinna að í Eyjafirði í sumar, enda hljóta hafnargerðir að vera mikilsvert viðfangsefni í héraði, þar sem eru svo mörg sjávarpláss, sem eiga afkomu sína undir sjávarútvegi og samgöng- um á sjó. Er ætlunin að vinna í sumar að liafnargerðum á sex stöðum og er víða um töluvert átak að ræða. Heildarfjárveiting til hafna í Eyjafirði hefir hækkað allveru- lega frá því í fyrra og er nú 1.050.000 kr. en var í fyrra 578.000. Stafar þessi hækkun að verulegu leyti af því, að nú er gert ráð fyrir meiri framkvæmd- um en í fyrra. Ólafsfjörður. — Á undanförn- um árum hefir miðað vel áleiðis með Olafsfjarðarhöfn, en þó er þar enn mikið ógert. Mikilvægast er nú að ganga frá bátalegunni í innri höfninni, því að það hefir verið mesta vandamál bátaeig- enda í Ólafsfirði, að geta ekki haft báta sína óhulta í höfninni í vondum veðrum. í fyrra var unnið allmikið við bátakvína, en lokaátakið er eftir. Veittar eru til hafnarinnar í ár 150 þús. kr. Þar sem þessi fjár- veiting er nokkru lægri en til ýmissa annara hafna við Eyja- fj örð, þykir mér rétt að taka frain, að orsökin er ekki sú, að hlutur Ólafsfjarðar hafi verið fyrir borð borinn, heldur hefur hluti ríkissjóðs að undanförnu verið greiddur það jafnóðum, að ekki er um neina teljandi skuld að ræða. Grímsey. — Grímseyingar hafa hvað eftir annað orðið fyrir mj ög alvarlegum áföllum með hafnargerð sína. í fyrst lagi varð hafnargerðin meira en helmingi dýrari en gert hafði verið ráð fyrir. I öðru lagi brotnaði hafn- argarðurinn í fyrravetur, og munu þær skemmdir hafa valdið um 250 þús. kr. aukakostnaði við hafnargerðina, og í þriðja lagi varð það undarlega óhapp í vet- ur, að undirstaðan gliðnaði und- an kerinu fremst í hafnargarð- inum, svo að það sprakk frá garðinum. Má gera ráð fyrir, að viðgerð kosti allt að því jafn mik- ið og tjónið, sem varð á garðin- um í fyrravetur. Er hér augljós- lega um svo alvarlegt áfall að ræða fyrir lítið sveitarfélag, að til verður að koma alveg sérstök aðstoð ríkisvaldsins. Vonandi reynist auðið að gera nú í sumar við þær skemmdir, sem urðu á garðinum í vetur, og eru í sam- bandi við þetta mikla vandamál Grímseyinga skylt að þakka hæði fyrrverandi hafnarmálaráðherra og fyrrverandi og núverandi fjár- málaráðherra, sem nú fer einnig með hafnarmál, fyrir góðan skiln- ing. Til Grímseyjarhafnar eru veitt- ar í fjárlögum 280 þús. kr. Er þá gert ráð fyrir, að greiddur sé að mestu leyti lögboðinn hluti ríkis- sjóðs af kostnaði við hafnargerð- ina, og er upphæð fjárveitingar- innar miðuð við það sérstaka vandamál, sem þarna hefir skap- azt. Dalvík. — Nú um skeið hefir ekki verið unnið nema að minni- háttar aðgerðum á Dalvíkurhöfn, en nú er mikill áhugi hjá sveitar- stjórn og hafnarnefnd að gera stórt átak, til þess að bæta að- stöðu í höfninni. Er hér um mik- ið nauðsynjamál að ræða, þótt hætt sé við, að hinn mikli láns- fjárskortur kunni að tefja eitt- hvað þessar framkvæmdir. Veitt- ar eru til hafnarinnar í ár 200 þús. kr. að heimila ríkisstjórninni að taka allt að 25 millj. kr. lán til þess að greiða vangoldin framlög ríkis- sjóðs til hafnargerða og til þess að lána sveitarfélögum eftir nán- ari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Mun sennilega hafa vakað fyrir þessum þingmönnum að prófa á- huga ríkisstjórnarinnar á mál- inu. Af einhverjum duldum ástæð- um kom tillaga þessi aldrei ti) at- kvæða. Við fulltrúar Sjáifstæðis- flokksins í fjárveitinganefnd tók- um þá tillöguna upp efnislega lít- ið breytta, en stjórnarliðið sarn- einaðist um að fella hana. Er næsta kynlegt, að ríkisstjórnin skuli ekki einu sinni vilja fá heimild til lántöku þessarar, ef á hugi er á að leysa málið. Magnús Jónsson alþm. Hrísey. — Gagngerðar endur- bætur voru gerðar á bryggjunni í Hrísey á sl. sumri. Var þar um mikið átak að ræða, og mun kostnaður hafa orðið um 1.2 millj. kr. Enn er þó allmikið ó- gert og er gert ráð fyrir að fyrir- hugaðar fj;amkvæmdir j. ár muni kosta allt að % millj. króna. Er mikilvægt að geta lokið þessuin fyrirhuguðu framkvæmdum. Til Hríseyjarhafnar eru veittar í ár 200 þús. kr. Hauganes. — Byrjað var lítið eitt á hafnargerð að Hauganesi í fyrra sumar, en hin litla bryggja þar er orðin algerlega ófullnægj- andi fyrir bátana. Áhugi er á því heima fyrir að ljúka í sumar við næsta áfanga, sem mun kosta allt að 700 þús. kr. Veittar eru í fjár- lögum 170 þús. kr. til hafnargerð ar á Hauganesi. Litli-Árskógssandur. — Mikil þörf er á, að lengjia nokkuð hryggjuna á Litla-Árskógssandi, en til hafnarbóta þar hefir ekki verið lagt fé ,um langt skeið. Veittar eru nú í ár 50 þús. kr. til hafnarbóta að Litla-Árskógs- sandi. Lán fil hafnargerða. Eins og nú er ástatt á lána- markaðinum má heita ógerlegt fyrir sveitarfélögin að fá lán til þess að greiða sinn hluta af kostnaði við hafnargerðirnar, auk þess sem sveitarfélögin verða oft um sinn að leggja fram hluta rík- issjóðs að meira eða minna leyti. Núverandi ríkisstjórn hefir lýst því yfir, að hún hefði mik- inn áhuga á að taka lán til hafn- argerða í landinu. Við 2. umræðu fjárlaga fluttu þrír af þingmönn- um Sósíalistaflokksins tillögu um Vegir. Vegirnir eru ekki síður nauð- synlegar samgönguleiðir en hafn- irnar, og fyrir sveitirnar hafa vegirnir sömu þýðingu atvinnu- lega og hafnirnar fyrir sjávar- plássin. Eyjafjarðarsýsla má teljast sæmilega vel veguð, en þó vantar enn allmikið á að viðunandi vegasamband sé um héraðið, og ennfremur er sá galli á gjöf Njarðar, að tveir aðalvegir hér- aðsins, Dalvíkurvegur og Eyja- fjarðarbraut, eru það gamlir veg- ir, að nauðsynlegt ei að endur- byggja þá á stórum köflum. Að því hefir nokkuð verið unnið a síðustu árum, en þó má betur, ef duga skal. Það munu hafa orðið mörgum mikil vonbrigði, þegar núverandi ríkisstjórn, sem þó lelur sig sér staklega vilja berjast fyrir hags munum strj álbýlisins, sá sér ekki fært að hækka fjárframlög til ný- byggingu vega að neinu ráði. í fyrra var fj árveitingin til vega- gerða hækkuð um tæpar 4 millj. kr. miðað við árið áður, en nú í ár er hækkunin aðeins um 1 millj. kr., og engin hækkun er á fjárveitingu til endurbyggingar þjóðvega, sem er mjög mikið hagsmunamál þessa héraðs. Fjár- veitingar til annarra verklegra framkvæmda hækkuðu yfirleitt um 20% í meðförum fjárveit- inganefndar, þó að fj árveitingar til verklegra framkvæmda í fjár- lagafrumvarpinu hefðu verið skornar niður um fullar 8 millj. kr. Treysti stjórnarliðið sér ekki til að lialda þeirri lækkunarstefnu til streitu með hliðsjón af aug- lýstum áhuga sínum á hag strjál- lög lil verklegra framkvæmda, en sú tillaga okkar var felld. Niður- staðan er því sú, að fjárveiting til vega í Eyjafirði, svo sem í öðrum héruðum, er nú að mestu leyti sú sama og á sl. ári og þv'í sýnt að framkvæmdir verða nú minni en þá með hliðsjón af hinni stórauknu dýrtíð. Fjárveitingar til einstakra vega í Eyjafjarðarsýslu nú eru sem hér segir (talið í þús. kr.): Múlavegur ............. 200 Lágheiðarvegur ......... 85 Olafsfjarðarv. (eystri) 40 Hrísavegur ............. 30 Ilörgárdalsv. (ytri) .. 100 Hörgárdalsv. (innri) . . 25 Vatnsendavegur ......... 85 Laugalandsvegur .... 35 Djúpadalsvegur ......... 30 Samtals eru fj árveitingar til vega í Eyjafjarðarsýslu í ár 630 þús. kr., en að auki er svo fram- lag til ræktunarvegar 1 Grímsey 10 þús. kr. og ræktunarvegar í Hrísey 8 Jiús. kr. Stærsta framkvæmdin í vega- málum Eyfirðinga nú er Múla- vegur. Er það mikið hagsmuna- mál að ljúka þeirri vegagerð sem fyrst, eigi aðeins fyrir Ólafsfirð- inga, heklur einnig Dalvíkinga og raunar fleiri nærliggjandi sveit- ír. Á s.l. ári voru veittar til Múla- vegar 200 þús. kr. í fjárlögum og auk Jiess 50 Jnis. kr. af fjallvega- fé, sem var loforð frá árinu áður. Fjárveiting til þessa vegar í ár er óbreytt, en samtímis er íjárveit- ing til Siglufjarðarvegar ytri liækkuð úr 100 Jiús. kr. í 500 þús. kr. Er Jiar um nauðsynjamál að ræða fyrir Siglfirðinga, sem eigi skal eftirtalið. Lítil sanngirni virðist þó í Jiví að hækka þá ekki einnig fjárveitingu til Múlavegar. Bar ég fram tillögu um, að fjár- veiting til hans yrði einnig 500 þús. kr., en stjórnarliðið samein- aðist um að fella þá tillögu. Við Jiingmenn Eyfirðinga höf- um lagt á það áherzlu við vega- málastjórnina, að veitt verði fé af benzíngjaldi til Múlavegar og enn- fremur verði í ár veitt fé til end- urbyggingar þeirra kafla á göml- um vegum í Eyjafirði, sem mesl þörf er að endurbyggja. Brýr. Veitt er til brúar á Hafraá 115 þús. kr. Er það síðari fjárveiting og gert ráð fyrir, að hægt -verði að byggja brúna fyrir það fé, sem þegar er veitt. Skólar. Veittar býlisins og þeirri miklu hækkun, sem sýnileg var á útgjöldum rík- barnaskóla issjóðs á öðrum sviðun#. Við Sj álf stæðismenn í fjár- veitinganefnd bárum frani tillögu um það, að fjárveitingar til ný- byggingar vega, endurbyggiugar vegar og fjallvega yrðu hækkað- ar hlutfallslega við önnur fram- eru 105 Jiús. kr. til á Dalvík og 40 Jiús. kr. til byggingar barnaskóla í Svarfaðardal. — Er hér að sjálfsögðu um ó- fullnægjandi fjárveitingar að ræða, en þaðr eru í samræmi við fjárveitingar til annarra skóla. Framhald á 9. síðu.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.