Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.07.1957, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Fostudagur 5. júlí 1957 Ásrni G. Eylands: SEXTUGUR: Gunnar Nchram Hólaiskoli 1882-1957 I Vér sem beitum dísil-tröllatökum, tætum svörð og plœgjum álnardjúpt, gleymum títt hve feður báru á bökum byrðar þungar, var það skyldu-ljújt. Þegar ökum ísland þvert á degi yfir brýr og leið, sem stálið hlóð fyrir oss, þá væri ekki úr vegi við að staldra á þeirra klyfjaslóð. Þegar ennþá sundvötn Heim að Hólum lieftu leið og marga götu steinn, enginn þekkti tæki og tök á lijólum, tæpast nokkur vegarspotti beinn, þegar frost og hafís var að verki, varð að neyð og sneyddi allra liag, liér þeir reistu stefnumið og merki, merki, sem að stendur enn í dag. Skagfirðingar treystu heit á Hóla, hugsuðu stórt og tóku fast um völ, sér þeir reistu í nauðum skálda-skóla, skálda er ortu gras, og veltifjöl létu ryðja þúfu og þúst úr vegi, þoka mórgu fram og rétta við, þá leit bóndinn bjarma af nýjum degi, bætta hætti, trú og starf og sið. Ennþá reynir búmann brekkuvegur, betra er það en sléttan værðarflöt, ungi maður, vertu ei taka-tregur, tíminn heimtar ný og stœrri möt. Bóndinn þarf að sigra hálfan lieiminn, hans er ríkið senn á vorri jörð, þó að borgir byggi múgur gleyminn bráðum spyr hann eftir grasi og hjörð. Höldur ungur, snjall og véla-valdur, veitir krafti og dœmir þunga úr leik, honum ógnar aldrei vetur kaldur eða vor, sem þjóð um mánuð sveik. Styrkur hans með Guði ræður gróðri, gleymist ekki starfa-skylda og pund: Vinna og stjórn, ei teymast láta í tjóðri tœkninnar á sinni heimagrund. Þennan vanda skal hér æskan œfa, allir strengja Norðlendingar heit, það er Hólamanna gifta og gæfa, Guð og menn þeir elska þennan reit. Ennþá streymir fólkið heim að Hólum, heldur fast um minningarnar vörð. Vér sem liér í œsku vonir ólum eins og börn nú gistum Skagaf jórð. simastion Laugardaginn 22. júní sl. átti Gunnar Schram símstjóri sextugs- afmæli. Gunnar er barnfæddur Reyk- víkingur, og voru foreldrar hans hjónin Magðalena og Ellert Schram. Að afloknu gagnfræða- prófi við Menntaskólann í Rvík réðst hann í þjónustu Landssím- ans, og ávann sér það traust í starfi, að er símastjórastarfið á Akureyri losnaði, var honum veitt það. í því starfi hefir Schram reynzt árvakur og samvizkusam- ur og gert sér far um að þoka símamálum á Akureyri og ná- grenni áleiðis, svo sem frekast hefir fengizt, enda hefir Akur- eyri oftast orðið á undan öðrum I stöðum á landinu um símafram- kvæmdir. Schram er mikill íþróttaunn- andi og var á ungum aldri kunn- ur knattspyrnumaður í Reykja- vík. Var hann þá um tveggja ára skeið formaður Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur. Gunnar Schram er kvæntur Jónínu Jónsdóttur frá Arnarnesi, og eiga þau tvö uppkomin börn, Gunnar, lögfræðing og blaða- mann við Morgunblaðið og Mar- grétu stúdent, sem nú stundar framhaldsnám í Danmörku. Jafeob Kar(ssoi) — KVEÐJA — Hér var ort hið mikla moldarkvæði, margar hendur æfðu stuðluð tök, höfuðstafir, liendingar og sæði, liærri gróður, meiri frœðarök. Enga sáðjörð átt þú, Norðlendingur, er þér liefir betri gróður fært. Óskaljár í undragrasi syngur, enn er starfað, reynt og kennt og lœrt. Golt er oss að standa í staðartúni stundarlangt og reika liðin ár, kveldað hefir fjöldinn ferðalúni feðra og mæðra, engin harmatár skulu á þeirra merku minning falla, mörgum gleðiþökkum lýst hún skal. Hér í skjóli heiða og hárra fjalla helgar Saga og blessar þennan dal. Blessum þá, er starf til heilla hófu, helgi björt sé minning þeirra í dag, sínum niðjum gull úr jörðu gwfu, gleymdu mest að rækja eigin liag. Tryggðu grunn svo nú er líf í landi, laukur í garði og margt við réttan brag, vor þó bíði ennþá œrinn vandi, öfl, sem vilja breyta gróðri í flag. Hér þarf ekki að búa læpulýður, lífs og dauður snapa ríkisstyrk, landið öllum starf til bata bíður bjargarráð, sé höndin mikilvirk. Nú sem fyrr vér eflum skálda-skóla, skálda, er yrkja jörð og gróðurmátt. Enn skal þjóðin meta og hylia Hóla, halda stefnu og trú í sólarátt. Það birtir yfir, sorg er ei í sölum, svífur andinn gegnum ljóssins heima. Það birtir yfir, — um dýrð og fögnuð dreyma í dáins löndum, — alla, er leysast kvölum. Það birtir yfir, ástin götu greiðir, sem gengin er á undan, — fögru sporin. — Það birtir yfir, það logar Ijós á vorin og lífið fagnar þeim, sem tárum eyðir. Það birtir yfir, óska-stund er stígin, en störfin munu vaxa öðrum þræði, Það birtir yfir, og nú er hljótt um bæði, og byrði létt og skoðuð helgu vígin. Byggðasafn Þingeyinga verður í gamla bænum á Grenjaðarstað. Bœrinn lokaður fyrir gestum í sumar. Á síðastliðnu sumri var lokið við gagngerða viðgerð á gamla bænum á Grenjaðarstað í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Bæ þennan reisti séra Benedikt Krist- jánsson að mestu leyti skömmu fyrir aldamótin, og var bærinn talinn einn hinn allra myndarleg- asti, sem reistur hefur verið á seinni tímum. Nú er bær þessi í eigu ríkisins og undir umsjá þjóðminjavarðar. Viðgerðunum í fyrrasumar stjórnaði Sigurður Egilsson frá Laxamýri. Ákveðið hefur verið, að Þing- eyingar flytji byggðasafn sitt inn í Grenjaðarstaðabæinn. Söfnun til þess hefir hingað til verið á vegum Bændafélags Þingeyjar- sýslu, en nú hefur félagið afhent safnið sýslunni og starfar nú byggðasafnsnefnd, undir forustu sýslumannsins, Jóhanns Skapta- sonar, að því að fullkomna söfn- unina. Verður þetta sumar notað til þessj,að búa bæinn alls konar búsmunum og koma safninu sem haganlegast fyrir. Eðlilega verð- ur ekki liægt að sýna bæinn gest- um, meðan á þessu stendur. Hann verður því ekki til sýnis í sumar, en hins vegar er að því stefnt, að bær og safn verði full- búið til sýnis gestum á komandi sumri. (Frá Þjóðminjasafninu). ___*_____ Hans Alberts lenli í stœlu við starfsmann í kvikmyndaveri og þóttust báðir haja á réttu að standa. Deilan jókst orð af orði og loks veðjuðu þeir og lagði Ilans Alberts 100 mörk undir. Andstœðingur hans var alveg viss í sinni sök og sagði yfirlœtis- lega: „Ég er handviss um þetta mál. Ég legg höfuð mitt að veði!“ „Nei, karl minn,“ sagði Hans Albert. „Þú verður að leggja að veði eitthvað, sem er einhvers virði!“ Það birtir yfir, hátt var markið hafið og hátt stefnt enn mót geislum himin-dýrðar. Það birtir yfir, þær stundir verða ei skýrðar: um stöðuglyndi þitt, í trú og kærleik vafið. Það birtir yfir, Drottins vegir vísa og vernda þig í sínum húsa-kynnum. Það birtir yfir, á þig svo mætan minnum að moldin grær og vorblóm fögur rísa. Það birlir yfir, aldrei deyr hver dáður, þitt dagsverk var að breyta sorg í gleði. Það birtir yfir, þótt leggist að lágu beði, þú Iífi Drottins verður stöðugt háður. A. G. ~—-----------————~—-——--------------—----— ----J

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.